Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1978, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.03.1978, Blaðsíða 15
lend og innlend, en er lítill og sundurleitur. Ætlunin er að draga hér meira saman af rit- um um fjármál og efnahags- mál og innlendum ritum um samvinnumál. • Tímabil Hallgríms — Hafa áður óþekkt gögn varðandi sögu samvinnuhreyf- ingarinnar komið i leitirnar, síðan safnið tók til starfa? — Mér er nú ekki kunnugt um það, og ég dreg það i efa. Hins vegar hafa ýmis atriði frá upphafsárunum opnazt mér til skilnings, en þetta er einstakl- ingsbundið eftir því hve menn hafa lagt þessa sögu fyrir sér. í þessu sambandi má benda á, að engin allsherjar úttekt á sögu hreyfingarinnar hefur farið fram, fyrr en nú að Helgi Skúli Kjartansson sagnfræð- ingur vinnur að þessu verk- efni. — Hvað telurðu verðmætast af því, sem safnið hefur að geyma? — Ég er nú leikmaður á þessu sviði og því naumast fær um að svara því. Sjálfum finnst mér það myndu vera gögn frá árunum 1915 til 1923, það er að segja tímabil Hall- gríms Kristinssonar, fyrsta for- stjóra Sambandsins. Þar kem- ur tvennt til: Það tímabil er komið i hæfilega fjarlægð til að leggja dóma á það, og enn- fremur vegna þess að Hall- grimur var einstakur sökum lýðhylli sinnar. Ég minnist þess til dæmis, að þegar dán- arfregn hans barst óvænt á mínu heimili, þar sem enginn var honum persónulega kunn- ugur og enginn hafði heyrt hann eða séð að þvi er ég bezt veit, — þá sló slíkri þögn og hugblæ yfir alla viðstadda, að líkja mátti við að fregnin væri um einhvern úr fjöl- skyldunni. Ég var sextán ára unglingur, þegar þetta bar til, og mér er það enn minnis- stætt. • 900 metra hillulengd — Er þetta nýja húsnæði hér i Holtagörðum ætlað til fram- búðar, eða áttu von á að það verði fyrr en varði orðið of lítið? — Það á nú eftir að skýrast næstu mánuðina eftir þvi sem flutningum miðar áfram. Hillu- lengd hjá okkur er um 900 metrar, og ég býst við að það nægi ekki svo lengi sem skyldi. Þó er það mikilvægt atriði, að ætlunin er að hingað komi að- eins gögn, sem ætlað er að geymist lengi. — Er nokkuð, sem þú vildir segja að lokum? — Ég vil aðeins geta þess, að þetta húsnæði hér i Holtagörð- um var ekki til reiðu fyrr en upp úr síðustu áramótum. Flutningar standa yfir í smá lotum og standa vafalaust nokkra mánuði til viðbótar, því að ég er einn um þetta. Mikil vinna er þá framundan við nánari uppröðun og skipu- lagningu. Ef til vill má því segja, að Samvinnan sé einu ári of fljót með þetta viðtal, enda er það í stíl við blaða- mannastéttina, sem gjarnan vill fá fréttirnar áður en at- burðirnir gerast. + Gunnar Grímsson: — Ýmis atriði frá upphafsárunum hafa opnazt mér til skiln- ings. Á sjötíu ára starfsferli hafa hlaðist upp mikil gögn af bók- haldi og skjölum. 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.