Stéttabaráttan - 10.05.1972, Blaðsíða 6

Stéttabaráttan - 10.05.1972, Blaðsíða 6
Smáborgaralegi stílistinn í fílabeinsturninum Eftirfarandi grein mun taka upp skrif HKL vegna þeirra áhrifa, sem þau hafa haft á verkamenn á Islandi. HKL hefur breitt út smáborgaralega friðarhyggju og þjóðrembing undir því yfirskini, að hann væri sósía- listi. Sérstaklega hafa skrif hans á seinni árum flett ofan af tryggð hans við þá stétt, sem hann skrifar fyrir,- borgarastéttina. Stéttabar- áttan mun við tækifæri taka betur upp skrif annarra rithöfunda og skálda, sem kennt hafa sig við sósíalismann og þannig haft áhrif á skoðanamótun verkamanna og hjálpað til við að herða þrælatök endurskoð- unarstefnunnar á verkalýðnum. Islenzk borgarastétt og hlaupatíkur hennar, launaðar sem ólaunaðar, mega vart vatni halda í hrifningu sinni yfir Móbelsskáldinu, sem þeir hafa endurheimt úr klóm kommúnista. Um leið hneigja þeir sig aukalega, ein- mitt fyrir það, að skáldið hefur þó "prófað" sósíalismann eins og svo mörg ævintýralönd andans. En borgararnir gætu sparað sér hneiginguna. heir hafa aldrei týnt syninum. HKL var aldrei sósíalisti, ekki af þeirri tegund, sem borgur- unum stendur hætta af eða verður öreigunum til framdráttar. Borgar- inn i sósíalistagærunni, riddari öreigastéttarinnar, var ekkert annað en aligrís borgaranna og sníkjudýr, sem fitnaði af að skrifa söguna um alþýðuna. Það er engin ástæða til að harma það að hafa misst hið lárviðar- krýnda skáld úr liði sósíalista. Þvert á móti. Því fleiri gervisósía- listar, sem sýna sitt rétta andlit, því betra. Hinn aumkunarverði öld- ungur, sem semur nú borgurunum helgisögur um "alþýðuna" og þykir ekkert vanta á Islandi nema "dýrind- isosta" og skrautútgáfur af Eddu- kvæðum er kommúnismanum og öreiga- stéttinni tannlaus óvinur. Við þurf- um ekki að eyða púðri í að hrekja kennslubækur i rammasta afturhaldi (lesið Upphaf mannúðarstefnu'. lesið Islendingaspjall! ). Hitt burfum við að rannsaka og það eru viðhorf HKL meðan hann kallaði sig sósíalista, svo að við getum dregið af því lærdóm og séð hvernig borgaraleg viðhorf læðast inn í rað- ir sósíalista. Sumir sósíalistar sáu reyndar frá upphafi, hve lítil stéttvísi HKL var og skilhingur hans á íslenzka stéttaþjóðfélaginu því grunnur. En svo mikið var þeim i mun að "safna liði", og svo lítil var þeirra eigin stéttvisi, að þeir fögnuðu "liðsemd" skáldsins svo til gagnrýnilaust um leið og þeir viður- kenndu, að "persónur, sem farnar eru að móta lif sitt, stefna vitandi vits að ákveðnu markmiði, eru sjald- gæfar i bókum Halldórs" (Kristinn E Andrésson, 1949). Islenzkir sósia- listar létu sér þó vel lika lang- lokur um "lifsstefnuna" og "hinn eina sanna mann" (HKL: Alþýðubókin), um "hugsjón frelsisins, hugsjón sjálfstæðisins" og "virðuleik þess hlutverks að vera manneskja á jörð- inni" (HKL i ræðu 1935), um "hrein- leikann" og fegurðina sem slika'. o.s.frv. Það skiptir ekki mestu máli hverra þjónn HKL hefur talið sig vera. Aðalatriðið er, að hugmyndafræði smáborgaranna getur ekki orðið sögu- legu hlutverki öreigastéttarinnar til framdráttar nema é þeim timum, er smáborgarastéttin er framsýnn kraftur i þjóðfélaginu. Þar af leið- andi verður smáborgaralegur skáld- skapur óhjákvæmilega að þjónsorðum fyrir borgarastéttina til að leyna stéttaandstæðunum i þvi þjóðfélagi, er borgarastéttin hefur tekið völdin. HKL var einhvers konar sósialisti á sinum tima, é þvi er enginn vafi. En "það er til margs konar sósia- lismi" (Lenin). Sósialismi HKL var einmitt af þeirri gerð, sem allir flokkar öreiganna hafa þurft að berjast ákveðið gegn til að geta orðið sigursælir byltingarflokkar. Það er ekki aðeins ein tegund af fölskum sósíalisma, sem birtist hjá HKL, hugmyndafræði hans bregður sér i ýmiss gervi fornra stétta og nýrra, risandi og hnigandi. Hér má finna sósialisma hinnar fornu aðalsstéttar, sem sýnir eðalborna meðaumkun með hinum vesæla öreiga- lýð, en horfir þó mestum löngunar- augum til hins fágaða hámenningar- heims sinna eigin útvöldu. Þegar arðræninginn hefur drukkið og borðað vel og er göfugur i hjarta sinu, óskar hann, að allir gætu orðið arð- ræningjar eða aðnjótendur arðráns- ins. "Hann (listamaðurinn) mundi óska sér lands, þar sem filabeinsturn hinna útvöldu væri ekki viðurkendur, held- ur væri i þess stað viðurkent i reyndinni það grundvallaratriði, að fólkið hefði efni og aðstæður, ment- un og uppeldi, til að heyra rödd hans og skilja, lesa i list hans sitt eigið mál, sjá i myndum hans sinar eigin sýnir. Það mætti kannski margt að sliku þjóðfélagi finna, það væri að visu stéttlaust þjóðfélag, samvirkt þjóðfélag, kommúnistiskt þjóðfélag. En það væri þó fyrst og fremst siðað þjóðfélag." (HKL: Þeir útvöldu og fólkið, 1935). Þessi göfugi sósialismi (ó, að allir gætu orðið eins og ég) skin viða út úr, t.d. Islandsklukkunni, en ekki þó sízt úr líferni skáldsins, sem sekkur í teppi dýrustu hótelanna (lesið formála Gerzka ævintýrisins) um leið og hann berst fyrir öreigana. Hin alvitra skynsemi þýzka háspeki- lega sósialismans gengur ljósum log- um i ritverkum HKL frá upphafi. Þar situr i hásæti mannúðin, skynsemin, frelsið, lifið, maðurinn og fleiri hugtök. Sósialisminn er vikapiltur- inn og öreigalýðurinn (eða "fólkið") er skjólstæðingurinn eða neytandinn. "Maðurinn sem hugsjón" situr i fyrirrúmi, þó að i bili sé skynsam- legast að fjárfesta i öreigabók- menntum. "Hinn nýi einstaklingur er samvinnu- maðurinn i óflokksrænstri merkingu þess orðs. Sé um pólitik að ræða i framanskráðu, þá má einkenna hana heimspekilega sem beiningu raunsæ- innar á vegu lifsstefnunnar." (HKL: Alþýðubókin). Það þarf varla að taka fram, að mannúðin er mannúð HKL, að hér ræð- ur skynsemi HKL, frelsið er fyrst og fremst listarinnar og HKL - og að "hinn eini sanni maður" er furðu likur HKL. Það ætti lika að vera óþarfi að segja, að öll þessi við- miðun er borgarastéttinni mjög i hag. Hitt er einnig augljóst, að skipta má um vikapilt og neytendur, ef'hinum eina sanna manni" þóknast svo. Eðlilega er HKL barmafullur af draumkenndum (útópiskum) sósialisma. Þessi gerð sósialisma, sem sér i öreigalýðnum fyrst og fremst "stétt hinna þjáðustu" (Kommúnistaávarpið) og skilur ekki sögulegt hlutverk öreigastéttarinnar, já óttast i rauninni ekkert eins og alræði ör- eiganna - hann á sér t.d. minnis- varða i Heimsljósi. Allar ofantaldar tegundir sósialisma eru eðlilega lokkandi fyrir hinn "stéttfrjálsa" og "óháða" HKL, vegna þess að þær eru f jandsamlegar bylting- arsinnaðri hugmyndafræði öreigastétt- arinnar. Auðvitað er óhugsandi annað en HKL hafi orðið var við hinn skæða sósia- lisma öreiganna, visindalega sósia- lismann, marxismann-leninismann. En skáldið hefur séð með "skyggnum" augum mannvinarins "góða" hvernig sannur smáborgari litur á marxismann "Nú opnast óðum augu spakra mannvina fyrir þvi, að undirrót meira böls en f lest annað innan siðaðra ('. ) þjóð- félaga er hið almenna skilningsleysi foreldra á börnum..." (HKL: ALþýðu- bókin). Auðvaldið getur hreiðrað um sig i friði fyrir þessari kenningu. Auð- valdsskipulagið er ekki höfuðóvinur- inn, vegna þess að "...á Islandi skortir rótgróna virð- ingu fyrir fornhelgum auðvaldsstofn- unum... "Höfuðóvinurinn" á Islandi er hins vegar almennur sauðarháttur og sveitamannatregða..." Les: Fáir eru jafn gáfaðir og skiln- ingsríkir og ég. - Bylting? Ætli við þurfum að grípa til hennar. Á Is- landi er ekki um að ræða "...grundvöll þann sem alið fái nægilega sterka hleypidóma nagnvart visindalegum nýmælum til þess að dráttur geti orðið lengur á því að hætt verði að stunda kjaftakappleik, en tekið upp vísindalegt skipulag." öreigarnir þurfa ekki að kveða niður vald borgarastéttarinnar með bylt- ingu. Sósíalisminn vex í allri spekt innan auðvaldskerfisins, unz við stöndum með hann í fanginu. "Auðvitað verður óblinduðu auga ekki litið áratug fram í tímann, því síður lengra, án þess að sjá aukinn (!) ríkisrekstur á þjóðarbúinu ís- lenzka..." "...það er þróun ríkishugtaksins sem nú er að gerast. Eitt form víkur fyrir öðru, allar verulega (?) bylt- ingar gerast þegjandi og hljóðalaust án þess að nokkur verði þeirra var." (Allar tilvitnanir úr Alþýðubókinni, ath.semdir mlnar). I Sölku Völku boðar menntamaðurinn að sunnan sömu "sniðugu" kenninguna um kommúnisma: bæjarútgerð, sam- vinnufélög, "umbótamenn (svo!) í þingmeirihluta", stækkað ríkisvald - og hókus pókus: sósíalisminn kom- inn. Hótfyndni? Ekki meiri en rit- starf HKL yfirleitt. HKL og fleiri rithöfundar hvöttu mjög til samfylkingar "vinstri flokkanna" um 1936 eins og þá var gert víða um heim gegn fasismanum. Þá reið á að sameina tvennt: að missa aldrei sjónar á stéttamót- hverfunum, en vinna um leið traust mikils fjölda á breiðum grundvelli gegn bráðri hættu. Sem dæmi má nefna, að Kommúnistaflokkur Kína efldist og hertist í breiðfylkingu gegn yfirráðum Jaoana. Hér á landi varð sagan þvi miður önnur. Vega- nestið var iíklega ekki burðugt í upphafi - grautarlegar stéttahug- myndir blandnar þjóðlegri dulspeki. Og nú varð liðsöfnunin æðsta tak- markið. "Samfylking er málstaður fólksins" skrifar HKL um þessar mundir og hvetur til að sameina beri "Alþýðuflokkinn og Kommúnistaflokk- inn í baráttunni, tvo flokka með sömu lífsskoðun, sama takmark, sama verkalýð að baki." Sósíalisminn var látinn i handrað- ann, endurskoðunarstefnan sigldi hraðbyri. Upp úr styrjöldinni seldu sósíalistarnir stéttabaráttuna og byltinguna fyrir ráðherrastóla. "Það var sem gæfa Islands væri sjálf að verki, er samstarf þessara and- stæðu afla var afráðið á örlaga- stund og stéttastyrjöld, er riðið gat þjóðfélaginu að fullu (?'.), látin víkja fyrir því samstarfi andstæðra stétta, sem afkastamest hefur orðið á Islandi... (fyrir hvern?)." (Einar Olgeirsson, 1948). "Sósíalistarnir" voru siðan svo gæfusamir að fá herinn og NATO til Islands, svo að þeir gátu hulið smán sina og stéttasvik bak við trúboðsleg heróp um "her úr landi" án skirskotunar til auðvaldskerfis- ins yfirleitt, enda fékk islenzka auðvaldið óáreitt að "byggja udd landið", jafnvel með prúðri aðstoð sósialistanna. Höfuðmóthverfan var nú milli fjallkonunnar og Sáms frænda. HKL endurspeglar þessa þróun. Á köflum hvetur hann til hennar. I Atómstöðinni, sem var hið skæða vopn sósialista á timabili, er þessi hald- góða lýsing á stéttaróvininum í eigin orðum hans: "Af hverju ég vil selja landið? sagði forsætisráðherrann. Af þvi samviska min býður mér það, og hér lyfti ráðherrann þrem hægrihandar- fingrum. Hvað er Island fyrir islend- inga? Ekkert. Vestrið eitt skiptir máli fyrir norðrið. Við lifum fyrir vestrið; við deyjum fyrir vestrið; eitt vestur. Smáríki - skitur. Aust- rið skal þurrkast út. Dollarinn skal standa... Þó þeir fleingi mig opin- berlega á Austurvelli og fleygi mér til andskotans út úr rikisstjórninni þá skal ég samt selja mitt land. Þó ég verði að gefa mitt land, skal dollarinn sigra. Ég veit Stalin er gáfaður maður, en hann skal ekki sjá við forsætisráðherra Islands." Minnumst þess, sem er mikilvægt i stéttabaráttunni: "Þekktu fjandmann þinn og sjálfan þig, og þú getur háð hundrað orustur án þess að eiga á hættu að biða ósigur." (sún Vú Tsú i tilvitnun Maó Tsetungs). Samkvæmt Atómstöðinni er nú höfuð- óvinurinn þeir, sem "vilja selja landið", jafnvel ekki nema einn til- greindur maður með einkennilega sam- vizku. Þetta heitir að draga vig- tennurnar úr auðvaldsskrimslinu. Og siðan þekkingin á eigin liði... Skilningur skáldsins á sjálfum út- vörðum öreiganna, flokknum, er yfir- leitt ekki djúptækari en birtist i þessum linum: "Nú yrði verkalýðurinn enn einu sinni að hlaupa i skrápana vegna blaðs sins. Blaðið væri kýrin fátæka mannsins; ef hann slátraði henni eða léti hana dragast upp, þá mundi fjöl- skyldan deya. ...Og þegar ég sá þetta fátæka og lúna fólk, álíka lúið og fátækt og fólkið mitt heima i dalnum, fara oni vasa sinn eftir buddunni, og opna hana með þessum lúnu höndum sem mér fanst altieinu ég gæti kysst grátandi . . .þá fanst mér ég vera i einu og öllu, og mundi ævinlega verða á sama máli og þetta fólk, hvað sem það talaði um leiðin- leg efni, hvort heldur það vildi láta rækta mýri i Mosfellssveit eða halda i landið sitt á móti pipuhött- um sem ætluðu að svikja það undan þvi, og selja það frá þvi..." I þessu kemur lika i ljós, að þjóðin er i sama báti á móti fáum pipuhött- um, "þetta fátæka og lúna fólk" á landið... Það er skammgóður vermir að draga strik yfir ritstörf HKL með þvi að segja: Þetta eru fagurbókmenntir, en ekki stjórnmál. I fyrsta lagi voru og eru viðhorf hans og áhrif af yfirlýstu stjórnmálalegu tagi og ritverkin verða því metin i þvi sam- hengi. I öðru lagi hefur HKL verið pólitiskur veruleiki á Islandi í nær hálfa öld. I þriðja lagi er erfitt að hugsa sér stöðu listarinn- ar utan og ofan við stéttabaráttuna, þó að HKL hafi dreymt um það sælu- ríki eins og mörg önnur. Tviskinnungur lista- og menntamanns birtist skýrt hjá HKL: að vilja vera eitt og allt i senn. Hann þykist standa öreigamegin í stéttabarátt- unni, en lofsamar á hátiðastundum hvers konar stéttakúgun, ef hún er "listræn" eða "þjóðleg". Hann hvetur öreigana til baráttu, en daðrar við forlagatrú og undirgefni á sömu stundu. Hann fordæmir spillinguna og úrkynjunina, sem birtist i borg- aralegum viðhorfum, en er þó sjálf- um mest kappsmál að skrifa "góðan texta" og láta "verkið lúta sinum eigin lögmálum" o.s.frv. o.s.frv. Frá almennu sjónarmiði er þetta skiljanlegt: Rithöfundurinn fæst við hugar-efni og fyrir honum geta öll þjóðfélagsmein læknast með þvi að hugsa aðra hugsun, breyta"gild- ismati" ("sveitamannatregðu") sinu og annarra. En að baki "sósialisma" ýmissa listamanna glittir auk þess i einfalda eiginhagsmuni. Sósia- liskt þjóðfélag er fvrir þeim staður sem veitir þeim "aðstöðu" til sinna háleitu iðkana og stækkar neytenda- hópinn. Trotski og súrrealistafor- inginn Breton réðu skýrt þessa dag- drauma i sameiginlegri yfirlýsingu 1 938. "Ef byltingin þarf að koma á sósia- liskri miðstjórn til að efla fram- leiðsluöflin, þá verður hún begar frá byrjun að tryggja algjört taum- leysi (anarki) og einstaklings- frelsi i vitsmunalegu sköpunar- starfi." (Trotski og Breton: Stefnum að óháðri byltingarlist). Alræði öreiganna nær sem sé ekki til "óskabarna." þjóðanna, lista- og visindamanna þrátt fyrir "lykil- aðstöðu" þeirra. Lenin sá fyrir löngur hvert þessi stefna leiddi. "En af hverju, mun lesandinn spyrja, leiðir hin sjálfkrafa hreyfing, sú sem fer leið hinnar minnstu and- stöðu, af sér yfirráð borgaralegs hugmyndakerfis? Af þeirri einföldu ástæðu, að borgaralegt hugmynda- kerfi er miklu eldra að uppruna en sósialískt, að það hefur fengið meirialhliða þroska og það hefur yfir að ráða ósambærilega miklu fleiri útbreiðslutækjum." (Lenin: Hvað ber að gera?) Vegna úrræðaleysis og dulhyggju smá- borgarans verður skáldskapur HKL lofgjörð um "það sem var", rómantik fátæktarinnar og dýrkun á frumstæðu og fálmandi andófi. Öreigastéttin fær stundum aukahlutverk við hlið- ina á "hinum eina sanna manni" og birtist þá sem óljóst fyrirbæri undir nafninu "alþýðan", "fólkið" eða jafnvel "þjóðin". Hvergi bólar á þvi mikilvægasta - skilningi á sögulegu hlutverki hennar: að risa upp skipulögð og á stéttvisan hátt bylta borgarastéttinni og koma á alræði öreiganna. Hvarvetna er ráð- andi dýrkun á hinu. sjálfsprottna, óskipulega og marklausa andófi (sem Lenin varar svo sterklega við) gegn einhverju óljósu afli eða ein- stökum persónum. "Já, hreyfing okkar er vissulega ennþá á bernskuskeiði, en til þess að hún megi vaxa hraðar, verður hún að verða gagntekin umburðarleysi gagnvart þeim, sem hefta vöxt hennar með dýrkun á sjálfkrafa þróun." (Lenin: Hvað ber að gera?). "Skáldverkið er heill óháður og sjálfbjarga heimur" (HKL 1943), "ljóð á ekki að tákna neitt, heldur bara vera" (tilvitnun Steins Stein- ars), "listin fyrir listina" - þetta eru vigorðin, sem listamenn borgarastéttarinnar hrópa á vonlaus- um flótta. Þegar þeir munda ryðguð sverðin, segja þeir sig vopnlausa - til að bæta vigstöðuna. Málstaður þeirra er haldlaus vorn'. Þ.H.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.