Samvinnan - 01.03.1978, Síða 16
Smásaga
eftir
Leo Tolstoy
Þeir gengu allir út. Hermennirnir
leystu upp farangur kaupmannsins og huguðu
vendilega að öllu. Allt í einu dró
embættismaðurinn upp blóðugan rýting...
Ævisaga Leos Tolstoys er
litauðug eins og sumar
skáldsögur hans. Hann
fæddist á höfðingjasetri,
þar sem íbúðarhúsinu var
skipt í fjörutíu og tvö her-
bergi. Hann var borinn til
auðæfa og munaðar hins
forna rússneska aðals. Á
síðari hluta ævi sinnar gaf
hann hins vegar landeignir
sínar, losaði sig við allan
veraldarauð sinn og lézt
snauður maður meðal
bænda á rússneskri járn-
brautarstöð. í æsku sinni
varð hann að hverfa frá
háskólanámi, og einka-
kennarar hans örvæntu
um það, að unnt yrði að
kenna honum hið minnsta.
Eigi að síður ritaði hann
þrjátíu árum síðar tvær
hinna snjöllustu skáld-
sagna, sem heimsbók-
menntirnar hafa að bjóða,
skáldsögur, sem aldrei
munu fyrnast — Stríð og
frið og Önnu Karenínu.
Ungur kaupmaður, sem
nefndur var ívan Dímitri Aksi-
ónoff, átti heima i Vladimír.
Hann var efnaður, átti hús og
tvær verzlanir.
Aksíónoff var friður sýnum,
ljós á hár og hrokkinn, söng-
hneigður og skemmtinn vel. f
æsku sinni hafði hann verið
hneigður til drykkju og var
þá oft bráður og óvæginn, er
hann var ölvaður úr hófi fram.
En þegar hann hafði fest ráð
sitt, gerðist hann fráhverfur
víndrykkju.
Það var að sumarlagi, að
Aksíónoff bjóst eitt sinn í
markaðsferð til Nizhný. Þegar
hann ætlaði að kveðja, mælti
kona hans:
„ívan Dimitri. Farðu ekki að
heiman í dag. Mið dreymdi
illa.“
Aksíónoff hló við og svaraði:
„Heldurðu, að ég skvetti mér
nú kannske eitthvað upp?“
Kona hans svaraði:
„Ég veit ekki, hvað ég óttast.
En mig dreymdi illa. Mig
dreymdi, að þú værir kominn
aftur frá Nizhný, og þegar þú
tókst ofan húfuna, sá ég að
þú varst grár fyrir hærum.“
Aksíónoff hló hátt. „Þetta er
heilladraumur," sagði hann.
„Ég sel allan varninginn og
kem heim með laglega gjöf
handa þér.“
Síðan kvaddi hann heimilis-
fólkið með virktum og hélt úr
hlaði.
Hálfnaðrar leiðar mætti
hann kaupmanni, sem hann
þekkti. Þeir tóku sér báðir
náttstað í sama gistihúsi,
drukku te og gengu síðan til
hvílu.
Aksíónoff var maður árrisull,
og meður þvi að hann kaus
fremur að vera á ferð meðan
sól enn var lágt á lofti vakti
hann ökusveininn fyrir allar
aldir. Skipaði hann honum að
tygjast skjótt til brottferðar,
gekk á fund gestgjafans og
borgaði næturgreiðann.
Eftir tveggja stunda akstur
staðnæmdist Aksiónoff hjá
veitingahúsi og gaf hestum
sínum hey. Sjálfur staldraði
hann um stund við veitinga-
hússhliðið, gekk síðan inn í
anddyrið og bað um heitan
drykk. Hann tók siðan upp
fiðlu sína og hugðist leika á
hana meðan hann biði drykkj-
arins.
í sömu andrá kom vagn á
fleygiferð eftir veginum og
voru þrír hestar fyrir honum.
Hann staðnæmdist við hliðið
og út úr honum steig einkenn-
isbúinn embættismaður og
tveir hermenn. Embættismað-
urinn veik sér þegar að Aksí-
ónoff og tók að spyrja hann i
þaula: hver hann væri, hvaðan
hann kæmi, hvert hann væri
að fara, hvaða erindi hann
ætti. Aksíónoff svaraði greið-
lega og bauð komumanni te.
En þá tók hinn fyrst að gerast
áleitinn. „Hvar gistir þú í nótt?
Varstu einn? Hvar skildir þú
við hinn kaupmanninn? Hvers
vegna fórst þú af stað fyrir
dögun?“
Aksíónoff svaraði öllu skil-
merkilega, en sagði þó að lok-
um:
„Hví er verið að spyrja mig
í þaula eins og ræningja eða
vændismann? Ég er frjálsbor-
inn kaupmaður og hef ekkert
saknæmt unnið.“
Þá leit embættismaðurinn til
hermanna sinna og mælti:
„Ég er lögreglustjórinn í
þessari sýslu. Kaupmaðurinn,
sem varð þér samnátta, fannst
hálsskorinn í morgun. Ég mun
leita þýfis i farangri þínum.“
Þeir gengu allir út. Her-
mennirnir leystu upp farangur
kaupmannsins og hugðu vendi-
lega að öllu. Allt í einu dró
embættismaðurinn upp rýting
og mælti harkalega: „Hver á
þennan rýting?“
Aksiónoff fölnaði, er hann
leit á rýtinginn. Hann var
blóði drifinn.
„Rýtingurinn er alblóðugur.
Hvernig stendur á þvi?“ spurði
embættismaðurinn.
Aksíónoff gat i fyrstu engu
orði stunið upp, en sagði svo:
„Ég veit það ekki. Ég á hann
ekki.“
„Kaupmaðurinn fannst háls-
skorinn í rúmi sínu i morgun.
Þú ert eini maðurinn, sem get-
ur verið valdur að þvi. Hér
finnst blóðugur rýtingur í far-
angri þinum. Háttalag þitt er
grunsamlegt í meira lagi. Og
þvi spyr ég: Hvernig myrtirðu
hann og hvað stalstu miklu fé
af honum?“
Aksíónoff sór af sér allar
sakir. Hann hefði síðast séð
kaupmanninn við teborðið
kvöldið áður, og hann hafði
ekki aðra peninga á sér en átta
þúsund rúblur, sem hann sjálf-
ur ætti. Hnifinn ætti hann
ekki. — Hann var náfölur og
skalf allur.
Embættismaðurinn skipaði
hermönnunum að binda kaup-
manninn og fleygja honum
upp i vagninn. Aksíónoff baðst
vægðar og tárfelldi mjög, en
eigi að siður voru lögð á hann
bönd. Peningar hans voru
teknir og farangur allur, en
sjálfur var hann sendur til
næstu borgar. Þar var honum
varpað i myrkrastofu. S’ðan
var hann ákærður fyrir morð
og stórþjófnað.
Kona Aksiónoff örvænti um
hag manns síns og vissi jafnvel
16