Stéttabaráttan - 25.04.1973, Side 3

Stéttabaráttan - 25.04.1973, Side 3
3 HRÆÐSLA SMÁBORGAR- ANNAVIÐ KOMMÚNISMANN Oft hefur KSML verið legið á hálsi af henti- stefnusósíalistum fyrir að "vilja ekki koma til samstarfs" og fyrir að "vera hræddir við banda- menn sína" og þar fram eftir götunum. Við höf- um verið sakaðir um einangrunarstefnu og kreddufestu. Það er auðvitað gott að verða fyrir árásum úr þessari átt, því eins og Maó sagði, sýnir það, að okkur hefur tekizt að aðgreina pólitík okkar frá þeim, sem þrátt fyrir sínar "sósíalísku" upphrðpanir eiga ekkert við sósíalismann skylt. En þeim, sem mest hefúr verið í munn aðbenda á þessa "galla" KSML eru einnig þeir hinir sömu, sem eiga eftirfarandi' afrekaskrá: Þeir félagar KHML, sem voru í Fylkingunni er marxisku-leninisku námshóparnir hófu starf, voru reknir úr Fylkingunni fyrir "að starfa í and- stöðu við yfirlýsta stefnu samtakanna". Sannaðist þar að kommúnisk pólitík átti ekki heima í Fylkingunni og mun aldrei eiga. Forsvarsmenn Víetnamnefndarinnar boðuðu til útifundar 22. apríl "72. Reynt var að halda fundinum leyndum fyrir KHML þar sem pólitik okkar í Víetnammálinu (alþjóðahyggja öreig- anna) féll ekki í hið borgaralega kram þeirra nefndarmanna. A Glæsibæjarfundinum, þar sem sam- tök herstöðvaandstæðinga voru stofnuð, var fulltrúa KHML sagt að ræða ekki pólitík en tala sem "maður". l.maí 1972 hugðist KHML ganga til samstarfs við Sósíalistafélag Reykja- Víkur um blaðaútgáfu. Arangurinn varð ströng ritskoðun á greinum KHML og algjör neitun á að fallast á nokkuð það sem fulltrúar KHML höfðu til málanna að leggja. I>egar ganga herstöðavaandstæðinga var í júní 12 var reynt að hindra KHML í að ganga undir eigin borðum, talað var um að fleygja þeim úr göngunni en smáborgararnir bliknuðu sem von var. Víetnamnefndin boðaði fúlltrúa KSML á fund til að ræða útgáfu "Samstöðu" (málgagn Vfetnamnefndarinnar). Þegar fulltrúar KSML mættu sátu fulltrúar Víetnamnefndarinnar á öðrum fundi og sinntu ekki boðuðum fundi. Síðan ráku þeir upp ramakvein um að KSML vildi ekki koma til samstarfs. Er síðasta ASl þing stóð yfir birtu nokkur félög yfirlýsingu til þingsins. ifylkingin , sem var frumkvöðull að yfirlýsingunni neitaði að láta KSML vera með þrátt fyrir að aðrir sem að þessu stóðu færu fram á slíkt. Fylkingin boðaði til samstarfs um "Rauða vei-kalýðseiningu" 1. maí 1973. IT upphafi var passað vel uppá að KSML kæmi hvergi nærri, en er meirihluti samkrullsmannanna vildi fá KSML með guggnuðu [fylkingargaukarnir á andstöðu sinni og féllust á að boða KSML á fund. Framkvæmd "samstarfsins" lýsir vel vilja þessara manna til að fela komm- úniska pólitík fyrir verkalýðnum. Eftir að Fylkingar-"fræðimenn" höfðu setið við og samið plagg sem leggja skyldi til grundvallar "samstarfinu" var KSML boðið til fundar eftir að hafa fengið fimm tíma undirbúningstíma til að kynna sér afrakstur yfirsetunnar. A fundinum var síðan lýst yfir að plaggið væri gott og gilt og aðeins þyrfti að gera nokkrar orðalagsbreytingar. Er fulltrúar KSML sýndu fram á smá- borgaralegt innihald grundvallarins tóku smáborgararnir það til bragðs að reyna setja málið í nefnd þar sem þeir töldu sig hafa betri möguleika til að makka með pólitíkina. I>annig var "samstarfsvilji" þessara "verkalýðsvina" aldrei annað en tilraun til þess að fá KSML í slagtog með sér 1. maí og skilyrðin voru að KSML skyldi láta af byltingarsinnaðri stefnu sinni og skrifa undir smáborgaralega samsuðu. Síðan munu þeir auðvitað básúna það að KSML hundsi allt sam- starf og séu einangrunarsinnar og að ekki þýði að bjóða þeim það framar. Allt þetta sýnir svo ekki verður um villzt, að þessar "hetjur" hræðast ekkert meira en ein- arða kommúníska stefnu verkalýðsins. Alls staðar reyna þeir að þagga niður kommúnískan áróður, alltaf gengur þeirra eigin áróður út á að fela framtíðarhagsmuni verkalýðsins í smá- borgaralegu gjammi þeirra. Þeir eru því hinir raunverulegu sundrungsmenn það eru þeir, sem vilja skilja að verkalýðinn og sðsíalismann. Það eru þeir, sem eru einangrun arsinnar, því þeir vilja einangra baráttu verka lýðsins innan ramma hins löglega í auðvalds- þjóðfélaginu. Það eru þeir, sem eru kreddu- meistarar, er þeir koma dröslandi með kreddui sínar um "betra auðvald-skipulagt auðvald". Verkamenn, snúum baki við hentistefnusósía- listunumí Reisum merki kommúnismans á ný á Islandi, - takið þátt í starfi KSML fyrir uppbyggingu kommúnistaflokksl KSML haslar sér völl á Akureyri Mikill meirihluti íbúa Akureyrar er verksmiðju- öreigar. Þetta hefur jafnan þýtt jákvæðan grundvöll fyrir kommúnískan árðður. Sem dæmi um þetta má benda á, að fylgi kommún- ista var mjög mikið á meðan Kommúnista- flokkurinn var og hét, og undirforystu þeirra sigraði verkalýðurinn í Nóvudeilunni 1933. Mikil gróska var í starfi kommúnista hér, þar til kratar náðu yfirtökunum í.verkalýðsfélög-, unum sem og annars staðar á landinu. Nú undir forystu þeirra, einskorðast baráttan við krónu meira eða minna á tímann. Til gamans má benda á eina samþykkt, sem iessi kratagerpi í forystu Einingajr létu frá sér fara. Hún var þess efnis, að skorað var á bæjarstjórmna að minnka vínveitingar í veizlum sínum. Undir þessari krataforystu er öreigastéttin ófær um að leiða baráttuna gegn kúgurum sínum til lykta á farsælan hátt. 1 menntaskðlanum hér hafa ýmsar "vinstri" grúppur verið "starfandi", svo sem "Rauða sellan", "Krítíska grúppan" og nú síðast "Sam- tök kommúmsta á Akureyri". Myndun þessara grúppa hefur verið viðleitm námsmanna til pólitísks starfs, en þessar grúppur hafa lognazt út af. Hvað nýjustu grúpp- una, "SKAA", snertir, er hún enn uppistand- andi, en virðist eiga skammt ólifað. Hvaða mistök hafa þessir menntaskólanemar gert, sem af miklum ákafa hafa lýst sig komm- únista? Þeir hafa einangrað sig við dægurmál skólans, en engu sinnt því verkefni að færa þekkingu sína út fyrir veggi skólastofnunarinn- ar. Nýjasta grúppan, SKAA, er stofnuð upp úr námshópum þjððmáladeildar skólafélagsins, sem starfað hafa innan við 3 mánuði. Þessi samtök, sem nú þegar eru í andarslitrunum, megnuðu aldrei að hefja neitt skipulegt starf. Höparnir einangruðu námið frá starfinu. Snemma fór að bera á ágreiningi innan náms- hópanna um afstöðuna til KSML. Meirihluti þeirra, sem afstöðu tóku, fylgdu KSML. Stuðningsmenn KSML urðu fyrir aðkasti frá Fylkingarsinnum og öðrum smáborgaralegum vinstri mönnum. Helztu rök þessara smáborg- ara gegn stuðningsmönnum KSML voru, að ekki væri hægt að selja Stéttabaráttuna, ef maður vissi ekki allt um sðsíalismann. Enn önnur tilraun Ifylkingarsinna til að vinna gegn KSML var að stofna samtök vinstri manna í MA, þar sem þau skilyrði voru sett, Utbreiðsla kommúnísks áróðurs hefur verið hafin á ný á Akureyri að meðlimir félagsins mættu ekki vera undir flokksaga í öðrum pólitískum samtökum. Þessu unnu stuðningsmenn KgML eindregið gegn og fóru með sigur af hólmi. Stuðningsdeild KSML var stofnuð 14. febrúar í blindbyl og rafmagnsleysi. Fljótlega rofaði til í kommúnísku starfi hér. Stuðmngshópur- inn hófst handa við að færa fræðikenninguna út til verkalýðsins. Móttökur verkalýðsins á áróðri KSML hafa verið góðar, en borgararnir og smáborgararmr hafa kvartað undan óþæg- indum. Aðventistar, hvítasunnumenn og sölu- menn Samstöðu hafa gert árangurslausar til- raumr til að trufla áróðursstarf KSML. Skipulagt starf hefur nú verið í 2 mánuði, með- limum hefur fjölgað, sala á Stéttabaráttunm, Rauða Fánanum og bæklingum KSML hefur aukizt. 1 öllu starfi okkar höfum við lagt áherzlu á að tengja námið starfinu og starfið náminu. Þannig beitum við auldnm þekkingu umsvifalaust í starfinu og aukum með þvf pólitískan þroska hópsins stig af stigi. Nú nýlega var fyrsta námshóp KSML hleypt af stokkunum og markar það tímamót í sögu bylt- ingarstarfs á Akureyri. VERKAFOLK, FRAMSYNIR NAMSMENN OG AÐRffi STUÐNINGSMENN ÖREIGASTÉTTAR- INNAR. TAKIÐ ÞATT 1 BYLTINGARSINNUÐU NAMSSTARFI KSML. Snúið ykkur til Guðmundar A. Sigurjónssonar, Þðrunnarstræti 135, Pósthólf 115, Akureyri. NIÐUR MEÐ KRATAFORYSTUNA í VERKA- LYÐSFÉLÖGUNUM. LIFI EINING VERKALYÐSINS A GRUNDVELLI KOMMUNISMANS. LÆRUM AF STÉTTABARATTUNNI OG GERUM ÞEKKINGU OKKAR AÐ VOPNI TIL FLOKKS- MYNDUNAR. Með baráttukveðju, Stuðningshópurinn á Akufeyri. Starfsemi KSML á Neskaupstað Kommúnískt námsstarf á Neskaupstað Kommúnistasamtökin m-1 hafa nú haslað sér völl utan höfuðborgarsvæðisins. A Neskaup- stað hefur í vetur verið starfandi námshópur á vegum samtakanna. Stéttabaráttan, ásamt öðrum þeim ritum, er KSML hafa gefið út, hefur verið boðin fbúum Neskaupstaðar til kaups frá því í september. Námshópurinn hefur lagt stund á nám í grund- vallaratriðum marxismans-lenínismans sam- kvæmt námshring Kommúnistasamtakanna og hefur tekið miklum framförmn, hvað snertir fræðilegan styrkleika. Jafnframt náminu hafa félagarnir gerzt virkir þátttakendur í starfinu. Salan hefur gengið mj ög vel og er áberandi, hve mikill hluti kaupenda eru verkamenn. Ifyrri part vetrar var Stéttabaráttan nær ein- göngu seld á götum kaupstaðarins á föstudags- eftirmiðdögum, þegar annríki í verzlunum hefur verið hvað mest, en eftir áramót var tekin upp sú nýbreytni að ganga með blaðið í hús og bjóða það kaupstaðarbúum ásamt öðrum ritum samtakanna. A þennan hátt seldust 100 eintök af 2. tbl.' Stéttabaráttunnar. Jafnframt þessu hafa félagarnir safnað f Víetnamsöfnun KSML og hafa safnazt nálega 13 þús. kr. I námshópnum er hvorutveggja aðkomufólk, sem vimiur hér á staðnum, og starfandi verka- menn frá Neskaupstað. Til þess að hægt sé að byggja upp traustan og velskipulagðan kommúnistaflokk með sterkum deildum hvarvetna um landið, sem séu leiðandi afl verkalýðsins í stéttabaráttunni, verður hann að grundvallast á þátttöku stéttvfsra verka- manna á öllu landinu. Um kommúnískt starf hefur ekki verið að ræða á Norðfirði síðan Norðfjarðardeild Kommún- istaflokks Islands leið undir lok, en forystu- menn hennar, Bjarm Þórðarson, Lúðvík Jó- sepsson og Jóliannes Stefánsson hafa nú allir krækt sér í slík embætti, að þeir hafa fyrir löngu yfirgefið baráttu verkalýðsins fyrir rétt- indum sínum, en ganga þess í stað erinda borgarastéttarinnar. Það er ekki fyrr en nú, að tekizt hefur að reisa merki öreigastéttar- innar að nýju á Norðfirðii Alþýðubandalagið (áður Sósíalistaflokkurinn) hefur verið öflugasti stjórnmálaflokkurinn á Neskaupstað í áratugi. En fylgi hans meðal verkalýðsins virðist fara dvínandi. A fundum Alþýðubandalagsins eru það því sem næst ein- göngu kapítalistar og borgaralegir embættis- menn, sem hafa orðið. Verkamenn eru í mikl- um minnihluta á slíkum fundum. Við hvetjum alla stéttvísa vei’kamenn á Norð- firði og aðra stuðningsmenn öreigastéttarinn- ar til að taka afstöðu gegn stéttasamvinnu- pólitík Alþýðubandalagsins og fylkja sér undir merki öreigastéttarinnar og sósfalismans með því að taka þátt í starfi stuðningsdeildar KSML á Norðfirði. Ilafið samband við Sigurð Jón Olafsson, heimavist Gagnfræðaskólans, sími 7330. Þeir, sem óska eftir að fá keypta aðra ritlinga KSML eða gerast áskrifendur geta einnegin snúið sér til sama aðila. Baráttukveðjur, Stuðmngsdeild KSML á Neskaupstað. Hafió samband vió KSML AKUREYRI: Hafið samband við fulltrúa KSML: Guðmund Armann Sigurjónsson, Þóruimarstræti 135, P.O. Box 115. ESKIFJÖRÐUR: Umboðsmaður fyrir útgáfu- efni KSML: Elías Kristinsson, Lambeyi’ar- braut 10. NESKAUPSTAÐUR: Fulltrúi KSML þar er: Sigurður Jón Olafsson, Ileimavist Gagnfræð- askólans, P.O. Box 26. REYKJAVIK: KSML Skólastræti 3b, eða pósthólf 1357. SELFOSS: Fulltrúi KSML þar er Jóhannes Gunnarsson, Austurvegi 65. SIGLUFJÖRÐUR: Umboðsmaður Stéttabar- áttunnar og annars prentaðs máls samtak- aima: Oskar Garibaldason, Hvanneyrarbraut 25. SKALHOLT: Fulltrúi KSML þar er Ottar Felix Hauksson, Lýðháskólanum Skálholti. DJALEKTISKA OG SÖGULEGA efnishyggjan Díalektísk °9 .Wu[e$ efnishyggja kSML hafa hafið útgáfu á efni grundvallar- námshrmgsins. Ifyrsti bæklingurinn er Dfalektíska og sögulega efnishyggjan eftir Stalfn úr "Sögu Kommúnistaflokks Ráð- stjórnarríkjanna (B)", sem er lesefni 2. námsfundar. Verð bæklingsins ér 100 kr. Einnig verða aðrir námsfundir gefnir út í bæklmgsformi og sá næsti er um flokk- inn; 8. námsfundur. Aðrir væntanlegir bæklingar á vegum KSML eru : Ileimsvaldastefnan og klofn- ingur sósíalismans eftir Lenín og Eldlína hinnar sósíalísku frelsisbaráttu - Saga Víetnam stríðsins.

x

Stéttabaráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.