Samvinnan - 01.03.1978, Qupperneq 14
beggja handa. Hver framtiS
hennar verður vitum við ekki,
þvi okkur er ekki gefið að sjá
inn i ókominn tíma.
Og hvað um Pál Jónsson?
Víst er ekki bjart um að litast,
þegar hann fellir frásögn sína
að bókarlokum. Henni lýkur
daginn sem kj arnorkusprengj -
unni var varpað á Hirósíma í
Japan. „Þrátt fyrir fávizku
mina, varð mér ljóst, eins og
raunar flestum, að nú höfðu
orðið þáttaskil í sögu mann-
kyns. Hvað verður um jörðina,
hugsaði ég, þetta rykkorn í
óendanlegum geimi? Hvað
verður um þjóðir heims á
kjarnorkuöld, og hvað verður
um okkur?
Hvað verður um mig?“
Á þessum orðum endar bók-
in. Vonandi verður þess ekki
langt að bíða, að við fáum að
fylgja Páli Jónssyni lengra á
lífsgöngu hans. Enn er mörg-
um spurningum ósvarað, og
Páll hefur verið duglegur við
það i Seiði og hélogum að vekja
áhuga og forvitni lesenda
sinna.
Það væri fáránlegt, ef vesa-
lingur minn færi að rausa hér
um mál og stíl þessarar bókar.
Allir, sem fylgjast eitthvað að
ráði með íslenzkum bók-
menntum, vita, að Ólafur Jó-
hann Sigurðsson er einhver
mesti stílsnillingur, sem nú er
uppi í landinu, og á máli hans
er hvorki blettur né hrukka.
Endurtekin orð og orðasam-
bönd verða eins og viðlag eða
stef, og til þess að gæða stíl-
inn enn meira lífi, grípur höf-
undur iðulega til málshátta:
„Bili öngull, skal beita nýj-
an ...“ (Bls. 173). „Glögg er
granna sjón.“ (Bls. 262) o. fl.
Hið íslenzka þjóðfélag hefur
umturnazt svo gersamlega á
síðustu fjörutíu árum, að nú
má það heita óþekkjanlegt með
öllu, ef borið er saman við það
sem var fyrir fimmtíu árum
eða svo. Enn eigum við þó ým-
islegt i fórum okkar, sem vel
má verða okkur til bjargar, ef
við kunnum með að fara: Til-
tölulega óspillta nátúru, víð-
áttur landsins, lindir þess og
gróður. Og við eigum glæstan
menningararf, sem forfeður
okkar létu okkur í té, og hefur
borið ríkulegan ávöxt á vorum
tímum. Okkur ætti því ekki að
vera svo mjög mikil hætta bú-
in í framtíðinni, ef við höfum
manndóm til þess að fara að
dæmi Páls Jónssonar blaða-
manns: Varðveita hið bezta í
sjálfum okkur, — sál okkar og
samvizku, — en látum ekki
hrævarelda og hélog teyma
okkur út i ófæru. 4
Við geymum það
sem ætla má
að hafi sögulegt gildi
Örstutt spjall
við Gunnar Grímsson
um Skjalasafn
Sambandsins
Skjalasafn Sambandsins hef-
ur aðsetur sitt í norðurenda
Holtagarða, nýbyggingar Sam-
bandsins við Sundin blá. Þar
sem hér er um nýja stofnun að
ræða, er ekki úr vegi að kynna
hana með fáeinum orðum og
spjalla lítillega við forstöðu-
mann safnsins, Gunnar Grims-
son.
Gunnar er fæddur 9. febrúar
1907 í Húsavík, Kirkjubóls-
hreppi í Strandasýslu. Foreldr-
ar hans eru Grimur Stefáns-
son bóndi þar og kona hans
Ragnheiður Jónsdóttir. Hann
lauk prófi frá búnaðarskólan-
um á Hvanneyri 1927, en aflaði
sér auk þess með sjálfsnámi og
einkatímum góðrar þekkingar
í bókfærslu og verzlunargrein-
um. Hann stundaði fyrst
barnakennslu í heimabyggð
sinni, var sýsluskrifari á Borð-
eyri i eitt ár og bankaritari á
Eskifirði um þriggja ára skeið.
Þá gerðist hann kaupfélags-
stjóri i Höfðakaupstað og
gegndi því starfi i næstum tvo
áratugi eða frá 1937—1955.
Næstu sjö árin er hann kenn-
ari við Samvinnuskólann að
Bifröst, en gerist að því búnu
starfsmaður Sambandsins í
Reykjavík, fyrst sem bókari en
síðast starfsmannastjóri.
Gunnar Grímsson hóf
snemma afskipti af félagsmál-
um og hefur gegnt fjölmörg-
um trúnaðarstörfum fyrir sam-
vinnuhreyfinguna um sína
daga. Hann hefur til dæmis
verið ritari á fundum sam-
vinnumanna og ekki ósjaldan
stungið niður penna, þegar
málefni hreyfingarinnar hef-
ur borið á góma á opinberum
vettvangi.
— Á sjötíu ára starfsferli
hafa að sjálfsögðu hlaðizt upp
mikil gögn af bókhaldi og
skjölum, sem ekki hafa verið
eyðilögð, sagði Gunnar i ör-
stuttu spjalli við Samvinnuna.
— Þetta hefur verið geymt á
ýmsum stöðum, oft í lélegri að-
stöðu, án flokkunar eða á-
kvörðunar um, hvað af þessu
skuli hljóta endanlega varð-
veizlu.
— Hvenær gerðist þú fastur
starfsmaður við safnið?
— Ég hef nú verið að snúast
í kringum þetta ásamt fleiru,
síðan ég hætti sem starfs-
mannastjóri eða rúm tvö ár að
mig minnir.
• Bókhaldsgögn og bækur
— Hvaða skjöl og bækur er
ætlunin að varðveita í safninu?
— í lögum um bókhald er
svo mælt fyrir, að öll gögn þar
að lútandi skuli geymd i sjö ár,
en voru tíu ár áður. í því mikla
pappirsflóði, sem orðið er i nú-
tíma bókhaldi, held ég það
væri óðs manns æði að ætla
sér að geyma allt sem til fell-
ur. Hugmyndin er að geyma
það, sem ætla má að hafi sögu-
legt gildi, en eyðileggja hitt,
eftir að hafa geymt það um sjö
ára skeið. Nú má að vísu segja,
að öll gögn hafi sögulegt gildi
í strangasta skilningi sem stað-
festing á því, að þessi atburð-
ur hafi gerzt sem skráður er.
Nákvæmara orðalag væri því
að segja, að við stefnum að því
að geyma þá hluti, sem telja
má líklegt að hafi það mikið
sögulegt gildi, að fórnandi sé
fjármunum og fyrirhöfn i
geymslu þeirra. Sem dæmi má
nefna, að við geymum allar
bókhaldsbækur, sem tíðkaðist
að færa hér áður fyrr og allar
reikningsniðurstöður ásamt
meginþorra allra bréfa og
gerninga. Allar fundargerða-
bækur geymum við einnig og
önnur álíka gögn. Þess má að
lokum geta, að margir sér-
fræðingar á þessu sviði telja
við hæfi, að tekin séu sýnis-
horn til geymslu af mörgu af
því, sem dæmt er til eyði-
leggingar.
Þá er ætlunin að koma hér
upp vísi að bókasafni. Sá stofn
sem til er grípur einkum yfir
rit um samvinnumál, bæði er-
14