Neisti - 26.11.1978, Síða 4

Neisti - 26.11.1978, Síða 4
Nelsti 12. tbl. 1978 bls. 4 A Iþýðubandalagið: Vanlíðan í stjómarstólum í grein í 10 tbl. Neista fjallaði ég aðeins um stjórnarandstöðuhræringar innan Alþýðubandalagsins og kosti þeirra, en um leið ómarkvísi stjórnar- andstæðinga og þá að nokkru sjálf- sköpuðu erfiðleika sem þeir eiga viðað etja vegna ólýðræðislegrar hefðar flokksins og fyrirrennara hans (Al- þýðublaðið birti þá grein á forsíðu - það skyldi þó ekki vera orðið eitt af þessum byltingarsinnuðu smáblöðum í krafti þess að fyrirmenn flokksins fylgjast ekki svo vel með því?). Hér skal reynt að fylgja þeim athpgunum að- eins eftir með því að drepa á þá þróun sem síðan hefur orðið. Þegar þetta er skrifað er enn ekki Ijóst til hvaða ráðstafana verðurgripið fyrir 1. des. og hvort stjórnin hyggst eftir sem áður draga frarn efnahagslífið með smáskammtalækningum bráða- birgðabjargráða! Afstaða verkalýðs- forystunnar, sem menn velviljaðir rík- isstjórninni eða þá meinfýsnir að eðlis- fari kalla sáttfýsi og vilja til að leysa efnahagsvandann, bendir þó til þessað stjórninni takist að hanga áfram á sínum bláþræði fram yfir fullveldis- daginn. Hvort svo fer breytir ekki öllu varðandi hlutverk róttækra Alþýðu- bandalagsmanna: Kannski eru þeir líka farnir að trúa því að eðli Alþýðu- bandalagsins tekur ekki díalektískum umskiptum þó það taki á ný sæti í stjórnarandstöðu (Það er nú einmitt meinið, þessi tilhneiging flokksins til að fá sér sæti í stjórnarandstöðu, og halda að sér höndum). Það sem gefur stjórnarandstöðu byr undir báða vængi um þessar mundir, eða ætti að minnsta kosti að gera það sé vitlega á málum haldið, er sú stað- reynd að engar sérstakar hugsjónir eru tengdar þessari stjórn. í samanburði við fyrri ríkisstjórnir sem kenndar hafa verið við vinstri munar auðvitað mest um ákvæðin um brottför hersins í fyrri málefnasamningum, jafnvel þó þau hafi reynst haldlítil þegar til kom. í þeim ákvæðum sá margur flokksmað- urinn næga ástæðu til að verja viðkom- andi ríkisstjórn fram í rauðan dauð- ann. Núverandi ríkisstjórn virðistekki vekja aðra tilfinningu meðal almennra flokksmanna en óljósa van.'.>an, ó- þægilegan kláða ofan lærs undan mjúkum setum ráðherrastóla þessar- ar borgaralegu samsteypustjórnar, sem fengið hefur það hlutverk að halda auðvaldsskútunni á floti með því að lægja öldur kjarabaráttunnar. A móti kemur að þrátt fyrir allt er þetta óskastjórn verkalýðsforystunnar, hún bað um hana og átti stóran þátt í að berja hana saman. Verkalýðsforystan þurfti á þessari stjórn að halda vegna þess að hún hafði sjálf misst öll tromp af hendi með aumri frammistöðu sinni í vor og sumar. Verkalýðshreyfinguna skorti vilja og slagkraft til að standa vörð um kaupmáttinn og verjast sókn atvinnurekenda á eigin spýtur. Enn- fremur voru veiðarfæri Alþýðubanda- lagsins sem þingræðislegs umbóta- flokks á atkvæðamiðum í nokkurri hættu ef það hefði neitað sæti í stjórn. Slíkt hefði borið vott um „óábyrgni". Þá, sem voru andvígir því á sínum tíma að flokkurinn færi í þessastjórn,skorti tilfinnanlega sannfærandi röksemdir gegn þessum tveimur atriðum, freist- uðust til að leiða þau hjá sér. Trúverð- ugan valkost sem tekur til heildar- stjórnlistar höfðu stjórnarandstæðing- ar Abl. ekki uppá að bjóða - og hafa ekki enn. Stjórnarandstaðan lætur í sér heyra En það leið ekki á löngu þangað til þessi vanlíðan almennra flokksmanna tók að birtast opinberlega. Böðvar Guðmundsson skrifaði hressilegan leiðara í Norðurland, málgagn Abl. í Norðurlandi eystra (2. nóv.). Nafn leiðarans tjáði þessa vanlíðan sérdeilis vel: „Vorum við blekkt?“ Hann telur að röksemdirnar með stjórnarþátttök- unni hafi reynst falsrök, ekkert hafi áunnist með þessari stjórn. ,,Og nú spyrjum við, hinir auðginnlu félagar í Alþýðubandalaginu; hvar markarfyrir sósíalísku yfirbragði þess flokks sem beygir sig fyrir NA TOherrum, fyrir erlendu fjdrmagni, fyrir skerðingu á kaupgetu launþega og yfirleitt öllu þvi sem andstœtt er höfuðmarkmiðum sósíalismans? Hvar má sjá hinn rauða lit stéttabaráttunnar á þeim samtökum sem velja sér að forystu menn sem hneykslaðir spretta fingrum og and- varpa: Elskurnar mínar, bylting er bara eitt þeirra orða sem ungir og rót- tœkir teóríusmiðir eru stanslaust að tönnslast á." Leiðaranum lýkur með spurningu:,, - Hvert getum við snúið okkur þegar vonir okkar eru brostnar og virki okkar fallið?" Þessi leiðari varð þó ekki tilefni ifrekari umræðna í málgögnum flokksins, en þess meiri manna á meðal. Loksins hafði einhver tekið sig til og kveðið uppúr með óánægju „auðginntra félaga“. Og þó voru menn feimnir við að reifa málin í Þjóðviljanum, óttuðust að láta kné fylgja kviði, lögðu ekki í Lúðvík. Laugardaginn 4. nóvember birtist í Þjóðviljanum (að vísu eins óáberandi og framast er unnt) lítil, nær þriggja vikna gömul ályktun sem gaf gott til- efni til frekari orðræðna. Hún var frá Alþýðubandalagi Rangárþings: ,,1. Ekki verður séð af málefnasamningi ríkisstjórnarinnar að fullnœgt séhelstu grundvallaratriðum ístefnuskrásósíal- ísks flokks, sem Alþýðubandalagið hefur þó talið sig vera. 2. Þrátt fyrir að málgagn flokksins hefur ósjaldan kallað herstöðvasinna ..landsölu- menn" hefur nú meirihluti flokks- stjórnar og þingflokks látið sjónarmið sín íþeim málum fölfyrir þjónustu við þá hagsmuni sem Natóherjum er hvar- vetna ætlað að verja og viðhalda. Að þessum höfuðatriðum athuguðum heit- ir félagið á alla sósíalista innan Alþýðubandalagsins til skipulegrar baráttu gegn þeirri hentistefnu sem ótvírœtt kemur fram íþátttökuflokks- ins í núverandi ríkisstjórn. Léttum eigi þeirri baráttu fyrr en sósíalistar og aðr- ir herstöðvaandstœðingar eiga það vígi og baráttutœki í íslensku flokkakerft sem Alþýðubandalaginu var I önd- verðu œtlað að vera." Án efa er þetta skeleggasta afstaða gegn stjórnarþátt- tökunni sem heyrst hefur innan Abl. Eftir stendur aðeins sú spurning hvort Alþýðubandalagið hafi nokkurn tím- ann „talið sig vera“ jafn róttækan sósí- alískan flokk og þarna er gerð krafa um - og hvort því hafi nokkurn tímann verið „ætlað að vera’’slíkt „baráttu- tæki“. Það kemur þó ekki í veg fyrir að róttækir flokksmenn berjist fyrir að svo verði og geri kröfur í samræmi við það. En þá baráttu skortir bæði skýrt markmið, skipulag og samræmingu. Eins og glöggt hefur komið í ljós. „Peningalaun“ og annars konar kaupmáttur Stjórninni barst nú stuðningur úr ýmsum áttum, og þó aðallega þaðan sem síst skyldi. Það var orðið Ijóst, að ætlaði þessi ríkisstjórn að halda sig innan ramma hefðbundins gangverks íslenska auðvaldssamfélagsins, og það ætlaði hún svo sannarlega, yrði hún að standa að einhverjum kjaraskerðing- um, (hún gat ekki staðið við greiðslu fullra verðlagsbóta á laun) og jafn- framt að niðurskurði félagslegra fram- kvæmda. Alþýðubandalagið var reiðu- búið að samþykkja hvoru tveggja, en þó ekki nema áð vissutnarki. Verka- lýðsmálaráð Abl. gerði sitt besta til að finna einhvern milliveg á fundi sínum 4.-5. nóv. og sýndi þar með enn einu sinni tryggð sína við ríkisstjórnina. Forsíðufyrirsögn Þjóðviljans sýnir vel niðurstöðu fundarins: „Átak gegn verðbólgu - Meginkrafafundarins sem meðal annars ræddi leiðir til þess að tryggja kaupmátt á annan hátt en í hœkkvðum peningalaunum". Enn hef- ur hrotið moli af borði þjóðarköku- kenningarinnar: Að launahækkanir séu einn helsti verðbólguvaldurinn, þó auðvitað sé ekki beinlínis tekið þannig til orða. í stað þess að. búa félagsmenn sína til varnar, setur verkalýðshreyf- ingin traust sitt á samninga við „vel- viljaða" ríkisstjórn. Má vel vera að Abl. fáist ekki til að gera jafnmiklar kjaraskerðingar og auðvaldið telur sig þurfa. En þá verður því um síðir sparkað úr stjórninni, og verkalýðs- forystan situr eftir með sárt ennið án þess að hafa búið sína félagsmenn undir þann slag sem hafinn verður um kaupmáttinn. Stjórninni barst einnig stuðningur úr annarri átt, frá landsþingi Æsku- lýðsnefndar Alþýðubandalagsins. Það þing var að sönnu mjög fámennt og árangurslítið. Um stjórnarþátttökuna stóð þetta eitt r sérkennilegri stjórn- málaályktun þingsins: ,,Á síðastliðnu hausti var ákveðið að ganga til ríkis- stjórnaraðildar til að vinna að ákveðnu afmörkuðu verkefni. Náist ekki árang- ur innan skamms má telja að grund- völlur samstarfsins sé brostinn." (Þjv. 9. nóv.) Ópólitískara hefði það tæpast geta verið! Enn kom það niður á stjórnarandstæðingum, að þeir gengu bæði óundirbúnir og óskipulagðir til þess þings einsog annarra starfa í flokknum. En þarmeð hafði andstaðan ekki lagt upp laupana. Mátulega fyrir flokksráðsfundinn birtist í Þjóðvilj- anum (17. nóv.) frásögn af félagsfundi Abl. á Akureyri með Kjartani Ólafs- syni. Upphafleg andstaða Kjartans við stjórnarþátttökuna hefur að vísu ekki tekið á sig mynd beinnar stjórnarand- stöðu, en hann hampar óspart ýmsum Frá flokks ráðsfundi A lþýðubandalagsins Á myndinni má sjá Kjartan ölafsson í hopi flokksbræðra. (ljósm. Þj5ðv. ) gagnrýnisatriðum á stjórnina: Kjara- málunum, hermálinu og á Akureyri bætti hann við enn einum púnkti: ..Kjartan benti á að til félagslegra framkvœmda þvrfti peninga og niður- skurður ríkisframkvœmda áfjárlögum gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir ýmis stefnumál sósíalista." Með málflutningi sínum á fjölmörgum fundum undan farið hefur Kjartan orðið ein helsta málpípa þeirra sem finna til vanlíðunar í stjórnarstólun- um. Hann tjáir fyrst og fremst þessa vanlíðan, en ekki ákveðinn vilja til að færa sig þegar í stað um set né örugga vissu um hvert skuli halda; a.m.k. ekki opinberlega. Flokksráðsfundurinn Enn er það Þjóðviljinn, sem best nær niðurstöðu fundarins í flennifyrir- sögn áforsíðu (21. nóv.): ..Dregiðverði úr hækkun peningalauna“ með risa- stöfum, ,,en lífskjör launafólks tryggð" með smáu letri undir. Óneitanlega sérkennileg forsíða. Flokksforystan fékk tillögur sínar samþykktar á fund- inum (Um efnahagsmálin er fjallað annars staðar í blaðinu), en óánægja var samt umtalsverð. Flokksforystan svaraði aldrei spurningum um, hvaða stöðu þessar tillögur sem í sjálfu sér fela í sér undanslátt hefðu. Hversu mikið er hún reiðubúin til að slá af þeim gagnvart samstarfsflokkum sín- um? Hver verður þá ávinningurinn? Hvaða ástæða er þá til að sætta sig við klassíska loforðið „félagslega umbæt- ur sem metnar verða 2% í kaupi" á sama tíma og verið er að skera niður ríkisframkvæmdir? Ýmsar gagnrýnis- raddir heyrðust á fundinum. Kjartan Ólafsson gagnrýndi einkum útreið ,,þjóðfrelsismálanna“ í ríkisstjórninni. Ýmsir urðu til að gagnrýna efnahags- stefnu Abl., eða öllu heldur það sem þeir nefndu skortinn á slíkri stefnu. Vinnubrögð flokks- og verkalýðsforystu sættu einnig nokkurru gagnrýni. Einn þingfulltrúi hélt meira að segja áfram spurningum Böðvars og spurði hvort ekki væri kominn tími til að róttækt Alþýðubandalagsfólk stofnaði nýjan sósíalískan flokk. Slíkar hugmyndir eru enn alveg á vangaveltustiginu, og ólíklegt að þær.komist lengra að sinni. Óánægjan braust fyrst og fremst fram í því, að enda þótt stjórnmálaályktunin hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, sat stór hluti flokksráðsfulltrúa hjá. Fátt sýnirbetur hvað andstaðan í Abl. er pólitísk veik- burða: Það er mikil óánægja, en henni mistekst að veita þeirri óánægju í einhvern pólitískan farveg, gefa henni einhvern samnefnara. Það er enginn valkostur borinn upp. Róttækir sósíal- istar í Alþýðubandalaginu eiga mikið verk óunnið. Auðvitað geta byltingarsinnuð öfl á fslandi ekki vænst fjöldafylgis fyrr en umtalsverð róttæknisþróun hefur átt sér stað meðal verkalýðsstéttarinnar. Þó að slík þróun sósíalískrar hreyfing- ar muni að nokkru eiga sér stað utan Alþýðubandalagsins þá mun hún ekki fara framhjá því. Þvert á móti er lík- legt að skerpt stéttabarátta og vöxtur byltingarhreyfingar muni um síðir kljúfa Alþýðubandaiagið í herðar niður. Þá mun praxísinn knýja á dyr, leysa af unga teoríusmiði og spyrja gamalkunnra spurninga um afstöðuna til ríkisvalds auðstéttarinnar. Óánægj- an með stjórnarþátttökuna sýnir glöggt að margir Alþýðubatídalagsmenn eiga erfitt með að verja svo kratíska afstöðu fyrir sinni sósíalísku samvisku. Bylt- ingarsinnar verða að gera sitt svo þetta samviskubit verði að róttækri póli- tískri afstöðu. Aukin umræða milli þeirra og „vinstri-andstöðumanna" í Alþýðubandalaginu eru fyrsta skrefið, sameiginlegt starf í ýmsum fjöldahreyf- ingum annað. 22.11. Halldór Guðmundsson. „r stað þess að búa felagsmenn sina til varnar, setur verkalýðshreyfingin traust sitt á samninga við „velviljaða" rikisstjorn. " Myndin er úr myndaflokknum „Caprichos" eftir Goya. Texti myndarinnar: „Hann sökkvir ser onú áhuga- verða ættartölu sina."

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.