Neisti - 25.03.1982, Blaðsíða 2
NEISTI
NEISTI: Útgefandi Fylking byltingarsinnaðra kommúnista - stuðn-
ingsdeild Fjórða Alþjóðasambandsins.
Ábyrgðarmaður: Birna Þóröardóttir.
Merktar greinar túlka ekki endilega stefnu Fylkingarinnar.
Aðsetur: Laugavegur 53A, sími 17513
LEiÐARI
GEGNNATÚ
Þrítugasta mars n.k. verða 33 ár liðin frá því að Alþingi
samþykkti inngöngu íslands í Atlandshafsbandalagið, eða
Nató. Nató var stofnað til að vera hernaðarlegt samtrygg-
ingarhagkerfi heimsvaldasinna gegn nýlendubyltingunni,
verkalýðshreyfingu aðildarlandanna og Sovétríkjunum. A
þessum árum hafði kinverska byltingin slegið ugg i brjóst
heimsvaldasinna, auk þess sem þeir óttuðust sósialiska
byltingu verkafólks í Evrópulöndunum eftir stríðið, sérstak-
lega í Frakklandi og Grikklandi.
Nú þrjátíu og þrem árum síðar er hlutverk Nató enn hið
sama. Natóherirnir eru uppteknir við að bæla niður frelsis-
baráttu alþýðufólks. í Natórikinu Tyrklandi er herinn við
völd og beitir pyntingum og aftökum gegn pólitískum and-
stæðingum sínum og gengur á milli bols og höfuðs á verka-
lýðshreyfingunni. A Norður-írlandi ver breski herinn mis-
rétti og kúgun og fótumtreður sjálfsákvörðunarrétt írsku
þjóðarinnar. En sem fyrr er það þó forysturikið, Banda-
ríkin, sem eru virkust á þessum vettvangi. I El Salvador og
reyndar í Mið-Ameríku i heíld, stendur bandariska heims-
valdastefnan á bak við kaldrifjaða útrýmingarherferð gegn
alþýðu manna.
Það er kominn tími til að við herðum róðurinn fyrir úrsögn
íslands úr þessu blóði drifna bandalagi.
VÖRN KAUPMÁTTAR
Frá fyrsta mars fjölgar krónunum í launaumslögum launa-
fólks um 7.51%. Þessi kauphækkun á að vera bætur fyrir
verðhækkanir á tímabilinu frá 1. nóvember á siðasta ári til
1. febrúar s.l. Sú verðhækkun var 12.72%. Ríkisstjórnin
«eyddi» 3% verðhækkunum með niðurgreiðslum, en Úlafs-
lögin klipu heil 2.21% af verðbólguvísitölunni.
Þessar staðreyndir sýna að grunnkaupshækkun frá í
haust er að mestu horfin. Þessar staðreyndir sýna einnig
hversu ófullkomið núverandi vísutölukerfi er. Verkafólk
fær fyrst í mars bætur fyrir verðhækkanir, sem urðu
kannski í nóvember. Ekki er nóg með að bæturnar komi
seint, heldur eru þær skertar þá loksins þær koma. Siðan
vill ríkisstjórnin hefja viðræður við verkalýðshreyfinguna
um frekari skerðingu vísitölukerfis launa!
Fylkingin mótmælir harðlega vísitöluleik ríkisstjórnar-
innar, sem er tíl þess gerður að skerða kaupmátt launa.
Fylkingin krefst þess að þegar verði tekinn upp nýr visitölu-
grunnur sem endurspegli á réttan hátt raunverulega neyslu
verkafólks í landinu. Ljáum ekki máls á neinni skerðingu
vísitölukerfis launa!
Kvennaframboðið - afstaða
Fylkingarinnar
Miðstjórn Fylkingarinnar
ályktar:
Vegna kvennaframboðs til borg-
arstjómarkosninga í Reykjavik i
vor vill Fylkingin taka fram eftir-
farandi:
1) Fylkingin mun ekki styðja
kvennaframboðið i komandi
borgarstjórnarkosningum.
2) Fylkingin telur að stéttarlegur
grundvöllur kvennaframboðsins
sé smáborgaralegur hvað varðar
félagslega undirstöðu og póli-
tiska tilhöfðun. Kvennaframboð-
ið þróast ekki út frá baráttu
verkalýðsstéttarinnar á pólfísku
og faglegu sviði á sama hátt og
borgaralegu verkalýðsflokkarnir
-Alþýðubandalagið og Alþýðu-
flokkur - á sinum tima. Þrátt
fyrir stéttasamvinnusinnaða
stefnu þessara flokka eru þeir
verkalýðsflokkar eins og Fylking-
in hefur útskýrt við margvisleg
tækifœri. Fylkingin telur að
sami stéttarlegi stimpillinn geti
ekki átt við um kvennafram-
boðið.
3) Fylkingin telur kvennafram-
boðið reka stéttasamvinnusinn-
aða pólitík sem birtist m.a. i
hugmyndafræðilegum grund-
velli þess. Þar er lögð höfuð-
áhersla á « sameiginlegan
reynsluheim» kvenna sem rök-
stuðning fyrir sameiginlegri póli-
tiskri aðgerð af hálfu kvenna.
Með þessu er reynt að breiða yfír
stéttaandstæður og mismun-
andi hagsmuni á meðal kvenna.
4) Fylkingin álitur að þverpóli-
tiskt samkrull af þessu tagi muni
skapa rugling og vekja falsvonir
hjá konurn. Verði það til þess að
veikja framvöxt róttækrar
kvennabaráttu og sé þar af leið-
andi sktef afturábak í kvenfrels-
isbaráttunni. Leiðir það til tjóns
fyrir konur almennt og alþýðu-
konur sérstaklega.
5) Fylkingin telur framsækna
kvennabaráttu verða að byggja á
stefnugrundvelli þar sem kveðið
sé skýrt á um þær þjóðfélagslegu
afstæður sem stuðla aö kúgun
kvenna og skýri karlveldiseigin-
leika þess kapitaliska þjóðfélags
sem við búum við. Þannig séu
dregnar fram i dagsljósið hinar
hlutlægu orsakir kúgunar
kvenna. Benda verður á ráðstaf-
anir sem gera verði til að aflétta
þessari kúgun og setja fram
skýrar kröfur i þvi sambandi.
Stefna verður að þvi að virkja
konur til fjöldaaðgerða um þess-
ar kröfur og knýja á um að verka-
lýðshreyfíngin geri þær að
sinum.
21.3. 82
Aðild Spánar að Nató.
Þann 25.feb. sl. samþykkti
Alþingi fyrir íslands hönd aðild
Spánar að Nató. Þingmenn Al-
þýðubandalagsins sátu hjá við
afgreiðslu málsins ásamt
tveimur þingmönnum Framsókn-
ar. Aðrir þingmenn greiddu
atkvæði með tillögunni (að visu
var 21 þingmaður fjarstaddur).
Afstaða Nató-sinna þarf
engum að koma á óvart, hins-
vegar hlýtur afstaða þingmanna
Abl. að vekja furðu.
I seinni umræðu um málið gerði
Ölafur Ragnar Grimsson allvel
grein fyrir þeirri miklu andstöðu
gegn aðildinni að Nató sem ríkir
meðal Spánverja. Eins gerði
ÓRG grein fyrir þvi að spænska
rikisstjómin og meirihluti þing-
manna hefðu hundsað kröfuna
um þjóðaratkvæði, enda vitað að
aðild að Nató yrði felld í slíkri
atkvæðagreiðslu.
En hvers vegna sátu þingmenn
Abl. hjá? Við fyrri umræðu í
sameinuðu þingi var því lýst yfir
«að þingmenn Alþýðubandalags-
sins myndu sitja hjá við af-
greiðslu málsins þar eð Abl.
væri andvígt þátttöku Islands í
NATO».(ÓRG) Hvílík rök! Við
erum svo mikið á móti Nató að
við getum ekki einu sinni greitt
atkvæði gegn því að ok hernað-
arbandalagsins leggist yfir fleiri.
Ef alþjóðleg samstaða riði all-
staðar jafn slypp af mann-
fundum, þá væri illa komið í vit-
skertri veröld.
Nú er það svo að yfirlýst sann-
færing verður oft smá þurfi að
gjalda hana einhverju verði. I
þessu tilviki er því ekki einu sinni
til að dreifa. Abl. átti ekkert á
hættu þótt þingmenn þess
greiddu atkvæði gegn útþenslu
Nató. Engum stólum, hvorki
ráðherra né öðrum hafði verið
ógnað, en á hinn bóginn hefði
smáskerfur verið lagður á bar-
áttuskálar Natóandstæðinga á
Spáni.
Að vera á móti Nató felur i sér
að berjast gegn þessari risa-
vöxnu hemaðarskepnu hvar og
hvenær sem er og styðrja eftir
megni alla sem slikt gera.
HINN NÝJIHREINLEIKI
Afstaða Natósinna á þingi þarf
engum að koma á óvart, en fávís-
leg trúðslæti þeirra era með ein-
dæmum. Nú er Spánn sem
óspjölluð mey að morgni. Spán-
arher, flekklaus sveinn, sem
sómir sér vel í bandalagi böðl-
anna. Má vera að skipt hafi verið
um orður og borða í spænska
hernum, en fyrir innan flíkumar
fer gamli, tryggi Frankóherinn.
Æfing hans á sjálfsagt eftir að
bera á góma þegar bomar verða
saman bækurnar i Brussel, en
þar er ráðgert að 300 spænskir
liðsforingjar gangi til liðs við
herstjórn Nató. Ekki mun
V-Þjóðveijum veita af 3 þúsund
manna spænskri herdeild sem
staðsetja á í V-Þýskalandi.
Bandaríkjaher er hagvanur og
breytingin eingöngu i mynd full-
nægðra formsatriða. Banda-
rísku herstöðvarnar sem verið
hafa á Spáni í nokkra áratugi
munu breytast í bandariskar
Nató-herstöðvar.
Hemaðarleg samvinna Nató-
ríkjanna og Spánar er ekkert ný
af nálinni, þótt ljótt hafi verið að
ræða um það fyrr en nú að
gamla, súra vínið hefur fengið
nýjan plastbelg. Spánn er og
hefur verið eitt helsta vighreiður
Bandaríkjanna í Evrópu.
Natóandstæðingar á Spáni sem
reyndu að knýja fram þjóðar-
atkvæðagreiðslu fllttuðu stöðugt
saman andstöðu sina við banda
risku herstöðvamar i landinu og
aðild að Nató. Þessum her-
stöðva- og Nató-andstæðingum
bragðust þingmenn Abl. þegar
þeim vora bragguð sömu launráð
og íslenskum Nató- og her-
stöðvaandstæðingum. bþ