Neisti - 25.03.1982, Blaðsíða 1

Neisti - 25.03.1982, Blaðsíða 1
Neisti 2. tbl. 20. árg. Útgáfudagur 25. mars 1982. Fylking byltingarsinnaðra kommúnista stuðningsdeild Fjórða Alþjóðasambandsins Kröfugerð ASÍ. Meðal efnis: Fylkingin og kvennafram- boðið. bls. 2 Spánn, Nató og Allaballar Bls.2 Deila hjúkr- unarfræðinga bls. 3 Leiguhús- næði borgar- innar:Hefur eitthvað breyst? bls. 4 Vinnuvernd- arkannanir: Viðtal við Grétar Þor- steinsson. bls.5 Friðarhreyf- ingin, Helgu- vikurmálið og Natóseppar. bls. 6-7 Áætlanir Reagans. bls. 10 Kvenna- baráttan. bls 11 E1 Salvador og Island bls. 12 Megindrættir. Hér verða rifjaðir upp megin- drættir kröfugerðar ASÍ frá í haust, en hún er lögð til grund- vallar samningaviðræðum sem nú eru að hefjast. 1. Grunnkaup hækki um 13% . 2. Verðbætur greiðist ársfjórð- ungslega og miðist við óskerta framfærsluvisitölu. Á 6 mánaða fresti verði ákveðnar launaupp- bætur, sem miðist við, að á næstu 6 mánuðum fáist bætur sem vega upp verðbólgurýrnun næstu 6 mánuði á undan. 3. Eftirvinna falli niður i áföng- um á þremur árum ( næturvinna taki þá beint við af dagvinnu). 4. Gildistimi samninga sé til 1. nóv.,1983. 5. Beinir skattar verði lækkaðir UNDANSLÁTTUR OG BRÁÐA- BIRGÐASAMKOMULAG. Með skyndiáhlaupi um miðjan nóvember tókst toppforystu ASf í samráði við ríkisstjómina að knýja fram svik gagnvart þessari kröfugerð gegnum samninga- nefndina. Samið var til 15. mai um 3.25% og skerðingarvísitölu, svo og mjög takmarkaðar lág- launabætur. Menn innan samninganefndar- innar, eins og Kolbeinn Frið- bjartsson og Jón Kjartansson lýstu því yfir, að þessi 3.25% mundu nánast uppurin 15. maí n.k. Þeir og fleiri innan sam- ninganefndarinnar, sem óánægðir voru greiddu þó ekki atkvæði gegn samningaunum, en sátu hjá. Útskýring þeirra á því að hafa ekki greitt atkvæði á móti, virðist vera sú að þá kynni svo að fara að þeir einangruðust með sín litlu félög og lentu í slæmri stöðu. Hafi þetta mat legið til grund- vallar, reyndist það rangt. Ekki færri en 30% greiddu að jafnaði atkvæði gegn samningunum og í mikilvægu félagi eins og Dags- brún voru mótatkvæðin miklu fleiri. Þessi álmenna andstaða með uppfærslu skattþrepa, hækkun persónuafsláttar og barnabóta. 6. Heimildir verði takmarkað^r til skyndiuppsagna vegna hrá- efnisskorts o.fl. Þetta voru kröfur Verkamanna- sambandsþingsins lika, sam- þykktar þar með naumum meiri- hluta. Minnihlutinn vildi miklu hærri kröfur. Eins og lesendur Neista muna, lagði Fylkingin áherslu á aðra kauphækkunarkröfu s.l. haust, sem sé á kröfu um lágmarkslaun, stórhækkun lægstu launa, um 2000 kr. Fylkingin taldi kröfu- gerð ASI þó framsækna, og eftir áð hreyfingin hafði ákveðið hana, lögðum við aðaláherslu á að henni yrði fylgt eftir. eftir samningsundirskrift var nokkuð nýtt, og raunar var hún geysimikil, sé tekið tillit til þess, að enginn forystumaður i sam- tökunum skar upp herör gegn þeim. Vafalitið er, að samningamir hefðu verið felldir i mikilvægum félögum, hefðu hinir óánægðu í samninganefndinni tekið af skarið með þvi að greiða atkvæði gegn þeim. RÁÐIST AFTAN AÐ BÖNUS- FÖLKiNU. Það sem réð úrslitum um and- stöðu margra við samningana var að bónusfólkið skyldi ekki fá láglaunauppbótina, þótt taxta- kaup þess væri neðan við mörkin sem sett voru fyrir henni. Það litur svo á, og það með réttu, að bónusinn sé ekki annað en lítil uppbót fyrir stóraukið erfiði. Þetta minnir á hve bónuskerfið er hættulegt. Flestir sem em í bónus telja hann þó illa nauðsyn til að komast af. Rétta aðferðin til að beijast gegn bónusnum og hættum hans er að krefjast hærra taxtakaups og um leið lækkunar bónusþaksins. T Kröfugerðin núna. Kauphækkunin 3.25% hefur verið tekin aftur. Það tókst af því að vísitölukröfunni var ekki fyljjt eftir til sigurs. Miðað við ástand hreyfingarinnar verður fyrirliggjandi kröfugerð að teljast góð. Spurningin er, hvort tekst að fylgja henni eftir í sinni ítrustu mynd. Við þurfum að leggja áherslu á eftirtaldar meginkröfur: 13% kauphækkun strax Það er ekki sjálfgefið, að 13% hækkun í áföngum þýði að jafnmikið komi f hverjum áfanga. Yfirleitt þegar þannig hefur verið samið hefur megnið komið strax, en minni hátt- ar viðbætur síðar. Margir sem samþykktu kröfugerðina á Verkamannasambandsþinginu munu líka hafa skilið þetta þannig. Núna 15. maí er hins vegar einn áfangi þegar liðinn og verkafólk stendur í sömu sporum og fyrir samningana í haust. Líka má minna á, að 3.25% bráðabirgða samkomulag aftur núna 15. maí, sem sumir telja líklegt er jafnvel und^nslátt- ur frá undanslættinum í haust. Framlenging samningsins í haust um hálft ár þýðir t.d. um 6Vi% núna 15. maí vegna þess að kjörin eru í sama farinu og þá. Samningstímabilið frá 15. maí er IV2 ár. Vísitölukröfunni verði skilyrðislaust fylgt eftir. Annars verður allt tekið aftur og meira en það á þessu 1 Vi ári. Afturvirkni frá 15. maí. Þetta á að setja strax fram sem skilyrðislausa kröfu til að hamla gegn því, að samningarnir verði dregnir á langinn. Eftirvinna verði felld niður í áföngum. Bónusvinnan fylgi taxtakaupi Engar skyndiuppsagnir «vegna hráefnaskorts». Virkjum hreyfinguna. Þótt ASI forystan sé dálítið smeykvegna mótbyrsins eftir samningana í haust skulum við ekki gera ráð fyrir, að hún verði neitt skeleggari af sjálfu sér. Hins vegar leiðir þetta til þess, að auðveldara ættj að vera að halda henni við efnið ef vel er að staðið. Það er ljóst, að fyrirstaða atvinnurekenda og rfkisvalds verður hörð, og eigi að komast eitthvað áleiðis verður að virkja hreyfinguna til baráttu á allan mögulegan hátt. Kröfur um baráttu. í stað undansláttar og samráiðsstefnu, frá vinnustöðun, félagsfundum og ráðstefnum eru gífurlega mikils virði til að sameina stéttina og brýna hana til átaka. Opnar samningaviðræður. Til að verkafólk geti fylgst með því, sem umboðsmenn þess eru að gera, og til að virkja það með þegar á fyrsta stigi samningaviðr æðna. R.St.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.