Samvinnan - 01.03.1978, Page 26
Við fórum fram á það skrif-
lega við útvarpsráð, að próf-
essor Árna Pálssyni, Jóhanni
Sæmundssyni yfirlækni, Lúð-
vig Guðmundssyni skólastjóra,
Pálma Hannessyni rektor og
Sigurði Nordal prófessor, yrði
gefinn kostur á að flytja er-
indi í útvarp fyrri hluta janúar
(1944) um lýðveldis- og sam-
bandsmálið. Okkur barst svar
útvarpsráðs 4. janúar og var
það alger synjun — án nokk-
urrar greinargerðar. Þegar
fyrrgreindri málaleitan okkar
hafði verið synjað í útvarps-
ráði 30. desember, bar Pálmi
Hannesson, sem sæti átti í út-
varpsráði, fram þá tillögu, að
Sigurði Nordal prófessor ein-
um yrði þá gefinn kostur á að
flytja tvö erindi í útvarpið um
sama mál. Tillögu þessari var
vísað frá með rökstuddri dag-
skrá þess efnis, að eigi væri í
ráði að ræða þetta mál í út-
varpinu fyrst um sinn. Tveim
dögum síðar, á nýárskvöld,
hafði Eggert Stefánsson orðið.
Við fengum margskonar niðr-
andi nafngiftir, svo sem óláns-
menn, undanvillingar m.m. Öll
þessi brigsl bitnuðu á okkur
undantekningarlaust þar á
meðal prófessor Sigurði Nor-
dal, sem um sína daga var
frægastur íslenzkra vísinda-
manna i norrænum fræðum og
orðinn roskinn og lífsreyndur
maður. Síðar báðu þeir hann
að gerast sendiherra íslands i
Danmörku. Það ættu sem
flestir að lesa bréf okkar til
stjórnarskrárnefndar, sjá Varð-
berg 1. tbl. 8. janúar 1944.
• ÁRANGUR BARÁTTUNNAR
í lok ársins 1943 og byrjun
árs 1944 hafði orðið sú breyt-
ing á meðferð skilnaðarmáls-
ins hjá stjórninni að van-
efndakenningin var horfin af
sjónarsviðinu, en í staðinn var
komin kenningin um ómögu-
leika og breytt viðhorf. Kom
þetta fram í ræðu dómsmála-
ráðherra Einars Arnórssonar 1.
desember 1943, sbr. Vísi 8. des-
ember s. á. og sama kom fram
á fundum í Háskóla íslands 19.
janúar og 4. febrúar 1944, en
þar lögðu ræðumenn hrað-
skilnaðarmanna áherslu á að
sambandslögin væru þegar
fallin úr gildi, en hvenær það
hefði gerst fengu fundarmenn
ekki að vita — einn ræðu-
manna hélt því jafnvel fram
að sambandslögin hefðu alltaf
verið nauðungarsamningur. Ég
skrifaði gegn þessu í Varð-
berg 1.—4. tbl. 8. janúar 1944,
bls. 10—13 og í ísland 14. fe-
brúar og 13. mars s. á.
Ég tel að okkur hafi tekizt,
þegar hér var komið, að kveða
niður hina ógeðfelldu og
röngu vanefndakenningu nið-
ur og var það mikill ávinning-
ur fyrir alla meðferð málsins.
Ég hafði ávallt haldið því
fram, að ályktanir Alþingis,
sem áður hefur verið minnst á,
þar sem m. a. því er lýst yfir
að eigi komi til endurnýjunar
sambandslaganna á nokkurn
hátt, þá jafngilti það bæði
kröfu, sem endurskoðun, skv.
lögunum og jafnframt því að
ekki yrði samið um áframhald
og var þá þeirri formhlið lag-
anna líka fullnægt og hægt að
fella samninginn niður eftir
reglum hans sjálfs og þá ein-
ungis eftir að semja um ýmis-
leg uppgjörsatriði.
Með tilliti til þess tíma sem
liðinn var frá því Danir fengu
ályktanirnar í hendur, taldi ég
íslendinga eiga rétt til niður-
fellingar sambandslaganna eft-
ir 20. maí 1944.
Þáverandi dómsmálaráðherra
neitaði því í áðurnefndri ræðu
sinni að nokkur krafa um end-
urskoðun sambandslaganna
hefði verið gerð af okkur. Ég
fæ ekki séð að þessi staðhæfing
hafi verið rétt, því hún er í
ósamræmi við orð ályktananna
og þær yrðu raunverulega
marklausar eftir þessari skýr-
ingu.
Með tilvísun til þess sem ég
hef sagt, staðhæfi ég að okkur
lögskilnaðarmönnum hafi tek-
ist
í fyrsta lagi að kveða nið-
ur vanefnda- (samningsrofs)
kenninguna og forða þannig
þjóðinni frá þeirri hneisu að
fella niður sambandslögin af
þeirri ástæðu að Danir hefðu
rofið þau.
f öðru lagi að fá þvi fram-
gengt að lögin væru ekki felld
niður fyrr en eftir 20. maí 1944.
Þetta tvennt gerði það að
verkum, að við gátum greitt
atkvæði með því að fella sam-
bandslögin niður eins og gert
var að Lögbergi 17. júní 1944
og lýðveldi stofnað á íslandi.
Þannig tókst ekki að kæfa
hljóminn. Hann fann svo mikla
samúð meðal margra hugsandi
manna, að það varð að taka
tillit til hans, enda kom það
i ljós við atkvæðagreiðsluna
20.—23. maí 1944, en þá greiddu
97,35% atkvæði með niður-
fellingu sambandslaganna og
95,04% með samþykkt lýðveld-
isstjórnarskrár. 4
Sambandið býður íslenzku æskufólki að
taka þátt í ritgerðasamkeppni um efnið:
Samvinnuhreyfingin á íslandi — hlutverk
hennar og starfsemi.
MILUÓN í VERÐLAUN
Samband íslenzkra samvinnufélaga efnir til rit-
gerðasamkeppni meðal íslenzks æskufólks í tilefni
af 75 ára afmæli sínu I fyrra. Ritgerðarefnið er:
Samvinnuhreyfingin á íslandi — hlutverk hennar
og starfsemi. Öllu æskufólki á aldrinum 14—20 ára
er boðin þátttaka, einstaklingum eða hópum.
Milljón í verðlaun
Tólf beztu ritgerðirnar hljóta verðlaun, sex í ald-
ursflokknum 14—17 ára og sex í aldursflokknum
18—20 ára. Verðlaunin nema alls einni milljón
króna, 500 þúsund krónur í hvorum flokki. Fyrstu
verðlaun eru 200 þúsund krónur, önnur verðlaun
100 þúsund krónur og fjórar ritgerðir hljóta þriðju
verðlaun, 50 þúsund krónur hver. Dómnefnd skip-
uð þremur mönnum veitir verðlaunin og getur
ákveðið að fækka þeim ef ástæða þykir til.
á
^Samvinnan
Skilafrestur til 1. maí
Þeir sem óska eftir upplýsingum varðandi rit-
gerðarefnið geta snúið sér til Fræðsludeildar Sam-
bandsins, Suðurlandsbraut 32, sími 81255. Lengd
ritgerðanna skal vera 1000—3000 orð eða 4—12
vélritaðar síður. Helztu verðlaunaritgerðirnar munu
birtast í tímariti samvinnumanna, Samvinnunni.
Skilafrestur er til 1. maí næstkomandi. Ritgerðirnar
skal merkja með dulnefni, en rétt nafn fylgja í lok-
uðu umslagi. Utanáskriftin er: Samvinnan, Suður-
landsbraut 32, 105 Reykjavík.
26