Neisti - 25.03.1982, Blaðsíða 7

Neisti - 25.03.1982, Blaðsíða 7
HELGUVÍK' -TILRAUN TIL AUKINNA HERNAÐARUMSVIFA - Dags daglega virðist is- lenskt embœttismannakerfi og stjórnsýsla slétt og felld. Skrif- finnskuskrýmslið lullar áfram í þunglamalegum en taktvissum hægagangi, íhaldssamt og á eftir kröfum timans. Öhaggan- legt i sinni rás minnir það á dinósaurus frá Miðlifsöld Jarðar. Slepjuleg eiturgræn húð hylur það sem undir býr. Einstaka sinnum þegar and- rúmsloftið i þjóðfélaginu raf- magnast nógu mikið er eins og röntgenbjarma slái á dýrið og innri bygging þess kemur i ljós. Helgurvikurmálin hafa skapað slíkar aðstæður og mönnum verður starsýnt á Utanríkisráðu- neytið og þær starfsaðferðir sem þar eru hafðar í frammi. Siðlaust embættismannahyski á mála hjá amerískum hernaðar- yfirvöldum beitir þar hefðbundn- um starfsaðferðum hermangs- sinna, lögfræðilegum belli- brögðum, baktjaldamakki, lyga- áróðri og mútum til að koma fram vilja Pentagonhershöfð- ingja. Málsmeðferð Helguvíkurmál- anna er dæmigerð fyrir það hvernig íslenskir embættismenn og fjölmiðlakerfi reyna að rétt- læta þjónkun sína við hernaðar- öflin og vígbúnaðaruppbygging- una. Rangfærslurnar sýna að samviskan er ekki i alltof góðu lagi. Deilumálið er t.d. víðast hvar nefnt - «ágreiningur um lausn á mengunarvanda Njarðvíkinga» - Áætlanimar um dreifingu hernaðarskotmarka innan um þéttbýlið á Suður- - ........^ nesjum er nefnt «heppileg hagræðing», «farsæl lausn skipulagsmála» eða « atvinnu- uppbygging i Keflavik og ná- grenni». Frumorsök Helguvíkurmálsins er alls ekki deila um mengunar- mál, eða trúir nokkur þvi að óánægja Njarðvíkinga með olíu- tankana hafi borist yfirherstjórn- inni í Pentagon til eyrna og að hún hafi þá hlaupið til og skotið á fundi til að finna þá lausn málsins sem Njarð- víkingum væri að skapi? Þetta er sú hugmynd sem íslenskir fjölmiðlar hafa verið að reyna að læða inn með tali sínu um lausn á mengunarvanda, en málið snýst þó um allt annað, það er deilt um aukin hernaðar- umsvif og vaxandi vigbúnaðar- uppbyggingu, hér lýstur saman þeim öflum sem spoma vilja gegn hernaðarútþenslunni og hinum sem annað tveggja fylgja vígbúnaðarstefnunni eða fé- k' -H..' • - ..•-•- græðgin hefur svift sjálfstæðri dómgreind. Svo merkilegt sem það kann að virðast er sá hernaðarþrýst- ingur sem við eigum við að glima nú, sumpart afleiðing af bar- áttu kjarnorkuandstæðinga og friðarsinna í Evrópu. Vaxandi andúð á hernaðaruppbyggingu bandarikjamanna í Mið- og Vestur Evrópu og styrkur evrópsku friðarhreyfingarinnar hefur gert bandaríska herinn óöruggan um stöðu sína á meginlandinu. Hann er því þegar farinn að undirbúa það að flytja þyngdarpunkt kjarn- orkuheraflans út í Atlantshaf, styrkja kafbátaflotann, efla strandstöðvarnar, þétta njósna- netin og auka birgðarými sitt á þessum slóðum. Það er í samræmi við þessa stefnu sem bandaríkjamenn vilja nú óðir og uppvægir reisa hér nýja flugstöðvarbyggingu, gerfi- hnattamóttökustöð, kjarna- sprengjuheld flugskýli, stóra oliuhöfn og eldsneytisbirgðastöð með 5-10 falt geymslurými miðað við það sem nú er. Evrópska friðarhreyfingin vinnur að því að þrýsta banda- ríkjamönnum í sjóinn, okkar hlutverk er að hleypa þeim ekki á land upp hér með allt sitt svinari og mútufé. Yfrinn er undanslátturinn nú þegar þó ekki bætist Helguvík ofaná. Þótt mútustarfsemi, laga- klækir og stjórnarskrárbrot Ölafs Jóhannessonar og Varnarmála- deildar hans séu allrar athygli verð og endurspegli vel gegn- , rotið systemið, verða þessir smá- glæpir og moldviðrið í kringum þá, til þess að dylja svartasta og siðlausasta þátt þessara mála. Það er dreifing hernaðarskot- markanna um byggðina. Á siðari árum hafa hermála- spekingar hallað sér frá ger- eyðingarheimspekinni en æ meira velt fyrir sér möguleikum á hefðbundnum striðsrekstri í stórveldaátökum, takmörkuðum Neisti 2. tbl. 20; árg. 1982, bls. 7 kjarnorkustríðum og léttum og handhægum geislavopnum. Ot frá þessum sjónarmiðum eru herstöðvar skipulagðar í dag. Mikilvæga þætti herstöðvanna má ekki staðsetja i einum hnapp sem hægt er að eyða í einni vel lukkaðri sprengju- árás. Tillögur Njarðvikinga um staðsetningu sprengjuheldu skýlanna og Oliufélagsins um eldsneytisbirgðastöðina rekast á við þessi viðmið þvi þá væru þessi mannvirki komin i of mikla nánd við skotfæra- geymslurnar og litil og nett kjarnabomba gæti eytt þeim í einum hvelli. Skotmörkin skulu standa dreift svo á þau þurfi heilt sprengjuregn. Þess vegna eru skotfærageymslurnar sunnan vallar í Hafnarhreppi, flugskýlin við Vestur-Austur braut með fluglínu yfir Njarð- vík, Olíuhöfnin i Helguvík innan bæjarmarka Keflavíkur, elds- neytisbirgðastöðin á Hólms- bjargi í Gerðum, radarstöðvamar upp í heiði i Miðneshreppi o.s.frv. Það er ekki von að Óli Jó vilji hafa fulltrúa sveitastjómanna þar syðra í hinni nýstofnuðu skipu- lagsnefnd herstöðvarinnar. - Það er eins gott að halda sjónar- miðum hins óbreytta borgara fjarri þeirri nefnd fyrst þau rekast svo augljóslega á við hernaðarhagsmunina. Miðnefnd Samtaka herstöðva- andstæðinga hefur gert þá kröfu til Alþýðubandalagsins að það sprengi umsvifalaust þessa ríkisstjórn nái Helguvikurá- formin fram að ganga það sama hefur kjördæmisráð Abl. i Suð- vesturlandskjördæmi gert. Al- þýðubandalagið ræður auðvitað hvernig það bregst við þessum kröfum en bogni það eins og kengur í málinu er ljóst að engin alvöru viðleitni til her- stöðvaandstöðu er í þeim flokki lengur. Á.H. ÖR Y GGISMÁL ANEFND: vísir að íslensku hermálaráði? Eftir alþingiskosningarnar 1978 mynduðu framsóknarmenn, kratar og allaballar stjórn og kölluðu vinstri stjórn. Þetta varð litt eftirminnileg stjórn en þó muna herstöðvaandstæðingar hana af þvi að þetta var fyrsta vinstri stjórnin sem ekki hafði nein ákvæði um brottför hersins i málefnasáttmála sinum. Hins ^ vegar var málið saxað niður til söltunar i nefnd. I stjórnar- sáttmálanum segir: «Nefndin geri itarlega úttekt á Öryggis- málum þjóðarinnar, stöðu lands- ins í heimsátökum, valkostum um öryggisstefnu, núverandi skipan öryggismála og áhrif á islenskt þjóðlif svo og framtið herstöðvanna eftir að herliðið fer og varnir gegn hópum hryðjuverkamanna...» Nefndin var skirð Öryggismálanefnd og hóf störf i ársbyrjun 1979. Herstöðvaandstæðingar urðu að vonum bæði svekktir og sárir yfir þessum dapurlegu ör- lögum sins mikla máls en fram- ámenn Alþýðubandalagsins lögðu aftur á móti á það ríka áherslu, að nefndin og rannsóknir hennar kæmu engum að meira gagni en herstöðva- andstæðingum og að i raun og veru væri með stofnun hennar stigið mikilvægt skref fram á við í herstöðvabar- áttunni. Nú er komin þriggja ára reynsla á þessa nefnd og afurðir teknar að berast frá henni og því skilyrði til að leggja mat á gagnsemi hennar. Það er skemmst frá þvi að segja, að herstöðvaand- stæðingum hefur verið litill akkur í nefndinni. Hún hefur setið að gagnasöfnun i þrjú ár og nú i ár koma afurðir hennar fýrst í ljós, þrjár skýrslur um hernaðar- og frið- lýsingarmál. Sú fyrsta, GIUK hliðið, er sem kunnugt er þegar komin út. Þeir sem gerðu sér vonir um að hún skipti einhverju verulegu máli í her- stöðvaumræðunni hafa örugg- lega orðið fyrir vonbrigðum. Hinar skýrslurnar tvær, um kjarnorkuvopnalaus svæði og friðlýsingu Indlandshafsins eru enn þýðingarminni. Menn yppa lika bara öxlum þegar nefndina ber á goma og segja: - Allt í lagi með meinlausa útgáfustarfsemi -. Þótt flest sé meinhægt af störfum þessarar nefndar að segja er nokkuð ljóst að örlaga- rik mistök voru gerð þegar henni var komið á laggirnar á sinum tima. Nefndin er skil- getið afkvæmi Alþýðubanda- lagsins og fyrir hana féll það frá öllum gömlu prinsippunum um brottför hersins. Það voru auðvitað fyrstu og stærstu mistökin. Svona nefnd átti náttúrulega ekki að kosta Banda- lagið fimmeyring. Það er algerlega óskiljanlegt að það skuli hafa keypt dýrum dómum stofnun sem kemur öllum hinum þingflokkunum að jafn miklu eða meira gagni. I öðru lagi er starfslýsing fyrir nefndina vægast sagt furðuleg og býður ákveðnum hættum heim. Hern- aðarmálin eru þar alltaf nefnd öryggismál að hætti Nato-sinna. Öllu er haldið opnu með að nefndin þróist upp í hreint og klárt hermálaráð. Ýmis teikn eru á lofti að þetta sé einmitt að gerast. Innan NATO er starfandi hermálaráð þar sem hermálastefna bandalagsins er mótuð og þar eru teknar allar helstu ákvarðanir um vigbún- aðarmál og hernaðaruppbygg- ingu. Þessar ákvarðanir hljóta svo formlega staðfestingu á utanrikisráðherrafundum banda- lagsins. Öll bandalagsrikin hafa átt sæti i hermálaráðinu nema ísland, það hefur hingað til látið sér nægja að gjalda hið formlega jáyrði við ákvörðunum herráðsins. Þetta hefur mörgum íslenskum hernaðarsinnanum sárnað og fundist hart að geta ekki verið með i gamninu frá upphafi. Nú virðast þeir hafa eygt þann möguleika að Öryggis- málanefnd sé fyrsta skrefið að því marki að krækja sér i sæti i herráðinu og gera landið þannig að fullgildum NATO- lim. Næsta skrefið er svo ráðning öryggismálafulltrúa, eins og þeir hafa verið að þrasa um i þinginu undanfarið. Þannig gæti þetta óskabarn, sem Banda- lagið keypti fyrir prinsippin í herstöðvamálinu, reynst vera umskiptingur sem verður til þess að herða enn þá hnúta sem binda íslendinga á klafa hernaðarbandalagsins. Mistökin sem Alþýðubandalagið gerði þama liggja í klúðurslegri starfslýsingu nefndarinnar. Það hefur mátt skilja það af ýmsum bandalagsmönnum að þeir hafi hugsað sér að nefndin starfaði fyrst og fremst að því að koma á fót einhvers konar gagnabanka um vigbúnaðarmál og hermála- pólitik og að hún yrði e.t.v. visir að friðarrannsóknarstofnun. Þá verður manni á að spyrja hvers vegna sá tilgangur nefndarinnar hafi ekki verið settur inn i starfs- skrá hennar og undirstrikaður þar. Ekkert hefði verið auðveld- ara. Framsóknarmenn hafa lengi verið að tuða eitthvað um «íslenskt frumkvæði i afvopn- unarmálum » og hefðu vart getað staðið gegn slíku ákvæði um nefndina og varla kratarnir heldur. Það má vera að Alþýðubanda- lagið sé enn í aðstöðu til þess að koma i veg fyrir að nefndin, eða eitthvert afsprengi hennar, renni saman við Varnarmáladeild Utanríkisráðuneytisins og þróist siðan yfir í hermálaráð. Frammi- staða þess i umræðum um öryggismálafulltrúa rikisstjórn- arinnar og linka þess gegn yfir- gangi og valdaniðslu Varnar- máladeildarinnar og þeirra mafiósa sem þar sitja á topp- num, gefa mönnum þó ekki ástæðu til bjartsýni í þessu efni. Flokkurinn virðist ætla að drekka sinn bikar til botns og verða litt aðgreinanlegur frá ófélegri hjörð islenskra NATO-sinna. Á.H.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.