Neisti - 28.04.1975, Blaðsíða 5

Neisti - 28.04.1975, Blaðsíða 5
5 I stað skipulagsleysis auðvaldsins sósíalísk áætlanagerð a8 verðbólgugróðanum óskert- um, en verkafólk á a6 leggja fram lxfeyrissjóðsgreiðslur sín- ar til a8 fjármagna áframhald- andi lán til auðvaldsins ! Kreppa verkalýðshreyfingarinnar Hver hafa þá orðið viðbrögð verkalýðsforystunnar við þess- um árásum á kjör verkalýðsins ? Fyrst komu innihaldslausar yf- irlýsingar. En ekkert var að- hafst. Þetta var 1 sjálfu sér ekkert undarlegt. Ýmsir af helstu forystumönnum ASf höfðu lýst þvi yfir eftir kjara- samningana vorið 1974, að þær kauphækkanir sem þar fengust hefðu verið of miklar. Of mikl- ar fyrir hvern ? Auðvitað fyrir auðvaldið ! Þessir blessaðir „mannvinir" gátu ekki hugsað sér, að auðvaldið ætti að borga brusann fyrir eigin kreppu. Trúir stéttasamvinnuhugsjón sinni afneituðu þeir nú samning- um, sem þeir höfðu nýverið neyðst til að gera, vegna þrýst- ings frá verkafólki. Reyndar var afstaða einstaka verkalýðs- foringja aðeins mismunandi með tilliti til flokkspólitískra hagsmuna þeirra og tengsla við ríkisstjórn. En öllum var stétt- asamvinnuhugsjónin sameigin- leg. Það sýndi aðgerðarleysið síðastliðið ár. Hagsmunir auð- valdsins en ekki verkalýðsins var viðmiðun þeirra. Samhliða þessum breytingum á við- skiptakjörum auðvaldsins, geisaði óðaverðbólga, sem enn jók á skipu- lagsleysi framleiðslunnar og brask allskonar, Með verðbólgunni voru einnig geipileg verðmæti flutt frá op— inberum sjoðum,t. d. sjóðum verka- lýðsinSjOg til eignamanna. Sú tvöföld- un á verðlagi sem átt hefur sér stað sl. eitt og hálft ár hefur skert raun- gildi peningaeigna lúf- eyrissjóðanna, atvinnuleysistrygging- arsjóðs, fjárfestingarsjóða og annarra sjóða um helming. Þetta eignatap sjóðanna samsvarar eignaaukningu hjá eignamönnum. Ætla má að á þennan hátt hafi tugir milljarða verið fluttir frá sjóðunum og sparife al- mennings og til eignamanna. A þennan hátt hefur sambandið milli fram- leiðsluauðmagnsins og sjóðanna rask- ast, sem enn hefur aukið á glundroð- ann 1 auðvaldsbúskapnum. Stjórnlaus offjárfesting 1 sjávarútvegi hefur einnig aukið á auðvaldskreppuna. Gengdarlaus sókn íslensks og erlends auðvalds á fiskimiðin umhverfis landið hefur leitt til þess, að ýmsir mikilvæg- ir fiskistofnar eru greinilega ofveiddir. Ráð auðvaldsins við kreppu sinni var að velta henni miskunnarlaust yfir á herð- ar verkalýðsins. Gerðir kjarasamning- ar voru afnumdir með bráðabirgðalög- um, gengið fellt, og verðlag hækkaði stöðugt. Vinnutímastyttingar fylgdu í kjölfarið. f dag er svo komið, að kaup- máttur launa verkafólks mun vera um 40% lægri en hann var fyrst eftir kjara- samningana vorið 1974. Hja sumum hópum verkafólks hefur kjaraskerðingin verið enn þá freklegri. Þessi geipilega kjaraskerðing sýnir ljóslega, að auðvaldið hefur gert meir en að ná aftur þeim gróða sem það hafði fyrir innreið kreppunnar. Og auðvaldið ætlar að láta kné fylgja kviði. VSf lýsir þvi yfir, að frekari kauphækkanir komi vart til greina. Það eina sem þurfi að ræða sé visitölubindingin. Þar hefur auðvaldið einnig sett fram ákveðnar kröfur, sem miða að því að skerða vísi- tölubæturnar. Og Geir Hallgrímsson lýsir því yfir, að nú þurfi að beina pen- ingum lífeyrissjóðanna enn frekar til atvinnuveganna. Auðvaldið á að sitja Skömmu fyrir síðastliðin áramót fór ASl-forystan að sýna á sér baráttusnið. Langlundargeð" hennar var á þrotum. Nú skyldi „sameina alla verkalýðshreyf inguna til allsherjarátaks og ná samn- ingum, sem miðað við allar aðstæður gætu talist viðunandi til bráðabirgða", 9-manna nefnd var valin úr hópi forystu- manna AST. Hún fær samningsumboð frá öllum verkalýðsfélögum og flestöll verkalýðsfélög afla sér verkfallsheim- ildar. Eftir mikið þóf og verkfallsboð- un, koma loks samningarnir : 4.900,- kr á mánuði á dagvinnukaup undir 69.000,- á mánuði. Þessa samninga samþykkir ASÍ-forystan, þegar opinberar tölur um framfærslukostnað meðalfjölskyldu eru 100.000.-kr. á mánuði ! Þessi kauphækk' un er ekki einu sinni nægjanleg til að vega upp á móti þeim verðhækkunum sem urðu á meðan a samningamakkinu stóð ! Það var þó augljóst, að ASi-brodd- arnir voru óánægðir með þessa samn- inga. Auðvaldið hafði launað þeim illa samvinnuna frá í fyrra. En hvað var til bragðs að taka? Ein sér, lokuð inni f fundarherbergi, var 9-manna nefndin máttvana gegn stéttarstyrk auðvaldsins og ríkisvalds þess. Að baki sér hafði ASf-forystan verkalýðs- stétt,sem vissulega kraumaði af o- ánægju, en sem stóð efnahagslega höllum fæti eftir hinar miklu kjara- skerðingar,og með verkfallssjóði, sem nægðu til 3-4 daga kaupgreiðslna. Pólítískt og félagslega var verkalýðs- stéttin lömuð af áratuga skrifræðis- legum vinnubrögðum innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Árum saman hefur verkafólk vanist þvi, að ákvarðanir innan verkalýðshreyfingarinnar seu teknar af því forspurðu. Jafnvel ein- földusth kvartanir þeirra um aðbúnað á vinnustað eða pretti atvinnurekenda eru hundsaðar. ASf-forystan stóð því frammi fyrir tveimur valkostum: Annars vegar að samþykkja samningana og vonast til að auðvaldið yrði samvinnuþýðara eftir 1. júni og hins vegar að fara út í verkfall sem yrði langvinnt og harð- vxtugt. Sigurmöguleikar verkalýðsins í slxku verkfalli yltu á því, hvort verkalýðsstéttinni takist að skapa þá samheldni og þann stéttarstyrk sem gæti bætt upp veika efnahagslega stöðu stéttarinnar. Slxkur stéttarstyrkur yrði aldrei skapaður nema með virkjun hins al- menna félaga á verkfallsvöktum og á félagsfundum.' En slxk virkjun stéttar- innar mundi sjálfkrafa leiða til sjálf- stæðrar skipulagningar verkafólks og sjálfstæðs frumkvæðis af hálfu þess. Verkafólk myndi ekki láta sér nægja að fá óljósar fréttir af gangi samninga- viðræðanna í gegnum fjölmiðla. Það mundi krefjast þess að fá að vita hvernig málin stæðu, ræða hvað skuli gera og sjálft taka ákvarðanir. Sú þróun sem ein hefði getað leitt til sigurs í verkfallinu hefði því einnig ójnað völdum skrifræðisins í verka- lyðshreyfingunni. Þessi hræðsla ASÍ-broddana við sjálfstæða barátttu verkafólks kemur vel í ljós í afstöðu þeirra til verkfalls- ins í Vestmannaeyjum. ASf-forystan hefur gert allt sem hún hefur getað til að veikja baráttustöðu verkafólks x Vestmannaeyjum. ASÍ-forystan veit að sigursæl barátta verkafólks íVest- mannaeyjum mundi afhjúpa síðustu svikasamninga þeirra og gefa fordæmi fyrir sjálfstæðri baráttu verkafólks, en slxkt hræðist ASÍ-forystan öllu öðru fremur. Samtxmis og VSf styður at- vinnurekendur í Vestmannaeyjum og hótar jafnvel verkbanni á öðrum félags- svæðum til að knýja í gegn svikasamn- ingana, reynir ASf-forystan að hamla gegn baráttu verkafólks x Vestmanna- eyjum. Félagar ! Verkafólk ! - Styðjum baráttu verkafólks í Vest- mannaeyjum og látum hana verða for- dæmi fyrir sigursælli baráttu gegn auð- valdinu ! - Gegn stéttasamvinnu ASf-forjstunnar - eining á grundvelli stéttabarattu ! - Samningsvaldið úr höndum 9-manna nefndarinnar - samningsvaldið til verk- alýðsins ! - Kjarabarátta á grundvelli hagsmuna verkalýðsins - ekki auðvaldsins ! Barittusta&an í dag ASÍ-forystan hefur nú sýnt, að af henni er einskis að vænta. Síðustu samningar, tilraunir hennar til að hindra baráttuna í Vestmannaeyjum og viðræður hennar við VSf um skerðingu á vísitölunni, sýna þetta ljóslega. Nú um þessi mánaðamót hækkar auðvaldið verslunarálagningu stórlega. En ASf-forystan aðhefst ekkert. Eng- ar kröfur eru settar fram. Engir fundir eru haldnir í verkalýðsfélögun- um til að ræða baráttuna framundan og efla stéttarstyrk og baráttuvilja meðal verkafólks. Félagar ! Verkafólk ! - Við verðum nú þegar að afturkalla samningsumboðið til 9-manna nefndar- innar. Samningsvaldið til verkalyðs- ins verður að vera kjörorð okkar. Við vitum af biturri reynslu, að ASf-for- ystan gerir ekkert fyrir okkur ef við knýjum hana ekki til þess. Lokaðir samningsfundir 9-manna nefndarinnar og VSf gagna bara auðvaldinu. Við verðum að krefjast opinna samninga- viðræðna, þar sem við getum sjálf tek- ið ákvarðanir um gang mála. - Samningana úr höndum 9-manna nefndarinnar ! - Opnar samningaviðræður ! - Samningsvaldið til verkalýðsins ! Félagar ! Verkafólk ! - Við verðum að hefjast nú þegar handa við undirbúning baráttunnar eft- ir l.júnf. Við verðum að halda fundi f verkalýðsfélögunum og virkja sem flesta f baráttunni. Við verðum að efla meðvitund stéttarinnar um að bar- áttan er nauðsynleg og möguleg. Við verðum að setja fram ákveðnar kröfur og sjá til þess að þeim verði fram- fyigt. _ - Enga abyrgð a kreppu auðvaldsins ! - Lífvænleg laun fyrir 40-stunda vinnu' viku ! - Opnið bókhald auðvaldsfyrirtækjanna! - Eftirlit verkalýðsins með framleiðsl- unni - neitum að taka ábyrgð á auð- valdsframleiðslunni ! - Verkalýðsvald gegn auðvaldi ! Félagar ! Verkafólk ! - Við verðum að afhjúpa sérhverja tilw raun ASf-forystunnar til að svfkja bar- áttuna og þrýsta á, að frá kröfum verði ekki fallið baráttulaust. Styðj- um baráttu verkafólks f Vestmannaeyj- um og látum hana verða leiðarvfsi f baráttunni framundan. Félagar ! Verkafólk ! - Til þess að efla stéttarstyrk okkar verðum við að skipuleggja okkur sjálf- stætt. Til þess að geta stöðugt rætt og tekið ákvarðanir um aðgerðir í stéttabaráttunni, verðum við að skipu- leggja okkur á vinnustaðagrundvelli. Við verðum að skipuleggja okkur f vinnustaðanefndum ! - Eflum sjálfstæða skipulagningu verkalýðsins ! - Gerum vinnustaðina að grunneining- um f verkalýðshreyfingunni ! Sósíalfskar hreyfingar á íslandi Sósfalfsk hreyfing á fslandi hefur átt erfitt uppdráttar nú um langt skeið. Alþýðubandalagið hefur þróast stöðugt til hægri og fyllt upp f það rúm, sem Alþýðuflokkurinn skildi eftir sig. Borgaraleg og endurbótasinnuð ein- kenni Alþýðubandalagsins leyna sér ekki. Verkalýðsforingjaarmur Banda- lagsins tekur heilshugar þátt í þeirri stéttasamvinnu oj; skrifræðisvinnu- brögðum, sem nu tröllríða verkalýðs- hreyfingunni. A pólitfská sviðinu leitast Alþýðu- bandalagið við að viðhalda hugmynda- fræðinni um hið hlutlausa og lýðræðis- lega rfkisvald. Verkefni verkalýðs- hreyfingarinnar o| hin sósfalfska bar- átta er fólgin f þvi að fjölga þingmannat- liði Alþýðubandalagsins. Þetta hefur sjaldan verið meir áberandi en nú, þegar Alþýðubandalagið miðar allan sinn áróður við að sanna gæði Vinstri- stjórnarinnar sálugu. Allar kjarabæt- ur, sem þá náðust, eru eignaðar stjórninni, en stjórnleysi í efnahags- málum og verðbólgan er fært á skuldat- reikning erlends og innlends auðvalds. Með þessum „rökum" leitast sfðan Alþýðubandalagið við að beina baráttu fjöldasamtaka eins og td. Samtaka her- stöðvaandstæðinga inn á brautir flokks- pólitfsks stuðnings við Alþýðubandalag- ið og þátttöku þess f ríkisstjórn. For- ystulið Alþýðubandalagsins getur ef- laust tekið undir hin fleygu orð þýska kratans Bernsteins : „Markmiðið er ekkert, hreyfingin er allt. " Vinstra megin við Alþýðubandalag- ið er hópur smárra byltingarsamtaka. Þessi samtök eru veikburða og barna- sjúkdómarnir leyna ser ekki. Hinir svokölluðu ml-hópar, þe. EIK-ml og KSML leitast hvor á sinn hátt við að taka upp línuna beint frá Peking. Þeir byrja á þvf að ,,slá fastri" heildarniðurstöðu. Sú niður- staða byggist f grófum dráttum á utan- ríkisstefnu Kfna og einhverri af mis- munandi stefnum Komintern á 4. ára- tugnum. Rejndin hefur lfka orðið sú, að maóistahopar hafa þurft að umturna stefnu sinni vegna þess, að utanríkis- stefna Kfna hefur tekið breytingum. Um þetta er KSML skýrt dæmi. KSML(b) hefur hins vegar steingerst f einangrunarstefnu og verkaljðsróm- antík. Þessir hópar eru því ofærir úm að móta stjórnlist sósfalfskrar byltingar á fslandi. Fylkingin er þvf þrátt fyrir allt einu byltingar samtökin á fslandi f dag, sem eru hugmyndalega óháð borgara- stéttinni eða lfnunni frá Peking eða Moskvu. Hún er því einu samtökin, sem hafa möguleikann til að móta stjórnlist sósfalfskrar byltingar á ís- landi og verða vísir að kommúnískum ve r kalýð s f lokki. “ Byggjtma forystuafl íslenskrar verka*- lýðsbaráttu - marxfskan byltingar- flokk !

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.