Samvinnan - 01.04.1960, Qupperneq 16
Greinargerð frá ritstjóra.
Hreinskilni
Hollast verður hverjum manni
að horfa framan i sannlevkann.
Samvinnumenn eru einlægir
og hreinskilnir. Þeir dylja
ekki hug sinn. Þeim er tamt
að segja sem er, hvort sem um
lof eða last er að ræða. Þetta
hefur allt frá upphafi verið
íslenzku samvinnuhreyfing-
unni mikill styrkur. Hafi vel
tekizt til um málefni eða
verkefni, hefur hrós og upp-
örfun ekki skort og orðið til
hvatningar og eggjunar. Hafi
miður farið, hefur á hinn bóg-
inn verið spyrnt við fótum að
hverfa skyldi frá hinni lakari
leið og reyna nýja.
Undirritaður hefur af eigin
reynslu kynnzt báðum þessum
viðbrögðum. Hann hefur
hlotið uppörvun og einstæð-
an stuðning og skilning við
mótun menntastofnunar sam-
vinnumanna að Bifröst, svo
mikinn fórnarvilja og fram-
farahug, að slíkum hefur hann
aldrei kynnzt fyrr.
En hann hefur mætt jafn hik-
lausri andspyrnu sem meðlæti
áður, er hann að beiðni for-
ráðamanna samvinnuhreyf-
ingarinnar tók að sér að um-
skapa rit samtakanna, Sam-
vinnuna, og gera tilraun til
að vinna því nýjan markað
með því að sveigja efni þess
og búning annan veg en fyrr.
— Þau viðbrögð hafa verið
skýlaus yfirlýsing um það, að
svo skyldi ekki unnið. Undir-
ritaður kann vel að meta þá
hreinskilni, sem þannig vill
standa vörð um merki sam-
vinnuhreyfingarinnar.
Hitt má vera öllum samvinnu-
mönnum augljóst, að þessi
nýja tilraun með ritið var
ekki gerð að ófyrirsynju. Til
þess lágu þrjár veigamiklar á-
stæður að hafizt var handa
um nýtt átak í þessu efni:
1) Fráþví 1950 hefur kaupend-
um ritsins farið sífækkandi.
Árið 1950 voru greidd kaup-
endagjöld fyrir 8808 fasta
meðlimi, en árið 1958 tæp
6000. Þannig höfðu tekjur
minnkað um i/s á tæpum ára-
tug og að því er ætla má les-
endahópurinn sömuleiðis.
2) Ritið hefur sáralítilli út-
breiðslu náð í kaupstöðum
landsins, alveg sér í lagi þó í
Reykjavík.
3) Samvinnumenn erlendis
hafa meir og meir horfið frá
beinum áróðri í tímaritum
þeim, sem almenningi eru
ætluð, en helgað þau almenn-
um menningarmálum og
fræðslu í trausti þess, að sam-
vinnustefnunni er ekkert ó-
viðkomandi, sem til menning-
ar og mannbóta horfir. —
Þessar staðreyndir sýndust
mæla með því, að lagt væri
inn á nýjar leiðir Forráða-
menn samvinnuhreyfingar-
innar vildu ekkert til spara og
lögðu í mikinn kostnað að
gera mætti ritið sem bezt og
glæstast úr garði. Blað skyldi
brotið í íslenzkri tímaritaút-
gáfu og samvinnumenn eign-
ast fjölbreyttasta og fegursta
menningarrit á íslandi. Þótti
því meiri nauðsyn á útgáfu
þess konar rits sem nú er hellt
yfir þjóðina slíkum sæg glæpa-
og kynórarita að vera mun
heimsmet ef svo fámenn þjóð
fær melt allt, sem að henni er
rétt. Blöð hennar og tímarit
önnur leiðast meir og meir í
þá freistni að gæla við lægstu
hvatir og kenndir. — Þannig
var hugsað og þannig skyldi
að unnið.
En eitt er áform — annað
er framkvæmd. Og hér urðu
augljós skil milli þess sem ætl-
að var og hins sem varð. Rit-
ið í búningnum nýja vann
ekki markaði. Kaupendum
fjölgaði dræmt í kaupstöðum
og Reykjavík. Einlægir sam-
vinnumenn voru óánægðir
með stefnubreytinguna, sér í
lagi þá hugmynd að breyta
samvinnuefninu og dulbúa.
Túlkun dagblaðanna og út-
varpsins á þessum áformum
vakti gremju, enda ekki að ó-
fyrirsynju. Voru það mistök,
að ekki var leiðrétt þegar í
upphafi, er haldið var fram
að ritið skyldi ekkert sam-
vinnuefni birta. Það var aldrei
ætlunin. En þar um nóg. Hin
nýja tilraun fylkti ekki sam-
vinnumönnum til sóknar,
heldur leysti ttr læðingi óá-
nægju og sundrun. Hér hafði
því verið haldið inn í blind-
götu. í stað aukningar á út-
breiðslu og sölu, hefur hin
fyrri þróun haldið áfram. Það,
sem enn er dapurlegra, vel-
viljaðir stuðningsmenn sam-
vinnuhreyfingarinnar hafa
gerzt ritinu fráhverfir.
Það boðar að vísu engan
heimsendi, þótt tilraun mis-
takist. Það er lögmál lífsins, að
sumt heppnast, annað ekki.
Hér hefur það einfaldlega
gerzt, sem Hegelslögmál segir
fyrir um, að hugmynd kalli
fram andstæðu sína, tesa sína
antiteus. Það er svo verkefni
framtíðarinnar að skapa æðri
einingu hinna ólíku sjónar-
miða, þar sem hið bezta úr
þeim báðum fái notið sín.
Vandinn er ekki leystur, þótt
nú sé sveigt frá hugmynd, sem
ekki fékk hljómgrunn. Ástæð-
urnar, sem leiddu til hinnar
nýju tilraunar, eru enn fyrir
hendi. Aðeins y5 af meðlim-
um samvinnuhreyfingarinnar
fær ritið og les og út fyrir rað-
ir samvinnumanna nær ritið
ekki til að auka hugsjónum
okkar fylgi. Á Norðurlöndun-
um hinum er þessu öðruvísi
farið. Þar eru nær allir með-
limir áskrifendur samvinnu-
tímarita sem þessa.
íslenzkir samvinnumenn eiga
hér verk að vinna. í sam-
vinnustarfi liggur engin leið
til baka heldur er ætíð sótt
fram á veg.
Eins verður hér.
Reynslunni ríkari mótum við
rit okkar, að það nái því tak-
marki, sem allir samvinnu-
menn óska heils hugar: verði
kyndilberi hárra hugsjóna.
Guðmundur Sveinsson.
16 SAMVINNAN