Stéttabaráttan - 10.05.1972, Blaðsíða 8

Stéttabaráttan - 10.05.1972, Blaðsíða 8
Lýðraeðisskánin _ skafin af -grunnt á fasismanum Borgararnir, sem daglega sveipa sig "lýðræðis"skikkju sinni reyna í lengstu lög að láta líta svo út að /ið lifum í "frjálsu" "jafnréttis"- þjóðfélagi. En bað þarf ekki mikið að koma við þessa skikkju til þess í hana komi glufur, sem fasisminn glottir út um til þeirra, sem hafa trúað hjali borgaranna um "lýðræðið". Þanþol "lýðræðis"skikkjunnar var reynt nýlega, er stúdentar sýndu heimsvaldasinnanum og morðingjanum Rogers viðeigandi móttökur, þar sem hann hugðist "kynnast víkingabókum". Sá atburður varð til þess að við fengum að líta fasistana afhjúpa sig á síðum dagblaðanna, sem annars þreytast aldrei á að telja okkur trú um ágæti lýðræðisins. Að sjálfsögðu var moggi fremstur í flokki, en hin blöðin fylgdu fast á eftir og tókst einstaka sinnum betur upp en stóra bróður. Þjóð- viljinn 'lagði upp laupana eftir fyrsta snúning, þar sem hann birti nokkuð skilmerkilega frásögn af at- burðunum og atgangi löggunnar, valdatæki borgaranna. En aldrei lagði hann á sig að benda á glufur- nar í "lýðræðis"skikkju borgaranna enda átti enginn von á því. já, nú verða allir "sæmilegir" menn (Tómas Karlsson o.fl.) að taka höndum saman og bjarga "lýðræðinu". Fyrirmyndirnar eru til staðar, Hitler bjargaði borgurunum undan rauðu hættunni á sínum tíma við mikinn fögnuð afturhaldsins hér á landi og ekki mun Ceatano í Portú- gal liggja á liði sínu, ef banda- mennirnir í varnarbandalagi borgar- anna þurfa góð ráð. LfÐRÆÐISFASISMI! VIÐBEÖGÐ AFTURHALÐSINS Við skulum nú líta á viðbrögð aftur- haldsins og draga fram nokkur dæmi: 1 leiðara Tímans krefst Tómas Karls- son, að viðeigandi ráðstafanir verði gerðar til þess að svona nokkuð geti ekki gerzt aftur. Þarna slær hann sama streng og Eykon og Matthías Jóhannesen gera í leiðurum mogga. Hvaða viðeigandi ráðstafanir er um að ræða segja þeir ekki, það er eftirlátið "lesendum, sem búa í vesturbænum". "Fangelsa þá" - "taka þá úr umferð" - "senda þá á eyði- býli" -"ekki láta varnarliðið fara" - "svipta þá lánum" o.s.frv. Öspart er slegið á strengi þjóðern- ishyggjunnar: "Islendmgar eru frið- söm og gestrisin þjóð", "rauð tuska dregin að húni", þar sem íslenzki fáninn má einn tróna (fáni borgar- anna), þessum fámenna hópi (mikil áherzla lögð á fámennið) er stjórn- að af óþjóðlegum kommúnistum i ráð- herrastöðum og er hér um byltingar- undirbúning að ræða. I gallspýtingum Vísis yfir þessum atburðum er að finna sérlega ógeð- felld og undirförul skrif eftir Þorstein Thorarensen, en væmnar og gegnsæjar tilraunir hans til að lýsa smáborgaralegri friðarhyggju sinni bannig, að hún missi samt ekki allan glans frjálslyndisins gerðu hverjum hugsandi lesanda óglatt. Við skulum skoða hvernig viðurstyggilegasti fasismi skin í gegnum götótta dulu frjálshyggjunn- ar hjá þessu fyrirlitlega frjáls- hyggjuviðrini. Þorsteinn lætur sem honum sé nákvæmlega sama um aðgerð- irnar, telur þær jafnvel bera vott um "óvenjulega framtakssemi", en vill samt bæta því við, að honum finnist rétt að úr því fólk megi mótmæla, sé ekki nema sjálfsagt að lögreglan fái að "láta pálisanders- kylfurnar tala". Þorsteinn hvetur kúgunartæki borgaranna til dáða og ver rétt þess til að verja illræmda fjöldamorðingja og senditíkur heims- valdaríkis, sem um þessar mundir myrðir án afláts með óhugnanlegasta sprengjuregni allra tíma, sprengju- regni, sem samsvarar mörgum kjarna- sprengjum á dag, íbúa Alþýðulýð- veldisins Viet ^am og alþýðu Suður Viet Nam, sem hefur risið upp gegn kúgun heimsvaldastefnunnar og stefnir til sigurs! Þetta óvenju- lega fasistagerpi finnur eflaust rök, sem réttlæta þjóðarmorðið í Viet Nam á siðferðilegan hátt eins og hann finnur, að "ríkisvaldið hefur rétt og skyldu til að halda uppi reglu (les að viðhalda arðráni og kúgun borgarastéttarinnar!) þó hann fari ekki saman við rétt mót- mælendanna." Þegar nú Þorsteinn hefur lýst velþóknun sinni á fanta- brögðum lögreglunnar, hefur hann upp raust sína til varnar "lýðræð- inu" og "frelsinu" eða öllu heldur grimmdaræði og glæpaverkum banda- rísku heimsvaldasinnanna i Indókína og spyr: "...en hvað um þá miklu sókn, sem nú er hafin og kostar al- þýðu þess lands meiri hörmungar en nokkuð annað...?" Sókn hinnar kúguðu þjóðar til frelsis og sjálfsákvörð- unarréttar kostar hana vissulega miklar og hetjulegar fórnir og hörm- ungar, en ánauð, sem ekki væri bar- izt gegn, fjötrar, sem bara væru hertir, myndu kosta hana enn meira en þær þjáningar, sem heimsvalda- sinnarnir hafa leitt yfir alþýðu Viet Nam. Þorsteinn Thorarensen kallar það glæp, þegar hinn kúgaði berst gegn kúgara sínum fyrir frelsi sínu og réttindum, hann kallar það glæp, að víetnamska þjóðin skuli ekki þegjandi þola sprengjuregn stríðsglæpamannanna bandarísku, hann kallar það glæp, að alþýða hinnar hinnar kúguðu þjóðar skuli ekki láta kyrrt liggja, þegar arð- ránsmenn og heimsvaldasvín limlesta og brenna börn hennar á hinn við- bjóðslegasta hátt. Það fer ekki á milli mála við lestur greinar þessa óvenjulega opinskáa fasista af hvaða sauðahúsi hann er. Við hvetjum Þorstein Thorarensen til að hætta að klína sér utan í róttækar skoðanir undir útjöskuðum fána frjálshyggjunnar og taka heldur upp þann opna og viðbjóðslega fas- isma, sem lesa má milli línanna í skrifum hans! Frelsisfáninn blaktir yfir Mai Loc Þessi grein fjallar um algjöra eyðingu 147.landgöngu- sveitar Saigonklíkunnar í bardögum í Quang Tri héraði. Sveitin var talin fyrirmyndarsveit og fékk allan hugs- anlegan stuðning. Samt var hún illa leikin af frelsis- hernum. Myndin sýnir frelsisfánann blakta yfir fyrr— verandi fangabúðum Mai Loc. Varnir 147- landgöngusveitarinnar brustu algjörlega i i árásunum á Quang Tri-Thua Thien 30 marz til 3.april. Hersveitin var talin til fyrimyndar og fékk allan hugsanlegan stuðning frá leppum Bandarikjanna i Saigon. Þegar að "aðgerðin Lam Son 719" i suðurhluta Laos mis- tókst algjörlega var þessi hersveit næstum þurrkuð út. En þeim sem lifðu af var safnað saman á ný og bætt við nokkrum nýliðum og var sveitin gerð að varaliði. Sem varahersveit varð hún mjög hreyfanleg og ekki tengd neinni ákveðinni deild eða vigstöð. Þessari hersveit var eftir enduruppbyggingu hennar fengið það hlutverk af yfirboðurum bandariska herstjórnarinnar að verja austur og suðurhluta samgönguæðar á þjóðvegi 9 og verja Dong Ha stöðina ásamt héraðsborginni i Quang Tri 30 km austan við þjóðveginn. ÚTbONIR AF USA. Herdeildir nr.4.7 og 8 voru staðsettar i ógreiðfæru fjallahéraði sem Bandarikjaher hafði yfirgefið, stað- setning þeirra var vandlega skipulögð af Bandariska hernum og þær siðan útbúnar með varnarvirkjum um- kringdar ótal hindrunum og varnargirðingum og fall- byssusveitum basði frá stórskotaliðshernum og fótgöngu- liðshernum.•Stöðvar þessar voru einnig varðaraf banda- riska flughérnum.Hersveitin staðsetti margar af her- Heildum sinum og æðstu stjórn i Mai Loc fangabúðunum 8 km sunnan við borgina Cam Lo til að hafa eftirlit með þeim mörg þúsund manns, sem haldið var inni i fangabúðum. 'Með allan þennan herstyrk og auk þess stuðning 3.fótgönguliðssveitinni,11.og 20.skriðdreka- sveitunum, sjö stórskotaliðssveitum og 258 landgöngu- 4 liðssveitinni virtist 147 hersveitin ósigrandi. En um hádegisbil 30- marz 1972 nærri þvi á sama tima og hún hafði verið sigruð á hæð 550 árið áður glumdi likhring- ing hennar. I heila viku hafði verið lágskýjað og rign- ingasamt en nú skein sólin aftur yfir norðurhluta Quang Tri héraðs. Öllum vopnum var beint að óvininum i skotstöðu. Fótgönguliðið, skriðdrekadeildin og flug- herinn biðu eftir árásarmerkinu. Strax i fyrstu árás- inni frá stórskotaliðinu hrundu mörg varnarvirki, sprengingar urðu i vopnageymslum og ollu miklum elds- voðum og yfir hundrað landgönguliðshermenn féllu. Skotvirki óvinarins urðu einnig fyrir miklum sprengju- árásum og stórskotaliðshermenn féllu unnvörpum við fallbyssur sinar. Undir vernd skotárása frá stór- skotaliðinu og loftvarnarsveitunum réðust sveitir úr frelsishernum inn i herstöð, sem tilheyrði 8. deild 147. hersveitarinnar á hæð 365. Varnir voru næstum engar, þar eð fleiri hundruð úr varnarliðinu höfðu fallið i skotárásinni. Þeir sem höfðu lifað af flúðu sem fætur toguðu og stór hluti þeirra var felldur á flóttanum til Dong Ngo stöðvarinnar. Daginn eftir réðst þjóðfrelsisherinn á 4. herdeildina við Dong Toan og Ba Ho stöðvarnar og þurrkaði hana næstum al- gerlega út. Næsta morgun blakti frelsisfáninn yfir Frh.bls.2 Framvegis mun verða sérstak- ur dálkur fyrir gagnrýni i Stéttabaráttunni og hvetjum við alla stuðningsmenn blaðs- ins til að senda okkur fram- sýna gagnrýni, sem miðar að þvi að bæta galla blaðsins, þvi aðeins á þann hátt mun okkur auðnast að gefa út gott blað. Stéttabaráttan getur ekki orðið skipuleggjandi fyr- ir kommúnískt starf nema les- endur og stuðningsmenn hennar vinni að þvi að gera blaðið betra. Okkur hefur borizt gagnrýni frá ýmsum aðilum og hefur ísor- ið allmikið á þvi, að "stór- yrði" blaðsins féllu mönnum naumlega i geð. Um þetta höf- um við þetta að segja: Það er ekki að ástæðulausu, sem við notum orð eins og sósialfas- isti, hentistefnumaður, stétt- arsvikari o.s.frv. Þegar þessi orð og önnur koma fyrir er það vegna þess að viðkom- andi er stéttarsvikari eða só- sialfasisti! Önnur skammar- og háðsyrði eru að okkar dómi ekki of góð þeim mönnum, sem svikið hafa stéttarbræður sina i baráttunni og þannig fram- lengt kúgunina og arðránið sem á þeim bitnar, til þess að skara að eigin köku, öðlast þingsæti, nefndarstöðu eða formannsstól i verkalýðsfélagi Hópur i Fylkingunni rauk upp til handa og fóta og vændi okkur um að hafa misfarið með orð Hjalta Kristgeirssonar. fundi um Stéttabaráttuna með Fylkingunni varð litið úr rök- um þessara kempa og lögðu þeir niður rófuna og játuðu að hafa misskilið málið. Sú gagnrýni kom einnig fram að skilgreining höfuðmót- hverfunnar væri röng, hún væri á milli þjóðarinnar og USA-heimsvaldastefnunnar. Við visum þessari gagnrýni heim til föðurhúsa, öreiga- stéttin lætur ekki blekkjast óvinurinn er islenzka borg- arastéttin! Ritnefndin dró saman helztu galla blaðsins á fundi þar sem blaðið var rætt út frá því, hvernig það þjónaði verkefnum KHML. Niðurstöðurnar voru þær, að það þjónaði strate-'. gisku markmiði okkar fyllilega en taktiskt séð (þ.e. út frá nærtækustu verkefnum) var blaðinu i ýmsu áfátt. Helzti gallinn var, að blaðið var ekki i nægum tengslum við stéttabaráttuna á Islandi, sem ekki er furðulegt, þar sem KHML hefur enn aðeins stigið fyrstu spor sin i kommúnisku starfi og nr. 1 var fyrsta tilraun hreyfing- arinnar til að breiða út á- róður sinn til verkalýðsins. En i heild ber þó að skoða blaðið sem áfanga á beirri braut sem KHML hefur sett sér að fara - þannig hefur hreyf- ingin haslað sér völl á vett- vangi stéttabaráttunnar og kommúniskur áróður hefur aft- ur náð til verkalýðsins, en hann hefur ekki sézt frá þvi gamla Verklýðsblaðið leið. Annar stór galli var sá, að hinir skólandi þættir blaðs- ins voru ekki nægilegir. Skýrasta dæmið er greinin um Bangla Desh - hin almenna fræðilega hlið, skilgreining á eðli heimsvaldastefnunnar og óhjákvæmileika styrjalda á skeiði heimsvaldastefnunnar var ónóg, en úr þessu mun bætt síðar í grein um ástandið í heiminum í dag og heimsvalda- stefnuna.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.