Neisti - 08.03.1984, Qupperneq 14
Efnahagsmál______________________
nú er raun á, ef samdrátturinn hefði
haldið áfram.
Aukin eftirspurn í umheiminum hefur
einng örvað útflutning og verð annarra
útflutningsgreina en sjávarútvegs. Mikil
verðhækkun hefur átt sér stað á áli og
kísiljárni, og mikil aukning hefur átt sér
stað á útfluttu magni. Þannig var út-
flutningur áls mánuðina janúar til nóv-
ember 1983 nær 90% meiri en á sama
tíma 1982, og útflutningur kísiljárns var
um 15% meiri.
í stuttu máli má því segja, að hin al-
þjóðlega efnahagsþróun að undanförnu
hafi orðið til að auka gróða útflutnings-
greinanna á íslandi. Þegar þetta fer svo
saman við mikla kjaraskerðingu og
mikla lækkun gengis krónunnar í vor, er
ekki nema von að sagt sé í nýútgefnu
ágrip Þjóðhagsstofnunar, að „hagur
útflutningsiðnaðar hefur vænkast mjög
að undanförnu og stendur nú betur en
um margra ára skeið"
Allar útflutningsgreinarnar hafa notið
góðs af þessari þróun, þ.m.t. sjávarút-
vegurinn, þótt það sé hulið á bak við þá
sérstöku kreppu sem hann á við að
stríða. Sama á einnig við um þann iðnað
sem keppir við innflutning. Að vísu hef-
ur þróunin ekki verið alveg eins hagstæð
fyrir þær greinar sem flytja út til Evrópu,
eða keppa við innflutning þaðan, þar
sem aukning eftirspurnar hefur verið
minni í Evrópu en í öðrum þróuðum
auðvaldsríkjum og Evrópumyntir hafa
verið veikar. Þróunin hefur þó einnig
verið hagstæð fyrir þessar greinar.
Afleiðingar efnahagsstefnu
stjórnarinnar
Afleiðingar efnahagsstefnu stjórnar-
innar er nú að koma i ljós. Þær eru eins
og spáð hefur verið, þ.e. lækkun verð-
bólgu, minni viðskiptahalli við útlönd,
gífurleg kjaraskerðing, samdráttur í fé-
lagslegri þjónustu og atvinnuleysi.
Lækkun verðbólgu er það atriði sem
ríkisstjórnin getur helst gumað af. Þessi
lækkun verðbólgunnar kemur alls ekki á
óvart, enda var því spáð að hún myndi
eiga sér stað jafnt af gagnrýnendum sem
stuðningsmönnum stjórnarinnar. Ef
eitthvað er hefur þessi lækkun orðið
meiri heldur en við var búist. Ástæða
þess er einkum sú, að innflutningsverð
hefur farið lækkandi að undanförnu
vegna stöðugs gengis krónunnar og
lækkunar gengis Evrópugjaldmiðla
gagnvart Bandaríkjadollar. Ríkisstjórn-
in nýtur því þarna góðs af hækkun doll-
arans á sama hátt og ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsens gerði þegar verðbólgan
lækkaði á árinu 1981.
Lækkun verðbólgunnar er þó fyrst og
fremst greidd niður með hinu gífurlega
kjararáni.
Kjaraskerðing
Þegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar-
innar litu dagsins Ijós í vor var því spáð,
að þær myndu hafa í för með sér gífur-
lega kjaraskerðingu, þá mestu í sögu lýð-
veldisins, og eina þá mestu sem um getur
í þróuðum auðvaldsríkjum. Það var bent
á, m.a. af greinarhöfundi, að kaupmátt-
urinn á fjórða ársfjórðungi 1983 yrði um
25—30% minni en hann hefði orðið án
aðgerða ríkisstjórnarinnar.
Þetta er nú komið í ljós. Alþýðuheim-
ilin eru nú að vakna upp við veruleika
þessarar gífurlegu kjaraskerðingar og
víða blasir við algjör neyð.
Ársfjórðungsleg þróun kaupmáttar
kauptaxta alls launafólks er sýnd á mynd
1, en þar sést glögglega sú mikla kjara-
skerðing sem átt hefur sér stað að undan-
förnu. Brotna línan sýnir kaupmáttinn á
1. ársfjórðungi 1984 og miðast við að
engar kauphækkanir verði fyrir lok árs-
fjórðungsins, en þar sem þetta er skrifað
áður en honum er lokið, gæti það breyst
þegar upp er staðið.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem
notaðar eru í mynd 1, var kaupmáttur
kauptaxta alls launafólks um 25,3%
lægri á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en
hann var á árinu 1982. Á fyrsta ársfjórð-
ungi þessa árs, er hann orðinn um 27,3%
lægri en hann var á árinu 1982.
Þessi lækkun kaupmáttarins er langt
----------------------------------------------------------------------------- >.
(mynd 1)
Kaupmáttur kauptaxta alls launafólks
V................................................................................................................................/