Samvinnan - 01.04.1960, Page 33
Utgefandi: SAMVINNAN
Áb.maður: Guðmundur Sveinsson
fréttabréf
samvmnunnar
Reykjavík, apríl 1960.
Sú nýbreytni er hér upp tekin, að léta fréttabréf fylaja Samvinnunni. Reynt
verSur aö flytja f stuttu mali ýmsar fréttir innlendar og erlendar af samvinnustarfinu,
verzlun, iönaöi, félagsmélum og fleiru. Fréttagreinar fré lesendum veröa þegnar meö
þökkum, og sömuleiöis umsagnir og ébendingar, þvf tilgangurinn er sé, aö i bréfinu
geti allir fundið eitthvað sér til fróðleiks.
HRAÐFRYST GRÆNMETI Mikið vantar á, aö hægt sé aö anna eftirspurn landsmanna
eftir alls konar grænmeti. Frá aprilmánuði ár hvert og
fram 1 september er á boðstólum íslenzkt grænmeti, bæði úr gróðurhúsum og görðum,
og selst það að jafnaði mjög vel. En alla haust- og vetrarmánuðina, í skammdeginu,
þegar þörfin er mest, er úrvalið mjög lítið. Helzt er þá að fá innflutt hvítkál og gul-
rætur svo og íslenzkar réfur. fslenzkum garðyrkjubændum ber að^ athuga, hvort ekki
megi fara að frysta grænmeti.fyrir innanlandsmarkaðinn. Yæri þa annað hvort að
reisa frystihús í nágrenni gróðurhusanna, eða taka a leigu eitthvert hinna mörgu
frystihúsa, sem aðgerðarlaus eru alla sumarmánuðina. Til þess að hægt verði að
frysta verulegt magn, þyrfti að auka mjög framleiðsluna, en ekki ætti það að verða
mikið vandamál, þar sem sífellt er unnið að frekari virkjun heitra hvera. Ekki verð-
ur málum þessum kippt í lag á einni nóttu, en timi er nú kominn til, að viðkomandi
aðilar fari að hug'sa sér til hreyfings. Maske verður það þó^ekki fyrr en hafinn^verð-
ur innflutningur a hraðfrystu grænmeti frá Danmörku eða Svíþjóð, en ekki er ólíklegt
að það verði á næstu árum, ef gjaldeyrismál þjóðarinnar komast 1 lag.
HUNDAHALD Undanfarin ár hefir hundahald farið mjög í vöxt í borgum og
bæjum landsins. f Reykjavík er að vísu bannað að hafa hunda,
en flestir hundaeigendur hafa þann hátt á, að þeir lata skra hunda sma a
sveitabæjum í nágrenni borgarinnar. Talið er, að ef hundaeigendur stofnuðu
með sér hundavinafélag og berðust fyrir þvi, að hundahaldsbanninu yrði a£-
létt, myndu þeir án efa hljóta fullan sigur. f útlöndum, þar sem allt er úandi
í hundum, er framleiðsla á alls kyns hundafóðri, svo sem kexi, kássum,
gerfibeinum og mjöli, blómstrandi atvinnuvegur. Til dæmis átu bandanskir
hundar s. 1. ár um 1. 000. 000 tonn af tilbúnum hundamat, sem eigendur þeirra
greiddu $ 350 milljónir fyrir. Þar eru á markaðnum um 3. 000 tegundir af til-
búnu hundafóðri (Tölur úr Market News Service, Bureau of Commercial
Fisheries, marz '60).
MINNKANDI SÆLGÆTISÁT Fullorðna fólkið hefir stórar áhyggjur af sælgætisáti
~ ~~ barna og unglinga. Það er sagt vera að aukast með
hverju árinu og eru sjoppurnar taldar eiga sinn ljóta þátt i þessari óheillaþróun. Hér
skal því tekin upp nokkur vörn fyrir smáfólkið, og birtar tölur, sem sanna minnkandi
sælgætisframleiðslu undanfarandi ára. Tölurnar eru úr Hagtíðindum, okt. '59: Suðu-
súkkulaði 1954: 93 tonn, 1956: 83 tonn, 1958: 79 tonn. Átsúkkulaði 1954: 136 tonn,
1956: 106 tonn, 1958: 97 tonn. Konfekt 1954: 112 tonn, 1956: 152 tonn, 1958: 118 tonn.
Karamellur 1954: 82 tonn, 1956: 94 tonn, 1958: 55 tonn. k þessu má sjá, að á flestum
tegundum er framleiðslan minnkandi. Undantekning er jpó konfektið, og er það kannske
engin tilviljun, að það er helzt konfekt, sem fullorðna folkið borðar.
VATNSHELDAR BÆKUR Fyrirtæki eitt í Florida í Bandaríkjunum er farið að
— ' gefa út bækur, sem prentaðar eru á vatnsheldan papp-
ír. Kápur eða spjöld bókanna eru úr gúmmí, örlitið uppblásnu, svo bækurnar
fljóta í vatni. Þetta er eitthvað fyrir þá, sem lesa í baðinu (Vár Tidning, nr. 3,
1960).