Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1978, Síða 11

Samvinnan - 01.03.1978, Síða 11
Á síðastliðnu ári voru landbúnaðarmál óvenju mikið í brennidepli. Er ekki annað hægt að segja en að þar hafi sitt sýnst hverjum, sem að sjálfsögðu er ekki óeðli- legt í lýðræðislandi. Þvi miður hefur það þó borið við, að málefnaleg umræða hef- ur verið látin lönd og ieið, og þess i stað slegið upp áróðurskenndum fullyrðingum svo sem þeirri, að það sé hið mesta þjóð- ráð að draga saman seglin í landbúnað- arframleiðslunni og kaupa í þess stað landbúnaðarafurðir erlendis frá. Nú hefur það margsinnis sannast, að sú þjóð, sem ekki framleiðir næg matvæli fyrir sig og verður að fá matföng sín frá öðrum en svelta ella, á undir högg að sækja. Segja má, að hið erlenda ríki, sem selur matföngin, hafi líf hinnar í hendi sér. Og sú staðreynd er bæði gömul og ný, að fá vopn eru beittari er knýja þarf þjóð til hlýðni — en hungrið Ætti þessi staðreynd að vera deginum ljósari í vitund okkar íslendinga, sem bú- um á hjara veraldar fjarri öðrum þjóð- um og þannig i sveit settir, að auðvelt er að rjúfa allar samgöngur til landsins og einangra okkur frá umheiminum. Ég held það hljóti þvi að vera sérstakt kappsmál fyrir okkur að vera sjálfbjarga á sem flestum sviðum, en þó einkum og sér i lagi með matvælaöflun, þannig að við verðum ekki sveltir inni, þó að skálm- öld verði í heimi. Þvi óháðari sem við erum öðrum þjóðum með aðdrætti, þeim mun meira er raunverulegt sjálfræði okkar. í ljósi þessara einföldu staðreynda má það teljast óskiljanlegt, að til séu þeir íslendingar, sem halda því fram i fullri alvöru, að þá væru vandræði okkar öll og eilift sumar innleitt i íslenskt þjóð- líf, ef við legðum niður landbúnað okk- ar að meginhluta og keyptum þess i stað landbúnaðarafurðir af öðrum þjóðum, þar sem þær kosta nær því ekki neitt, að sögn, og verða til i óþrjótandi magni um alla framtíð. Þetta eru fullyrðingar, sem alls enga stoð eiga sér í heimi raunveru- leikans, þar sem helmingur ibúa heims þjáist af vannæringu. Eru virkilega einhverjir slegnir slikri blindu, að þeir sjái ekki, að með slíku háttalagi kæmumst við skjótt á framfæri erlendra fyrirtækja, sem ekki mundu, er tímar liðu, skirrast við að halda matar- bita frá borðum okkar, ef við létum ekki undan i öðrum efnum, sem hinum er- lendu viðsemjendum okkar þætti mikils varða, að næðu fram að ganga? Það er sorglegt, að á undanförnum misserum skuli hafa verið rekinn sá á- róður gegn íslenskum landbúnaði, sem raun ber vitni, þar sem jafnvel hefur verið reiknað út, hvað hver bóndi, sem enn yrkir jörð sína, kostar þjóðarbúið og jafnframt, hve hagnaður þjóðfélagsins væri mikill, ef viðkomandi bóndi flytti á mölina. En hvernig liti ísland út, ef búskapur væri aflagður að mestu leyti, og bændur fluttir á sjávarkamb? Lítum aðeins á það. Stór hópur fólks byggir afkomu sína á þjónustustörfum við landbúnaðinn og úr- vinnslu úr framleiðslu hans. Er það vægt áætlað, að tvö og hálft dagsverk séu í þjónustu og úrvinnslugreinum fyrir hvert eitt dagsverk, sem unnið er í landbúnaði. Er hætt við því, að velflest þorp og kaup- staðir, sem byggja yfirleitt að meira eða minna leyti á þjónustu og úrvinnslu fyrir landbúnaðinn, mundu hanga á horrim- inni ef byggð legðist af í sveitum og end- irinn yrði sá, að einungis Reykjanesskag- inn og næsta nágrenni hans yrði í byggð, auk nokkurra þéttbýlisstaða úti á landi, sem ættu allt sitt undir sjávarfangi. Það kann að vera rétt, að þessi árin getum við stöku sinnum átt þess kost að kaupa landbúnaðarvörur erlendis frá á lægra verði en við getum framleitt þær á sjálfir. Þar er einkum um að ræða tímabundna og tilviljunarkennda of- framleiðslu í ríkjum efnahagsbandalags- ins, sem á engan hátt er hægt að byggja á sem framtíðarmatarforðabúri íslend- inga. En kjarni málsins er ekki sá, hvort við getum sparað okkur nokkrar krónur á þennan hátt, heldur hvort við ætlum að sækja mat okkar til annarra þjóða og framselja þar með hluta af sjálfstæði okkar. Og í annan stað, hvort við ætlum að halda landinu í byggð á svipaðan hátt og nú er eða byggja aðeins lítinn hluta þess. Þetta eru þau grundvallar- atriði sem málið snýst um. 4 fyrir einyrkja, fátækan bónda, um síðustu aldamót eins og lýst hefur verið að nokkru. En það eru ekki erfiðleikar eða framtak bóndans á Eyri sem fyrst og fremst fær okkur til að staldra við og horfa með furðu á fjárhús Árna á Eyri. Það, sem vekur undrun okkar, er það hvernig bóndinn á Eyri hefur valið steinana sem bár- ust úr brimi úthafsins, hvern- ig hann hefur eins og látið steinana hlýða sér skilyrðis- laust. Steinum virðist hafa komið vel saman i veggnum svo að á að líta standa fjár- húsin eins og fagursköpuð heild, hreinasta listaverk. Á Flateyjardal er allt í senn tignarleg fegurð, stórbrotin náttúra og kyrrð. Bæjarhúsin á Knarrareyri stóðu á bökkum Dalsár við norðvesturhorn Eyr- arfjalls. Gatan frá bænum austur að fjárhúsum Árna er sennilega einn sérkennilegasti fjárhússtígur á öllu íslandi. Sunnan götuslóðans er ægihátt klettabelti, eða hamraveggur Eyrarfjalls, en að norðan hamraborg mikil og vegleg en í kvosinni á milli er lítið, frið- sælt stöðuvatn sem er ævin- týraheimur sundfuglanna. Fj árhússtígurinn er í kvos- inni meðfram vatninu og end- ar auðvitað við fjárhús Árna sem standa hér á miðjum, sléttum, hörðum grasbala austanvert í kvosinni rétt við sjávarströndina. Þegar égstend hér á flötinni rifjast upp fyrir mér allt sem hér hefur verið sagt, ég finn að leynibráðurinn til Eyrar, sem spunninn var í baðstofunni frammi í sveit fyrir mörgum árum, hefur aldrei slitnað. Ég skil nú hversu eðlilegt það var að Árni vildi ekki yfir- gefa jörðina sína nema kaupa hana fyrst. Það var hans skylda við moldina, skylda við steinana sem hann hafði raðað í vegginn, vegginn sem ég er að horfa á. Hér hafa verið fögur vor- kvöld og kyrrlátir haustdagar. Auðvitað hefur vetrargustur- inn þeystst um snarbrattar hlíðar Eyrarfjallsins og engu eirt og enga mannbrodda þurft að nota. En þó er ég viss um að vorkvöldin við vatnið, ána og stíginn hafa átt sterkari ítök i bóndanum sem byggði listaverkið og ég finn greini- lega að þegar bóndinn flutti alfarinn frá Eyri hafa þung spor verið gengin eftir stignum frá flötinni þar sem fjárhúsin standa, af því að húsin voru stolt lífs hans, listaverkið hluti af honum sjálfum. Enn einn harmleikur hefur verið leikinn til enda í þessari fögru en afskekktu sjávar- byggð. Hliðinu að eyðibýlinu hefur verið lokað, ekkert heyrist lengur nema þungur niður haföldunnar sem enn ber fal- lega steina upp í Eyrarfjöru. 4 11

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.