Neisti - 01.09.1970, Blaðsíða 4

Neisti - 01.09.1970, Blaðsíða 4
Þróun íslenzkrar verkalýðshreyfingai hefur orðið mörgum sósialistum áhyggjuefni á undanförnum árum- og ekki að ástæðulausu. Undanlátssemi forystunnar við at- vinnurekendur hefur farið vaxandi, samtímis sem sósíal- ískt inntak baráttunnar hefur farið þverrandi. Forseti og meirihluti stjórnar ASÍ eru menn sem engan áhuga hafa á róttækum samfélagsbreytingum, þeir eru sáttir við kapital- ismann í öllum meginatriðum og geta vel hugsað sér að verkalýðurinn (og allt launafólk) verði tæki f höndum inn- lendrar og erlendrar borgarastéttar um aldir alda. Þeir eru ekki lengur sósialistar, hafi þeir nokkurn tíma verið það. En jafnvel þeir sem ennþá er full ástæða til að kalla sósialista hafa uppá siðkastið gefið borgurunum góðar von- ir um að svo muni bregðast krosstré sem önnur tré. Þessi þróun er ekkert einstætt íslenzkt fyrirbæri, hliðstæður hennar má finna 1 öllum löndum hins kapítalíska heims frá þvx á siðari helmingi 19. aldar og til þessa dags. En hvað veldur? Orsakirnar eru margar og grípa hver inn f aðra. Hér verður aðeins stuttlega^gert grein fyrir einm þeirra, skrifstofuvaldinu (byrókratíinu), semerohja kvæmilegur fylgifiskur fjölmennra verkalýðsf elaga og flokka í kaprtalísku þjóðfélagi. ^ „ Samfélagslegri verkaskiptingu 1 þessu þjoðskipulagi er 1 grófum dráttum svo háttað, að verkalýðsstéttin vinnur alla lxkamlega vinnu en borgarastettin og stuðningshopar hennar þá andlegu. Lítt menntaður verkamaður sem kemur heim til sfn að loknum erfiðum vinnudegi, þreyttur á sál og lxkama, er 1 fæstum tilvikum fær um að taka að ser vandasöm skipu- lagsstörf fyrir stéttarfélag sitt eða flokk. Hann kýs þess- vegna þá stettarbræður sfna, sem hann telur hæfasta og treystir bezt, til að vinna þessi störf, halfan eða allan dag- inn. Þarmeð hefur myndazt skrifstofuvald. Það er ekki óalgengt erlendis að heyra famenna og "hörku- róttæka" vinstrihópa halda þvf fram að skrifsJ:ofuvaldið se neikvætt 1 sjálfu sér, ef hægt sé að útrýma þvi með öllu se^ allur vandi leystur o. s.frv. Þetta er barnaskapur, sem þo er full ástæða til að ræða. Skrifstofuvaldið er ekki neikvætt 1 sjálfu sér og kapxtalismanum verður síður en svo koll- varpað með því að útrýma því úr verkalýðshreyfingunni. Gildi þess verður að meta með hliðsjón af sögulegum að- stæðum. í þróuðu kommúnísku þjóðfélagi verður skrifstofu- valdið vissulega neikvætt og óæskilegt. En í sosialiskum verkalýðsfélögum í kapítalisku þjóðfélagi getur skrifstofu- valdið verið tæki til að gera samtökin máttugri og barattuna árangursmeiri en ella. í fyrsta lagi er^þaS augljost að-and- stæðingurinn er ekkert lamb að leika ser við. Borgarastett- in hefur yfir að ráð a voldugu skrifstofubákni sem m. a. er notað til að halda verkalýðnum niðri. Gegn þvf er hægt - og ber - að berjast með ýmsum ráðum. Eitt þeirra er mið- mögnun (centralisering) valds f verkalýðsfélögum. Til að hægt sé að nota þetta vald með árangri þurfa félögin á að halda föstu, dugmiklu starfsliði. f öðru lagi er það óvé- fengjanleg staðreynd að mikill hluti verkalýðsins er, vegna mikillar vinnu og menntunarleysis, ófær um að skipuleggja baráttuna svo að vel sé. "Kapítalisminn væri ekki það kúg- unarafl yfir fjöldanum, sem raun ber vitni, ef öðruvísi væri ástatt" (Lenín). Verkaskipting er nauðsyn. -Það sem þessir vinstrihópar flaska aðallega á er þetta þrennt: l) Þeir vanmeta andstæðinginn. 2) Þeir ofmeta getu og stéttarvitund verkalýðsins. 3) Þeir láta óskhyggjuna hlaupa með sig í gönur og ímynda sér að hugsanlegt framtiðarástand sé mögulegt hér og nú. En þarmeð er ekki sagt að skrifstofuvaldið sé hættulaust. Það getur þvert á móti falið í sér bæði dauða og djöful. Hnignun og úrkynjun verkalýðshreyfingarinnar helzt viðast hvar í hendur við vöxt og viðgang skrifstofuvaldsins. Á bernskuskeiði verkalýðshreyfingarinnar átti starfs- fólk hennar og foringjar ekki sjö dagana sæla frekar en verkafólk yfirleitt, hvorki hér né erlendis. Fangelsanir og ofsóknir af ýmsu tagi voru daglegt brauð, og oft voru launin lægri en laun þeirra sem seldu atvinnurekendum vinnuafl sitt. Þetta fólk naut engra efnalegra forréttinda framyfir þá sem kusu það til starfa. En það naut forrétt- inda samt. Það slapp við andlausan þrældóminn (á þeim tíma þegar vinnudagurinn var sjaldnast styttri en 12 timar). Það naut virðingar og á*lits. Og fyrir meðvitandi sósfalista var það vitaskuld mikils virði að geta barizt fyrir hugmyndum sinum allan daginn í stað þess að strita fyrir einhvern kapítalista og auka þannig á auð og völd borgarastéttarinnar. Þetta þrennt olli þvi að starfsfólk verkalýðsfélaganna vildi ógjarnan missa stöður sinar og hverfa aftur til fyrri starfa. Það barðist meðvitað eða ó- meðvitað gegn öllum tilraunum til að skipta um starfslið félaganna, þannig að sem flestir félagsmenn gætu unnið óskiptir að málefnum sínum einhvern tima og fengið þjálf- un í skipulagsmálum. Þegar verkalýðshreyfingunni óx fiskur um hrygg og fyrstu hnignunareinkenni tóku að gera vart við sig, bættust við efnaleg forréttindi starfsmanna framyfir verkafólk almennt. Það "borgaði sig" að verða funksjónar. Þannig jókst enn þörf starfsliðsins til að halda í stöðurnar. Allar þessar forsendur íhaldssemi og þrásetna í stjórnum verka- lýðsfélaga hafa að sjálfsögðu ekki horfið. En viða var verkalýðshreyfingin og stærsti verkalýðs- flokkur hvers lands samtvinnuð. Svo er sumsstaðar enn í dag. Hér á landi var Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið lengi svotil eitt og hið sama. Skrifstofuvaldið blés út. Það þurfti að bjóða fram til þings og bæjarstjórna, gefa út blöð og ráða blaðamenn og ritstjóra, útnefna fulltrúa í nefndir með atvinnurekendum og fulltrúum borgaraflokk- anna o. fl. o. fl. Þegar frammí sótti var hætt að ráða starfsfolk og fulltrua eingöngu úr röðum verkafólks. í æ ríkari mæli voru ráðnir til starfa smáborgaralegir mennta menn sem litil eða engin kynni höfðu af lífi verkalýðsins. Vitaskuld gátu slxkir menn oft verið afbragðskraftar, en þeir gátu lxka verið metorða- og launastrebar með póli- tfska vitund af heldur skornum skammti. Þeir síðarnefndu gættu þess oftast vandlega að láta ekki bola sér burtu. Til þess var ýmsum ráðum beitt. Störf skrifstofuvaldsins voru ósjaldan gerð flóknari en efni stóðu til og verkafólki þannig talin trú um að þau væru ekki á hvers manns færi. Bein samskipti milli fastra starfsmanna og verkafólks minnkaði og þarafleiðandi einnig möguleikar óbreyttra félaga til að fylgjast með störfum skrifstofuvaldsins. Og ef á herti hik- uðu ekki hentistefnumenn f stjórnum félaganna við að þiggja stuðning borgaralegra afla. Þegar hér er komið sögu má segja að skrifstofuvaldið sé ekki lengur tæki í höndum verkalýðsins, heldur er verka- lýðurinn tæki f höndum skrifs-ofuvaldsins. Það er samt engin ástæða til að ætla það ósigrandi, hversu risavaxið 8em það kann að vera. Reynsla sfðustu ára erlendis (ekki sízt í Frakklandi og Svíþjóð) sýnir ljóslega hverskonar pappfrstfgrisdýr skrifstofuvaldið er. Þessi þróun helzt f hendur við úrkynjun sósfaldemókrat- • y

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.