Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1960, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.04.1960, Blaðsíða 25
útvarpiff tilkynnti þá lát Héðins heitins Valdimarssonar. Um morgun- inn hélt ég gangandi til Möffrudals, en Jónas beiff hjá bílnum, bilaffur á fæti, eins og Hávarður ísfirðingur. Ég hef sjaldan verið fegnari aff sjá fólk eða fá kaffi heldur en þá. Það segi ég satt. Þú hefur haldið fundi á mjög afskekktum stöðum? Já, mörgum, þar sem engir aðrir erindrekar hafa efnt til fundarhalda, — hvorki fyrr né síðar — og sýndi þar líka kvikmyndir. Má þar til nefna Sæbóí í Aðalvík, skammt frá fæðingarstað mínum, Flæðareyri í Jökulfjörðum og Skálavík. Þá voru með mér þeir Hannibal Valdimars- son og Kristján frá Garðsstöðum. Einnig mætti nefna Hvallátra og Grímsey — þar talaði ég í kirkjunni og sýndi meira að segja kvikmynd — Grafarsel í Jökulsárhlíð, Grfmsstaði á Fjöllum og Svínafell, Skapta- fell og Kvísker í Öræfum. En þetta er fátt eitt af öllum fundastöðunum. Varstu mest einn á ferð? Oftast einn á ferð, já, langoftast, nema sumarið sem við Jónas vorum saman. Stundum skrapp Kristján sonur minn þó með. Fundirnir voru bæði tíðir og langir. Eitt árið hélt ég 100 fundi. Síðasti fundurinn var suður í Höfnum, daginn fyrir Gamlársdag. Jón Eiríksson var þá kaup- félagsstjóri í Sandgerði, tengdasonur Ingólfs heitins í Fjósatungu. Jón spilaði á harmonikku eftir fundinn og allir sungu og dönsuðu af lífi og fjöri. Þú talaðir altaf blaðalaus? Það var oft ekki um annað að ræða, nema við sérstök tækifæri. Það hefði ekki altaf verið hægt að lesa af blöðum ( hálfrökkvuðum salnum. Einfaldlega sökum þess, að Ijós var oft ekki fyrir hendi. Sinntir þú nú ekki fleiri verkefnum en erindrekastörfum beinlínis? Það væri þá helzt að nefna Bifröst f því sambandi. Vilhjálmur fól mér að sjá um byggingarframkvæmdir og breytingar, sem nauðsynlegar voru eftir kaupin á gamla skálauum. Til þess verks réði ég Elías bróður niinn sem yfirsmið, og hélt hann áfram smíðum í Bifröst löngu eftir að ég hætti umsjón. Elztu nýbyggingunni, fundarsal, veitinga- og setu- stofum m. m. var lokið vorið 1951, og þá tókst með herkjumunum að hafa aðalfund SÍS þar í fyrsta skipti. Það var líf í tuskunum síðustu dagana fyrir fundinn, já, og næturnar líka, til þess að öllu óhjákvæmi- legu væri lokið í tæka tíð. Þá voru nú hendur látnar standa fram úr ermum. Það máttu bóka, karl minn. Ég sá Hka urn reksturinn tvö fyrstu sumurin. Höfðum þá m. a. greiðasölu til farþega Norðurleiða. Jensína Halldórsdóttir, nú skólastjóri í Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugar- vatni, var ráðskona fyrsta sumarið — mikil dugnaðarstúlka, sem lifði á kaffi og sigarettum og svaf aldrei, og svo góð, að hún vildi helzt allt fvrir alla gera seint og snemma. Seinna sumarið réði ég Guðbjörn Guðjónsson, þá bryta á Vatnajökli, sem forstöðumann, og hélt hann velli hjá Hirti Hjarlar þar og á SÍS-skipunum, þar til hann tók við Framsóknarhúsinu, þegar það byrjaði rekstur. Var nú ekki Vigfús, vinur vor, undir Brók, afbrýðisamur út í Bifröst? Jú, jú. og sagði sitt af hvoru ekki sem vingjarnlegast. Hann hafði alll- af á tilfinningunni, fannst mér, að Sambandið hefði bara gert þetta allt af bölvun sinni honum til hrellingar. Bölvuð vitleysa. Annars hef- ur aldrei verið neitt vont á mili okkar. Var ekki talsvert um erlendan gestagang og hátíðleg fundahöld í kring um fimmtíu ára afmæli SÍS? Þú getur nærri. Jú, jú. bæði komu margir norrænir samvinnufrömuðir til þess að sitja hátíðaraðalfund SÍS 1952, og svo náttúrlega enn fleiri, þegar aðalfttndur Alþjóðasambands samvinnumanna var haldinn hér árið eftir. Það var mikið um dýrðir og mvndarlegar móttökur af hendi SÍS. Hafðir þú ckki talsvert mcð þetta að gera? Jæja, jú, ég aðstoðaði forstjórann við ýmislegt þessu viðvikjandi, eink- um á afmælisfundinum — en í seinna skiptið vortt Benedikt Gröndal og Kristinn Gunnarsson líka komnir til sögunnar. Svo hæt'tir þú erindrekstrinum í árslok 1953? Það held ég nú. Vilhjálnrur bauð mér framkvæmdastjórastarf við Kirkjusand. Ég hef stundum sagt það síðan í gamni, að þá hafi ég hætt að uppverma mannssálir, en tekið að hraðfrysta þorsk. Það voru ólík hlutverk. Ja, þvflík djöfulsins kollsteypa, maður. Jæja. ..Drottinn gaf og drottinn tók, lofað drottins nafnið sé“. Að mörgu Ieyti var þetta skynsamlegt, og raunar sjálfsagt, eftir svona langan tíma. Hvíla sig á öðrum og aðra á sér. En ég á góðar endurminningar frá þessum dögum. Það var gott að tala við fólkið og vera með því. Móttökurnar voru alls staðar góðar og sums staðar stórkostlegar. Mér leið sannarlega vel í starfi meðal þessa fólks. Samvinnufólkið f landinu er gott og traust. Hafðu það fyrir satt og láttu mest á því bera í samtalinu. Slikar eru minningar mínar um það, undantekningarlaust. Ég hélt samtals 440 fundi þessi ár og talaði á þeim við næsturn 45 þúsund manns. Álit mitt er því byggt á talsverðri reynslu. Berðu að lokum öllum samvinnu- mönnum mínar beztu kveðjur, hvar í röðum sem þeir standa. Þakkaðu þeim fyrir mína hönd allt gamalt og gott. Mér er það ánægjuefni að verða við þessari bón Baldvins Þ. og ég veit að samvinnumönnum er öllum ánægja í að fá frá honum kveðjur. Hann hefur starfað að mörgum ólfkum verkefnum um ævina, en gert þeim 'öllum beztu skil. Þannig er Baldvin, hann leggur alla sfna at- orku, allan sinn metnað í að gera vel, vera sínum húsbændum trúr og síðast en ekki sízt trúr þeirri hugsjón, scm hann vígðist í æsku, sam- vinnuhugsjóninni. Megi hann lifa heill og lengi. Örlygur Hálfdanarson. Raf- Mótorar Höfum jafnan fyrirliggjandi RAFMÓTORA 1 fasa, 220 volta 5, 7,5, 10 og 13 hest- afla, mjög hentuga fyrir Súgþurrkunarblásara Gnýblásara Færibönd og fleira Vinsamlegast sendib pantanir hið SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA — rafmagnsdeild — SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.