Samvinnan - 01.08.1973, Síða 44

Samvinnan - 01.08.1973, Síða 44
heiðríkjunnar í íslenzku þýð'ingunni: „Skýringu á því heiti er að finna i þriðja bindi, Nótt og draumur. Þar er unglingur að bollaleggja um hús, sem hann ætlar að byggja einhvers staðar inni á heiðum. Vill hann haga því þannig, að göt séu á veggjum, sem rjúþur og snjótittlingar geti skriðið inn um í aftakaveðrum, en yfir dyrunum átti að standa: „Þetta er hús guðs handa fuglum og þeim, sem eiga leið um fjöllin". Áttu þetta að verða einkunnarorð fyrir sögunni allri“. Þessi bók hefur verið lengi að búa um sig í huga skáldsins en mynd hennar og ís- lands bregður upþ sem opinberun einn dag, því að við skulum ekki rengja Ugga Greipsson sem sagan er af: „ . . . Um kvöldið, eftir að ég var lagztur fyrir, gekk mér illa að sofna, en upp steig i vitund minni nýtt og óvænt ísland. Allt í einu birtist mér land, loft og árstíðir í einni mynd, skilríkri, fastmótaðri, óaðskiljan- legri lífi mínu og blóði, i nokkurs konar innri skynjun vitraðist mér innsta aðal landsins, ljósblær þess, keimurinn af moldinni, hljómfall lífsins þar, hið sér- staka inntak og eðli eyvistar minnar . . .“ En þó að myndin hefði birzt var eftir að ná taki á verkinu og slá upphafstón- inn. Höfundur segir: „Einn góðan veður- dag náði ég í fyrstu setninguna, það var löng setning og sleip eins og áll, en ég sleppti ekki tökunum . . . Þetta átti bara að verða „bók“ . . . En svo varð úr þessu leikur. Ljóðlína Jónasar var það eina, sem við átti sem heiti á bókinni1) ...Þetta varð óviljandi skáldskapur“. Upphafs- tónninn sem sleginn var er á þessa leið: „Þau ár, þegar ég var ungur og sak- laus, að erfðasyndinni undanskilinni; þau ár, þegar viðburðir lífsins miðluðu mér reynslu sem var laus við beiskju; þau ár, þegar vorkunn mín með öllu kviku var ógagnrýn og einlæg;“ osfrv. í grein sem Halldór Laxnes ritaði á sex- tíu ára afmæli Gunnars og nefnir „Hug- blæ Fjallkirkjunnar“ segir hann: „Ekki þarf annað en lesa fyrstu málsgrein Fjallkirkjunnar, hugleiðíngu sem er niu línur á leingd, til þess að nema eðli verks- ins. Þegar i upphafi gefur höfundur sig á vald þeirri leiðslu sem kemur til af endurminníngu og upprifjun“. Og hann segir ennfremur: „Hugblærinn er hrif- valdur þessarar bókar frá upphafi til enda“. Leikur hugans Höfuðpersónan í Kirkjunni á fjallinu, ef um slíka er að ræða, er Uggi Greipsson sem söguna segir. Hann gengur í raun- inni sömu braut og höfundur sjálfur, elzt upp á Austurlandi við hversdagslegt bændalíf um síðustu aldamót, flytur bú- ferlum með foreldrum sínum, missir móð- ur sina og eignast stjúpu, fyllist söknuði og útþrá, fer að yrkja og siglir utan til Danmerkur, fer þar í lýðháskóla og á- kveður að verða rithöfundur, lendir í basli og ýmsar ógöngur. Sagan er endur- minningar Ugga frá bernskudögum og fram á unglingsár þar til hann hefur unnið sinn fyrsta rithöfundarsigur og kvænist danskri konu. Menn hafa því í raun aldrei viljað líta á Kirkjuna á fjall- inu sem skáldsögu heldur endurminn- ingar Gunnars sjálfs, og hvemig sem hann hefur reynt að bera á móti hefur það litlu áorkað. Honum farast um þetta sjálfum svo orð sem skylt er að taka til greina: „Undir eins og fyrsta bindið kom út, bar á því, sem siðan hefur viljað við brenna, að menn kölluðu bókina sjálfsævisögu. Mótmæli mín gegn því hafa lítið tjóað. Menn hafa þótzt vita bet- ur en höfundur. Þessa gætti undir eins og Leikur að stráum kom út, og þegar Skip heiðríkjunnar bættust við árið eftir, þóttust menn ekki lengur þurfa vitnanna við. Nú er ekki því að leyna, að allmikið úr mínu eigin lífi hefur runnið inn í bókina, — sjálfkrafa, að segja mætti. Eins og hún var fyrirhuguð, hlaut það að fara þannig. Samt verð ég að telja að bókin, allt á litið, sé fremur skáldsaga en sjálfs- ævisaga, enda þótt áhrifin frá lífssögu Gorkis séu auðsæ. Finnst mér ég hafa góð rök fyrir þeirri skoðun, sem sé þau, að leikur hugans að staðreyndum hljóti alltaf að liggja nær skáldskap en raun- veruleika". Varðandi hugarfarsstöðu Kirkjunnar á fjallinu innan verka skálds- ins vil ég gefa Gunnari orðið: „Yfir mig kom stríðið eins og reiðarslag. Fyrstu áhrif þess á verk mín voru Ströndin . . Á svipaðan hátt og með líkum tilfinningum byggði ég upp Varg í véum. Þetta eru stríðsbækur, eins og mér var gefið að skrifa þær. Bókin á mörkum stríðs og friðar var Sælir eru einfaldir". Og siðar segir hann: „Það var vonin, vonin þrátt fyrir allt, sem vann sigur, þegar ég sneri mér að þvi að rita Kirkjuna á fjallinu“. (Þessar tilvitnanir eru úr eftirmála að Skipum heiðríkjunnar). Tilfinning hins eina og óskipta gildis Eftir að mynd íslands hafði birzt eins og í vitrun, endurminningarnar lifnuðu, hugblærinn var fundinn og verkið hafið, varð það skáldinu lífsuppspretta listar og læknisdómur. Ljúfsárar minningar, ísland sjálft, hversdagsleg atvik og ótal persónur „runnu inn í bókina“ og verða ljóslifandi fyrir augum, og allur þessi raunveruleiki speglast i skáldlegri heið- ríkju í „leik hugans“, svo að taka má undir orð höfundar. í Kirkjunni á fjall- inu er það listin sem dregur athyglina að sér og tekur hug manns fanginn. Hin- um listrænu eiginleikum bókarinnar verður varla betur lýst en Halldór gerir i áðurnefndri grein um Fjallkirkjuna og vil ég vísa til hennar um leið og ég leyfi mér að taka upp nokkur atriði: „ . . Hitt er einkum undravert af hvílikri alúð höf- undurinn fjallar um hverja smæstu per- sónu sem skýtur upp kolli innan sjón- hríngs sögunnar, og getur naumast per- sónu svo lítilf jörlega að hún sé ekki orðin mikilsvert söguefni sem kallar á óskifta athygli höfundarins, um leið og hún birtist. Eins er um atburði, hversu smáir og hversdagslegir þeir eru að almennu mati: um leið og skáldið beinir að þeim ljósopi myndavélar sinnar er hvert smá- atvik orðið að mikilsverðum atburði og alt annað gleymist á meðan ... Eitt höf- uðeinkenni þessarar bókar . . . óbrigðul tilfinníng þess að alt sem gerist, hvert Traustir félagar í Askov. Sitjandi Norðmað- urinn J. Ryan og Gunnar Gunnarsson. Stand- andi Norðmaðurinn Fosnœs og Indriði Helga- son. smáatvik, hafi algert gildi og slikt hið sama sérhver maður; og einmitt þessi vitund og tilfinníng hins eina og óskifta gildis allrar skepnu og allrar veru er þess- ari bók það sem hetjur, átök, ris, stórvið- burðir, ástarsaga og flækjur eru hliðstæð- um verkum“. Og siðar segir: „Hinn einstæði hæfileiki skáldsins til að ljá dauðu sem kviku sinn sérstaka andblæ, mér er nær að segja andrúmsloft, er leyndardómur þessa skáldskapar, og um leið svar við því hverju sætti að slíkur höfundur varð höfuðskáld". Það verður síðar vikið að Kirkjunni á fjallinu frá öðrum sjónarmiðum. En eng- inn skyldi láta fara fram hjá sér að hvað sem líður léttu yfirbragði ber hún fram undir niðri þungan örlagastraum, eins og flest verk þessa skálds. „Eyður“ Þær bækur Gunnars Gunnarssonar sem mér finnst nærri eyður í skáldsagnagerð hans eru Fóstbræður, Jörð, Hvíti-Kristur úr sagnabálkinum úr fslandssögu, og eins Grámann að öðru leyti en tekur til per- sónulýsingar Ólafs Hildissonar. Þessar sögur eru að mestu endursögn fomrita án nýrra viðhorfa eða tilrauna til að móta efnið og án sjálfstæðrar persónu- sköpunar, auk þess sem hinum fornu sögupersónum eru lagðar í munn nútima- hugmyndir sem ekki hljóma eðlilega. Vel má vera að sögurnar hafi verið nýstár- legar í augum útlendinga, og tam. Stellan Arvidsson, er ritað hefur bók um Gunnar, lítur allt öðrum augum á þetta mál, en ís- lendingum segja þær lítið.Þarf ekki annað en bera þær saman við Svartfugl úr sama sagnabálki til að sjá muninn á lista- gildi. Að baki þeirri sögu liggur nákvæm heimildakönnun og stuðzt er við máls- skjöl úr réttarrannsókninni, en hér mót- ar höfundur sjálfur efnið og sleppir aldrei tökunum. Fyrir utan listræn vinnu- brögð ræður úrslitum um listgildi Svart- fugls hin lifandi þátttaka höfundar í þeim geigvænlegu atburðum sem gerast. 44

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.