Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1960, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.04.1960, Blaðsíða 18
Samvinna á breiðum grundvelli Flestir þekkja samvinnuhreyfinguna og starfsemi hennar hér heima. Þeir eru færri, sem vita hve ná- ið samstarf er einatt milli íslenzkra og erlendra samvinnufélaga og samvinnusamtaka. Þetta sam- starf hefur þróazt um langan aldur og nær yfir flest það, sem varðar samskipti þjóða, svo sem vörukaup og sölu, fyrirgreiðslur og upplýsingar, fræðslu og félagsmál, o. s. frv. Samvinnan mun nú og á næstunni kynna lesend- um sínum nokkuð starfsemi þessa. Lammstehen t-itt pásti tagnr vi pá islUndskt Inmm. Det ár uv en myckvt Jtög kvalité, viört och fint í smaken och Við skulum byrja á kjöt- sölu okkar til tveggja landa og fyrirgreiðslunni þar. Kjötsalan nú er aftur á byrjunarstigi eftir stríðs- ár og fjárpestir. Allstaðar, þar sem við reynum að selja afurðir okkar, eru að sjálf- sögðu aðrir aðilar á mark- aðnum fyrir. Ástralíu- menn og Nýsjálendingar eru langfyrirferðarmestir á dilkakjötsmarkaðnum, enda verið oft og tíðum einráðir að kalla undan- farin ár og njóta þess í hvívetna. í Svíþjóð hafa sænsku sam- vinnufélögin haft forgöngu um kynningu og sölu ís- lenzka dilkakjötsins. Fyrst \oru sendú hingað inenn til að kynna sér sláturað- 18 SAMVINNAN stæður, því að ekki er leyfð- ur innflutningur á kjöti til Svíþjóðar, nema lieilbrigð- isfulltrúar sænskir hafi áð- ur skoðað sláturliús þeirra landa, er flutt er inn frá, kynnt sér þar aðstæður all- ar og veitt þeim viðuikenn- ingu sína. Sænsku samvinnufélögin hófu svo auglýsingaherferð til þess að vekja athýgli á þessari framleiðslu íslend- inga, sem nú hóf sam- keppni á markaðnum við Ástralíumenn og Nýsjá- Iendinga. Eytt var miklu fé í auglýsingar tímarita og dagblaða, svo og í vöru- kynningarvikur í búðum kaupfélaganna. Hér birtum við til garnans hluta af grein og mynd úr blaðinu HEM TIPS, sem kemur út í 2,5 millj. upp- lagi. Fyrirsögn greinarinn- ar er: „Islandskt lamm en delikatess.“ Og liver er svo árangurinn af samstarfi þessu? mun svo margur spyrja. Kjötút- flutningurinn til Svíþjóðar undanfarin ár hefur verið: 1956 .... 104.4 tonn 1957 .... 283.8 - 1958 .... 459.4 - 1959 .... 494.0 - Þetta er árangur sölustarfs Sambandsins í Svíþjóð og samvinnu þess við sænsku samvinnufélögin, og ef að- alkeppinautar okkar lækka ekki verð sitt til muna og reyna á þann hátt að bola okkur af markaðnum, get- um við gert okkur vonir um jafna og áframhaldandi sölu, því íslenzkt kjöt hefur hlotið mjög miklar vinsæld- ir og mun, ef vel gengur, vinna sér fastan markað hjá hinum ágætu frændum okkar. Þá væri ekki úr vegi að bregða okkur í hina áttina yfir hafið, sem umlykur okkar ágæta land, og líta til Bandaríkjanna, þar sem hinir margþráðu dollarar blakta í hvers manns hendi. í janúar síðastliðnum var hér á ferð Samuel Asliel- man, kaupfélagsstjóri frá Greenbelt-kaupfélaginu í Washington og framámað- ur í kaupfélagasamsteypu Washingtonborgar. Þóti I

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.