Samvinnan - 01.03.1978, Síða 21
Atkvæðagreiðsla 20.—23. maí 1944.
1‘ingsályktun frá 25. febrúar 1944, nm niðurfelling
dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918:
Albingi ályktar nð iýsa yfir því, að nlSur s£ fallinn dansk-Ulenckl.
sambandslagasamninerurinn frá 1918.
Alyktun þcssa skal lcggja undir atkvsSl allra alþlnglskjðscnda til
samþykktar eSa synjunar, og skal atkvœðagrciSslan vera leynileg*- Náí
ályktunin samþykki, tekur hún gildi, er Alþingi hefur samþykkt hana
aS nýju að nftokinni þessari atkvœðagreiSslu.
• r Ja
nei
Sljórnarskrá lýðveldisins Ísíands, samþykkt á Alþingi 1944.
• f ja
nei
Þeir, er samþykkja þingsáiyktunina cða stjórnarskrána, setja kross fyrlr
framan „já“, en hinir fyrir framan „nei“.
Atkvæðaseðillinn við lýðveldistökuna. Atkvæðagreiðslan fór
fram 20,—23. maí 1944.
Páll ísólfsson tónskáld stjórnar fjöldasöng á Lýðveldis-
hátiðinni á Þingvöllum 1944.
hljóði og aldrei minnzt á bók-
ina.
Ég minnist á þetta atriði
begar í upphafi vegna þess, að
fram komu ýmsar kenningar
þjóðréttarlegs eðlis við með-
höndlun sjálfstæðismálsins,
sem ástæða var til að gagn-
rýna, en lagadeild Háskóla ís-
lands lagði þar aldrei orð í
belg.
Af sérstökum ástæðum vil ég
minna á þá staðreynd, að ís-
land varð sjálfstætt, frjálst og
fullvalda ríki 1. desember 1918
samkvæmd Sambandslögunum
30. nóvember sama ár. Dan-
mörk fór með ýmis mál fyrir
ísland í umboði þess, og þeim
fór æ fækkandi eftir því sem
við tókum þau sjálfir í okkar
hendur og auk þess var kon-
ungurinn sameiginlegur sam-
kvæmt reglunum í 1.—5. grein
Sambandslaganna. Það var al-
mannarómur hér, að Danmörk
hafi annazt málefni þau, sem
hún fór með fyrir ísland, með
mestu prýði. Danmörk var her-
tekin af Þjóðverjum 9. apríl
1940, en daginn eftir 10. apríl
tók ísland að svo stöddu í sín-
ar hendur konungsvaldið og
önnur mál, sem Danir höfðu
annazt fyrir íslenzka ríkið í
umboði þess. Þetta var ágrein-
ingslaust, enda byggt á nauð-
syn.
• ÁSKORUN TIL ALÞINGIS
ísland var hernumið af Bret-
um 10. maí 1940, en á árinu
1941 varð samkomulag um það,
að Bandaríki Norður-Ameríku
tækju að sér hervernd íslands.
Bæði rikin skuldbundu sig til
að virða sjálfstæði og fullveldi
íslands.
Það er upplýst, að ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins, Ólafur
Thors og Jakob Möller, leituðu
til Bjarna Benediktssonar, þá
borgarstjóra í Reykjavík og
áður prófessors við lagadeild
Háskóla íslands, og óskuðu
þess, að hann semdi rökstudda
greinargerð um það, hvort fs-
lendingar hefðu öðlazt rétt til
að rifta Sambandslögunum,
þar sem Danmörk gat ekki eft-
ir hernámið 9. apríl 1940 rækt
samningsskyldur sínar sam-
kvæmt nefndum lögum. Bjarni
Benediktsson varð við þessum
tilmælum og birti höfuðatriði
álitsgerðarinnar í Andvara
1941 (sbr. bls. 30-37). Hin svo-
nefnda vanefndakenning var
byggð á þessari álitsgerð, og
árið 1941 var ætlunin að ganga
frá formlegum sambandsslit-
um við Danmörku og endan-
legri stjórnskipun íslenzka rik-
isins. Þetta var byggt á rift-
unarrétti samkvæmt vanefnda-
kenningunni.
Sömu aðgerðir voru fyrir-
hugaðar árið 1942 byggðar á
sömu forsendum og árið áður.
í fyrra skiptið hindruðu Bretar
þessar fyrirætlanir og í síðara
skiptið forseti Bandarikjanna.
Áróður stjórnmálamanna og
blaða varð sífellt æstari og má
vísa til Morgunblaðsins frá
þessum tíma, og er þar að
finna hin svæsnustu gífuryrði
um þá menn, sem ekki aðhyllt-
ust áróðurinn.
Mörgum blöskruðu þessar
aðfarir og tóku sig saman.
Þeir urðu rúmlega sextiu tals-
ins og sömdu áskorun til al-
þingis, sem afhent var for-
sætisráðherra, dagsett 24. ág-
úst 1942. Áskorunin hljóðar
svo:
„Vér undirritaðir alþingis-
kjósendur leyfum oss hér með
að skora á hið háa alþingi að
kveða að svo stöddu ekki á um
framtíðarstjórnskipun íslenzka
ríkisins, vegna þess ástands,
sem sambandsþjóðirnar, ís-
lendingar og Danir, hvor um
sig, eiga við að búa, en æski-
legt er, að þær geti áður gert
út um mál sín sem frjálsir að-
ilar.“
Meðal þeirra sem skrifuðu
undir voru til dæmis Árni
Pálsson prófessor, Ásmundur
Guðmundsson prófessor, Bjarni
Jónsson dómkirkjuprestur,
Björn Þórðarson, lögmaður,
Einar Ólafur Sveinsson dr.
phil., Guðmundur Thoroddsen
prófessor, Halldór Kiljan Lax-
ness rithöfundur, Helgi Guð-
mundsson bankastjóri, Klem-
ens Tryggvason hagfræðingur,
Sigurður Nordal prófessor og
Tómas Guðmundsson skáld,
svo aðeins nokkrir séu nefnd-
ir. Að öðru leyti vísast til bækl-
insins „Ástandið í Sjálfstæðis-
málinu 1943“ (bls. 15-21). —
Morgunblaðið kallaði þessa
menn ýmsum illum nöfnum,
þar á meðal undanvillinga.
Auk þess vil ég benda á
ræðu, sem doktor Björn Þórð-
arson, siðar dómsmálaráð-
herra, flutti í útvarpið 1. des-
ember 1942 og er birt i jóla-
hefti Helgafells 1942, en úr-
dráttur úr henni er einnig
Morgun-
blaðið kall-
aði þessa
menn ýmsum
illum nöfn-
um, þar á
meðal und-
anvillinga...
21