Neisti - 08.03.1984, Síða 17

Neisti - 08.03.1984, Síða 17
Miðstjórn Fylkingarinnar Markvissara starf AUKIN ÁHERSLA Á VERKA- LÝÐSHREYFINGUNA Innganga í Alþýðubandalagið Eftir Árna Sverrisson. Miðsljórn Fylkingarinnar kom saman til fundar 21—22. janúar sl. Á dagskrá fundarins voru tvö megin- mál: Starfsáætlun fyrir vorið, og undirbúningur næsta þings Fjórða alþjóðasambandsins, sem haldið verður fyrrihluta næsta vetur. Helstu umræðuefnin á heimsþinginu verða að vonum stéttabaráttan á al- þjóðavettvangi og starf Fjórða alþjóða- sambandsins frá síðasta heimsþingi, og ber þar hæst byltinguna í Mið-Ameríkug og þær ályktanir, sem þeir byltingarsinn- ar um allan heim, sem skipa sér undir merki Fjórða alþjóðasambandsins, draga af atburðum i Mið-Ameríku. Þró- un mála í Póllandi og arabalöndum verð- ur einnig á dagskrá. Þessi málefni hafa þegar gefið tilefni til skiptra skoðana innan alþjóðasam- bandsins, sem verða ræddar fram að heimsþinginu, og leitað svara við grund- vallarspurningum um stöðu hinnar bylt- ingarsinnuðu marxísku hreyfingar í heiminum í dag. Þá verður einnig rætt um starf deildanna, venduna til iðnaðar- ins og þá reynslu sem fengist hefur af henni í hinum ýmsu löndum. Meginhluti miðstjórnarfundarins snerist þó um starf Fylkingarinnar fram á vor. Fjórar aðalákvarðanir voru teknar á fundinum: • Að samtökin einbeittu sér meir en áð- ur að starfi innan verkalýðshreyfingar- innar. • Að félagar Fylkingarinnar skyldu starfa í Alþýðubandalaginu. • Að draga úr daglegu starfi félaga í Samtökum herstöðvaandstæðinga og El-Salvador nefndinni. • Að breyta málgagni samtakanna, Neista. Ákvarðanir síðasta þings Á síðasta þingi Fylkingarinnar var ákveðið, að gera starfið innan verkalýðs- hreyfingarinnar að höfuðverkefni sam- takanna. Þetta hefur að vísu verið mark- mið samtakanna um áraraðir í orði kveðnu, en ekki verið framfylgt, og kem- ur þar tvennt til. í fyrsta lagi hafa félags- menn Fylkingarinnar innan verkalýðs- hreyfingarinnar verið fáir og dreifðir, og jafnframt hafa þeir sem og aðrir félagar varið miklum tíma og vinnu í störf á öðr- um vettvangi, innan Rauðsokkuhreyf- ingarinnar, meðan hún lifði, í náms- mannasamtökum, Samtökum her- stöðvaandstæðinga og andheimsvalda- sinnuðum samtökum af ýmsum toga. Enginn vafi leikur á því, að á þessum sviðum lék Fylkingin og félagar hennar mikið hlutverk. Er uppdráttarsýki tók að gæta í þessum samtökum, sem gerðist ekki allt í einu heldur smátt og sátt, var Fylkingin knúin til að taka starf sitt um 15 ára skeið til endurmats, og það endur- mat var framkvæmt á síðasta þingi sam- takanna. Meginniðurstaðan var, að þau félagsöfl, sem starf samtakanna hafði byggt á fram að því, voru á undanhaldi. Á sama tíma höfðu þjóðfélagsátökin öðlast nýjan brennidepil. Einsýnt þótti að bein átök auðstéttar og verkalýðs væru í vændum og myndu ráða úrslitum á næstu árum, gagnstætt því sem verið hafði áratuginn á undan, er barátta stétt- anna einkenndist af þrátefli, stéttasam- vinnu-ríkisstjórnum og athafnaleysi verkalýðssamtakanna. Þingið áleit nauðsynlegt fyrir Fylking- una að breyta áherslum og starfsháttum til samræmis við þetta, og stefna að því að byggja upp stöðu sína í brennidepli komandi átaka, samtökum verkalýðsins. Breyta þyrfti málgagni samtakanna í samræmi við það, einhverjir félagar yrðu að skipta um atvinnu til að geta tekið þátt í starfi þeirra verkalýðsfélaga sem mestu máli skipta, nefnilega Dagsbrúnar og Framsóknar, og innan samtaka yrði að laga starfið að þessari vendu með ýmsum hætti. Stór minnihluti var andvígur þessu á þinginu. í stórum dráttum vildi þessi minnihluti halda í fyrri starfshætti og áherslur samtakanna, sem meirihlutinn áleit vera eins og hverja aðra sýndar- mennsku, og myndi leiða til þess að sam- tökin héldu áfram að dragast upp og hlytu loks hægt andlát, fjarri víglínu stéttabaráttunnar. Þessi minnihluti var áfram i samtökunum eftir þingið, og lagðist þar gegn öllum hugmyndum um að framkvæmastefnu þess, sem trufluðu þá friðsælu pólitisku elli, sem lagst hafði yfir samtökin. Á miðstjórnarfundinum í janúar var svo brotið blað í þessum efnum. Meiri- hluti miðstjórnarinnar, sem fram að því hafði tekið tillit til minnihlutans og frest- að framkvæmd hinna mótuðu stefnu að verulegu leyti, ákvað að við svo búið mætti ekki lengur standa. Félagar yrðu að gera upp hug sinn til þess, hvort þeir hygðust taka beinan þátt í starfi verka- lýðssamtakanna, eða vera aðstoðarmenn 17

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.