Samvinnan - 01.03.1978, Page 9
Árni Tómasson.
Jóhanna Jónsdóttir.
Séð yfir fjárhúsin. Húsin til vinstri eru byggð skömmu eftir aldamót.
meðan hann væri á þinginu.
Þorgerði fæddist fríður sveinn,
gjörvilegur, en þó að hún væri
systir Þorgeirs á Ljósavatni
þorði hún ekki annað en hlýða
eiginmanninum.
Vasklegi drengurinn var bor-
inn út, að fornum en miður
drengilegum sið, og lagður í
urðina i Eyrarfjalli. En gamli
Gestur og Syrpa bjuggu sem
kunnugt er í Tóftum og Gestur
heyrði skælurnar í hvitvoð-
ungnum enda undir tók í Eyr-
arfjalli og heiðinni og hann
bar drenginn i fangið á Syrpu
í Tóftum. Þar ólst hann upp
og var skírður Urðarköttur.
Þegar hér var komið var
barnshugur minn vakinn fyrir
söguefninu og ég kemst ekki
hjá að rifja örlitið meira upp.
Urðarköttur varð óvenjulegur
atgervismaður og áður en
hann er fullvaxinn bjargar
hann skipshöfn af logandi
skipi á Skjálfanda. Aðeins einn
maður lifði af þær raunir, sá
hét Finnbogi og var víkverskur.
Urðarköttur hinn ungi full-
hugi og Finnbogi urðu nú svo
miklir vinir að eftir þetta
skildu þeir aldrei. En þegar
hækkar svo mjög gengi stráks-
ins frá Tóftum heimtar stór-
bóndinn á Eyri að gangast við
stráknum og tekur hann heim,
en gamla Syrpa tárfellir. Þeg-
ar faðernið er komið í lag
heimsækja þeir Urðarköttur og
Finnbogi Þorgeir á Ljósavatni
°g síðan fara þeir til bróður
Þorgeirs, Drauma-Finna í
Fremstafelli. Þaðan héldu þeir
yfir Kinnarfell og ætluðu að
Finnsstöðum en á þeirri stuttu
leið gerðust þau tíðindi að
Finnbogi andaðist þar á Fell-
inu undir steini þeim sem nú
heitir Finnbogasteinn.
Áður en hann skyldi við gaf
hann Urðarketti það eina sem
hann átti, nafnið sitt. Upp frá
því var hann nefndur Finn-
bogi rammi. Nú gerist ekki
þörf að rifja upp meira úr
þessari scgu en áhugi minn
var vakinn fyrir Eyri á Flat-
eyjardal og urðinni þar sem
sveinninn, systursonur Þor-
geirs á Ljósavatni, skældi á
milli grárra steina. Og af hlað-
inu heima á Halldórsstöðum sá
ég Finnbogastein bera við
himin, svartan, kollóttan. Hann
hafði stækkað við lestur sög-
unnar og bar eins og hærra
en áður.
Svo kom vorið, sauðburður,
rúningur og ég var smalinn.
Eftir þetta var miklu
skemmtilegra að vera smali.
Kinnarfell hafði lifnað dálítið
við og ég átti nú alltaf nokk-
urt erindi að Finnbogasteini,
hoppaði upp á hann, stóð þar
góða stund, þaðan sást betur
til fjárins. Steinninn var eins
og traust undirstaða lifandi
sögu og svo ef maður hóaði
mikið og hátt og reisti sig dá-
lítið og var heppinn gátu ýms-
ir á bæjunum séð strákinn bera
við loft á steininum. Svo gerð-
ist ýmislegt á næstunni, sem
varðveitti þráðinn til Eyrar.
Ég frétti að afi minn, Sigurður
á Draflastöðum, hefði átt
Knarrareyri. Afi keypti hana
einu sinni þegar hann var upp
á sitt besta af Stefáni Stefáns-
syni í Fagraskógi, ásamt
Ðraflastöðum, Melum og Vé-
geirsstöðum i Fnjóskadal. Svo
að það munaði bara ekki hárs-
breidd að foreldrar minir hefðu
ef til vill búið á Eyri.
En móðir mín átti aldrei þá
jörð. Eyri kom i hlut bróður
hennar, Sigurðar búnaðar-
málastjóra. Sigurður var mik-
ill fjörmaður eins og ýmsum,
sem þekktu hann, er kunnugt.
Oftast kom hann heim einu
sinni á ári og fór í leiki við
okkur krakkana, aðallega
skollablindu og papparaleik.
Hann var mjög hrifinn af því
að eiga Knarrareyri og talaði
mikið um það.
Eitt sinn sagðist hann vera
ákveðinn í að flytja búferlum
að Eyri og hafa þar stórbúskap,
500 sauði. Það eina, aðeins það
eina sem vantaði, væri sauða-
maðurinn. Og það stóð ekki á
að velja sauðamanninn en það
var ógæfan fyrir mig. Hann
sagði að ég ætti að vera sauða-
maður hjá sér. Ég væri svo
fljótur að hlaupa en ég þyrfti
að ganga á mannbroddum allt
árið því að Eyrarfjall væri svo
snarbratt og sauðirnir allir
kollóttir, háfættir og vitlausir
í óþægð. Þetta voru ljótar
fréttir fyrir mig, ég leit niður
á fætur mér, hreinlega tapaði
gleði minni, þorði þó ekkert að
Leyniþráður-
inn til Eyrar,
sem spunninn
var í bað-
stofu frammi
í sveit fyrir
mörgum
árum, hefur
aldrei slitnað.
9