Stéttabaráttan - 25.04.1973, Qupperneq 7

Stéttabaráttan - 25.04.1973, Qupperneq 7
JR: BYGGJUM KOMMÚNISTAFLOKK! vopnaS kylíum og byssum (aðallega remington- rifflum) og þjálfað til stríðs. Um þetta leyti lætur ASl undan hótunum ríkis- stjórnarinnar, víkur Olafi Friðrikssyni frá ritstjórn Alþýðublaðsins og lýsir yfir, að mál- ið komi sér ekki við. Einnig gengur ASl- stjórnin hart að verkamönnum að veita Olafi ekki lið og taka afstöðu með yfirvöldum í þessu 'máli og beitt er hótunum um atvinnumissi. Síðari atlagan er gerð 23. nóvember og er þá þrammað með 400-500 manna vopnað herlið að Suðurgötunni (þeir sem bezt hlýddu útboðinu og höfðu sig mest I frammi voru skátar og íþrótta- menn, sjá Hvíta stríðið), þar sem lítið verður um varnir og allir I húsinu handteknir og hand- járnaðir og fluttir á Skólavörðustíginn. Flestum var fljótlega sleppt, en Hendrik Ottós- syni og Olafi Friðrikssyni haldið í nokkra daga. Um þetta leyti er stofnað Ahugalið alþýðunnar, er skyldi verða vísir að vinstra armi innan verkalýðshreyfingarinnar. Síðan eru haldnar vitnaleiðslur og kveðnir upp dómar, sem ríkis- stjórn áfrýjar til Hæstaréttar.... Atburðir eins og Hvíta stríðið sýna okkur, að þegar á þessum árum hefur hlaðist upp bylting- arsinnaður kraftur meðal öreigastéttarinnar, sem leitar hvaða tækifæris, sem gefst, til að kasta sér yfir borgarastéttina. Nema hvað þá var ekki tii neitt afl, sem gat skipulagt og sam- ræmt - stjórnað þessum sjálfsprottnu hreyfing- um öreigalýðsins. En þessir atburðir höfðu mikil áhrif, skerptu stéttabaráttuna og juku rót- tækni meðal fjöldans ; Ahugaliðið nær undirtök- unum í Jafnaðarmannafélaginu í janúar '22 og baráttan innan Alþýðuflokksins harðnar, vinstri vængurinn tekur að skipuleggja sig. 23. nóv- ember 1922 er svo stofnað "Félag ungra komm- únista" (FUK), fyrsta stjórnmálafélag meðal æskufólks á Islandi (málgagn þess er Rauði Fáninn), fleiri félög rísa upp um landið og '25 er stofnað samband þeirra; Samband ungra kommúnista (SUK). Jafnframt því sem deilurnar innan Alþýðuflokks - ins hörðnuðu verður mikill ágreiningur innan vinstra arms hans, mikil barátta á sér stað á þingi ASl '26 og á þinginu '28 rofnar eining vinstra armsins, en línurnar skýrast árið 1930, þegar full slit verða með sósíaldemókrötum og kommúnistum. ... Verkalýðsstéttin heldur áfram að vaxa að styrk og þroska. Verkalýðsfélögunum fjölgar og árekstrar verkalýðs og auðvalds verða æ tíðari og harðari (Blöndahlslagurinn '23, þegar lögregla ræðst á sjómenn, '24 rithöfundur sviptur styrk vegna pólitískra skoðana sinna (Þórbergur Þórðarson), '26 Kolaverkfallið í Vestmannaeyjum, '28 verkalýðsfélagi á Vest- fjörðum boðnar mútur af borgurum, ef það gangi ekki í A. S. I. o. s. frv.). Baráttan innan ASI '26. Arið 1926 er stofnað Jafnaðarmannafélagið Sparta undir forystu Brynjólfs Bjarnasonar (sem er þá nýkominn frá námi í Þýzkalandi og gerist aðalleiðtogi vinstri arms Alþýðufloklvs- ins), sem segir hægri krötum flokksins stríð á hendur og setur fram stefnu um taráttu fyrir verkalýðssambandi óháðu stjórnmálaflokkum (það, að ASl og Alþýðuflokkurinn var eitt, var orðin hindrun fyrir þróun og baráttu verkalýðs- ins). Sparta saskir um upptöku í ASl á þingi þess '26, en er neitað af valdamönnum Alþýðu- floltasins, sem óttast nú átök á þessu þingi og vilja ekki fá Brynjólf og menn hans inn á þingið. A þessu þingi keyra hægri foringjarnir I gegn samþykkt um að ASl leiti upþtöku I 2. Alþjóða- sambandið, en þetta alþjóðasamband sósíal- demókrata hefur tapað geysilegum stuðningi verkamanna heimsins vegna svika þess við alþjóðahyggju öreiganna I heimsvaldastríðinu '14- '18. Ot af þessu máli rísa svo ofsalegar deilur, að nærri kemur til handalögmáls á þinginu. Helztu forsvarsmenn vinstri aflanna á þinginu eru Hendrik Ottósson og Arsæll Sigurðs- son (þá ritari Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar). leiðslan", - þetta vitfirrta ástand, þegar lýður- inn verður að ganga atvinnulaus og svelta, af því að of mikið er til af öllu. Nú hefur einhver ægilegasta kreppa gengið yfir allan auðvaldsheiminn. Aldrei hafa óseldar kornbirgðir auðhringanna verið eins miklar og nú. Aldrei eins mörgum verksmiðjum lokað í iðnaðarlöndunum. Aldrei elns mikið safnazt saman af offramleiddum afurðum. Aldrei ein s mikið atvinnuleysi - yfir 17 milljónir I iðnað- arlöndum Evrópu og Ameríku. Aldrei eins margir soltið, klæðavana og húslausir. Aðeins ein undantekning I heiminum. Ráðstjórn- arríkin. t>ar er auðvaldið afnumið. Þar ríkja ekki viðskiptalögmál þess lengur. Þar er allt I hinum hraðasta uppgangi, sem heimurinn hefur enn séð. Eina vörnin gegn kreppunum er að afnema auð- valdsskipulagið með öllu því böli, er því fylgir." (Verklýðsblaðið 11.8.1930) Hið óhemjumikla atvinnuleysi, skortur og neyð, sem fylgir kreppunni, leiðir að sjálfsögðu til þess, að stéttabaráttan harðnar gífurlega, og skoðun stéttvísasta hluta verkalýðsins um nauð- syn skipulagningar verkalýðsstéttarinnar á byltingargrundvelli til baráttu fyrir sósíalism- anum vex jafnt og þétt fylgi. Sem fyrr segir er það á haustþingi ASl 1930, sem endanlega upp úr slitnar með kommúnist- um og sósíaldemókrötum og hinir fyrrnefndu undirrita yfirlýsingu um nauðsyn þess að stofna kommúnistaflokk. VERKLÝÐSBIAÐIÐ ÚTQ EFAN Dl :lAFNAt)ARMAN NAfl EiAd If) ..SPAftTA'' 1. árs. «■ 1UO __i- «bL "Alþýðusambandsþingið 1926 hefur talað ómyrku máli um það, sem verða vill I nánustu framtíð um stefnu Alþýðuflokksins. Framsóknarflokkur- inn, sem átt hefur vaxandi áhrifum að fagna I Alþýðuflokknum, fær brátt aðstöðu til stjórnar- myndunar með stuðningi flokks míns (Alþýðu- flokksins/ath. s. okkar). Og hefst nú tímabil vaxandi metorða og mannvirðinga I foringja- liði okkar. Þeir verða nú skyndilega háttsettir menn I þjóðfélaginu : bankaráðsmenn, banka- stjórar o.þ. u. 1. - Þeir verða hrókar alls fagn- aðar í öllum hugsanlegum nefndum og fá nú hina langþráðu "aðstöðu" I opinberu lífi til að vinna að áhugamálunum." (Jón Rafnsson, Vor I Verum, bls, 59-60.) A þessum tíma kemur fram á sjónarsviðið Einar nokkur Olgeirsson, menntamaður nýkom- inn frá námi I Þýzkalandi, og gerist leiðandi maður I verkalýðssamtökum Akureyrar og tek- ur brátt við ritstjórn tímaritsins Réttar. Heimskreppan - Baráttan harðnar - Undirbún- ingur stofnun kommúnistaflokks. Undir lok 3. áratugsins skellur heimskreppan yfir auðvaldsheiminn. "Eitthvers helzta og alkunnasta fyrirbrigði auð- valdsskipulagsins eru kreppurnar. Þær stafa af því, að I auðvaldsþjóðfélaginu eru allar af- urðir framleiddar fyrir óákveðinn markað I gróðaskyni eingöngu, en ekki eftir fyrirfram áætluðum þörfum mannfélagsins til að fullnægja þurftum þess. Ohjákvæmileg afleiðing þessarar stjórnlausu auðvaldsframleiðslu er "offram- Úrslit landkjörsins A bvirjn tnindvillul *lpir Framiikiar? Sw KiossumtliillslK ■arkisvllbHrlar i *B{u islaaikrar varkalýlshrayflacar 1. tbl. 1. árgangs Verklýðsblaðsins 4. ágúst 1930. Utgefandi: Jafnaðar- mannafélagið Sparta, síðan málgagn KFl. Fyrsta kröfuganga verkafólks á íslandi 1. maí 1923. Fram til þessa höfðu verið haldnar inni- samkomur í Reykjavflc 1. maf og 7. nóv., en að tillögu Hendriks Ottóssonar í Jafnaðarmannafél- agi Reykjavíkur er þessi fyrsta kröfuganga farin, sem heppnast mjög vel í alla staði og skapar stéttareiningu. Kröfurnar voru m. a. : Framleiðslutækin þjóðareign.1 Atvinnubætur gegn atvinnu- leysij Engan réttindamissi vegna fátæktar.1 Engar kjallarakompur/ Rannsókn á Islandsbanka! 3. KFÍ og stétta baráttan á 4. ;atugnum 1930 - Kommúnistaflokkur Islands stofnaður. Dagana 29. nóvember til 3. desember er Komm- únistaflokkur Islands stofnaður og stofnþingið sækja fulltrúar flokksins víðs vegar af landinu. I "Avarpi til fslenzkrar alþýðu frá Kommúnista- flokki Islands" má ljóst sjá, hversu meðvitaðir stofnendur hans hafa verið um þýðingu flokks- stofnunarinnar : "Með stofnun Kommúnistaflokks hefur ís- lenzkur verkalýður stigið örlagaríkasta og djarfasta sporið. - Einhver merkustu tíma- mót í sögu verkalýðshreyfingu hvers lands hafa jafnan verið, þegar verkalýðurinn hefur skapað sér kommúnistíska forystu í skipulagsbundnum flokki." Og þróunarstig fslenzka auðvaldsþjóðfélagsins skilgreina þeir sem síðasta stig auðvaldsins, stig heimsvaldastefnunnar : "A íslandi er auðvaldið komið inn á síðasta þróunarskeið sitt, skeið hringa og fjármála- auðvaldsins, skeið hins hnignandi, deyjandi auðvaldsskipulags." Starf KFÍ. t>að er engum blöðum um það að fletta, að Kommúnistaflokkur íslands er eina forystuaflið í hinni hörkulegu baráttu verkalýðsins á kreppu- árunum og hann er leiðandi og skipuleggjandi í öllum aðgerðum öreiganna gegn fasfskum of- sóknum og hungurárásum auðvaldsins. "Til að skapa stéttareiningu verkalýðsins snýr Kommúnistaflokkurinn máli sínu til verkafólks í öllum stjórnmálaflokkum, allra verkamanna, hvort sem þeir eru skipulagðir f verkalýðsfél- agi innan eða utan Alþýðusambandsins og hvort sem þeir eru í nokkru verkalýðsfélagi eða ekki. Það verður að skapa stéttareiningu, sem er við þvf búin að ganga á hólm við yfirstéttina og hina þrjá kreppuflokka hennar með ríkisvald og bæjarvöld í sínum höndum. I sókn sinni og vörn fyrir hagsmunum vinnandi fólks verður þessi stéttareining að vera í stakk búin til að etja við hægri öfl með stjórn Alþýðusambandsins í sín- umhöndum." (Voríverum, bls. 104.) Atvinnuleysið á þessum tfma er gífurlegt og mynda atvinnuleysingjar með sér nefndir víðs- vegar um landið, sem starfa mikið og vel, haldnir eru fjöldafundir, kröfugöngur o.s.frv. Einna hörðust er baráttan í Reykjavík og þar er óspart farið að beita lögreglunni gegn fundum og kröfugöngum atvinnuleysingjanna og þeir barðir með kylfum og þeir, sem fremst standa íbaráttunni, fangelsaðir. Kom oft til mikilla átaka og hreinlega blóðugra slagsmála milli gg: yi \ verkamanna og lögreglu, sem naut dyggilegrar aðstoðar hvítliðasveita. I stéttabaráttu þessara tíma kemur berlega í ljós, hvers eðlis afstaða og pólitík ASl/Alþýðu- flokksins er, en það er ákveðin afstaða með borgurunum gegn skipulagningu og baráttu ör- eiganna, gegn samtökum þeirra og baráttuað- ferðum. . Hvar sem kommúnistar eru í meirihluta f verkalýðsfélagi stofnar ASI klofningsfélag, sem er síðan tekið fyrirvaralaust upp f sambandjð, en hinu sparkað. Einnig beitir ASl sér sérstaklega gegn stéttvfs- um verkamönnum f verkföllum og kaupir við sig verkfallsbrjóta og hvítliða til að sundra og brjóta niður framsækna baráttu kommúnistanna. Þessi pólitík er sósíalfasismii Hér gefst að sjálfsögðu ekki rúm til að rekja hin mörgu og ströngu verkföll eða ýmsa merki- lega atburði úr stéttabaráttunni á þessum ára- tug kreppunnar miklu. Nokkurra verður þó get- ið, en öðrum sleppt eins og t.d. Krossanes- verkfallinu í Glerárþorpi sumarið '30, Gullfoss- deilunni í Vestmannaeyjum '31, þar sem ASl fór gersamlega bak við verkafólkið og makkaði við auðvaldið gegn kröfum og baráttu verka- fólksins, Sjómannadeilan í Vestmannaeyjum '32 eða Kveldúlfsverkfallið þar sama ár og KEA- verkfallið á Akureyri. Ur NOVU-DEILUNNI á Akureyri 1933, einhverjum hörðustu stéttaátökum, sem sögur fara af. Verkamenn á Akureyri lýsa afgreiðslubanni á "Nóvu", sem kemur með tunnuefni í tunnuverk- smiðju, þar sem fram á að fara atvinnubótavinna, en bæjarstjórnin hafði sett fram tilboð um kaup, er verkamenn töldu jafngilda 20% kauplækkun. Verkfallið stendur 11 daga, 11 langa og stranga baráttudaga, en því lyktar með algerum sigri verkamannanna, þrátt fyrir fasískar árásir og ofsóknir, stofnun klofningsfélags og útboð hvítliðasveitar. "Með endalyktum Nóvudeilunnar fær íslenzkur verkalýður áþreifanlega sönnun fyrir því, að hanh getur unnið kaupdeilu á krepputíma, með atvinnurekendur, bæjarvald, lögreglu og þrjá af fjórum stjórnmálaflokkum landsins á móti sér - og það I fullum fjandskap þeirra, er stjórna Alþýðusam- bandi Islands - svo framarlega sem eining verkamanna ekki bilar og forystan-ekki bregzt." (Vor íverum, bls. 173-174, okkar undirstr.) Myndin er tekin 14. marz á Torfunefsbryggju, nokkrum tímum eftir að Nóva hefur lagzt að, og átökin eru hafin.

x

Stéttabaráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.