Samvinnan - 01.08.1973, Page 17

Samvinnan - 01.08.1973, Page 17
komið fram mismunandi sjónarmið og að tryggt sé jafnræði í „félags- skap“ þeirra opinberu aðila og óháðu hagsmunahópa, sem þegar hefur verið getið (III. í fyrri hluta). Fyrsta hlutverk hennar ætti að líkindum að vera að hvetja til endurskoðunar á þeim samræmingaraðilum eða samtökum hvers lands, sem bera ábyrgð á áætlunum og útbreiðsluher- ferðum í þágu almannaíþrótta. (ii) Þegar hefur verið bent á (IV. í fyrri hluta) miðlun upplýsinga og reynslu varðandi tilhögun og notkun mannvirkja, sem margir aðilar hafa afnot af. Slík miðlun getur reynzt ómetanleg við að vinna menn til fylgis við stefnu almannaíþrótta, hvað alla þætti hennar snertir. Með kynningu á reynslu einstakra aðila er hægt að girða fyrir vandamál frekar en að þörf verði á lausn þeirra. Slík samhjálp og skipti tákna: (a) að fallizt sé á ákveðið kerfi við framkvæmd tiltekinna rannsókna; (b) stöðlun vissra upplýsinga, svo að tölfræðilegar upplýsingar hafi samræmda merkingu, hvert sem upprunalandið er; (c) miðlunarstöð, þar sem sllkum upplýsingum sé safnað, þær sam- ræmdar og síðan dreift. Slík miðlunarstöð yrði sérstaklega mikilvæg, þegar starfsemi hennar yrði samræmd þeim markmið- um, sem stjórnarnefndin veldi hverju sinni. Raunar verður allt samstarf stjórnarnefndar og miðlunarstöðvar að vera hið nán- asta í hvívetna, og á hvor aðili að hafa frumkvæði í málum eftir því hvar þau koma upp. (iii) Auk slíkrar samvinnu, sem fram færi á vettvangi Menningarsam- vinnuráðsins, væri hægt að vinna menn til fylgis við ,,Evrópuhyggjuna“ með almannaíþróttum, og starfsemi almannaíþrótta ætti einnig að njóta góðs af sameiginlegu, evrópsku framtaki. Benda mó á sameiginlegan staðal til að öðlast hreystimerki; aukningu á fjölíþróttakeppni milli borga, sem fyrst kom til sögunnar á Norðurlöndum og hefur þegar verið tekin upp í Vestur-Þýzkalandi; sameiginlegar almannaíþróttahátíðir. Þetta eru aðeins ábendingar. Það er fyrir miklu, að allt slikt Evrópuframtak sé vandlega undirbúið og njóti einhuga stuðnings aðildarlandanna, ef „Evrópuhyggjan" og almannaíþróttir eiga að njóta góðs af því. Jafnvel þótt starfsemin í Evróþu haldi aðeins áfram innan þeirra nefnda, sem þegar eru starfandi, samstarfs- og viðræðuhópa, munu al- mannaíþróttir hafa lagt drjúgan skerf af mörkum á sviði félags- og menn- ingarmála, og er samþykkt Sáttmálans verðug viðurkenning þess. Aths. 1: Ályktun náðgjafarþingsins nr. 588 (1970), sjá 6. málsgrein (þ). Aths. 2: Sjá einkum „Áætlanir fyrir framtíðina" I-VII — Menningarsam- vinnuráðið 1971. 17

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.