Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1960, Qupperneq 36

Samvinnan - 01.04.1960, Qupperneq 36
RÚSSAR KAUPA MEÐ AFBORGUNUM Árið 1959 var russneskum verzlun- um leyft að taka upp sölu á ymsum varningi með afborgunarskilmálum. Mest eru það alls kyns heimilistæki, sem þannig eru seld líkt og í öðrum löndum. Deildaverzlunin G. U. M. í Moskvu jók veltu sína um 7 milljónir dollara á síðasta ári og þakkar það afborgunarkerfinu (International Business Contacts, marz 1960). SLÆM HIRÐING VÉLA Bændur landsins sæta oft gagnrýni fyrir það, að þeir láti hin dýru landbúnaðartæki sín liggja úti í öllum veðrum og fari margir hverjir hörmulega með hin dýru tæki. Dæmi hafa verið nefnd og mynd- ir birtar af rakstrarvelum liggjandi niður í túnfæti, þar sem skilið hefir verið við þær um sumarið, en þær svo látnar liggja allan veturinn. Þvi miður eru mörg af þessum dæmum sönn, og bændum til skammar. En við svo búið má ekki lengur standa. Bændur eiga að beita áhrifum sínum í búnaðarfélögum og á hóraðsfundum til þess að ráða bót á þessu. Viða mun vera skortur á geymslum fyrir verkfærin, en strax myndi það vera bót, ef hægt væri að fá passandi seglábreiður til að breiða yfir verkfæri þau, sem úti verða að standa allan veturinn. Búnaðarfélögin gætu seð um, að slíkar ábreiður verði framleiddar. FRÍMERKI OG ÞJÓÐSÖNGUR í umræðum í sænska þinginu nýlega, lýsti einn þingmanna yfir því, að sér fyndust sænsku frímerkin ekki nógu falleg og litauðug. Hann vildi fá á merkin myndir úr náttúrunni og stakk upp á miðnætursól yfir fjalli. Annar þing- maður fetti fingur út í sænska þjóðsönginn og fann honum ýmislegt til foráttu. Hér á landi hafa jú orðið deilur um þjóðsönginn, en óhætt að segja, að náttúrumyndir séu algengar á frímerkjunum (Nordisk Kontakt, 2, 1960).

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.