Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1960, Page 26

Samvinnan - 01.04.1960, Page 26
„Ég hugsaði einkum um einn ákveðinn hlut,“ sagði sjómað- urinn. „Um bát. Oftsinnis dreymdi mig að ég ætti hann, ýtti honum úr vör og léti í haf. Hann átti að vera góður, sterkur og fara vel í sjó. En stór þurfti hann ekki að vera, aðeins tíu til tólf smálestir. Snekkja með háum skjól- borðum. Skutflöturinn átti að vera blámálaður, og sjálf- ur ætlaði ég að skera út stjörnur umhverfis kýraugun. Ég er fæddur í Marstal, í Dan- mörku. Gamli Lars Jensen bakari kann til skipasmíða, og hann var vinur föður míns. Ég mundi áreiðanlega fá hjálp hjá honum til að byggja bát- inn. Síðan mundi ég flytja korn frá Bandhólmi til Kaup- mannahafnar. Ég vildi gjarn- an lifa til að eignast bátinn minn, og bví gladdist ég, er „Barracuda" kom, taldi komu hennar fyrsta skrefið að mark- inu. Og þegar ég mætti yður, gamli lierramaður, og þér spurðuð mig hvort ég vildi vinna fyi'ir fimm gíneum, fann ég, að ég hafði breytt skynsamlega, þegar ég yfirgaf eyna. Þess vegna kom ég með yður.“ „Þii ert ungur," sagði mr. Clay aftur, „og hefur efalaust einnig hugsað um kvenfólk." Pilturinn sat lengi þögull og starði bcint framundan sér, líkt og hann liefði glatað mál- inu. „Já,“ sagði hann að lokum. „Um borð í „Amalíu Scott“ og „Barracuda" töluðu menn um stúlkurnar sínar. Ég veit mjög vel til hvaða verks ég er ráðinn í nótt. Ég er eins góð- ur til þess og hver annar sjó- maður. Þér munuð ekki verða fyrir vonbrigðum með mig. Ekki heldur frú yðar, sem bíður mín.“ Skyndilega, í þriðja sinn, streymdi blóðið fram f andlit hans, hvarf aftur, streymdi síðan fram að nýju og litaði sólbrennda húð hans dökk- rauða. Hann stóð upp, hár og herðabreiður og mjög al- varlegur. „Samt sem áður fer betur á því,“ mælti hann djúpri, áður óþekktri röddu, ,,að ég fari nú þegar til skips míns. Og þér, gamli herramaður, kræk- ið áreiðanlega í annan sjó- mann." Hann stakk hönd- inni niður í vasann. Hinn daufi roði hvarf úr kinnum mr. Clays. „Nei,“ svaraði hann. „Ég tek ekki í mál að þú farir nú til skips þíns. Þér skolaði á land á eyði- ey. Þú hefur í heilt ár ekki talað orð við nokkurn mann. Þetta hentar mér vel, og það er ánægjulegt að hugsa til þess. Þig get ég notað. Ég vil engan annan sjómann." Gesturinn steig eitt skref á- fram, og svo stórkostlegur virtist hann vera, að öldung- urinn greip ósjálfrátt snöggu taki um stólarmana. Honum hafði áður verið ógnað af ör- vita mönnum, en haldið þeim í skefjum, annaðhvort með þunga gullsins eða kaldri, einbeittri orku heila síns. En hinn reiði, ungi mað- ur, sem nú stóð frammi fyrir honurn, var of einfaldur til að slík röksemdafærsla hefði nokkuð að segja gagnvart honum. Ef til vill hafði hann brugðið höndinni í vasann til að ná í hnífinn þann hinn góða, er hann hafði gert að umræðuefni. Gæti það í reyndinni kostað lífið að gera sögu að raunveruleika? Sjómaðurinn dró upp úr vasanum gullpeninginn, sem mr. Clay hafði gefið honum, og rétti hann í áttina til öld- ungsins. ..Þér ættuð ekki að reyna að halda aftur af mér,“ sagði hann. „Þér eruð háaldraður og ekki eins sterkur og ég. Þökk fyrir matinn og vínið, gamli herramaður. Nú fer ég til skips míns. Góða nótt, gamli herramaður." Mr. Clay sat sem steini lost- inn, og rödd hans var mjög hás og lágvær, þegar hann tal- aði. En þó talaði hann. „Og báturinn þinn, ungi vin- ur,“ sagði hann. „Þinn eiginn bátur? Þessi ágæta tíu lesta skúta, sem átti að sigla með korn frá heimabæ þínum til ICaupmannahafnar? Hvað verður úr henni, ef þú skilar aftur þessum fimm gíneum og ferð svo þína leið? Einungis sagan, sem þú sagðir mér, — henni verður aldrei hleypt af stokkunum um þína daga, hún mun aldrei sigla um höfin!" Að andartaki liðnu stakk pilt- urinn gullpeningnum í vas- ann á ný. XII RÆÐA GAMLA HERRA- MANNSINS í SÖGUNNI. Á meðan ríkisbubbinn og sjó- maðurinn drápu þannig tím- ann hvor fyrir öðrum í hin- um uppljómaða borðsal, dvaldi Virginía í svefnher- berginu, þar sem öll ljós höfðu verið deyfð með rauð- um hlífum, önnum kafin við að búa sig undir hlutverk sitt, hlutverk kvenhetjunnar í sögu mr. Clays. Litla kínverska þernan henn- ar hafði hjálpað henni við að koma herberginu í gott horf og að búa það þeim hlutum, sem hæfir að fyrirfinnist í svefnstofu hefðarkonu, og nú var hún farin heim. Tvisvar eða þrisvar hafði Virginía snögglega hætt að vinna og sagt við þemuna, að þær skyldu yfirgefa húsið þegar í stað. Nú, þegar hún var orðin ein, hafði hún slfkt ekki framar í huga. Herbergið, sem hún var stödd í, hafði verið svefnherbergi 26 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.