Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1978, Qupperneq 6

Samvinnan - 01.03.1978, Qupperneq 6
TVÖ TONN AFKEXI ÁDAG í öSrum enda salarins er deigið hraert, og er það gert í stórri þar til gerðri hrærivél. Verksmiðjusalurinn er 86 metra langur, bjart- ur, rúmgóður og allur hinn snyrtilegasti. heggur úr henni hráar kex- kökur, en það sem afgangs verður af deiginu rennur til baka og er nýtt aftur. Kökurn- ar renna síðan inn í bakarofn- inn. í gegnum bakarofninn renna kökurnar siðan á hægri ferð á færibandi. Að þvi loknu koma þær fullbakaðar út úr hinum endanum á ofninum, og þá er þeim lyft upp á færiband, þar sem þær leggjast á hvolf og renna til baka eftir því, sömu- leiðis á hægri ferð, og kólna þá á bakhliðinni. Þaðan fara þær á annað færiband, þar sem þeim er aftur snúið við, og kólnar þá hin hliðin. Sam- tals eru þessi tvö færibönd 75 metrar að lengd. Af færiböndunum koma kök- urnar síðan að pökkunarvél- inni. Það er eina stigið á fram- leiðslunni, sem ekki er sjálf- virkt, allt frá því að deiginu er hellt inn í vélina. Þar taka starfsmenn verksmiðjunnar við kexinu, raða því inn í pökkun- arvélina, sem siðan vefur selló- fanbréfi utan um hvern pakka og lokar honum. Þar með er framleiðslunni lokið og ekk- ert eftir annað en að raða pökkunum niður í pappakassa. í pappakössunum er kexið síð- an sent út til verzlana. • 2400 pakkar á klukkustund Stjórnandi kexverksmiðj- unnar er Örnólfur Örnólfsson bakarameistari. Við hittum hann að máli og báðum hann um að segja okkur frá verk- smiðjunni og starfseminni, sem þar fer fram. — Hér vinna nú 12 manns, segir Örnólfur, — og við erum sem óðast að ná fullum tökum á öllum stigum framleiðslunn- ar, en eins og eðlilegt er höf- um við orðið að yfirstiga ýmis byrjunarvandamál og vand- kvæði, sem alltaf er við að glíma þegar farið er af stað með nýja framleiðslu. Við telj- um okkur núna vera um það bil að ná fullum afköstum. Það er sama fólkið sem vinnur hér við framleiðsluna og þrif á verksmiðjunni, og miðað við 6—7 stunda vinnudag er áætl- að að baka hér tvö tonn af kexi á dag. Bökun í ofninum tekur hó skemmri tíma, en talsverð vinna er bæði framan og aftan við véiarnar, svo sem við að hræra deig, taka til umbúðir, búa um kexið og ganga frá því, svo og við þrif. Pökkunar- vélin er líka mikilvægur hlekk- ur í framleiðslukeðjunni í svona verksmiðju, en vélin hjá okkur er frönsk og getur af- kastað 2400 pökkum á klukku- stund. — Verksmiðjusalurinn hér er ákaflega skemmtilegur, og hann hefur vakið aðdáun allra sem hafa skoðað hann. Allur aðbúnaður hér verður að telj- ast ágætur og vinnuaðstæð- urnar eru góðar. • Sex tegundir á þessu ári — Það er ætlunin hjá okkur að bæta þremur nýjum teg- undum við framleiðsluna á næstunni, eða að koma með samtals sex tegundir af kexi á markaðinn á þessu ári. Við er- um þegar búnir að setja á markaðinn vanillukex, mjólk- urkex og kornkex, en fram- undan er að hefja sölu á krem- kexi, súkkulaðihúðuðu korn- kexi og hafrakexi. Allt þetta kex verður kringlótt og 60 millimetrar i þvermál. Nafn verksmiðjunnar, Kexverk- smiðjan Holt, verður stimplað á sumar tegundirnar, en því miður leyfir tækjabúnaðurinn okkur ekki að gera það nema á minnstu tegundirnar enn sem komið er. — Ég tel, að kornkexið frá okkur ætti að verða mesta nýj- ungin á markaðnum hér, því að það er ólíkt þeim tegundum, sem til þessa hafa verið hér á boðstólum. Það er bakað úr fjórum tegundum af grófu mjöli, sem blandað er saman, og við gerum okkur vonir um að það eigi eftir að falla neyt- endum hér mjög vel i geð. ♦ 6

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.