Morgunblaðið - 21.01.1944, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 21.01.1944, Qupperneq 7
Föstudagur 21. janúar 1944 MOKGUNBLAÐJB T LEYNDARDÓMSFULLU FJÁRSVIKIN Eftir Morrill Grein sú, er hjer birtist, er lauslegur útdráttur úr frásögn ameríska blaðamannsins Cody, af stórkosílegu samsæri gegn franska ríkinu, sem tveir nafngreindir blaðamenn komust að. Opin- berlega hefir ekki verið mikið rætt um þetta mál, enda gerðist þessi atburður að mestu bak við tjöldin. ÞETTA er í raunhmi ekki frásögn mín, heldux þeirra Ted Delanos og Geoffrey Frasers, einkum Frasers, því að það var hann, sem næstuxn týndi lífinu í við'ureign við erlenda njósn- ara. Phillips Oppenheim hefði áreiðanlega kunnað að gera sjer mat úr þessari frásögn og færa hana í Stílinn, en jeg get aðeins sagt hana eíns og mjer Var sögð hún á sínum tíma, en alt til þessa hefir hún verið fá- Urn kunn í heiminum. Ef til vill er rjett að rifja tyrst lítillega upp atburði þá, sem mynda hina sögulegu und rrstöðu þessa glæfralega ævin- týris á sviði alþjóðastjórnmál- anna. Ef til vill minnist þið t>ess, að vinstri merrn — social- istar . og hinir íhaldssamari bræður þeirra radikal-social- istar — unnu eftírtektarverðan kosningasigur í Frakklandi Vorið 1924, og strax eftir þær kosningar tók alt aþ ganga á trjefótum í landínu. Nú eru jafnaðarmenn taldir fremur i'olegir og hæglátir menn, sem hafa andúð bæði á fascistum °6 kommúnisttun, en á þessum tima voru þeir enn róttækir úr hófi- fram. Andstæðíngarnir til kægri hrópuðu, að Frakkland v*ri á hraðri leið tíl glötunar gíaldþrots og byltíngar, enda geerðu þeir hvað þeír gátu til þess að sýna sannleíksgildi spá dómsins. Þýskaland rambaði þá á gjaldþrotsbarmi undir stjórn jafnaðarmanna og afturhalds- rnennirnir hristu höfuðið með spekingssvip og fullyrtu, að frankinn myndi fylgja mark- lnu- Jafnvel margir vinstri rrienn voru á sörau skoðun. Seðlaútgáfan mikla. í APRÍL 1925 tók Painlevé Vlð forsætisráðherraembættinu aí Herriot. Frankinn hrapaði, hægt og stöðugt.Traust almenn lns á gjaldmiðlinum var á för- Um- Utlendingar voru varaðir Vlð að kaupa meira af frönkum en þeir nauðsynlega þurftu. •— kólk var farið að safna smá- rnyntinni, því að koparinn myndi þó altaf verða einhvers yirði. Þann 27. júní ákvað stjórn- m að gefa út fimm miljarðir Þappírsfranka við viðbótar. —' Þetta hlaut að hafa í för með sJer stórkostlega verðbólgu, snda lirapaði frankinn hraðar en nokkru sinni fyr, er þetta sPurðist. Spámennirnir glottu. Alskonar flugufregnir læstu S1g um alla Parísarborg eins og skógareldur.Þegar svo er kom- jð, þarf ekki mikið til þess að hleypa öllu í bál, enda lá nærri a® manni nokkrum, sem hlýtt vorkvöld sat að bjórdrykkju i veitingahúsi i Monparnasse í París, tækist þetta. ^ '<'1 bittum Þjóðverjann. MAÐUR þessi var Þjóðverji, osköp venjulegur maður á að hta, en þó var eins og mikil a&sing byggi innra með honum. Hann sat einn við borð, en aug sýnilegt var, að hann veitti mikla athygli samræðum lve6gja manna, sem sátu við mcsta borð og töluðu saman á Pýsku. Skyndilega haliaði lann sjer að þeim. ,,Eruo þið blaðamenn?” sagði hann. „Vinnið þið við amer- ísk frjettablöð?” Þeir litu hvor á annan og kinkuðu síðan kolli til sam- þykkis. „Má jeg-tala við ykkur?”, saagði Þjóðverjinn hikandi. — „Jeg þarf endilega að ná tali af amerískum blaðamönnum, og hugsa sjer svo, að jeg skuli rekast á tvo, sem tala þýsku”. Þar sem engum andmælum var hreyft, færði hann sið að borðinu til þeirra, hallaði sjer fram á borðið, leit fast í augu Frasers og sagði: „Jeg get gefið ykkur upplýsingar, sem ykkur mun þykja mikill fengur. Þið munið eiga erfitt með að trúa orðum mínum, en jeg get sann- að þau”. Fraser var Englendingur, þótt hann væri ekki sjerstak- lega enskur í útliti, og talaði frönsku og þýsku reiprennandi. Hann hefir ritað bók um Leon Blum og varð að búa .við mik- ið harðrjetti í þýsku fanga- búðum 1933, því að lögregla Hitlers merkti hann róttækan. Fjelagi hans var Þjóðverji, kállaður Willy. Voru þeir óað- skiljanlegir. Þeir voru nýkomn ir handan yfir Rín, þar sem þeir höfðu verið sjónarvottar ao fyrstu aðgerðunum í leyni- legum endurvígbúnaði Þý'ska- lands. Nú sátu þeir fjelagar hjer á Rotonde-veitingahúsinu og hlustuðu á þenna nýja kunn- ingja sinn og svörðu fyrirspurn um hans um amerísku frjetta- stofuna, sem Geoffrey starfaði fyrir. í miðri setningu hallaði Þjóðverjinn sjer alt í einu alveg að eyra Frasers og sagði með miklum áhafa í röddinni, en þó svo lágt, að Fraser gat vart greinl orðaskil: „Jeg verð að segja ykkur dá lítið um frönsku stjórnina. Jeg er starfsmaður í frönsku mynt smiðjunni, og mjer er kunnugt um leyndarmál, sem jeg vil selja amerískri frjettastofu fyrir nokkra fjárupphæð. Eins og þið sjáið, er jeg Þjóðverji, og mig.skortir peninga til þess að geta komist heim til Þýska- lands. Jeg er fús til þess að selja þetta leyndarmál, svo að jeg geti komist burtu úr Frakk landi. Spurningin er aðeins sú, hvort þið viljið kaupa leynd- armál mitt”. 1 Hvert var levndarmáliö. ÞEIR, sem dvalist hafa í útlendingahverfinu í Montpar- nasse eða verið tíðir gestir í kaffihúsum þar, vita, að allir eru þar fullir tortrygni hver í annars garð. Yfirleitt er tor- trygni þessi heldur ekki á- stæðulaus.Ef Þjóðverjinn hefði sagt Fraser, að' ieyndarmál hans væri nýtt kerfi til þess að vinna í . fjárhættuspilum eða samsæri kommúnista 'til þess ao steypa ríkisstjórninni, hefði hann látið það fara inn um annað eyrað og út um hitt. En þar sem maðurinn var mjög hikandi í allri frásögn sinni, virtisf einhver sannleikur liggja að baki henni. „Jeg starfa í þeirri deild myntsmiðjunnar, þar sem bankaseðlar eru prentaðir”, sagði hann. „Þið hafið heyrt um frumvarp það, sem þingið nýlega samþykti og heimilar stjórninni að gefa út sex milj- arðir franka í nýjum seðlum? Jeg starfa við prentun þessara nýju peninga. Þúsundir þúsund franka seðla fara gegnum hend ur mínar dag hvern. Á meðan hrapar verðgildi frankans og verðbólgan vex. — En hvert mynduð þið telja verðgildi pen inga þessara, ef jeg segði ykk- ur frá því, að i stað þess að prenta sex miljard nýrra þús- und franka seðla, lætur stjórn- in prenta hvern seðil í tveim- ur eintökum?” ,,í tveimur eintökum?”. „Uss!” Þjóðverjinn þreif í handlegg Frasers og leit í skyndi í kringum sig. Er hann hafði'sannfært sig um það, að enginn virtist hafa veitt þessu undrunarópi neina athygli, hjelt hann áfram og hallaði sjer nú enn nær Fraser. „Já, í tveimur eintökum. -— Annað eintakið er strax sent í Frakklandsbanka. en hitt á að geyma, þar til fyrri sex milj- arðirnar eru uppetnar. Skiljið þið, hverjar afleiðingarnar verða — frankinn er verðlaus — Frakkland er þegar á hraðri leið að verða gjaldþrota eins og Þýskaland varð fyrir þrem- ur árum síðan? Skiljið þið, að þetta er skipulögð verðbólga, að franska ríkisstjórnin er að vega aftan að sinni eigin mynt?” „Jú, jeg skil það”,. sagði Geoffrey hægt, „en jeg geri varla ráð fyrir, að þjer getið sannað þetta”. „Jeg get auðveldlega sannað það”, sggði Þjóðverjinn og varð sífelt æstari, þótt hann gæti þess að tala altaf í hálfum hljóðum. „Jeg get sýnt ykkur seðla með sömu númerum og jafnvel mótin. Haldið þið, að þessar frjettir mínar sjeu pen- ingavirði?“ „Auðvitað eru þær það, en því aðeins að þjer getið komið með sönnunargögn. Getið þjer komið með sönnunargögnin á morgun, og ef svo er, hversu mikið viljið þjer fá fyrir sögu yðar?” „Sönnunargögnin skal jeg koma með. Hvað endurgjald- inu viðkemur, þá-læt jeg ykk- ur um að ákveða það. Fjeð v.erð ur samt að vera nægilega mikið til þess að koma mjer í burtu úr Frakklan.di og koma undir Cpdy mig fótunum á ný í Þýska- landi”. Þeir komu sjer siðan saman um að hittast í litlu veitinga- húsi. Grunurinn vaknar. FRASER skundaði beina leið til forstjóra frjettastofu sinnar með þessa stórkostlegu frásögn. Honum var innan- brjósts eins og hann hefði sprengju í fórum sínum. Báðum þótti sagan stórkost- leg, en við nánari athugun fanst þeim kynlegt, að Þjóð- verji skyldi vera starfsmaður í frönsku myntsmiðjunni. For- stjórinn vissi, að amerísku blöð in myndu óðar kaupa söguna og birta, því að þau gleyptu við öllu and-frönsku. En af því hlaut óhjákvæmilega að leiða gjaldþrot. „Mjer geðjast vel að Frakklandi, og jeg ætla þvi að gera þao, sem í mínu valdi stendur til þess að hindra frek- ari útbreiðslu sögunnar”, sagði frjettastofustjórinn. — Fraser tók í sama streng. Á tilsettum tíma hittu þeir Fraser og Willy Þjóðverjann. Var hann þá enn æstari og ó- rólegri en áður. Kvaðst hann ekki hafa getað náð í mótin, þvi að grunur væri fallinn á sig, en á morgun kvaðst hann áreiðanlega myndi koma með þau. Mæltu þeir sjer því.mdt á sama stað daginn eftir. Sagð- ist Fraser greiða honum þá 10 þúsund franka. — Laumaðist Þjóðverjinn síðan á brott. Fraser talar viö ráÖherrann. FRASER skundaði nú beint til Quai d’Orsay (stjórnarhall- arinnar) og krafðist þess að ná tali af forsætisráðherranum. Eftir allmikla vafninga var hann leiddur á fund Painlevé, forsætisráðherra, og sagði Fraser honum alla söguna. Ráðhérrann varð mjög undr andi og þakkaði Fraser mikil- lega fyrir hollustu hans við Frakkland, auk þess sem hann hvatti hann til að ná í nauð- synleg sönnunargögn. Kvöldið eftir fóru þeir Fras- er og Willy til Rotonde-kaffi- hússins, en ekki bólaði á Þjóð- verjanum. Biðu þeir hans í 3 klukkustundir, en hjeldu síðan til gistihúss þess, er hann hafði sagt þeim að hann dveldi í. — Veitingakonan kvað hann hafa farið í brott þá um kvöldiö í fylgd með öðrum manni, án þess að skilja eftir nokkra orð- sendingu. í herbergi hans var alt í óreiðu. í nokkra daga bar ekkert til tíðinda, og helst leit út fyrir að þetta heíði alt verið draum- ur. Þeir fjelagar verða fyrir árás. Á þriðja degi eftir hvarf þýskarans voru þeir Willy og Fraser að kvöldi dags á leio heim til sín frá Rotonde-kaffi- húsinu. Gengu þeir eftir þröngri og mannlausri götu. — Alt í einu stukku fimm menn frám úr dýragæit óg'Tjeðust á þá fjelaga. Virtust þeir óvopn- aðir en voru sterklega vaxnir. Willy og Frasér sneru baki að húsvegg og börðust hvað þeir gátu fyrir lífi sínu, en hefðu sýnilega brátt orðið að lúta í lægra haldi fyrir ofur- eflinu, ef tveir lögregluþjónar hefðu ekki komið hlaupandi upp götuna. Tóku árásarmenn- irnir þá til fótanna og voru þegar horfnir. Þeir fjelagar höfðu heyrt, að menn þessir töluðu þýsku. Tók nú að kárna gamanið. — - Var ekki ástæðulaust, þótt þeir færu að óttast um líf sitt. •— Komnust þeir eitt sinn að raun um, að herbergi þeirra höfðu verið gaumgæfilega rannsök- uð. Nokkrum dögum síðar vaknaði Willy í dögun einn morguninn og uppgötvaði þá, að brotist hafði verið inn til hans og skrúfað frá fjorum gaskrönum í eldhúsinu. — Líf sitt átti hann eingöngu því að þakka, að hann svaf fyrir opn- um gluggum. Honum var Ijóst, að þessi vinarhót hiutu að standa í samfcandi við leyndar- dómsfulla Þjóðverjann og' seðla mótin, en hann gat ekki snúið sjer til lögregiunnar Samsærið kemst upp. EN orsakirnar til þessara at- burða eru augljósar: Painlevé hafði látið frönsku levnilög- regluna taka Þjóðverjann fast- an, en Þjóðverjinn átti vini, er vissu um samband hans við Fraser og grunuðu 'því Fraser um að hafa íarið til stjórnar- innar. Þeir köfðu síðan ráðist á þá fjelaga á götunni og seinna reynt að kæfa þá með gasi. Sex mánuðum síðar komst Fraser að raun um það, hver-u mikilvægar aðgerðir hans í þessu máli höfðu reynst. Þann 23. desember voru þrír Ungverjar — einn þeirra var Jankovitch, ofursti, fyrver- andi herráðsforingi Lukasich, hermarskálks, og mágur Czaky greifa, ungverska hermálaráð- herrans — handteknir í Ilnag af hollensku lögreglunni. — Höfðu þeir í fórum sínum mergð falskra þúsund-franka- seðla, sem þeir voru að reyna til að koma í umferð. Franska lögreglan. sem þekt er fyrir skarpskygni sí.na, rakti slóðina fljótlega til upp- hafsmannanna. Handtók hún skömmu síðar I.udwig prins, leiðtoga ungverska endurreisn arflokksins, sem höfuðsmann stórkostlegrar fyrirætlanar um að koma fjármálum Frakk- lands i rústir, með því að ausa fölskum seðlum í stórum stíl yfir Evrópu. í játningu sinni, kvað Ludwig, prins, þá Bau- er ofursta, erindreka Luden- dorffs hershöfðingja, og nókk- urn hóp óánægð'ra brúnstakka frá Bayern undir forustu fyr- verandi veggskreytara, Adolfs Hitlers að nafni, vera bendl- aða við málið. Tilgangur Ungverjapna var að rýra með þessu móti áhrir' Frakka í alþjóðamálum, því að Frakkar höfðu ætíð beitt sjor gegn endurreisn í Ungveria- landi. Hvað Þjóðverjar ná- kvæmlega ætluðúst fyrír, er ekkí aðeihs ljóst, þvi'að eng- inn Þjóðverji var opihborloga ákærður um 'hlutdeild í sam- Framli. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.