Neisti - 01.01.1982, Qupperneq 2

Neisti - 01.01.1982, Qupperneq 2
Neisti bls.2. Mótmælum * leiðari ofbeldisaðgerðum skrifræðisins í Varsjá 13. desember lýsti pólska skrifræöiö ásamt starfs- bræðrum í Kreml yfir striði gegn verkalýðsstétt Póllands. Með valdatöku hersins hefur skrifræðið skipað sár í raðir með herforingjastjórnum sem launafólk hatar hvað mest. Talsmenn kapítalisma og borgaralegara hugmynda reyna nií að beita neyðarástandi í Póllandi fyrir vagna sína. Þeir staðhæfa að valdataka hersins í Póllandi færi almenningi á Vesturlöndum heim sanninn um, að byltingin éti börnin sín og sósíalismi leiði alltaf til hernaðareinræðis og kúgunar. Eins og aðrir glæpir sem skrifræðið hefur framið i nafni sósíalisma, þá verða mvrkraverk í Póllandi aðeins til þess að kasta rýrð á sósialískar hugmyndir og sósialíska baráttu. Valdataka hersins í Póilandi er vatn á áróðursmyllu þeirra afla á vesturlöndum sem vilja auka hernaðarútgjöld, og sem vilja kæfa frelsishreyfingar i Mið-Ameriku. í raun lýsti Jaruzelski yfir skipbroti skrifræðisins þegar hann lýsti yfir herlögum i Póllandi. í samræmi við starfs- aðferðir skrifræ ðisins, þar sem einokun og valdahroki skipa háan sess hefur Jaruzelski sölsað undir sig öll helstu embætti landsins. Síðan Jóseu Stalín drapst hefur engum einum forystuskriffinna tekist að sölsa undir sig jafn mikil vold og Jaruzeíski fer með nú. Hann er hinn þríeini guð skrifræðisins. Formaður ffokksins, forsætisráðherra og æðsti maður alls herafla landsins. Skrifræðið, skipað for- ystumönnum flokksins, herforingjum og opinberum hand- löngurum þeirra, hefur steypt Póllandi i pólitíska félags- lega og efnahagslega kreppu. Eina lausnin út úr þessari kreppu, sem það hefur síðan komið auga á er að afnema öll réttindi verkafólks, brjóta Samstöðu á bak aftur og opinbera um leið vanmátt sinn. En her og lögregla leysa engan vanda. Eina aflið sem leyst getur vanda Póllands í dag er Samstaða - samtök verkalýðsstéttarinnar sem hafa 10 milljón verkamenn innan sinna vébanda. Skrifræðið vænir Samstöðu um að hafa komið leyðarástandi á i landinu með verkföllum og upp- vöðslusemi. Samstaða vísar slíkum staðhæfingum til föðurhúsanna og bendir á, að ef framleiðsluafköst hafa minnkað þá sé það vegna stjórnlevsis skrifræðisint, :em skipar verkafólki m.a. að standa timunum saman í bið- röðum framan við hálftómar verslanir. Borgaralegir fréttsskýrendur útbásúna þá goðsögn, að kreppa Póllands sé kreppa áætlunarbúskapar. Þessir sömu fréttaskýrendur horfa alveg framhjá þeirri stiaðreynd, að allar kröfur Samstöðu miða í þá átt, að koma á sósíaliskum áætlunarbúskap undir beinni stjórn verkafólks. Hvergi í boðskap Samstöðu er lagt til að fyrirtæki í eigur ríkisins verði seld i hendur einkaaðilum. Samstaða hefur borið fram sósíalískar lausnir á kreppu Póllands - lausnir sem eru eitur í beinum skrifræðis Austur-Evrópu og kapitalista á Vesturlöndum. Samstaða berst fyrir verkalýðslýðræði og verkalýðsvöldum þar sem verkamenn segja forstjórum fyrirtækjanna fyrir verkum, en segja þeim upp er þeir eru ekki starfi sínu vaxnir. Kapítalistum Vesturlanda er mein- illa við baráttu Samstöðu fyrir styttingu vinnudagsins í Póllandi, þvi þeir eiga fullt í fangi með að halda aftur af verkafólki heima fyrir sem berst fyrir 35 stunda vinnuviku. Þeir eru einnig tilbúnir til að styðja skriffinna við að svín- beygja verkafólk Póllands í þeirri von um að fá hæfilega vexti af þeim lánum sem Pólland hefur fengið á Vesturlönd- um. Fylkingin mótmælir ofbeldisaðgerðum ríkisstjórnarinnar í Varsjá gegn Samstöðu og hvetur um leið verkafólk á Vesturlöndum til að taka höndum saman og mótmæla harð- lega frelsisskerðingu stéttarbræ ðra í Póllandi. YFIRLÝSING FULLTRÚARÁÐS FJÚRÐA ALÞJÚÐA- SAM BANDSINS: Hindrum árásir Bandarikjanna á frelsishreyfingar alþýðunnar í Mið-Ameríku Bandaríska ráðastéttin i sam- vinnu við bandamenn sína i Mið- og Suðurameríku undirbýr um þessar mundir auknar hem- aðaraðgerðir gegn vaxandi byltingarbaráttu verkamanna og bænda i Miðameriku og eyjun- um á Karabiska hafinu. Talsmenn ameriska heimsveld- isins á borð við Alexander Haig utanrikisráðherra og Casp- ar Weinberger varnarmála- ráðherra, hafa sagt að þær að- gerðir sem eru í alvarlegri at- hugun séú meðal annarra: ★ Kallaðar verði til hersveitir frá Argentinu og/eða öðrum al- ræðisrikum Suðurameríku oe þær sendar inn i E1 Salvador. Samtímis þessu verði bandarísk- um «ráðgjöfum» fjölgað mjög verulega og stjóminni í E1 Salvador sendir storir farmar stíðsvéla og -tækja. ★ Reynt verði að einangra Nica- ragua þannig að allar samgöngur á sjó og landi verði útilokaðar til og frá landinu. Um leið verði árásarleiðangrar hersins í Hon- duras yfir landamæri Nicaragua styrktir. Einnig verði stuðnings- menn Somoza sem aðsetur hafa í Honduras studdir til vigaferla. ★ Flugher Bandarikjanna verði notaður til að ögra Kúbustjórn alvarlega. Skipaferðir frá Kúbu veíði hindraðar til þess að stöðva meinta vopnaflutninga til E1 Salvador. Yfirmenn herja þeirra Suður- ameríkurikja sem «eiga sömu hagsmuna að gæta í varnar- málum» og Bandaríkin, hittust i Washington fyrstu dagana i nóv- ember til að ræða þessa valkosti. Ríkisstjórn Nicaragua var að sjálf- sögðu útilokuð frá þessum fundi. Heræfing Bandarikjamanna á Karabiska hafinu sem hófst 30. oktober og tók heilan mánuð gefur visbendingar. I þessari heræfingu tóku þátt tugir her- skipa og hundruð flugvéla. Mið- punktur æfingarinnar var eyjan Vieques skammt frá Puerto Rico, en þar var æfð innrás. Þessi eyja svipar mjög til Grenada, hvað staðarhætti varðar. Nákvæmlega hvaða aðgerðir eru í bigérð er auðvitað ekki vitað með vissu. En gegn hverju þessar hernaðaraðgerðir og laun- ráð beinast er deginum ljósara: »Þessar aðgerðir beinast gegn verkamönnum og bændum í E1 Salvador sem hafa náð umtals-. verðum árangri í baráttu sinni til- að koma blóðidrifinni herstjórn- inni á kné. »Þessar aðgerðir beinast gegn verkamönnum og bændum í Nicaragua sem halda áfram að setja hagsmuni sína ofar gróðra- hagsmunum heimsvaldasinn- anna og burgeisanna í Nicragua. »Þessar aðgerðir beinast gegn verkamönnum og bændum á Grénada, sem eru að skipuleggja sig og safnast til baráttu til að koma á nýju þjóðskipulagi, sem hefur það markmið að mæta brýnum þörfum alþýðunnar á Grenada. »Þessar aðgerðir beinast gegn verkeimönnum og bændum á Kúbu sem neita að láta kaupa sig til svika eða stökkva sér á flótta, þrátt fyrir tuttugu og tveggja ára samfelldar gagnaðgerðir og þrýsting heimsvaldasinna, þar á meðal dýrkeypt viðskiptabann, skemmdarverk, innrás o^ sýklahernaður. Kúbönsk alþyða heldur áfram að nota rétt sinn og gangast við alþjóðlegri skyldu sinni og aðstoðar bræður sína og systur í Karabíska hafinu og Miðameríku í baráttu þeirra gegn heimsvaldasinhum og fyrir því að ráða örlögum sinum sjálf. Af mikilli elju hafa ráðamenn i Bandaríkjunum reynt að undir- búa hinn pólitíska jarðveg fyrir frekari árásir á frelsisöflin bæði með geigvænlegri lygaherferð og staðlausum ákærum sem beint er gegn ríkisstjórum Kúbu og Nicaragua. En frá þessum stjórnum eru vopn og vistir Farabundo Martí Þjóðfrelsis- fylkingarinnar ( FMLN) í E1 Salvador sögð komin. Þessi áróðursherferð komst á nýtt og hærra stíg eftir hernaðar- lega og pólitiska sigra FMLN 15. oktober. Þá eyðilagði hún Puente De Oro brúna yfir Lempa fljótið, sem er mjög mikilvæg frá herfræðilegu sjónarmiði. Þetta hefur vakið mikla athygli. Það var fullyrt að slíkt fagmannsverk hefði aðeins getað verið unnið af sérstökum sérþjálfuðum kúbönskum hersveitum, sem með leynd hefðu verið fluttar til E1 Salvador um Nicaragua. Þótt ríkisstjórnir Kúbu og Nicaragua hafi borið til baka þessar ásakanir oftar en einu sinni og lý'st því yfir að þetta séu hreinar lygar stjórnarinnar í Washington, þá hafa þessar ákærur aðeins verið síendur- teknar án nokkurra sannanna. Nýjar ásakanir koma daglega fram. 8. nóvember t.d. fullyrtu formælendur hersins i E1 Salvador að flugvélar málaðar i rauðu og svörtu, sem eru litir Sandinista i Nicaragua, hefðu sést fljúga með vistir til FMLN- sveita. Á bak við þær ógnvænlegu her- naðaraðgerðir sem Washington- stjórnin er nú með i undirbún- ingi, býr ein sáraeinföld stað- reynd: Allt annað hefur gersam- lega brugðist í þvi að stöðva byltingaruppreisnina i Mið- ameriku. Þrátt fyrir stórfellda hernaðar- aðstoð við miskunnarlausa her- stjórn i E1 Salvador og þrátt fyrir að meir en 11 þúsund hafi verið myrtir þar á fyrstu níu mánuðum ársins 1981, - þá hefur herinn í E1 Salvador ekki getað stöðvað framsókn FMLN. Bandaríkjastjóm er orðin sann- færð um að hrun stjómarinnar i E1 Salvador verður ekki hindrað, né heldur uppreisn alþýðunnar brotin á bak aftur, nema frekari hemaðarihlutun utan frá komi til. Þrátt fyrir að Nicaragua hefi verið beitt bæði pólitískum og efnahagslegum þrýstingsaðgerð- um til þess að neyða stjórnvöld til að hverfa af þeirri braut að standa vörð um hagsmuni vinn- andi fólks_gegn butgeisunum, ^á hefur ’ Sandinista-stjórnin staðið fast við stefnu sina og hvað eftir annað kveðið verkalýð og bændur í Nicaragua til baráttu og varðstöðu til að tryggja sigur- inn. Aðaláhyggjuefni Banda- ríkjastjómar er sú staðreynd að alþýðan í Nicaragua hefur ekki aðeins byggt upp með miklum hraða her atvinnumanna, heldur einnig öflugar alþýðuvarðsveitir sem með hverjum deginum váxa að styrk og getu til að veija byltinguna. Bandarikjastjóm er orðin sannfærð um að það er engin leið að stöðva fæðingu verkalýðsríkis í Nicaragua nema með hernaðaríhlutun utan frá. 4 <

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.