Stéttabaráttan - 25.04.1973, Blaðsíða 8
8
7. júlí '32. Barátta atvinnuleysingjanna stendur
sem hæst. Reykvískur verkalýður hefur safn-
azt saman fyrir utan fundarhús bæjarstjórnar
Reykjavíkur, Templarahúsið, til að fylgja eftir
kröfum sínum um atvinnubótavinnu í hinu gífur-
lega atvinnuleysi, sem þá ríkir. Verkamenn
skjóta á skyndifundi fyrir utan húsið Þórshamar
þar sem hvatt er til baráttueiningar verkafólks.
Er fregnir berast um það, að borgarstjóri,
Knud Zimsen, hafi sagt á fundinum, að mögu-
leikar á atvinnubótavinnu séu engir, reynir
mannfjöldinn að komast inn á fundarstaðinn og
verður mikill þrýstingur við dyrnar, en lög-
reglan, vopnuð kylfum, ryðst þá fram og ber
tryllt frá sér til beggja hliða.
Upphefjast þá harkaleg slagsmál milli lögregl-
unnar og mannfjöldans, sem hrópar: "Niður
með bæjarstjórninal", "Niður með blóðhund-
anal" Margir hljóta áverka í þessum bardaga
og fjórir verkamenn eru barðir svo heiftúðlega
með kylfum, að þeir hníga niður og einn þeirra
lamast. Leikurinn berst niður að höfn og um
bæinn, aftur verða handalögmál á Hverfisgötu
og á Kalkofnsvegi halda svo kommúnistar fund
um málið.
Arangur þessarar baráttu varð að 100 manns
var heitið atvinnubótavinnu strax og loforð gef-
ið um frekari úrbætur í næsta mánuði.
Nokkrir forystumenn KFl voru yfirheyrðir
nokkrum vikum síðar, en neituðu allir að svara
spurningum meðan "hneykslismál vissra for-
ystumanna burgeisastéttarinnar væru ekki tekin
til rannsóknar." Þeir voru þá úrskurðaðir f
fangelsi upp á vatn og braut, en neituðu að borð:.
brauðið og var sfðan sleppt eftir fjögurra daga
hungurverkföll vegna víðtækrar og voldugrar
baráttu fyrir því, að þeir væru látnir lausir.
9. nóvember sama ár gerist svipaður atburður
og 7. júlí, nema hvað í þetta sinn verða átökin
miklu harðari og vfðtækari og í lok bardagans
hafa verkamenn bæinn algjörlega á valdi sfnu.
Bæjarstjórn hefur boðað kauplækkun verka-
manna í atvinnubótavinnu og á bæjarstjðrnar-
fundi í Góðtemplarahúsinu þ. 9. nóv., þegar á
að ræða atvinnuleysismálin, þyrpist að múgur
og margmenni til þess að fylgjast með gangi
máli og berjast gegn þessari hungurárás auð-
valdsins á öreigana (menn fengu aðeins eina til
þrjár vikur í atvinnubótavinnu á mánuði fyrir
6 kr. dagkaup). Bæjarstjórn ætlar að keyra í
gegn á fundinum kauplækkunartillögu sfna, en
það fer á annan veg. Mannfjöldinn ryðst inn í
húsið og lögreglunni er beitt gegn honum og
brátt logar allt í slagsmálum, jafnt innan sem
utan dyra. Góðtemplarahúsið er næstum lagt í
rúst og lögreglan algjörlega yfirunnin og af-
vopnuð - verkamenn hafa bæinn fullkomlega á
sínu valdi, en þar er látið við sitjaj J
Kauplækkunarárásinni er hrundið, en þeirri
spurningu er enn ósvarað, hvort verkalýðurinn
hefði ekki þarna átt að taka völdin og tryggja
sér þau, því það virðist þá aðeins vera form-
legt atriði, þar sem hann hefur bæinn algerlega
á sínu valdi.
Nokkrum dögum síðar hefjast hinar furðuleg-
ustu yfirheyrslur yfir forystumönnum verka-
manna, þar sem kölluð voru fyrir all mörg
ljúgvitni og uppdiktaðar ákærur og lýsingar.
Dómar eru felldir 16. maf '33 - sannkallaðir
stéttardómar. Þeim er áfrýjað til Hæstaréttar,
sem yfirleitt þyngir refsingar hinna ákærðu
(allt upp í 6 mánaða fangelsi óskilorðsbundið).
Mikil mótmælaalda reis gegn þessum dómum
og mikil barátta háð fyrir sakaruppgjöf hinna
dæmdu og lætur ríkisstjómin undan 15. júlí
og hinum dómfelldu veitt skilorðsbundin náðun.
Innanflokksbaráttan f KFf.
Við marxistar-lenfnistar í KSML teljum einn
mikilvægasta þáttinn í rannsókn á sögu íslenzk-
rar stéttabaráttu að nema sögu KFf og stétta-
baráttu þess tfma og gera okkur grein fyrir
ástæðunum, sem lágu til grundvallar öfugþróun
KFf; umskiptunum úr byltingarsinnuðum flokki
öreiganna yfir í sósíaldemókratískan fiokk -
umbótaflokk, til þess að draga af því rétta lær-
dóma fyrir stéttabaráttuna nú og í framtíðinni.
Það er augljóst, að öfugþróunin var ekki "slétt
og felld" eða sjálfkrafa. Innan flokksins er að
finna frá upphafi andstæðar pólitfskar skoðanir
og ágreining, sem smám saman þróast upp f
harðar deilur um grundvallaratriði og að lokum
harða baráttu - opna stéttabaráttu, sem sannar-
lega varðaði líf flokksins sjálfs.
I formála K. G. að nýútkomnum bæklingi KSML:
"Um flokkinn" er rakin saga KFf, gerð grein
fyrir bakgrunni hans, baráttu hans sem forystu-
afli íslenzkra öreiga og þeim innri og ytri að-
stæðum, sem stuðluðu að endalokum hans.
Þar er gerð grein fyrir þeirri baráttu, sem
háð er innan flokksins milli marxistanna-lenín-
istanna með Hjalta Arnason í broddi fylkingar ,
annars vegar og hægrihentistefnumannanna með
Einar Olgeirsson og Brynjólf Bjarnason í farar-
broddi hins vegar.
Borðeyrardeilan vorið 1934 er eitt skýrasta dæmið um hina miklu stéttvísi íslenzks verkalýðs
og sterku stéttarsamstöðu í hinni hörðu stéttabaráttu kreppuáranna.
I stuttu máli er Borðeyrardeilan barátta verkalýðsins fyrir viðurkenningu á samtökum sínum
og samningsrétti í kjarabaráttunni. Þá er nýstofnað verkalýðsfélag á Borðeyri við Ilrútafjörð
hunzað af kaupfélaginu að því leyti, að það neitar að skuldbinda sig til að láta félagsmenn sitja
fyrir vinnu og reynir að kljúfa íélagið. Verkamenn setja afgreiðslubanna á Lagarfoss, þegar
hann kemur til Borðeyrar 7. maí, þar eð samningar hafa ekki tekizt, en kaupfélagsstjórn tekst
að safna liði og láta afgreiða skipið í banni félagsins. Verkalýðsfélagið leitar nú til V. S. N.
(Verkalýðssambands Norðurlands), þar sem kommúnistar eru í yfirgnæfandi meirihluta og
stjórnin samþykkir að setja afgreiðslubann á Lagarfoss á Siglufirði, Akureyri, Húsavík og
Siglufirði. Upp úr þessu hefjast nú hin mestu átök milli verkalýðs og borgara á hverjum staðnum
á fætur öðrum. Lagarfoss fer til Siglufjarðar, en þar er afgreiðsla hindruð af verkamannafélag-
inu. A Akureyri verða heiftarleg slagsmál milli verkfallsmanna og hvítliða og forystumenn
verkfallsmanna handteknir, en sleppt fljótlega vegna magnaðrar ólgu verkafólks bæjarins. Nú
ákveður stjórn V. S. N. að leggja afgreiðslubann á öll skip Eimskipafélagsins í höfnum norðan-
lands og baráttan magnast um helming. Lagarfoss reynir næst á Húsavík og síðan á Eskifirði,
en árangurslaust á báðum stöðum. Næsti þáttur er koma Dettifoss til Akureyrar, þar sem mik-
ill viðbúnaður er af beggja hálfu, verkamanna og borgara, en ASI tekur afstöðu gegn Verkalýðs-
félaginu á Borðeyri og baráttu norðlenzks verkalýðs fyrir viðurkenningu þess. Borgararnir gera
margftrekaðar tilraunir til að múta verkamönnum og láta þá berjast gegn verkfallsmönnunum,
en þær mistakast. Þeim tekst þó að láta afgreiða Dettifoss með erfiðismunum á annarr bryggju
utar í firðinum (Hoepfnersbryggju).
A Siglufirði verður baráttan hörðust : "En bæjarfógetinn hafði látið ganga út herútboð, og voru
lagðar við sektir, ef menn mættu ekki. Urðu svo hörð átök á Siglufirði, að slagurinn þar er ein-
hver sá hatrammasti, sem háður hefur verið hér á landi. Oaldarlið bæjarfógetans og atvinnurek-
enda var vopnað gúmmfkylfum, íbenholtskylfum og trédrumbum, og nokkrir hvftliðar höfðu á sér
skammbyssur ; einnig hafði lið þetta viðað að sér grjóti, og hóf lögreglan grjótkast á veikfalls-
menn. Auk þessara vopna notuðu hvítliðarnir hin vélknúnu slölikvitæki bæjarins. Beindu þeir
vatnsbogum að verkfallsmönnum... Hvftliðarnir á Siglufirði beittu einstakri grimmd í þessum
átökum,konur voru t.d. barðar með kylfum niður á bryggjuna og 4-5 hvítliðar réðust á einn
verkamanninn og börðu hann f höfuðið með kylfum, unz hann hné niður löðrandi í blóði..."
(Jakob Arnason í Vinnunni '46.)
Samningar takast 15. maí og gengið er að kröfum Verkalýðsfélags Borðeyrar og fullur sigur unn-
inn. En þann sama dag er Verkamannafélagi Siglufjarðar sparkað úr ASf, nýtt stofnað í staðinn og
tekið inn f ASf.
I formálanum segir: "En KFf, sem hafði vax-
ið upp sem andstöðuarmur innan ASI, tók með
sér um margt starfshætti og hugsanagang krata-
broddanna. Þær skoðanir voru aldrei að fullu
kveðnar niður, að K FÍ væri nokkurs konar
vinstri armur Alþýðuflokksins og sameining
væri æskileg, jafnvel með broddunum. Sérstak-
lega var Einar Olgeirsson skæður talsmaður
þessarar rotnu skoðunar og vann kapítalinu
dygga þénustu með vinstri-kratisma sínum.
Sú staðreynd, að miðstjórn KFl var að meiri-
hluta skipuð smáborgurum og menntamönnum,
gerði flokkinn veikari en ella og olli þvf síðar,
að forystan megnaði ekki að haga baráttunni
eftir hinum breyttu skilyrðum og aðstæðum
stéttabaráttunnar, heldur sló yfir f hægrihenti-
stefnu og yfirgaf byltingargrundvöll öreigastétt-
arinnar, en tók sér þess í stað stöðu í dýkjum
tækifærisstefnu og þjóðrembingssósíalisma.
Komintern benti í bréfi á þennan veikleika og
hvatti til að stéttarleg samsetning miðstjórnar
yrði bætt, en þrátt fyrir þær tilraunir, sem
gerðar voru til að setja fleiri verkamenn f
miðstjórnina, biðu marxistarnir-lenínistarnir
ósigur í þeirri baráttu."
Þessi barátta stendur hæst árið 1934 og eru þá
reknir ýmsir einstaklingar úr flokknum, sem
uppvísir voru að tækifærisstefnu og undanslætti,
en Einar Olgeirsson og fleiri fylgifiskar hans
komast undan brottvikningu úr flokknum, þrátt
fyrir ófullnægjandi sjálfsgagnrýni Einars og
ræður þar miklu afstaða formannsins, Brynjólfs
Bjarnasonar, sem sýnir hentistefnunni mikla
sáttfýsi og gerir allt til að breiða yfir mðtsetn-
ingarnar.
Það kemur greinilega f ljós, að hajgrimennirnir
hafa náð yfirtökunum í flokknum, áður en 3.
þing flokksins er haldið ('35), því þar er ger-
samlega búið að kúvenda pólitíkinni, sem hægt
er að sjá á mismuninum á samþykktum þess og
samþykktum 1. og 2. þings flokksins (sjá fræði-
legt tfmarit KFf: Bolsjevikkinn).
Þá er snúið baki við sögulegu hlutverki verka-
lýðsstéttarinnar og leið stéttabaráttunnar -
stétt gegn stétt - , en þess í stað tekin upp sam-
fylking á smáborgaralegum grundvelli, sem er
færð út í sameiningarpólitík með Alþýðuflokkn-
um, stéttargrundvöllur verkalýðsins yfirgefinn
og flokkurinn síðan lagður niður 1938 og mynd-
aður Sameiningarflokkur Alþýðu-Sósíalista-
flokkurinn með "vinstra armi" Alýðuflokksins.
Og þá er einnig S. U.K. lagt niður og Æskulýðs-
fylkingin stofnuð!
(Sjá nánar formálann að "Um flokkinn".)
Stalín^ leiðtogi í
sósíalískri upp -
byggingu Ráð-
stjórnarríkjanna
fram til 1953 og
í forsæti m. Int-
emationale (KOM-
INTERNS).
Hjalti Arnason, fremstur í flokki marxistanna-
lenínistanna í baráttunni gegn heegrihentistefnu-
mönnunum í KFl. Hann barðist mikið fyrir
aðferð gagnrýni og sjálfsgagnrýni sem undir-
stöðureglu í flokksstarfinu og virku lýðræði.
Einar O. & Co. óttuðust engan frekar en
Iljalta og er taka átti ákvarðanir um mikilvæg
mál var honum ætíð ýtt til hliðar. Iljalti benti
réttilega á, hvernig fara myndi fyrir KFI, ef
hentistefnan sigraði, þegar hann sagði að þar
yrði um nýjan krataflokk að ræða með marg-
falt hættulegri blekkingarmeisturum á oddinum.
Guðmundur Skarphéð-
insson, formaður
Verkamannafélags
Siglufjarðar.
Var hann myrtur ? ? ?
I júlímánuði árið 1932 verða harðvítugar deilur
á Siglufirði milli verkamannafélagsins og
stjómar Síldarverksmiðja ríkisins, sem fer
fram á, að verkamenn samþykki mikla kaup-
lækkun og breytingar á vinnutfma.
Sveinn Benediktsson, stjórnarmeðlimur Síldar-
verksmiðjanna, beitir sér fyrir miklum árás-
um á verkamenn, en sér f lagi á Guðmund
Skarphéðinsson og skrifar greinar í Morgun-
blaðið, sem eru sððalegar, fasfskar ofsóknir
á hendur Guðmundi, fullar af lygum og hatri á
verkamönnum og baráttu þeirra og með því
froðuspýjandi orðbragði, sem borgurum er
tamt, þegar þeir lýsa afstöðu sinni til verka-
lýðsins.
Sama dag, sem önnur níðgrein Sveins birtist í
Morgunblaðinu, 29. júní, hverfur Guðmundur
Skarphéðinsson og finnst ekki lík hans fyrr en
14. ágúst, en þá á floti við höfn Síldarverk-
smiðju ríkisins á Siglufirði og var ekki hægt
að úrskurða, hvort dánarorsök væri drukknun
eða hjartaslag.
I millitíðinni hefur verkalýð Siglufjarðar tekizt
að knýja fram fullt taxtakaup og Svein Benedikts
son burt úr verksmiðjustjórninni.
Sveinn var sfðan rekinn frá Siglufirði er hann
kom þangað í einkaerindum síðast í júlí, af
verkamönnum, sem komu honum út í varðskip-
ið Oðinn - vildi almenningur í bænum ekki vita
af slíkum glæpamanni í sinni nálægð.
Enn hefur engin fullnægjandi skýring fengizt á
láti Guðmundar. Komið var þeirri sögu af
stað, að hann hefði keypt sér tvö blýlóð sama
daginn og hann hvarf og hefði síðan drekkt sér.
En það eru fáir, sem hafa fallizt á þessa skýr-
ingu, og er það hald margra, að hér hafi í
raun og veru verið um morð að ræða, en það
hefur ekki verið hægt að sanna og málið þvf
ennþá óútskýrt.
Það eru engin sértilfelli, að einstakir forystu-
menn verkalýðsins á þessum árum verði fyrir
ofeóknum og árásum. Það má benda á, þegar
Axel Björnsson er tekinn með valdi aðfararnótt
20. jan. '32, þar sem hann er gestkomandi og
fluttur til Reykjavíkur f mb. Bjama Olafssyni
og var þar 20-30 manna flokkur útgerðarmanna
undir forystu Elfasar Þorsteinssonar.
Sama ár gerist það á Bolungarvík, að Hannibal
Valdimarsson er einnig beittur ofbeldi af hálfu
atvinnrekenda og fluttur með valdi á bát til
Isafjarðar.
Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjamason,
höfúðpaurar hentistefnunnar innan KFI.
Einar O. var frá upphafi andvígur stofnun KFl
og eftir að hann var stofnaður var hann óþreyt-
andi í að hamra á þeirri hugmynd að gera K Fl
að vinstri-andstöðuarmi innan ASI.
Það, hversu Einar var sannur smáborgari og
það hræddur smáborgari, þegar stéttabaráttan
harðnaði, sést berlega á því, hvernig hann
reyndi að draga úr hinni miklu framsókn og sf-
vaxandi styrk norðlenzkra verkamanna á 4.
áratugnum, þegar hann var í forystuliði V. S.
N., með því að beygja sig fyrir ASI og bjóða
því upp á samninga f stað þess að heyja sjálf-
stæða stéttabaráttu, þar sem ASI var hinum
megin víglínunnar.
Þessi slóttugi svikari reyndi oft að dylja henti-
stefnupólitík sína með fögmm orðum:
"Félagar, við höfum skapað einingu flokks vors
í baráttu gegn hægri og vinstri - við höfum
varðveitt hana gegn rógi og klofningstilraunum
liðhlaupa, - við höfum á verstu stormatímum
lært að elska flokk okkar og einingu hans heit-
ar en nokkru sinni fyrr, elska hann yfir allt
annað - og við munum vernda flokk vorn og
einingu hans sem sjáaldur auga vors, sem lff
vort og frelsi, með öllum okkar kröftum,
gegn hverjum, sem reynir að tvístra þessum
hornsteini frelsis verkalýðsins á felandi."
(tTr ræðu haldinni á IH. þingi KFI, 1935, sjá
Bolsjevikkann H/2.)
Og þremur árum síðar leggur þessi fagur-
málgi verkalýðssvikari niður "hornstein frels-
is verkalýðsins á felandi." ..
Einar Olgeirsson hvflir nú vel f örmum auð-
valdsins f bankaráði Landsbankans, en Brynj-
ólfur Bjamason gekk sína leið, leið dulspeki
og spfritisma.