Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1960, Qupperneq 20

Samvinnan - 01.04.1960, Qupperneq 20
Guðmundur Sveinsson Lif í nýju landi. Samvinna. Mörg og erfið viðfangsefni blöstu við í ísrael liinu nýja. Flest varð að skapa frá rótum, fátt var til, sem nauðsynlegt er menningarríki. Hebrear eru menn hagsýnir og framsýnir. Þeim var að vísu ljóst,, liver vandi þeim var á liendur falinn. Erfiðleikarnir stældu þá og eggjuðu til dáða. Fyrirmyndir að nýrri þjóðfé- lagsbyggingu sinni sóttu þeir til Vesturlanda. Gerðu land sitt að lýðveldi. Tvennt þótti ísraelsmönnum nauðsynlegast, er þeir liugðu að traustri undirstöðu samfé- lags síns: Að þar væri þrótt- mikil og vel skipulögð verka- lýðsstétt og öflug samvinnu- hreyfing. Þótti þeim sem með þvi einu móti rnætti tryggja örugga þróun og góða afkomu þegnanna. Skipulögð verkalýðsstétt hafði ekki verið til í Palestínu. Það kom í hlut fsraelsmanna hinna nýju að skapa hana. Fyrir ríkisstofnunina var sá grundvöllur þegar lagður. Ár- ið 1920 var sjálfstæð verka- lýðshreyfing stofnuð, Hista- drut eða Félagið, eins og hún var nefnd. (Stofn orðsins er sedar, sern þýðir að skipu- leggja, samfylkja). Eitt af meginverkefnum Histadrut skyldi vera að efla samvinnu, stofna samvinnu- félög og skipuleggja fram- tíðarlausn efnahagsmála með samvinnurekstri. Þannig tengdust hinar tvær öfltigu félagsmálastefnur, verkalýðs- hreyfingin og samvinnuhreyf- ingin og settu sameiginlegt markmið, sköpun þjóðlífs til hags og heilla öllum þegnum þess ríkis, sem í vændum var að stofna. Einingin hefur Þættir úr samvinnusögu lialdizt allt til þessa, báðum stefnu.num til mikils ávinn- ings. Það kom að sjálfsögðu brátt í ljós, að nauðsynlegt var að fela sérstökum aðilum fram- kvæmdir samvinnustarfsem- innar. Var því stofnuð sjálf- stæð deild innan Histadrut, er taka skyldi að sér þennan hátt og nefndist Heorat Ov- dim — Verkalýðsfélagið. Samvinnuhreyfingunni var ætluð slík hlutdeild í efna- hagslífi hins nýja ísraels, að krefjast hlaut mikillar skipu- lagningar og feykilegs starfs. Verkefnum var skipt á ýmsar undírdeildir enda óskyld. Stærsta verkefni samvinnu- hreyfingarinnar var að byggja upp landbúnaðinn. Um 70% af öllum framkvæmdum á sviði ræktunar og landbún- aðar er á samvinnugrund- vel-li. Annað meginverkefni er iðn- aðar- og byggingafram- kvæmdir. Alls konar iðnfyrir- tæki eru rekin sem samvinnu- félög og yfir 250 byggingar- samvinnufélög. eru í landinu. Þriðja grein samvinnustarfs eru hrein neytendafélög. Þau eru 400 talsins með nærri % milj. meðlimar. Fleira mætti enn til nefna, þótt þessar þrjár greinar sam- vinnustarfs séu áhrifamestar. Það væri efni í margar grein- ar að lýsa í einstökum atrið- um samvinnustarfi ísraels hins nýja svo fjölþætt sem það er. Mun það ekki gert í yfirlitsgrein þessari. Sem dæmi um aðferðir og fram- kvæmdir skal hins vegar tilfærð. samvinna í landbún- aði, enda elzt grein á miklum meiði og að mörgu sérstæð- ust. ísraelsmenn hafc þar far- Lögmálsbækurnar fluttar heim. ið eigin leiðir, þótt um sumt megi benda á fyrirmyndir annars staðar frá. Samvinna í landbúnaði. ísraelsmenn, sem úr útlegð leituðu til fyrirheitna lands- ins, komu að óræktarlandi, pestarmýrum og eyðiflákum. Þannig hafði hið fyrrum frjósama land ísraels farið í vanhirðu og vatnsskorti. Hér biðu mikil verkefni óleyst. En vandinn.var að finna starfinu form, sem ætti við mismun- andi aðstæður og viðhorf ný- byggjanna. Til lausnar voru þrjár leiðir valdar og alls staðar var samvinna lögð til grundvallar. Þrenns konar byggðahverfi mynduðust og hlaut hvert rekstrarform sitt heiti. Eitt nefndist Kibbutz, sam- félagshverfin. Má með nokkr- um rétti segja, að þar væri reynt að framkvæma hina fornu hugmynd Roberts Ov- ens um samvinnuþorpið. Myndaðar voru sjálfstæðar 20 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.