Neisti - 08.03.1984, Page 19
Miðstjórn Fylkingarinnar
og herinn burt, verði haldið til streitu. í
síðustu Keflavíkurgöngu kom þetta
skýrt fram. Þessi kjörorð hlutu ekki náð
fyrir augum þeirra sem skipulögðu
gönguna enda vildu þeir að hún yrði
„friðarganga“ óspillt af pólitík, og aðal-
ræðumaðurinn sóttur í raðir kirkjunnar
manna. En göngumenn voru á öðru
máli, og gjallandi hróp þeirra færðu
skipuleggjendum heim sanninn um það,
að krafan um ísland úr NATO og herinn
burt var það sem laðaði fólk út á þjóð-
veginn þennan dag.
Á landsfundi samtakanna í haust urðu
þeir þó ofan á, sem vildu feta friðarstíg-
inn, en láta stríðið gegn vopnaskaki hér
og nú lönd og leið. Frumkvæði að þess-
ari stefnubreytingu kemur frá hópum
innan Alþýðubandalagsins sem hefur
hengt hatt sinn á snaga almennrar friðar-
baráttu til að leiða athyglina frá undan-
haldi sínu í hermálinu sem hefir verið
hluti af ráðherrasósíalisma flokksins
undanfarinn áratug.
Eftir að niðurstaða landsfundarins lá
fyrir var einsætt, að byltingarsinnaðir
marxistar yrðu að takast á við þessa upp-
gjafartilhneigingar á víðari vettvangi en
í miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæð-
inga. Jafnframt var ljóst að þátttaka
Fylkingarfélaga í skipulagningu „friðar-
aðgerða“ sem sneyddu hjá öllum áþreif-
anlegum markmiðum baráttunnar gæti
engan vegin samrýmst pólitískum mark-
miðum samtakanna, og við hefðum lítið
fram að færa í þeim efnum.
El-Salvadorstarfið
Fylkingin hafði á sínum tíma frum-
kvæði að stofnun E1 Salvador-nefndar-
innar á íslandi, og áleit að hér væri mik-
ilvægt mál á ferðinni, sem vert væri að
vinna að. Síðan þá hefur mikilvægi El
Salvador og Mið-Ameríku yfirleitt auk-
ist. Væntanleg innrás í Nicaragua, inn-
rásin á Grenada og hernaðarumsvif
Bandaríkjanna og leppa þeirra, sem vaxa
dag frá degi, hafa gert byltinguna í Mið-
Ameríku að höfuðás stéttabaráttunnar í
heiminum.
Fyrir smávaxin samtök er það afar
mikilvægt að gefa því gaum hvernig þau
geta best varið kröftum sínum á þessu
sviði, og hvar það litla lóð, sem þau geta
lagt á vogarskálar miðamerísku bylting-
arinnar, vegur þyngst.
í þessu efni hafði Fylkingin tvo mögu-
leika. Annarsvegar beina sér f.o.f. að því
að efla E1 Salvador-nefndina, taka afger-
andi forystu um daglegt starf hennar,
verja starfskröftum fjölda félaga til
þessa, mun fleiri en hingað til, taka
ábyrgð á blaði nefndarinnar o.s.frv.
Hinsvegar gat Fylkingin gert það betur
sem að henni snýr, hefja Miðameríku-
málin til aukins vegs í blaði samtakanna,
taka meira frumkvæði í málinu innan
verkalýðshreyfingarinnar, og berjast fyr-
ir því að öll stjórnmálasamtök í landinu
Iétu málið til sín taka í ríkari mæli en
hingað til.
Milli þessara leiða er engin eðlislæg
mótsögn, en starfskraftar okkar eru
þeim annmörkum háðir, að við getum
ekki gert hvort tveggja svo mynd væri á
Við þetta bættist síðan að miðstjórnin
hafði allar ástæður til að ætla, að EI
Salvadornefndin væri fullfær um að
gegna hlutverki sínu, þó dagleg forysta
Fylkingarinnar kæmi ekki til, og enn-
fremur hefur gætt tortryggni gagnvart
samtökunum í nefndinni, þau verið
ásökuð um að vilja yfirtaka nefndina, og
annað í sama stíl.
Niðurstaðan varð því, að Fylkingarfé-
lagar gerðu mest gagn með því að vera
virkir í herferðum nefndarinnar, og virk-
ari en þeir hafa verið hingað til, en létu
átök um starf nefndarinnar innan henn-
ar liggja á milli hluta, og þar með alla
daglega forystu um störf hennar. Annars
staðar, þar sem þeir eru staddir, í verka-
lýðsfélögum og innan Alþýðubandalags-
ins, munu félagar Fylkingarinnar taka
frumkvæði að raunhæfum stuðningi við
starf nefndarinnar og byltingaröflin í
Mið-Ameríku yfirleitt, og verja meira
rúmi í málgagni samtakanna til að flytja
fréttir og skýra málstað byltingarafl-
anna, en hingað til.
Neista breytt
Á miðstjórnarfundinum var ákveðið
að breyta blaði samtakanna svo það
hentaði betur því starfi sem þau vinna.
Breytingin varðar aðallega útlit blaðsins
og efnisskipan, en innihaldið verður
áfram svipað og það hefur verið, en hæg-
fara þróun hefur átt sér stað í þeim efn-
um um margra ára skeið, og útlitsbreyt-
ing löngu tímabær.
í ákvörðun miðstjórnarfundarins felst
sá staðfasti vilji, að halda þeirri þróun
áfram, sem verið hefur, í stað þess að
snúa henni við, og stefna til að mynda að
því að auka útgáfutíðni blaðsins. Neisti
hefur verið mánaðarblað í áratug, og
verður það áfram um sinn, og ber að taka
tillit til þessa er blaðinu er ritstýrt, en
ekki óljósra drauma um tíðari útgáfu og
efni, sem vísar f.o.f. til líðandi stundar.
Því fer þó fjarri, að Neisti verði eða
eigi að verða fræðirit, og mun blaðið
sjálft bera því vitni. Breytingin á hinsveg-
ar að gera okkur kleift að standa betur
að verki en hingað til, og gera blaðið lyst-
ugra og skemmtilegra.
Úrsagnir
Sá atburður gerðist í upphafi mið-
stjórnarfundarins, að Ragnar Stefáns-
son kvaddi sér hljóðs, og las yfirlýsingu
sem þrír miðstjórnarfélagar, þau Birna
Þórðardóttir, Guðmundur Hallvarðsson
og Rúnar Sveinbjörnsson undirrituðu
ásamt honum.
í'yfirlýsingunni var gerð grein fyrir
andstöðu þessara félaga við tilteknar til-
lögur, sem reyndar lágu ekki fyrir fund-
inum, en höfðu verið kynntar innan
samtakanna um áramótin, og þeirri
skoðun félaganna, að þær tillögur sem
fyrir lágu væru í meginatriðum sama
eðlis, og þau því einnig andvíg þeim.
Þessar tillögur vörðuðu eftirfarandi
atriði:
• Átak til vaxandi starfs innan verka-
lýðssamtakanna.
• Breytingar á áherslum varðandi her-
stöðvabaráttuna og Mið-amerísku
byltinguna.
• Breytingar á Neista.
Röksemdafærslur yfirlýsingarinnar
vörðuðu eins og áður sagði ekki beinlínis
þær tillögur, sem fyrir lágu, og fóru því
mestanpart fyrir ofan garð og neðan, og
verður það ekki rakið frekar hér.
í yfirlýsingunni kváðust þessir fjórir
félagar ekki geta starfað lengur í sam-
tökunum, ef tillögurnar sem þau voru
andvíg yrðu samþykktar, og vildu þau
ekki taka þátt í umræðum um þær. Þess-
um úrslitakostum sinnti miðstjórnin
auðvitað ekki. Eftir að viðræður höfðu
átt sér stað við þessa félaga var ljóst að
þeir voru ákveðnir í að segja sig úr Fylk-
ingunni.
Þeir fjórir félagar sem nú ganga úr
samtökunum hafa lagt mikið starf til
hinnar sósíalísku hreyfingar á undan-
förnum árum, sérstaklega til uppbygg-
ingar Fylkingarinnar. Þetta fólk er ein-
lægir sósíalistar og þau styðja baráttu
verkamanna og bænda í Mið-Ameríku
af alhug. Hins vegar tókst þessum félög-
um ekki að laga sig að breyttum aðstæð-
um og börðust alla tíð gegn þeirri stefnu-
breytingu Fylkingarinnar sem gerð hefur
verið grein fyrir hér á undan og meiri-
hluti Fylkingarinnar hefur talið nauð-
synlega, ef forða átti Fylkingunni frá því
að verða að steini í dagrenningu stétta-
baráttunnar. Þess vegna gengu þau úr
Fylkingunni.
Þessir félagar hyggjast halda áfram
pólitískri starfsemi. Við vonum að þeir
eigi eftir að leggja fram gagnlegt framlag
til sósíalískrar baráttu á íslandi. Það
leiðir hins vegar af úrgöngu þeirra úr
Fylkingunni, að þessir fjórir félagar eru
ekki lengur talsmenn Fylkingarinnar og
hún ber ekki lengur pólitíska ábyrgð á
framgöngu þeirra, störfum og málflutn-
ingi í pólitískum samtökum og opinber-
lega.
Árni Sverrisson.
19