Samvinnan - 01.08.1973, Síða 61

Samvinnan - 01.08.1973, Síða 61
Blómkál m/hrísgrjónum 2 lítil blómkálshöfuð 2 dl hrlsgrjón 8 stk. tómatar steinselja 2 msk. smjör 2 msk. hveiti 4 dl mjólk salt og pipar sítrónusafi eða karrý Hreinsið blómkálið, skiptiö því í geira og sjóðið meyrt í léttsöltu vatni. Sjóðið hrísgrjónin eins og stendur á pakkanum. Skerið tómatana í helminga. Bræðið smjörið í potti, hrærið hveiti saman við og þynnið smátt og smátt með mjólkinni, sjóðið í 5 mín. Kryddið með salti og pipar og sítrónusafa eða karrý. Setjið hrísgrjónin á mitt kringlótt fat, raðið blómkáli og tómötum í kring. Stráið steinselju yfir. Berið sósuna með. Hvítkál í tómatsósu 750 g hvítkál vatn-salt 10 piparkorn 2 msk. hveiti 2 msk. smjör 4-5 dl mjólk 2 dl tómatsósa salt-pipar Skerið hvítkálið í stóra bita og sjóðið, kryddið með salti og pipar- kornum. Bræðið smjörið í potti og hrærið hveiti saman við og þynnið smátt og smátt með mjólkinni. Kryddið með salti, pipar og tómatsósu, jafnið ef vill með eggjarauðu. Pærið hvítkálið upp á fat, hellið sósunni yfir og skreytið með tómöt- um og steinselju. Berið fram sem sjálfstæðan rétt eða með kjöt- eða fiskréttum. Ofnbakaðir tómatar m/sveppajafningi 4 stórir tómatar salt og pipar lV-i dl niðursoðnir sveppir 1 msk. smjör 1 msk. hveiti IV2 dl soð af sveppum + rjómi ostur til að strá yfir Skerið lok af tómötunum og holið þá að innan. Raðið í eldfast fat. Saxið sveppina og látið þá krauma í smjöri í 10-15 mín. Hrærið hveiti saman við og þynnið smátt og smátt með sveppasoðinu og rjómanum. Sjóðið í 5 mín. Kryddið og fyllið síðan tómatana með jafningnum. Stráið örlitlu af brauðmylsnu og ríkulega af osti yfir. Bakið í ofni við 200°C, þar til tómatarnir eru gegnheitir og litur kom- inn á ostinn. Sveppasalat 1 stórt salathöfuð M-l blaðlaukur 250 g sveppir 1 dl salatolía fí dl vínedik % dl vatn salt-pipar % tesk. sinnep Skerið salat og blaðlauk í þunnar sneiðar en sveppi í fernt. Blandið öllu saman í skál. Hristið sósuna saman og hellið yfir. Sumarsalat 1 gulrót 1 bt. hreðkur Vi gúrka 1 lítið blómkálshöfuð 3-4 tómatar safi ur einni sitrónu Vt msk. sykur Rífið gulrót, hreðkur, gúrkur og blómkál gróft, skerið tómatana I litla bita. Blandið öllu saman. Hrærið saman sitrónusafa og sykur og hellið yfir salatið. Gúrka í rjómasósu 1 gúrka 1 msk. salt 1 dl rjómi 1 msk. sítrónusafi 1 msk. tómatsósa 1 msk. ólífuolia örlítið salt - pipar - hvítkálsduft Skerið gúrkuna í þunnar sneiðar, stráið salti yfir og látið bíða í u. þ. b. klst. Þeytið rjómann hálfstífan og blandið öllu kryddi saman við. Hellið safanum, sem myndazt hefur á gúrkunum, af og hellið rjóma- sósunni yfir, skreytið með karsa. Grænmetissalat % kg litlir rauðir tómatar % stór gúrka 2 perur 250 g melóna 6 msk. matarolía 2 msk. vínedik 1 tesk. salt Vt tesk. pipar steinselja Skerið tómata, perlur og melónu í teninga og gúrku í þunnar sneiðar. Blandið saman í skál. Hristið sósuna saman og hellið yfir salatið. Stráið steinselju yfir. 61

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.