Stéttabaráttan - 10.05.1972, Blaðsíða 2
2
LeiÓari:
Sú aðför og lítilsvirðing sem verka-
lýðnum var sýnd l.maí, þegar endur-
bótasinnaðir verkalýðsleiðtogar og
stéttasamstarfspáfar luku upp einum
munni um, að nú skyldi leggja allar
kröfur verkalýðsins á hilluna og
fylkja honum þess í stað undir hags-
munakröfur íslenzks auðvalds um út-
færslu landhelginnar í 50 mílur,
hefur flett lýðræðisblæjunni af
"verkalýðsvinunum"í "alþýðustjórn-
inni". Hver af öðrum stóðu sósíal-
fasistar og stéttasamstarfsprelátar
Alþýðubandalagsins upp og lýstu yfir
hafinni krossferð og þjóðfrelsisbar-
áttu íslenzku þjóðarinnar gegn kúg-
unaröflum heimsvaldastefnunnar á is-
landi, með andakt og hetjumóð. Nú
skyldi reisa fána íslenzkrar þjóð-
ernishyggju og þjóðin skyldi standa
sameinuð, stétt með stétt, gegn
hinum kúgandi óvini'. En þegar nefna
átti óvininn vafðist "alþýðuherrun-
um" tunga um tönn. Jafn kokhraustir
og þeir hafa alltaf verið við að
lýsa Bandaríkin sem einvöldum kúg-
ara og arðræningja íslenzku þjóðar-
innar, jafn hjáróma urðu nú yfir-
lýsingarnar um að hinn kúgandi aðili
væri USA, ásamt með Brezkum, Þýzkum,
Sovéskum, Japönskum heimsvaldasinnum
og jafnvel fleiri'. Sannleikurinn er
sá, að í málflutningi "alþýðuherr-
anna", sem er algjörlega samhljóma
svartasta afturhaldsboðskap borgara-
stéttarinnar í Morgunblaðinu, glytti
sem snöggvast í þær fölsku forsendur
sem liggja til grundvallar henti-
stefnu þeirra og stéttasamstarfs-
pólítík.
"SULTARAUÐVALDIÐ"
Allt frá því er hægriöflin innan
gamla KFI urðu ofan á og náðu að
leggja byltingarflokkinn niður til
að taka upp í hans stað samfylking-
arflokk með sósíalfasistum úr Al-
þýðuflokknum til að veiða atkvæði,
hafa þessir herrar markvisst unnið
að því að dylja stéttamótsetningar
íslenzka auðvaldsþjóðfélagsins.
Þeir hafa æ ofaní æ reynt að sann-
færa verkalýðinn um að engan óvin
sé að finna innan landamæranna, hin
eina og sanna óvin sé að finna
vestan Atlantshafsins og því til
sönnunar er bent á nærveru USA-
hersins í Keflavík. Til að renna
stoðum undir stéttasamstarfspóli-
tík sína og firra íslenzka borgara-
stétt ábyrgð, æpa þessir auðvalds-
þjónar hver í kapp við annan um
"hernumið land" - "þjóðfrelsisbar-
áttu íslenzku þjóðarinnar" og að
islenzkt auðvald sé i rauninni eins
konar ómerkilegir mútuþegar og milli-
liðir bandariskra auðjöfra, sem færi
blóðaura sina jafnharðan inn á
svissneska banka til ávöxtunar og
lifi að öðru leyti á sparifé is-
lenzkrar alþýðu'. '. Verkalýðurinn veit
vel, að ekkert auðvald getur nærst
á þeim sultarlaunum, sem verkamenn-
irnir sjálfir geta vart framfleytt
sér og sinum á, nema með ómannlegri
yfirvinnu og þrældómi'. En "alþýðu-
herrarnir" haida þvi blákalt fram,
að gróði auðvaldsins fari fram á
þennan sultarmáta, þvert ofani vit-
neskju hins stéttvisa verkamanns,
að allur gróði auðvaldsins er ekki
annað en gildisaukinn, sem verka-
lýðurinn skapar með vinnu sinni, en
borgarastéttin hirðir án þess að
nein greiðsla komi i staðinn'.
Allt tal sósialdemókratanna i Alþýðu-
bandalaginu um að islenzk borgara-
stétt sé aðeins milliliður erlends
auðvalds er með ásetningi gert til
að dylja arðrán islenzku borgara-
stéttarinnar á öreigastéttinni og
halda verkalýðnum frá byltingar-
starfi og stéttabaráttu, en beina
honum þess i stað inn á brautir
stéttasamvinnu og tilbúinnar þjóð-
frelsisbaráttu.
BANDARISKI HERINN - KOGUNARTÆKI
TÆKI ISLENZKRAR BORGARASTÉTTAR
William Rogers, utanrikisráðherra
Nixon-stjórnarinnar, hlaut eins og
menn eflaust mtina verðugar móttökur
stúdenta i Arnagarði fyrir skemmstu.
Þessum ótýnda leigumorðingja i þágu
bandariska auðvaldsins var sýnd sama
litilsvirðing og hatur og annars
staðar þar sem útsendarar USA koma,
hvergi er þessum snötum heimsvalda-
stefnunnar vært nema i fylgd vel
vopnaðs lögregluliðs. En "alþýðu-
stjórnin" fagnaði vini sinum og full-
vissaði hann um að allt tal um brott-
flutning herliðsins væri aðeins til
að halda vinsældunum og koma í veg
fyrir að stéttsvikararnir misstu
kverkatök sin á verkalýðnum, herinn
yrði um kyrrt, þar i lægi beggja
hagur. Þrátt fyrir öll gifuryrðin og
stórbokkatalið um að bandariskt auð-
vald væri einrátt á Islandi og að
þjóðin berðist fyrir frelsi sinu gegn
USA-heimsvaldastefnunni, herinn væri
hér til að hernema landið osvfr.
hefur Alþýðubandalagið látið ógert að
reka þennan hræðilega fjandmann is-
lenzkrar alþýðu af landi brott, þvert
ofan i gefin kosningaloforð. Þetta
kemur ekki á óvart, ástæðan er hrein-
lega sú, eins og KHML hefur áður
bent á, að herinn er hér ekki sem
hernámstæki USA-heimsvaldastefnunnar,
þótt bandarikin hafi hér aðstöðu,
heldur fyrst og fremst sem tæki is-
lenzkrar borgarastéttar, til að geta
gripið til ef illa búin innlend lög-
regla skyldi reynast ónóg til að
kúga öreigastéttina og halda henni i
skefjum. Og það er ekki af ástæðu-
lausu sem óttinn nagar islenzku
borgarana. 9.nóvember 1932 var lög-
reglan i Reykjavik borin ofurliði af
öreigunum i hörðum götubardögum.
Eina leið "alþýðustjórnarinnar" til
að efna loforð sin um brottför hers-
ins, væri að koma á fót rikislög-
reglu, sem gæti gegnt kúgunarhlut-
verki hersins.
Þegar við berjumst gegn hernum, skal
haga baráttunni út frá þvi, að hann
er eitt af kúgunartækjum borgara-
stéttarinnar og nokkurs konar hluti
af rikisvaldi hennar.
VOPNIÐ ER SKIPULAGNING.
Þegar öreigastéttin býst til baráttu
gegn kúgun og kjaraskerðingarsókn
auðvaldsins, er henni nauðsynlegt að
gjörþekkja stéttaróvininn og öll þau
vopn, sem hann hefur yfir að ráða,
svo hún geti vegið og metið hvernig
beri að snúa sér i einstökum vanda-
málum sem upp koma i hinni daglegu
baráttu, þannig að hinni sósialisku
byltingu sé jafnframt þjónað.
Þegar við búumst til baráttu gegn
auðvaldinu er okkur fyrst nauðsyn-
legt að skipuleggja öreigana undir
merki kommúnismans i byltingarflokk.
Meginhindrunin i vegi fyrir stofnun
sliks flokks, er kverkatak endur-
bótasinnanna i Alþýðubandalaginu og
verkalýðsforystunni, sem um margt
eru tengdir. Hinn taktiski höfuð-
óvinur öreigastéttarinnar i dag, er
Alþýðubandalagið, þjóðfélagsleg
höfuðstoð borgarastéttarinnar. Við
verðum að berjast gegn áhrifum þess
yfir þorra verkalýðsins og slik bar-
átta verður þvi aðeins háð með ár-
angri, að öreigastéttin skipuleggi
sig i Kommúniskan byltingarflokk,
þvi aðeins með valdbyltingu munu ör-
eigarnir gegna hinu sögulega hlut-
verki sinu. Slikur flokkur verður að
vera kjarni stéttarinnar, órofa
tengdur henni og vopnaður reynslunni
af baráttu öreiga heimsins, allt frá
dögum Karls Marx til Maós Tsetungs.
Slikur flokkur má enga hagsmuni hafa
aðra en stéttarinnar og getur aldrei
knéfallið fyrir þingræði borgara-
stéttarinnar.
HÖFUÐVERKEFNIÐ - BYLTINGARSINNAÐ
NAMSSTARF.
Kommúnistahreyfingin m-1 stefnir að
myndun Kommúnisks byltingarflokks,
sem getur leitt öreigastéttina gegn
um stórsjóa stéttabaráttuna til sig-
urs. Afangi i þessari baráttu er
myndun kommúniskra samtaka, samtaka
allra þeirra er hafa hafið námsstarf
i marxismanum-leninismanum-hugsun
Maós Tsetungs. Orð Lenins:"An bylt-
ingarsinnaðrar fræðikenningar, engin
byltingarhreyfing", eru enn i fullu
gildi. Byltingarsinnað námsstarf er
höfuðverkefni öreigastéttarinnar i
dag, til þess að hún geti tileinkað
sér sameinaða baráttureynslu öreiga
heimsins, og notað þessa almennu
þekkingu við séraðstæður islenzka
þjóðfélagsins. KHML hefur unnið að
gerð leshrings i marxismanum-lenin-
ismanum-hugsun Maós Tsetungs
þjóðfélagsins. KHML hvetur alla með-
vitaða verkamenn og stéttfrændur ör-
eigastéttarinnar til að hefja bylt-
ingarsinnað námstarf sem skref i átt
að myndun kommúniskra samtaka og
siðar kommúnisks flokks'.
GEGN STÉTTASAMVINNU ENDURBOTASINNA
ALÞÝÐUBANDALAGSINS 0G VERKALTÐS-
FORYSTUNNAR'.
LÆRUM AF STÉTTABARATTUNNI, 0G GERUM
ÞEKKINGU OKKAR AÐ VOPNI TIL FLOKKS—
MYNDUNAR'.
FRAM TIL HINNAR SOSlALlSKU
BYLTINGAR'.
Frh.af forsiðu
Ræða...
svið þjóðecnislegrac' stéttasamvinnu
gegn erlendu kúgunarvaldi og halda
honum frá baráttu gegn höfuðóvini
sínum, íslenzkri borgarastétt. AB
hefur sérlega sannað tryggð sina við
borgarana með því að veita iðnvæð-
ingu þeirra forystu, með því að
berjast fyrir útvíkkun landhelginnar
fyrir hagsrnunum borgaranna íslenzku
og með því að kæfa hverja baráttu-
tilraun verkalýðsins gegn auðvaldinu
með stéttasamstarfspólitík sinni.
Höfuðóvinurinn er innlend borgara-
stétt og þegar við berj-umst gegn
USA-hernum, þá berjumst við gegn
honum vegna þess að hann er eitt af
kúgunartækjum isienzkrar borgara-
stéttar gegn öreigastéttinniVið
vísum tilraunum AB til að draga at-
hygli verkalýðsins frá kúgun borg-
arastéttarinnar með því að veifa
herstöðvunum og kalla Island "ný-
lendu og kúgaða þjóð" á bug og föll-
um ekki í þá gryfju að taka afstöðu
út frá hagsmunum hins þjóðlega hluta
íslenzkra borgara. Við megum ekki
takmarka baráttu okkar við herinn og
ímyndaða kúgun heimsvaldasinnaðs
ríkis, við getum ekki fallizt á
stéttasamstarf gegn erlendum ítökum,
sem aðeins eru efnahagsleg tengsl,
óhjákvæmileg á skeiöi heimsvalda-
stefnunnar, en ekki pólitísk kúgun.
Því íslenzka borgarastéttin hefur
pólitískt sjálfstæði og barátta
hennar fyrir útvíkkun landhelginnar
er barátta fyrir útvíkkun einokunar-
svæðis hennar, barátta fyrir eigin
hagsmunum, að fá einokunaryfirráð
yfir auðlindum hafsins umhverfis
Island.
í öllum vandamálum sem við fáumst
við, hljótum við alltaf að spyrja:
Hverjir eru hagsmunir öreigastéttar-
innar? livernig á að haga baráttunni
í hinum einstöku vandamálum til aö
hún þjóni þannig lokatakmarkinu, só-
síalísku byltingunni? Fyrir öreiga-
stéttina er aðeins ein leið til
freisis undan kúgun og arðráni borg-
arastéttarinnar, hún verður að ná
pólitískum völdum þjóðfélagsins með
byliingu, mölbrjóta hið kapítalíska
ríkisvald og reisa sitt eigið, al-
ræði öreiganna.7 En í dag hljótum
við að miða starfið út frá þessu
lokatakmarki, við verðum að haga
baráttunni þannig, að við getum
slegið vopn borgarastéttarinnar úr
höndum hennar og lagt hana að velli
í stéttabaráttunni. Höfuðverkefnið
er skipulagning öreigastéttarinnar £
kommúnískan flokk, byltingarflokk,
sem er kjarni stéttarinnar og órofa
tengdur henni á allan hátt og hefur
enga hagsmuni aðra en stéttarinnar,
kommúnískan flokk sem ekki verður
þingræðislegum örverpishætti að bráð
og afmarkar sig skýrt frá henti-
stefnumönnunum og stéttasvikurunum í
AB og verkalýðsforystunni, kommún-r
ískan flokk, sem vex og styrkist í
baráttu gegn stéttasamstarfsmönnunum
og kratabroddunum £ AB og verkalýðs-
forystunni.' Til þess að öreiga-
státtin geti skipulagt sig'íslíkan
flokk, er henni nauðsynlegt að læra
af sameinaðri reynslu verkalýðsins £
baráttu hans gegn borgarastéttinni
allt frá dögum Karls Marx til Maós
Tsetungs og tengja þessa almennu
reynslu hinum sérstöku aðstæðum hér
á íslandi. Öreigastéttin verður að
hefja byltingarsinnað námsstarf £
marxismanum-1enfnismanum-hugsun Maós
Tsetungs. Kommúnistahreyfingin m-1
hefur einsett sér að stefna að mynd-
un kommúnfsks byltingarflokks, sem
er þess megnugur að leiða öreiga-
stéttina til byltingar gegn auðvald-
inu. Þess vegna setur KHML fram
vfgorðin: STÚTT GEGN STÉTT - LÆRUM
AF stéttabarAttunni og gerum þekk-
INGU OKKAR AÐ VOPNI TIL FLOKKSMYNB-
UNAR - NIÐUR MEÐ KAPlTALISMANN 0G
HEIMSVALDASTEFNUNA - LIFI SÓSlALISM-
INN 0G ALÞJÖÐAHYGGJA ÖREIGANNA.'
★
Frh.af bls.8
Mai Loc...
þessum stöðvum. I Mai Loc stöðinni
voru til varnar 7- herdeildin og
þeir, sem höfðu komizt af úr hinum
föllnu stöðvum. Þessi stöð var nærri
einangruð frá umheiminum. Öllum
njósnasveitum, sem voru sendar þaðan,
var þegar i stað eytt. Smám saman
jókst sprengjuárásin, stórskotalið
óvinarins varð óvirkt og eldar log-
uðu viðsvegar i herstöðinni.
3. april réðst p.L.A.F. (þjóðfrelsis-
herinn) inn i Mai Loc herstöðina,
felldi flesta úr varnarliðinu og
skaut niður þrjár bandariskar flug-
vélar, sem reyndu að flytja Saigon-
hersveitirnar burt.
alþyðan handsamar kvislingana.
Margir þeirra, sem komust af, gáfust
upp eða voru handteknir af þjóðfrels-
ishernum. Studd af þjóðfrelsishernum
reis alþýðan upp, sem lokuð hafði
verið í fangabúðum, og flæmdi kvisl-
ingana út úr grenum sinum. Nokkrir
þeirra reyndu að fela sig meðal
fjöldans, en þeir voru fljótlega af-
hjúpaðir og afhentir þjóðfrelsis-
hernum.
Eftir heiftarlegar árásir, sem stóðu
i 5 daga, eyddi þjóðfrelsisherinn
með stuðningi alþýðunnar siðustu
leifum 147. hersveitar Saigonshers-
Xns.
Þýtt úr kinverska blaðinu HSINHUA).
Nú.þegar Stéttabaráttan kem-
út i annað sinn, er hún bæði
stærri og vandaðri en áður
og um leið markvissari og
tengdari stéttabaráttunni á
Islandi. Upplagið hefur tvö-
faldazt og áskrifendur safn-
azt i ríkum mæli. En það.sem
meira máli skiptir, við höf-
um dreift kommúniskum áróðri
meðal verkamanna og fengið
mikinn hljómgrunn meðal þeir-
ra. Verkamenn og heiðarlegir
stuðningsmenn öreigastéttar-
innar'. Lesið Stéttabaráttuna
og gerið hana að voldugu
vopni til skipulagningar og
samhæfingar á baráttunni
gegn arðráni og kúgun auð-
valdsins'.
Ritstjori og ábyrgðarmaður:
Kristjén Guðlaugsson
★
KHML hvetur alla byltinga-
sinnaða verkamenn til að
lesa bæklinginn"Reynslan
af kjarabaráttunni"og gera
hana að vopni í kjara-
baráttunni'.
Verð:50kr.
Stéttabaráttan^
BYLTINGARSINNAÐIR VERKAMENN'.
Gerist áskrifendur að
stéttabarAttunni og gerið
hana að beittu vopni £ bar-
áttunni gegn kúgun og arð-
ráni borgarastéttarinnar.
Sendið miða til Sigurðar
Jóns Olafssonar
Öldugötu 7A kj. R.
NAFN ____________________________
HEIMILISF____________________-
ÁSKRIFT:KR.200 D
STUÐNINGSÁSKRIFT:KR.300 D
BARÁTTUÁSKRIFT:KR.5000