Samvinnan - 01.03.1978, Qupperneq 12
Valgeir Sigurðsson
skrifar um skáldsögu
Ólafs Jóhanns Sigurðssonar,
Seið og Hélog
A VIÐSJALUM
TÍMUM
Hér er verið að færa okkur stórbrotið og mikils
háttar skáldverk, sem gerist á einhverjum afdrifa-
ríkustu breytingatímum, sem nokkru sinni
hafa gengið yfir þessa þjóð.
Árið 1955 kom út skáldsagan
Gangvirkið eftir Ólaf Jóhann
Sigurðsson. Söguna segir ung-
ur maður, Páll Jónsson, sem
hefur alizt upp hjá ömmu sinni
á Djúpafirði, en flutzt til
Reykjavikur og orðið blaða-
maður þar, enda er undirtitill
bókarinnar: „Ævintýri blaða-
manns." Gangvirkið er fram
úr skarandi vel skrifuð bók og
hollur lestur, ekki siður nú en
fyrir röskum tuttugu árum,
þegar bókin kom út, en lítil
ástæða er til þess að skrifa
langt mál um hana hér, því að
hún mun vera flestum lesend-
um þessarar greinar í fersku
minni síðan Þorsteinn Gunn-
arsson leikari las hana í út-
varp fyrir fáum misserum við
miklar vinsældir hlustenda.
Svo urðu þau ánægjulegu
tíðindi á síðastliðnu hausti, að
Ólafur Jóhann sendi frá sér
framhald skáldverksins um Pál
Jónsson blaðamann og það
sem á daga hans drífur í
Reykjavík. Sagan er beint
framhald Gangvirkisins, bæði
hvað snertir persónur og tíma-
tal. Við hittum aftur fólkið
sem við kynntumst i Gang-
virkinu, þótt hér, eins og í líf-
inu sjálfu, eigi sér stað endur-
nýjun og breytingar. Nýjar
persónur stíga fram á sviðið,
en aðrar víkja þaðan fyrir fullt
og allt.
Valþór, stofnandi og ritstjóri
Blysfara, er enn sjálfum sér
líkur. Einar Pétursson, öðru
nafni Sókron reykvíkingur,
heldur áfram að vera blaða-
maður við Blysfara, en honum
fer ekki agnarögn fram, þótt
starfsárum hans við blaðið
fjölgi. Hann heldur enn að
hann viti og geti alla skapaða
hluti, en gutlar alltaf í yfir-
borðinu og er gersamlega ófær
um að tala móðurmál sitt svo
í lagi sé, hvað þá að skrifa
bitastæða blaðagrein. Þegar
starfsbróðir hans spyr hann
spurningar, sem hann getur
ekki svarað, segist hann hugsa
„að fáir séu sjúrir á þessu
spursmáli." Hann ruglar sam-
an orðatiltækjum og skrifar
meðal annars í blað sitt, að:
„Við þurfum ekki að sigla milli
steins og sleggju..— og
annað er eftir þessu. Og Páll
Jónsson sjálfur, sá er söguna
segir, hann er enn blaðamað-
ur við Blysfara, þýðir fram-
haldssögur úr ensku eða
dönsku, smalar saman skrýtl-
um í blaðið og les prófarkir.
En þótt starfsmenn Blysfara
haldi háttum sínum verður það
ekki sagt um alla, enda eru nú
þeir tímar í landi, að flest er
á hverfanda hveli. Gangvirk-
inu lýkur morguninn sem
Bretar hernema ísland vorið
1940, Seiður og hélog gerist á
þeim tíma sem eftir er til
stríðsloka. Erient herlið hafði
ekki verið lengi í landinu, þeg-
ar mörgum íslendingum varð
Ijóst, að græða mætti peninga
á veru þess hér, og margir urðu
til þess að falla fyrir þeirri
freistingu. Ragnheiður mat-
sölukona, sem undan farin ár
hefur selt Páli Jónssyni og
mörgum fleiri íslendingum
fæði, er fljót að sjá, að tilvalið
muni vera fyrir hana að selja
Bretum steiktan fisk og kart-
öflur, ásamt rabarbaragraut,
enda líður ekki á löngu unz
matstofan hennar er orðin
hermannabæli. Og meira að
segja frú Kamilla, — frúin í
húsinu, þar sem Páll Jónsson
hafði herbergi á leigu um ára-
bil, — meira að segja hún tek-
ur til í óða önn að fram-
leiða silkiklúta, „nokkurskonar
minjagripi“ handa hernum, og
þegar sú fj áröflunarleið er úti,
snýr hún sér að því að „steikja
þesskonar kleinur, sem banda-
ríkjamenn kalla doughnuts,“
— auðvitað handa erlendum
hermönnum. Með henni í þess-
um athöfnum er vinkona
hennar og gömul skólasystir,
og er þó sannast að segja, að
hvorug þessara kvenna virðist
þurfa að grípa til slíkra gróða-
bragða, báðar vel stæðar mið-
stéttarfrúr i Reykjavík.
Af þessum sjónarhóli er gott
að líta yfir sviðið. Við erum
stödd í Reykjavík stríðsáranna,
þegar næstum allir, háir sem
lágir, reyna með margvíslegu
móti að notfæra sér rikjandi
ástand og græða fé með nýjum
og áður óþekktum hætti. En
hér er reyndar annað og miklu
meira á ferðinni. Gangvirkið
og Seiður og hélog eru að vísu
ekki nema tvö bindi af þrem
(eða öllu heldur: þriðja bindið
mun vera fyrir hugað), en þó
getur það varla dulizt neinum,
að hér er verið að færa okkur
stórbrotið og mikils háttar
skáldverk, sem gerist á ein-
hverjum afdrifarikustu breyt-
ingatímum, sem nokkru sinni
hafa gengið yfir þessa þjóð.
Það er því auðvitað meiri
háttar bókmenntaviðburður,
þegar slíkt verk kemur frá
12