Neisti - 01.06.1970, Blaðsíða 4

Neisti - 01.06.1970, Blaðsíða 4
•laust íyrir æ betri lífskjörum, an tillits til áhrifa kjarabaráttunnar a efnahagskerfi borgai;astcttarinnar Á fslandi hefur verkalýðshreyfingin ekki uppfyllt þetta skilyrði lengi og því hafa atvinnurekendur getað leyst vandamál aukins íramleiðslukostn- aðar með þvi að velta launahækkun- um jafnharðan út 1 hækkað vöruverð, og jafnvel skert laun verkafólks á erfiðleikatímabilum. Hörð kaupgjaldsbarátta getur auð- vitað ekki gegnt "jákvæðu" hlutvcrki í tækniþróun atvinnuveganna nema að vissu marki, heldur hlýtur hun fyrr eða síðar að rekast á eínahags- skipulagið sjálft. En bo -garastéttin verður sjálf að glxma við að reyna að samræma auðvaldsskipulagið og óbilgjarna baráttu verkalýðsstettar- innar íyrir æ betri lífskjörum. Markmið þjóðfélagslega upplýstrar verkalýðshreyfingar getur aðeins verið að svipta atvinnurekendur ÖLLUM gróðanum, sem sprettur af nýtingu þeirra á vinnuafli launafolks. En þessu marki verður ekki nað nema með afnámi auðvaldsskipulags- ins. Hrun efnahagskerfis borgara- stéttarinnar er ekkert óttaefni. Það gæti aðeins ^reitt fyrir efnéihags- legum og þjóðfélagslegum völdum verkalýðsstéttarinnar. Hún hefur því allt að vinna 1 lífskjarabarattu sinni og engu að tapa. Með verkalýðshreyfingu er ekki aðeins att við verkalyðsfelögin . Verkalýðsfélögin í núverandi mynd hafa fallizt á leikreglur þeirrar vinnumálalöggjafar, sem samþykkt var á Alþingi 1938, og almennar hugmyndir borgarastéttarmnar um starfshætti og hlutverk verkalýðs- felaga. Verkalýðsstéttin getur hins vegar ekki látið borgarastéttina marka sér bása (alda svonefndra ó- löglegra verkfalla um alla Evrópu a siðustu árum ber m. a. vitni þessa). Verkalýðsfélögin geta aldrei orðið annað og meira en þáttur í verka- lyðshreyfingunni -eitt baráttuíorma hennar. Verkalýðshreyfingin getur ekki nað arangri nema með Jxvi að beita ser a öllum sviðam þjoðfelags- ins. SliÍc altæk iireyfing velur ser að sjalfsögðu mismunandi barattu-og skipulagsform eftir þvi hvar og_ hvcrnig hun leggur til atlögu, en hun verður jafnframt að Varðveita einingarstyrk sinn inn á við og birt- ast þannig 1 verki ut a við Um verka- lyðshreyl'ingu 1 þessum skilningi hefur ekki verið að ræða 1 langan tfma á fslandi. Verkalyðshreyfingin hefur ekki valdið og naumast tekizt a við þau verkefni sem hun er köll- uð til. Það er meginastæðan fyrir niðurlægingu hennar og osigrum. BoftWiSTéirihl Atvinnurekendur standa ekki einir f baráttu sinni gegn verkalýðshreyf- ingunni heldur styðjast við íjölmenna hópa stjórnmálamanna, embættis- manna, forstjóra og aðra þjóðfélags- hópa sem þeir hafa tengzt sterkum böndum 1 einni stétt: borgarastéttinni. Borgarastéttin heldur ríkisvaldinu f sinum höndum og frá þvi liggja stjórn- íaumar sem kvislast um öll svið þjóð- íélagsins og tryggja borgarastéttinni forystu 1 gervöllu þjóðrfldnu. Enda þótt hinir ýmsu hópar borgarastéttar- innar séu innbyrðis sundirþykkir í mörgum greinum þjappa grundvallar- hagsmunir þeirra þeim saman 1 eina þjóðfélagsstétt -forréttinda- og valda- stétt- sem tryggir viðhald og fram- gang auðvaldsskipulagsins. Þótt styrkleikahlutföll milli hinna ýmsu hopa borgarastéttarinnar séu breyti- leg eftir tima og aðstæðum, þá er viðhald stéttaþjóðfélagsins og/eða eignacinkaréttarins öllum þessum hópum nauðsynlegt lilað tryggja forróttinda- og kúgunaraðstöðu sina gagnvart ve rkalýðsstétt inni. Gagnbyltingarbarátta hinna borgara- legu afla fer fram á öllum sviðum þjoðfélagsins. Ilún birtist m. a. f Jxví að alltaí og allstaðar er litið á nuver- andi astana sem eðlilegt. Gegn hug- myndum sósíalista um stéttabaráttu og meðvitaða umbyltingu samfélags- ins er teflt öllum aragrúa fordóma, hindurvitna og erfðalyga sem stétta- samfelagið gefur alið af sér: Almenn- ingur er knúinn til að skipuleggja framtíð sfna án þess að gera ráð íyr- ir hugsanlegum grundvallarbreyting- um miðað við þarfir auðvaldsþjóð- • lagsins og þannig mætti lengi telja. fnar littnefndu framfarir eru sam- K.æmt borgaralegri hugmyndafræði cmungis fleiri kflómetrar, hestöfl eða kflóvattstundir o. s. frv. Verkalýðshreyfingin þarf að takast a við borgaralega hugmyndafræði, yf- -vinna hana og útrýma henni 1 öllum ndum. Borgarastéftin styðst við fjölmenna M hópa millistéttarfólks 1 baráttunni ® gegn verkalýðsstéttinni og hefur tryggt sér ýmsa hópa launþega, með launamismun, smjaðri eða þvingun- xm. Þessi bandalög borgarastéltar- innar við aðra þjóðfélagshópa eru þó ótraust og geta auðveldlega brostið, ef verkalýðurinn nær að skapa með sér stéttarlega einingu og rekur harð- skeytta baráttu á öllum sviðum þjóð- félagsins. UihJtJ SÓZÍAUtKi Ilvcrnig getur þá verkalýðshreyfing- in rekið harðskeytta baráttu á öllum sviðum? Sigursæl verkalýðsbreyfing gefur sitt eigið svar við þcirri spurn- ingu. En frumskilyrði þessa er að þroskaðasti og stettvisasti hluti verka- lýðsstéttarinnar sameinist á einum baráttugrundvelli, 1 einum ílokki sem gerir stéttarhagsmuni verkalýðsins sem þjóðfélagsstéttar að þungamiðju og viðmiðunar grundvellí allrar starf— semi sinnar. Slfkur flokkur er æðsta sameiningarform verkalyðsstettarinn- ar og veitir leiðsögu að eiginlegu markmiði stéttarinnar, valdatöku heimar sem þjóðfelagsstettar -að verkalýðsbyltingu. Ef þetta stefnumið gagnsýrir ekki starfsemi flokksins verður hann brátt að vopni í höndum borgarastéttarinnar gegn verkalýðs- stéttinni. Flokkurinn samlagast þa smám saman borgaralegu umhverfi og viðhorfum, skrifstofuvald vex upp ixxnan hans og leggur undir sig aUar valdamiðstöðvar, að lokum breytast forystumenn hans í fulltrua borgara- stéttarinnar, teknir upp í valdastétt- ina gegn því að svxkja og blekkja verkalyðinn og halda honum 1 skefjum sem stétt. Fólk úr millistéttarhópum og jafnvel úr borgarastétt getur aðeins innan sósíalísks verkalýðsflokks orðið nán- ir og nýtir bandamenn verkalýðsstett- arinnar, flokks sem leggur því þá skyldu á herðar að gera stettarhags- muni verkalýðsins og stefnumið verkalýðsbyltingarinnar að viðmiðun- argrundvelli og þungamiðju felags- legrar starfsemi sinnar. Þetta þyðir ekki að slfku fólki beri að helga krafta sína launakjarabarattu stettar sem það sjálft ekki tilheyrir. Verkalýðs- stéttin er eina þjoðfelagsstettin sem getur orðið burðarás gagngerrarþjoð- félagslegrar umbyltingar og sem slxk þarínast hún náinna bandamanna hvar- vetna í þjóðfélaginu. Verkalýðsstétt- in getur ekki írelsað sjálfa sig áni þess að írelsa um leið alla menn. Hún getur þó ekki vikizt undan því að beita hiklaust og markvisst rxkisvaldi gegn borgarastéttinni á tímabili umbylting- ar. UK ftémfcfriMú Á fclWDi Sú skilgreining á stéttaskiptingunni á fslandi, sem hér hefur verið gerð, er engan veginn fullnægjandi eða tæmandi. Það er mikilvægt verkefni samtaka okkar að rannsaka miklu nánar eðli stéttaskiptingarinnar. Einkum virðist þýðingarmikið að rannsaka stöðu bænda og annarra millistéttarhópa gagnvart örri þróun auðvaldsskipulags- ins. Þvf er oft haldið fram, að hér á fs- landi sé lftil sem engin stéttaskipting, alla vega mun minni en þekkist f öðr- um auðvaldsríkjum, meijn séu hér aU- ir klæddir a svipaðan hatt o. s.írv. Verkalýðsstéttin og borgarastéttin á íslandi eru ungar stéttir f sögulegum skilningi, fámennið og nálægð okkar við sjálfstæðisbaráttuna gegn Dönum valda þvf, að mcnningarleg stétta- skipting er hér a landi ekki orðin eins rótgróin og f mörgum öðrum auðvalds- rfkjum. Þetta kemur einkum fram.f þvf, að fslendingar eiga oft verr með að sætta sig við mikið kjaramisræmi. Þetta mildar ekki stéttaandstæður hér á landi, heldur þvert á móti skerp- ir þær. Auðvaldsþjóðfélagið felur í sér stéttaskiptingu, sem lendir f mót- sögn við jafnréttishugsjón þjóðarinnar. Þetta er þýðingarmikil andstæða innan fslenzka auðvaldsþjóðfélagsins: á nú- verandi tímabili örrar þrounar þess og vaxandi stéttaaðgreiningar. STAÐA FYLIUNGARINNAR INNAN VINSTRIHRE YFINGARINNAR ’ Fylkingin hefur hvatt og hvetur fél- aga sfna til að starfa innan almennra stjórnmálasamtaka vinstrihreyíingar- irxnar, Alþýðubandalaginu og Sósfal- istafélags Reykjavíkur. Það er mikilvægt að íélagar sem tfma og aðstæður hafa taki þátt f slíku starfi utan Fylkingarinnar. Fylkingin hefur álitið eðlilegt að Sósfal- istafélag Reykjavfkur starfaði á sjálfstæð- um grundvelli eftir að Sósfalistaflokkurinn var lagður niður, þar sem starfsemi þess væri þáttur f almennri uppreisn gegn úr- kynjun sósfalfskrar verkalýðshreyfingar á fslandi. Af þeim ástæðum hefur hún lýst sig reiðubúna til margvfslegs samstarfs við félagið. Slfkt samstarf hefði getað orð- ið náið ef eining rfkti milli samtakanna um að langvarandi og skipulegt starf sé nauð- synlegt til að byggja upp sósfalískan verka- lýðsflokk á íslandi sem stæði undir nafni. Þvf fer fjarri að Fylkingin ifti á Sósial- istafélag Reykjavfkur sem slfkan flokk. Ágreiningsefni Fylkingarinnar og Sósfal- istafélags Reykjavfkur heíur ekki verið hægt að ræða til hlýtar, vegna þess að Sósíalistafélagið hefur torveldað öll sam- skipti með því að útiloka stóran hluta Fylkingaríélaga frá félaginu f samræmi við íundarsamþykkt sfna 15. janúar 1970. Slfkri stefnu ætti ekki að halda til streitu, sfzt eftir að Fylkingin hefur afnumið ald- urshámark felaga. Alþýðubandalagið hefur enn sem komið er ekki gert beinar tilraunir til að uti- loka Fylkingarfélaga írá samtökunum. Orsök þess að Alþýðubandalagsdeildin f Reykjavfk hefur ekki haldið nema einn fél- agsfund f heilt ár (þegar þetta er ritað) er sennilega bæði almenn úrkynjun sam- takanna og viðleitni til að útiloka Fylking- arfelaga frá þátttöku f lýðræðislegum rök- ræðum og ákvörðunum innan Alþýðubanda- lagsins. StjórnA. B.R. og framkvæmda- ráð miðstjórnar hafa stjórnað "flokks- deildinni" með alræðisvaldi. Fylkingin viðurkennir ekki Alþýðubanda- lagið sem sosialiskan stjornmalaflokk. Slfkan flokk þarf að byggja upp smám sam- an- Alþyðubandalagið er naumast enn_____ stjornmalaflokkur, heldur losaralegt____ kosningabandalag sundurleitra stéttahópa, semer að ÞROAST f borgaralegan stjórn- malaflokk. Fyrr eða sfðar hlýtur að koma til endan- legra slita milli Fylkingarinnar og nxáls svara hægristefnunnar innan Alþýðubanda- lagsins. Þess vegna er nauðsynlegt að nota hvert tækifæri sem gefst innan Al- þýðubandalagsins til að einangra málsvara hægristelnunnar og afhjúpa innan Al- þyðubandalagsins og utan þess, borgara- legt eðli stefnu þeirra. Það er óraunsætt að búast við því að ástan tiltölulega "frið- samlegrar sambúðar" milli Fylkingarinn- ar og Alþýðubandaiagsins verði til lang- írama. Einmitt þess vegna er mikilvægt að nota þann tfma sem gefst innan Al- þýðubandalagsins til að útskýra málefna- ágreining og búa almenna félaga þess undir uppgjör - sem eru þvf fyrirsjáan- legri sem hægrislefnan hefur verið f greinilegum uppgangi s.l. ár. fiw TIL 'rL'þfNGlWOSfi/M- ANHffr jytþj Mikilvægasta verkefni Fylkingarinnar í sambandi við kosningabar xxttuna f vetur og f vor er að afhjupa gervilýðræði borg- aralegs þingræðisskipulags. Borgara- legt þingfulltrualýðræði er aðeins rammi utan íim alræði borgarastettarinnar 1 þjoðfelaginu og vettvangur hinna ýmsu hopa borgarstettarinnar til að gera ut um ágreiningsmál sín eftir ákveðnum leikreglum. Borgarastettin sjálf viður- kennir þetta form alræðis sfns einungis svo lengi sem völdum henuar er ekki stefiöit í tvfsýnu eða hættu. Þetta sannar aldargömul reynsla sosfalfskrar verka- lýðsh reyfingar. Verkalýðsstettin getur þvf ekki vænzt þess að ná miklum árangri eftir "þing- ræðislegum leiðum" og hun getur ekki viðurkennt hið borgaralega rfki sem fyr- irmynd að eigin stjornarformi á tfma um- byltingarinnar. í>átttaka sosfalfskrar verkalýðshreyfingar f sjónarspili þing- ræðisins er aðeins ein af aðferðum henn- ar til að fleyga valdakerfi borgarastettar- innar og trufla gangverk þess. Slfk þatttaka er þo löngum tvfbent vopn. Að halda þvf fram að borgaralegt þingræði geti verið leið til sósfalismaná jafngild- ir þvf að viðurkenna rfkisskipan borgara- stettarinnar f orði og luta alræði henn- ar f verki. Á fjögurra ára fresti gefst alþýðunni þess kostur að staðfesta borg- aralegt stettareinræði með atkvæðum sinum. Borgarastettin vinnur að þvi hvern dag að treysta alræði sitt og auð- valdsskipulag: með heilaþvotti fjölmiðla í yikis- og einkaeign, >t»Teð banckavaldi sinu með samningum við erlend stórfyrir- tæki og auðvaldsrfki og hernaðarbanda- lög, með óáfrýjanlegum efnahagslegum ákvörðunum, með skoðanakugun og mut- um innan allra fyrirtækja, með skóla- kerfi sfnu og kirkju o. s.frv. Þessu valdi getur launamaðurinn ekki hnekkt með innihaldslausri táknrænni athöfn á fjögurra ára fresti og þeim mun sfður sem svokallaðir fullruar hans á þingi err ekki bundnir af neinu nema samvizku sinni og venjulegast gleyptur með huð og hári af valdastettinni þegar á þingið er er komið. Sjálft þingið hefur ekkert raunverulegt ákvörðunarvald lengur, nema f málum sem litlu skipta, heldur gerir lftið annað en staðfesta orðinn hlut, niðurstöður sem sjálí innri rök efnahagsþróunar auðvaldsskipulagsins hafa þegar leitt til. Pingið er orðið stofnun sem framkvæmir taknræna skráningu á sögu auðvaldsþjóðskipulags- ins. Jafnvel svigrumi borgarastettarinn- ar til að jafna innri ágreiningsefni sfn á þingi þrengist óðum andspænis samrunat alþjóðlegs auðmagns. Innan tröllauk- inna markaðs- og hernaðarbandalaga auðvaldsheimsins er hið borgaralega þjóðrfki að lfða undir lok. Verkalýðshreyfingin þarf að setja ser sem mark að baratta hennar verði jafn altæk og alþjóðleg og barátta borgara- stettarinnar. Til þess verður verka- iýðshreyfingin að styðjast við flokks- samtök, sem vinna að þvf að samhæfa og utfæra baráttuna. Slfkur flokkur aflar þvi verkalýðsstett- inni bandamanna á öllum sviðum og skólar þá til að brjóta upp jafnvel ramnr byggilegustu vfgi borgarastettarinnar og ryðja verkalýðsbyltingunni braut til al- hliða vandatöku. Alþýðubandalagið er ekki slfkur flokkur . Gagnstætt þvf að efla innri þrótt verka- lýðsstettarinnar og utvikka baráttusvið hennar reyna Alþýðubandalagsbroddarn - ir jafnan að þrengja það og umbreyta styrk stéttarinnar f styrk eigin þingflokks til eflingar aðstöðu hans til hrossa- kaupa innan hins borgaralega ríkis. f stað þess að vera virkur aðili í launa- kjarabarattu verkalýðshreyfingarinnar og reyna að vekja upp víðtæka fjölda- baráttu á verkfallstimabilum bfður Al- þýðubandalagsforustan átekta eftir ur- slitum kjaradeilunnar til að geta sagt: "Ykkur var nær, þið hefðuð átt að kjósa Alþýðubandalagið. " f stað stað þess að draga alhliða lærdóma af svokölluðum varnarsigrum verkalýðs- félaganna og undirbua fjölþættari og mark- vissari sókn, staglar hun: "Kannski þið látið ykkur ófarirnar að kenningu verða og munið f næstu kosningum að kjarabæt- urnar koma upp ur kjörkössunum. " f stað þess að beita sér fyrir víðtækri and- spyrnubaráttu, þegar borgarastéttin ræðst til atlögu gegn smávægilegum landvinningum kjarabaráttu launafólks, hrópar leiðari Þjóðviljans l(Jæja,bezt er að bfða eftir kosningum >g sjá til , hvort þið hafið vitkast af þessii' Viðbrögð Alþýðubandalagsbroddanna við öllu sjálfstæðu frumkvæði alþýðunnar eru yfirleitt á einu og sömu bókina lærð: Skynsamlegra væri að kjósa Alþýðubanda- lagið. " Með þvf að sundra jafnharðan stéttar- legum baráttuhreyfingum alþýðunnar og umbreyta þeim f atkvæði - einangraða rfkisborgara - starfar Alþýðubandalagið þegar að nokkru leyti sem verklæri borgarastéttarinnar gegn verka- lýðsstéttinni. Alþýðubandalagið lifir snikjulffi á verkalýðsstétlinni, en hvork vill né geiur starfað sem sósfalískur verkalýðsflokkur. Fulltruar borgarastéttarinnar eru á goðri leið með að ná algjörum undir- tökum á flokksforusiunni. Þetta eiu að visu fulltrfiar þeirra hópa borgara- stéttarinnar, sem mega sfn lftils og vilja gjarnan styrkja eigin aðstöðu og sinna eigin aðstöðu og sinna stéttarhópa:tækni- kratar, ,,þjóðlegir atvinnurekendur", sosialdemókratfskir at\ innustjórnmála- menn, embættismcnn verkalýðsfélaganna o. s. frv. Þessir hópar hafa orðið að styðjast við ýmsa millistéttahópa og veita sérhagsmunasjólarmiðum þeirra aukið svigrum innan flokksins og móta þau stefnu hans f vaxandi mæli.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.