Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1960, Qupperneq 13

Samvinnan - 01.04.1960, Qupperneq 13
leysa, færist smám saman vöxtur í Bláu-Níl, unz vatns- magnið hefur sexfaldast í ágúst. Hér horfðum við nið- ur á önnur aðalupptök Nílar, hin eru í órafjarlægð suður í Úganda. Áður hafði ég staðið hug- fanginn á bökkum fljótsins norður hjá Kaíró. Hin forna borg, pýramídarnir, öll mannanna verk bliknuðu í huga mínum, er ég stóð and- spænis móður Níl. Á bökkum hennar — og Evfrats í Mesó- potamíu — stóðu fyrstu byggð- ir manna, og hófst fyrsta þjóð- skipulag, sem sögur fara af. Um þúsundir ára horfðu menn undrandi og oft í til- beiðslu á fljótið, sem þeir áttu lífsafkomu sína undir. Vitað var hvernig flóðunum var háttað frá ári til árs, en fljóts í heimi. Nokkru eftir að flogið var framhjá Tanavatni erum við yfir vesturhalla hins mikla hálendis Eþíópíu, — sem er 2—3 þús. metrum hærra en Súdan — og lækkum ört flug- ið, steypum okkur úr svala hálendisins niður að brenn- heitum auðnum Súdans. Við- brigðin eru mikil. Hiti eykst en gróður fer hraðminnkandi unz auðnin er alger. Við horf- um út yfir endalausar, ljós- gular sandbreiður. Dökkgráar skellur hér og þar munu vera sorfnar klappir og berir klettar. Eyðimerkurmóða, mórauð eins og kolareykur, byrgir að nokkru fyrir útsýnið. Við er- um yfir Núbíu, en svo nefn- ist nyrsti landshluti Súdans, og nálgumst Bláu-Níl aftur. járnbrautarferðalag, en ekki næst til vatns nema á einum þessi liggja um þvert land, frá austri til vesturs, en Níl fell- ur um þau frá suðri til norð- urs og tengir þau saman. N orðursvæðið, hin forna Núbía, liggur frá landamær- um Egyptalands og suður til höfuðstaðarins, Khartúm. Allt þetta svæði telst til heitustu staða jarðar, og er að heita má samfelld gróðurlaus auðn, nema jaðrar meðfram Níl. Sunnan til er þó nokkur úr- koma og því meira um bit- haga og runnagróður, sem geitfé og úlfaldar nærast á. Ræktun er algerlega útilokuð vegna hita og þurrka, nema vatni sé veitt á landið. Frá Wadi Halfa, á landamærum Egyptalands og suður til Khartúm, er 27 klukkustunda andríu eða Kaíró, hafa eflaust séð þar Núbía, en ef til vill ekki gert sér grein fyrir því. Þeir eru þar margir þjónar, húsverðir og ökumenn, og auðþekktir, dökkir mjög, há- vaxnir, grannholda og tein- réttir. Kristni barst til Núbíu snemma á öldum frá Egypta- landi og ef til vill frá Gyð- ingalandi þegar á postula- tímum. Fræðimenn ýmsir telja að Kandake drottning, sem um getur í Postulasög- unni, hafi ríkt yfir löndum suður af Egyptalandi, en þau voru á þeim tímum nefnd Eþíópía. Ríkisféhirðir henn- ar hafði farið norður til Jerú- salem og tekið skírn. Er hríf- andi lýsing á því í 8. kap. Postulasögunnar. Árið 1906 fann þýzkur vís- Súdanskur buffall. A Nílarbökkum. ekki hvaða lögmál réðu því né heldur hvaðan fljótið kom. Hugir manna glímdu við þá ráðgátu öld eftir öld. Það þótti eitt mesta afrek, sem unnið hafði verið á sviði land- könnunar, er brezkur liðsfor- ingi, John Hanning Speke að nafni, fann upptök Hvítu- Nílar. Það var hinn 30. júlí árið 1858, eða fyrir réttum hundrað árum, að hann kom til norðurenda Viktoríuvatns í Úganda og sannfærðist þegar um að hann stóð þar við upp- tök Nílar, lengsta og frægasta En hér rennur hún til N.V. Fyrsti lífsvottur eru nokkrir moldarkofar og akrar. Þeir eru að vísu samlitir auðninni eins og kofarnir. Það verður langt þangað til — eða ekki fyrr en að sumri — að áin nær til þeirra næst og eitthvað get- ur vaxið á þeim. v Skipting Súdans í þrjá lands- hluta, sem eru hver um sig sjö-áttfalt stærri en ísland, norðursvæði, miðsvæði og suð- ursvæði, miðast við gróður fremur en landslag. Svæði stað á allri þeirri leið. íbúar norðursvæðisins, Nú- bíar, lifa á hjarðmennsku, reika um auðnirnar með bú- slóð sína og búpening, tjalda þar sem vottar fyrir haglendi eins lengi og það endist skepn- unum og flytja þannig stað úr stað — að hætti milljóna manna í Norður-Afríku og Vestur-Asíu. Þeir hafa alla tíð verið í nábýli við Araba og blandast þeim nokkuð, en þó varðveitt sérkenni sín, þjóð- erni og tungu. íslendingar, sem hafa komið til Alex- indamaður kristin rit á forn- núbísku frá 4. öld. Mátti af þeirn ráða, að þá hafi landið verið kristið. Arabar gerðu tíðar innrásir í N úbíu eftir að þeir höfðu lagt undir sig E- gyptaland 641 e. Kr. Rofnaði þá samband Núbíu við aðrar kristnar þjóðir, en þjóðfrelsi og kristinni trú glötuðu þeir ekki fyrr en á 14. öld, að þeir tóku múhameðska trú. í Nú- bíu er fjöldi kirkju- og klaust- urrústa. * Framh. í næsta blaði. SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.