Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1960, Side 28

Samvinnan - 01.04.1960, Side 28
Vanillukaramellur. 1 bolli sykur 1 bolli sýróp 1 bolli rjómi i/A tsk. salt 2 msk. smjör 6 msk. mjólk 2 tsk. vanilla Látið sykur, sýróp og rjóma í emeleraðan pott. Sett yfir vægan hita, þar til sykurinn hefur bráðnað. Soðið í 10 mínútur. Hrært í við og við. Þá er smjörinu, óbræddu, og mjólkinni bætt í smátt og smátt. Soðið áfram í 15— 20 mínútur, hrært stöðugt í. Er það hefur soðið í 15 mín- útur, skal ætíð prófa það við og við í köldu vatni. Tekið af eldinum. Vanillan hrærð saman við. Hellt í smurða skúffu. Látið renna út af sjálfu sér. Skorið í ferkantaða bita, þegar það er mátulega volgt. Sukkulaðikaramellur. 2 dl. rjómi 2 dl. mjólk 4 dl. sykur 2i/4 dl. sýróp 21/2 msk. kakaó Kakaó og sykri er blandað saman í pott, þar út í er hrært rjómanum og mjólkinni, hitað. Þegar það sýður, er sýr- ópið sett út í. Lögurinn soðinn við hægan eld, þar til ekki ólgar í pottinum. Hræra verður í þessu hér um bil viðstöðulaust. Það mun þurfa að sjóða í 2—3 stundar- fjórðunga. Hellt á smurða plötu. Þegar það fer að kólna, er það skorið í lengjur, því næst þversum á lengjurnar, svo að myndist ferkantaðir bitar á stærð við karamellur. Bíði á plötunni, þar til þeir eru alveg kaldir. Vefja má karamellunum innan í allavega litan cellofanpappír. Sé karamellulögurinn soðinn lengur og settur á plötuna kaldur, verður hann harður sem brjóstsykur. Verður þá að höggva hann sundur. Er það ágætur brjóstsykur á bragðið, en getur ekki orðið fallegur í laginu. Páskakonjekt. Heimatilbúið sælgæti þykir öllum gott og þá sérstaklega börnunum. Geta þau auðveldlega hjálpað til með að búa það til eftir þessum uppskriftum. Kokoskonfekt. 125 gr flórsykur, 1/ eggjahvíta, 14 msk. rjómi. 10 möndludropar, 25 gr kokosmjöl. Flórsyi'krinum er sáldrað á borð, vætt í hönum með eggja- hvítunni, rjómanum og möndludropunum. Hnoðað. Búnar til lengjur, sem látnar eru bíða um stund. Skorn- ar í jafna bita, sem rúllaðir eru í aflangar, smáar lengjur. Lengjunum er velt upp úr kókosmjöli. Settar á kaldan stað og látnar þorna. Piparmyntukonfekt. 250 gr flórsykur, 1 eggjahvíta, 1 msk. rjómi, 2 dropar piparmyntuolía (fæst í lyfjabúðum). Flórsykrinum er sáldrað á skál og vætt í með eggjahvít- unni, rjómanum og piparmyntuolíunni. Hnoðað á borði og rúllað í sívalar lengjur, sem settar eru á sykri stráð bretti. Skorið í 1 cm. þykkar sneiðar, sem látnar eru þorna á bakka, en áður en þær eru þurrar, eru þær mál- aðar með rauðum ávaxtalit, svo að þær verði röndóttar. Bezt er að gera þetta með eldspýtu. Saltar möndlur. 100 gr möndlur, 1/ msk. matarolía, borðsalt. Möncllurnar eru settar í heitt vatn og hýðið tekið af þeim: Settar á gatasigti og köldu vatni hellt yfir þær. Látnar á línklút og þerraðar. Settar í skál og olían látin yfir. Möndlunum velt upp úr fínu borðsalti. Settar á bök- unarplötu með smjörpappír á inn í lítið heitan ofn og bakaðar, þar til þær eru ljósbrúnar. Bornar með hana- stéli. Snoturt serviettubrot Hanakamburinn á vel við á páskunum, hann er bæði hægt að brjóta ein- faldan og tvöfaldan. Fyrst er serviettan brotin í fernt. Horn B er vikið nið- ur að 0, mynd 2, síðan er það brotið eins og sýnt er á mynd 3. Nú höfum við einfaldan hanakamb, ef einhver vill hafa hann tvöfaldan þá heldur hún áfram og brýtur niður horn D á sama hátt og áður, myncl 4. Brjótið að síðustu hornið aftur, mynd 5. Serviettuna má leggja þannig á diskinn, eða festa hornin saman á bakhliðinni svo að hún geti staðið. 28 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.