Samvinnan - 01.03.1978, Blaðsíða 7
TVÖ LJÓÐ ÚR SUMARAUKA EFTIR BRAGA SIGURJÓNSSON
Ein í förum
Af bláu hafi í bjarta höfn
fór bátur með seglum þöndum,
og þau voru felld og fest við rá
af fumlausum, styrkum höndum.
Sólskinið flóði um fjarðargólf,
svo fjallskugginn þokaðist innar,
á bryggjuna siglarinn brá sér létt,
þar beið hann móttöku þinnar.
Upp var runnin ársól
Tæplega seytján þú varst þá,
og það var gaman að lifa.
Forlögin tóku í óðaönn
upphafskaflann að skrifa
að sögunni þinni: söng um vor
og sóldýrð á bláum vogum.
En langt í hafi fór sorgin seint
á sóknvissum áratogum.
Gekk ég út í gullregn,
gaukur þaut við háloft,
sat í grasi sóldögg,
sindur féll af grein.
Reistu hnjúkar rauð þök,
ríslaði hljótt í blæösp,
varla bærði svefnsæ
við sand eða hlein.
Gekk ég ofar grænskóg,
gaukur hvarf við bláloft,
sté til himins heiðdögg,
hvarf í geislareyk.
Störðu opnar steindyr,
stóðu hlustnæm bergþil:
úti voru álfbörn
öll í blómaleik.
Og þér hún náði og þar með lauk
þínu fagnaðarvori.
Hafið sem gaf, varð haf, sem tók,
þá hvarf þér leikur úr spori.
Þitt auga varð sljótt, því að eldurinn dó,
sem ástin og vonin kveikti.
Þú upp frá því varðst sem visnað blað,
sem vindurinn með sér feykti.
Gekk ég út í gullregn,
gaukur þuldi spásöng,
sat í blómi sóldögg,
silfri sló á hlöð.
Glumdi yfir glitskóg
glaðra þrasta samkór,
lindin flutti léttstíg
Ijóð sín morgunglöð.
Sat ég undir sólvegg,
svalg af tærri ilmskál,
helg og þögul hlýjörð,
hvíld og sæld mér gaf.
Gengin var mér glaumþröng,
gleymdur var mér dynbær:
Upp var runnin ársól
yfir land og haf.
Um kjallaraholur í heimabæ
hraktist þú árum saman,
að gera að þér hróp og hrekkjast við þig
höfðum við strákar gaman.
En söguna þína ég þekki nú fyrst,
þegar þú liggur á börum
og sýnir mér burtkölluð sannleika þann,
hve sál manns er ein í förum. Bragi Sigurjónsson.