Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1960, Page 34

Samvinnan - 01.04.1960, Page 34
ÆTISVEPPARÆKT Ætisveppir þykja herramannsmatur víða um heim, og ræktun þeirra og sala abatasöm. Her á landi er neyzla þeirra stöðugt að aukast og hefir jafnvel verið gerð tilraun til að rækta þá, þott ekki yrði sú starf- semi langlif. í heiminum eru nú árlega ræktuð 100. 000 tonn af ætisveppum, sem eru um 2. 750 milljona krona virði a markaðsverði. Danir eru miklar sveppaætur, enda standa þeir framarlega í ræktun þeirra. f Kaupmannahöfn einni voru s. 1. ár seld 1. 450 tonn, og var smásöluverð frá 3-5 kr. danskar pr. kg., en verðið er jfirleitt lægra f Danmörku en í öðrum löndum. Til samanburðar má geta þess, að íslenzku sveppirnir voru seldir á 50 kr. pr. kg. fslendingar eiga að geta ræktað sjálfir alla þá sveppi, sem þeir þurfa að nota, og jafnvel hafið útflutning. Er hér um verkefni að ræða, sem forystumenn landbúnaðar ættu að athuga (Uppl. úr Nederland- Noord- Europa, XIII, nr. 1, '60). fSLENZKT KJÖT f USA Útflutningur á íslenzku dilkakjöti til Bandari kjanna hefir farið vaxandi undanfarin ár. Fiskvinnsluverk- smiðja SÍS í Steelton í Pennsylvaníuriki hefir nú hafizt handa um að selja kjöt- ið niðursagað og pakkað í mjög smekklegar umbúðir. Er þetta þó enn á byrjunarstigi, en væntanlega verður hægt að greina frá árangri bráðlega. FJÖLBREYTTARI MJÓLKURAFURÐIR Mjólkurbú f Bay City í Michigan í Banda- rikjunum er farið að hraðfrysta mjólk og selja. Hefir þetta likað svo vel, að einnig er nú farið að frysta undanrennu og vita- mxnbætta mjólk. Höfuðkosturinn við frystu mjólkina er sá, að hana má geyma lengi í frystigeymslum, en þfða svo upp og nota, þegar verkast vill, og er hxm þá sögð jafn- góð og ny. Að sjalfsögðu eru notaðar pappaumbúðir fyrir þessa framleiðslu... Bragðbætt mjólk ryður sér nú til rúms f Evrópu, en f Bandaríkjunum hefir hún verið á boðstolum í mörg ar. Algengasta bragðið er sukkulaðibragð, en einnig er alls konar ávaxtabragð mjög vinsælt (Food Manufacture, marz 1960). DANSKT SMJÖR OG fSLENZKT NÚ hafa verið flutt inn 100 tonn af dönsku smjöri, og er framleiðsla íslenzka smjörs- ins komin f það horf, að frekari innflutningur mun óþarfur. DÓmar almennings um danska smjörið hafa verið mjög misjafnir og sfzt betri en um það fslenzka. Þvf var jafnvel haldið fram f blöðum, að hér væri um annars flokks smjör að ræða. Upplýst var þó, að aðeins fyrsta flokks smjör er flutt út frá Danmörku, svo ef dæma ma af þessum umkvörtunum, er smekkur landsmanna á smjör orðinn kannske helzt til góður. Hvað sem öðru lfður, þá er það nú samt stað- reynd, að fslenzka smjörið, sem nú er aftur komið f búðirnar, selzt betur en það, sem eftir er af þvf danska. BELGGEYMAR í Bandarfkjunum er nú mjög mikið byrjað að nota belggeyma (collapsible rubber containers) til flutninga á alls konar vökvum, jafnt flugvélabenzfni sem lýsi. Er nú svo komið, að eigendur tankbfla eru orðnir ugg- andi um hag sinn vegna hinnar hörðu samkeppni. Yenjulegir vörubflar geta nú flutt vökva, sem aðeins tankbflar fluttu áður. Þegar belggeymir hefir verið tæmdur, er honum rúllað saman og fer þá lítið fyrir honum. Þegar t. d. senda þarf bflfarm af olfu um langan veg, getur bfllinn hlaðið stykkjavöru til baka, og verða þannig flutningarnir hagkvæmari, þvf tankbílar verða ávallt að fara tómir aðra leiðina. Belggeymarnir eru framleiddir minnstir fyrir 1. 500 lftra, en stærstir fyrir 14. 000 lítra, og eru sagðir þola mjög vel bæði mikinn hita og mikið frost (International Management Digest, marz, 1960).

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.