Stéttabaráttan - 08.11.1974, Qupperneq 3

Stéttabaráttan - 08.11.1974, Qupperneq 3
STÉTTABARATTAN lO.tbl. 8.111974 I Ritstjórn Stéttabaráttunnar hefur ákveðið að birta í framtfðinni greinar um baráttu íslensks verkalýðs og þá sérstaklega þær öreigasinnuðu hefð- ir sem Kommúnistaflokkur Islands hélt á lofti á 4. áratugnum, allt fram til þess tíma að hentistefna sigraði marxísku-lenínísku línuna í flokknum og starfi hans var beint inn á brautir sósíaldemókratismans og þýlyndis við auðvaldið. Skilgetið afkvæmi þessara svika er í dag Alþýðubanda- lagið sem ljóst og leynt vinnur að skipulagningu auðvaldsframleiðslunnar, að aukinni kúgun og auknu arðráni á verkalýðnum. Baráttusaga verkalýðsins er ekki kennd í skólum né öðrum áróðursmiðl- um borgaranna heldur ríða lygar og falsanir þar öllum húsum, jafnt í augljósum árásum og loddaralegum sjónleikjum svikaranna í Alþýðubanda- laginu og "fræðslu"námskeiðum sem uppkeypta ASf-forystan stendur fyrir. Gegn þessu standa svo KSML, sem hafa reist rauða fánann á ný - fána hinnar byltingarsinnuðu öreigastéttar og hafið á loft bestu hefðir verka- lýðsins. Takið þátt I námsstarfi KSML Námsstarfið er liður í flokksbyggingunni Stéttaátökin 9. nóv. 1932 Þann 9. nóvember eru liðin 42 ár síðan verkalýð Reykjavíkur tókst undir forystu Kommúnistaflokks Islands að hrinda einhverri svæsnustu tilraun auð- valdsins til að leiða hundruð verkamannafjölskyldna í hreinan hungurdauða - nokkuð sem því hefði tekist með aðstoð sósfaldemókratanna, ef ekki hefði verið fyrir hendi framvarðarflokkur undir leiðsögn fræðikenningar öreiga- stéttarinnar til að leiða fjöldann í varnarbaráttunni, en þannig flokkur var KFÍ -Kommúnistaflokkur Islands-. Tildrög málsins voru þau, að sumarið '32 var gífurlegt atvinnuleysi í Reykja- vík sem og annars staðar á landinu, og fór ört vaxandi. A almennum fundi í Dagsbrún og Sjómannafélaginu 6. júlí var svo samþykkt krafa frá komm- únískum verkamönnum um, að bæjar- stjórnin stofnaði þegar til atvinnubðta- vinnu í stórum stfl. Daginn eftir var málið tekið upp í bæjarstjórninni, þar sem fulltrúar íhaldsins og uppkeyptu svikararnir í Alþýðuflokknum komust brátt að þvf, að "ekki væru til pening- ar" og því ekki um annað að ræða en að láta nokkur hundruð verkamanna- fjölskyldur dragast upp úr sulti. Mikill fjöldi verkamanna hafði safnast fyrir utan fundarstaðinn og þegar fréttist af þessari afgreiðslu málsins, hugðist verkalýðurinn sýna hug sinn til þess- "ara morðingja og leitaði inngöngu. Var þá lögreglunni sigað á hann með kylfum og bareflum, fjöldinn var ekki vel viðbúinn þvílf kum ógnaraðgerðum og því var ákveðið eftir nokkurn bar- daga að draga sig í hlé. Þessi fasíska árás leiddi til þess, að nokkrir verka- menn urðu fyrir varanlegu líkams- tjóni og einn hlaut lömun. Boðaði KFl nú til fundar á Kalkofnsvegi, þar sem lagt var upp hvernig áframhald bar- áttunnar skyldi háttað og var alger eining meðal verkamanna um að ná fullum sigri í þessu máli. Arangur- inn af þessari baráttu varð, að borg- ararnir sáu sér ekki annað fært en að samþykkja kröfur verkalýðsins af ótta við einhug verkamannanna og þá bylt- ingarsinnuðu forystu, sem þeir höfðu valið aér. fundurinn hefðist að nýju. Eftir hléð hóf Jakob Möller bæjarfulltrúi íhalds- ins harðari árás á verkalýðinn en nokkru sinni fyrr, þeir verkamenn, sem komist höfðu inn á fundinn, en megin þorranum var synjað inngöngu, neituðu nú að sitja undir þessum við- bjóði lengur og þaggaði niður í Jakobi með kröftuglegum framíköllum. Kröfðust nú þeir verkamenn, sem úti voru, að staðið yrði við gefin loforð, var þá lögreglunni sigað á mannfjöld- ann, sem tók hraustlega á móti. A meðanvar fundinum slitið og hugðist fulltrúaþýið halda fast við kauplækkun- arsamþykktina. Er útséð var um, að verkalýðurinn mundi ekki líða þessi málalok, ákváðu Alþýðuflokksbrodd- arnir að bera fram "málamiðlunar- tillögu" gegn því að fhaldsfulltrúunum yrði leyft að ganga út ómeiddum, þess efnis að "lækkaði kaupið ekki fyrr en bæjarstjórninsjálf ákveddi það." Kratarnir voru nú búnir að "gleyma" kröfunum frá fundinum þann sj ötta og minntust ekki á þær. Þessum tillög- um var algerlega hafnað af verkamönn- unum á staðnum. A meðan flýðu í- haldsmennirnir ofan í kjallara. Af ótta við að verða fullkomlega afhjúpað- ir og þá festu og forystu sem komm- únistarnir höfðu, tóku nú Héðinn Valdi- marsson og nokkrir aðrir kratabrodd- ar að þeyta herlúðra í von um að ná forystunni úr höndum þeirra fyrrnefndu, Var ákveðið að sækja svínin ofan í kjallara, en þá var lögreglunni skipað I annað sinn að ráðast á mannfjöldann. Hófst þá ofsalegur bardagi, þar sem Böldi manna hlaut alvarleg meiðeli. 9. nóvember Þrátt fyrir stöðugt vaxandi atvinnu- leysi og dýrtíð er líða tók á veturinn ætluðu auðvaldsfulltrúarnir í borgar- stjórninni að lækka kaupið I atvinnu- bótavinnunni verulega, jjrátt fyrir að það nægði vart fyrir brynustu lífsnauð- synjum. 6. nóvember var farin kröfuganga og haldinn útifimdur þar sem verkalýður- inn samþykkti tillögu þess efnis að sama kaup yrði áfram og fjölgað um 150 I atvinnubótavinnunni. Þegar endurbótasinnarnir í verkalýðsforyst- unni með Héðin Valdimarsson í broddi fylkingar sáu hug verkamanna, lýstu þeir sig samþykka,til að halda andlit- inu, en þegar félagi úr KFl kom með tillögu um víðtask verkföll til að tryggja framgang krafnanna, neitaði Héðinn að bera þessa tillögu undir at- kvæði. Bæjarstjórnarfundurinn, sem átti að taka ákvörðun um kröfur verkamann- anna hófst kl. 10 að morgni þess ní- unda. Ræður fulltrúa íhaldsins inni- héldu fáheyrðustu lygar um að ómögu- legt væri að afla bænum fé, og svf- virðilegustu árásir á hinn atvinnulausa verkalýð. Fulltrúar Alþýðuflokksins töluðu um að ástandið væri slæmt en reyndu samtímis að draga kjarkinn úr verkamönnunum. Eftir þessar árás- ir var ákveðið matarhlé og verka- mönnum lofaður frjáls inngangur, er Lyktaði honum með því, að lögregl- an var öll afvopnuð. En á meðan þessu stóð, hafði íhaldinu tekist að flýja úr kjallaranum. Um kvöldið hélt KFl mjög fjölmennan fund með verkamönnunum, þar sem tillagan frá 6. nóv. var samþykkt og svarað skyldi "hinum blóðugu höggum lögreglunnar í dag með verkfalli við alla þá vinnu, sem þýðingu hefur til þess að brjóta hungurárásina á bak aftur." (Verkalýðsblaðið 3. árg. 48. tbl.) Meðan fundur KFl stóð, sátu alþýðu- "foringjarnir" að svikráðum við verkalýðinn og sömdu við fulltrúa auðvaldsins um sama kaup í atvinnu- bótavinnunni til áramóta. Verkalýðsblaðið segir ennfremur: "Bæjarstjórnin var á undanhaldi, skelfd við hina ágætu samfylkingu verkalýðsins. Það var því í lófa lag- ið að halda baráttunni áfram til sigurs. Öll skilyrði til þess voru fyrir hendi: 1) Víðtæk samfylking og samtök verka- lýðsins, 2) Lögreglan gjörsigruð, 3) Bæjarstjórnin á undanhaldi, 4) Verkalýðurinn staðráðinn í því að gera verkfall. Hefðu krata broddarnir ekki vegið aft- an að verkalýðnum, klofið samfylk- ingu hins vinnandi og atvinnulausa verkalýðs, hindrað verkfall í bæjar- vinnunni og við höfnina, þá væri nú fullur sigur unninn, kröfur verkalýðs- ins uppfylltar." -/hg Allt frá stofnun KSML hafa samtökin sett námsstarfið sem höfuðverkefni sitt. En hvað táknar þetta vfgorð fyrir samtökin og starf þeirra ? Hvern- ig hafa KSML framfylgt þessu vígorði og hvernig hyggjast þau framfylgja því ? I raun og veru er námsstarfið I dag liður I stærra verkefni sem er bygg- ing kommúnistaflokks. I dag er náms- starfið höfuðverkefnið á þessu sviði (en allt starf KSML í dag miðar mark- visst að uppbyggingu kommúnistaflokks) Þetta þýðir, að námsstarfið er leið- andi þáttur I flokksbyggingunni. Ilvern- ig má það vera að mikilvægi náms- starfsins fyrir starf samtakanna er svo mikið? Það, Bem greinir á milli baráttu verkalýðsstéttarinnar og bar- áttu borgarastéttarinnar er fyrst og fremst tvennt. I fyrsta lagi það að borgarastéttin berst fyrir að viðhalda arðráni og úreltu þjóðfélagskerfi á meðan verkalýðsstéttin berst fyrir frelsi sínu og afnámi rotnandi ríkis- kerfis kapitalismans. I öðru lagi er verkalýðsstéttin meðvituð í baráttu sinni, þ. e. meðvituð um sögulegt hlutverk sitt en borgarastéttin ekki. Ilið síðara á ekki við um allan verka- lýðsfjöldann á Islandi I dag og þess vegna er það hlutverk kommúnistanna að fræða verkalýðinn um þetta sögu- lega hlutverk sitt og sýna honum fram á það x gegnum starf og líf verka- manna. Meðvitund verkamannanna birtist síðan I hvernig þeir haga bylt- ingarstarfi sínu gegn auðvaldsskipu- laginu, hvernig þeir í gegnum mark- vissa og meðvitaða baráttu byggja upp beittasta byltingarvopn sögunnar, kommúnistaflokkixm. Við sjáum því að námsstarfið hefur tvær hliðar, þ. e. námsstarf meðal verkalýðsfjöldans sem leitt er af kommúnistum og jafnframt frekara nám meðal kommúnistanna sjálfra til að hækka stéttarvitund sína enn frekar og verða enn hæfari til að vinna með- vitað starf gegn kapitalismanum. Ég tek fyrst fyrir hvernig KSML vinna að námsstarfi innan eigin raða. KSML innihalda f dag kjarna hinna meðvituðu verkamanna á Islandi og aðra dyggustu stuðningsmenn sósfal- ismans. I dag eru KSML miðstöð alls skipulagðs kommúnísks starfs sem unnið er á Islandi. I námsstarfinu hafa samtökin fyrst og fremst beint huganum að reynslu kommúnísku al- þjóðahreyfingarinnar við uppbyggingu kommúnistaflokksins og lýðræðislega miðstjórnarvaldsins. I þessu sam- bandi hafa samtökin numið fjölda greina eftir Lenín (sem leiddi Bolsé- vikkaflokkinn í þeirri byltingarbaráttu sem leiddi af sér þá tqgund kommún- istaflokks sem við þekkjum með lýð- rasðislegu miðstjórnarafli og kallaður hefur verið kommúnistaflokkur af lenínískri gerð) jafnframt hafa sam- tökin numið greinar eftir Stalín, Maó T^-tung og Enver Hoxha um skipulag- ið og agann. Þar sem starf KSML á Islandi er brautryðjendastjyf I dag er grundvall- arleg skilgreining á fslenskum stétt- um og stéttahlutföllum og hagfræði- legri stöðu landsins gagnvart hinum erlenda markaði ásamt stöðu hinna ýmsu iðngreina hverrar til annarrar eitt almikilvægasta verkefni okkar. Því er það að samtökin hafa beint námi sínu að hagfræðilegum atriðum í síauknum mæli. Þetta er þeim mun mikilvægara sem við höfum í huga þau harðnandi stéttaátök sem nú eru fram- undan sem afleiðing af kjaraskerðing- arsókn auðvaldsins á hendur verka- lýðnum. r sambandi við þá mótsetn- ingu er verið hefur uppi ixman sam- takanna varðandi starfið iiman verka- lýðsfélagaima og stöðu þeirra (og enn er sfður en svo afgreidd að fullu) hafa KSML einnig unnið f þvf nambandl með baráttuaðferðjr og reynslu kommún- ista f kjarabaráttunni og í verkalýðs- félögunum bæði á 4. áratugnum og eins í dag. Þau verkefni á fræðilega sviðinu, sem við setjum sem mikil- vægust í námi samtakanna nú á kom- andi mánuðum er að dýpka almennan skilning félaga á marxísku heimspek- inni (sem er í raun grxmdvöllur fyrir öllu starfi kommúnista) og einbeita okkur enn meira að aukn- um skilningi á hinum hagfræðilegu ferlum kapitalismans með námi á vís- indagreinum eftir Mamc og Lenín. Eins og ég benti á hér að framan er skólun verkalýðsfjöldans og stuðnings- manna verkalýðsins eitt mikilvægasta verkefni fslenskra kommúnista á nú- verandi tímabili á sviði flokksbygging- arinnar. En hvernig tekst okkur að framfylgja þessu verkefni? Að okkar mati er aðeins ein leið til þess, og það er með beinu starfi meðal verka- manna. Þetta starf verður að vera fólgið í því að útbreiða málgögn KSML og þá fyrst og fremst Stéttabaráttuna, fá verkamenn til að líta á hana sem sitt málgagn og beita henni til að skóla verkafólkið. Eiimig er útgáfa dreifi- rita og bein þátttaka í öllum hræring- um verkamanna þar sem ekkert tæki- færi er látið ónotað að sýna fram á raunverulega framtíðarhagsmuni verkalýðsins, og forystulið verkalýðs- ins í dag, verkalýðsaðallinn afhjúpað- ur og verkamönnum fylkt í virkri bar- áttu gegn honum. En það sem er þó mikilvægast og í raun afgerandi fyrir það hvort sam- tökunum tekst að rjúfa einangrun sína frá fjölda verkafólksins er hvernig þeim tekst að efla og koma á virku stuðningsstarfi undir foiystu hverfa- sellna og vinnustaðasellna og I fram- tíðinni einnig undir forystu ýmissa sellna í fjöldasamtökum verkalýðsins. En ef við lítum á hvernig okkur hefur tekist að framfylgja stuðningsstarfinu og byggja það upp í reynd, blasir við hrapalleg vanræksla. Til skamms tíma var það til dæmis rlkjandi við- horf að líta á alla stuðningsmenn sem verðandi félaga og ef þeir af einhverj. um ástæðum vildu ekki gerast félagar var litið á þá sem "slappa" og jafn- vel stundum að það þýddi ekkert að . hafa samband við þá. Starf stuðnings- manna var bundið við fundi hálfsmán- aðarlega sem þó voru haldnir með i höppum og glöppum og einstaka sinn- um var farið með þá I húsasölu sem var þó enn sjaldnar, og einn og einn stuðningsmaður er skipulagður í götu- sölur, en þeir eru undantekning. Ofan á allt þetta bættist það viðhorf, að stuðningsmenn fengu ekki að komast í námshring samtakanna nema þeir hefðu sýnt frábært starf (eins og nokk- urs konar verðlaun) og væru staðráðn- ir í því að gerast félagar. Þannig kom fram sú ranga skoðun að starfið skyldi koma á undan fræði- kenningunni, að stuðningsmennirnir skyldu starfa áður en þeir hefður öðl- ast skilning á eðli og markmiði starfs- ins. Rétt skoðun er að sjálfeögðu að fræðikenningin skuli ávallt vera númer eitt og aukið starf að koma sem afleið- ing af aukinni pólitískri meðvitund. Allt þetta hefur valdið því að stuðn- ingsstarfið hefur verið miklu fremur fráhrindandi en hitt, þannig að einung- is þeir stuðningsmenn sem bókstaf- lega hafa verið brennandi af áhuga hafa sýnt virkt stuðningsstarf. Hér þarf greinilega að verða gjörbreyting á. Eitt ákaflega mikilvægt atriði er að gera stuðningsmenn að virkum þátttakendum I að byggja upp og efla Stéttabaráttuna með því að afla frétta af atburðum í stéttabaráttunni, skrifa greinar frá vinnustöðunum og vera stöðugt vakandi fyrir því að auka út- breiðslu hennar. Annað mikilvægt atriði er að skipuleggja þá ekki aðeins út frá hverfasellunum, heldur einnig I margfalt auknum mæli á vinnustöð- unum, og snúa þannig andliti okkar að þeim, og jafnframt því að skipu- leggja þá I áróðri og öðru starfi I fjöldasamtökum verkalýðsins og öðr- um félögum eins og t. d. Kínversk Islensku menningartengslunum o. s. frv Einnig verða sellurnar að leitast við að efla stuðningsstarfið og gera það sem fj ölbreyttast. Þannig værí það mjög gott ef einstakar sellur skrifuðu I Stéttabaráttuna og segðu frá árang- ursríku stuðningsstarfi og miðluðu þannig af reynslu sinni til annarra félaga og stuðningsmanna. Fræðikenningin ávallt I fyrirrúmi. -/rb, námsfulltrúi Reykjavíkurdeild- ar KSML Kynningarfundur KSML i MH Þann 14. 10. var haldinn kynningar- fundur á KSML í Menntaskólanum við Hamrahlíð á vegum málfunda- félags skólans. Um 40-50 manns sóttu fundinn. Tveir félagar mættu fyrjr hönd KSML sem frummælend- ur. 1 framsöguræðum sínum röktu félagarnir uppkomu og þróun marxismans-lenínismans-hugsunar Maós Tse-tungs I stórum dráttum og pólitík KSML til hinna ýmsu mála. Eftir framsöguræðurnar fóru fram almennar umræður. Athyglisvert var, að I umræðunum komu upp tveir trotskýistar sem héldu feiki langar ræður og var annar þeirra með ræðu sína fjölritaða (lfklega ræða af þingi Fylkingarinnar). Hömuðust þeir við að "sanna", að efnahagslífið I Sovétríkjunum hefði þá fyrst farið að hnigna á þriðja áratugnum, þ. e. þegar efnahagslíf- ið var I rústum eftir nær áratugs langa styrjöld. Málflutning þeirra allan einkenndi lygaáróður og þvæla, sem hingað til hefur aðal- lega verið flutt af síðum Morgun- blaðsins. Kom berlega I ljós á fundinum. að Morgunblaðið hafði eignast dyggan bandamann f árás- Fundur KSML um Kína 17. október s.l. héldu KSML fúnd I Lindarbæ I tilefni 25 ára afmælis kínverska alþýðulýðveldisins, sem var 1. okt. Á fundinum voru fluttar rasður um pólitíska þróun kínverska kommúnistaflokksins eftir frelsunina og efnahagslega uppbyggingu lands- ins. Auk þess voru flutt ljóð eftir Maó Tse-tung I íslenskri þýðingu, en Maó hefur hlotið almenna viður- kenningu fyrir kveðskap sinn. Fund- inn sóttu rúml. 60 manns, þar af gerðust um 20 meðlimlr I Kínversk- íslenska menningarfélaginu. Auk þess létu nokkrir skrá sig I stuðn- ings- og námshóp hjá KSML. Námshringur KSML 1. Kommúnistaávarpið (Marx/Engels tJirvalsrit I) 2. Díalektfska og sögulega efnis- hyggjan (Stalín, bæklingur KSML) Um starfið og Hvaðan koma rétt- ar hugmyndir (Maó, Úrv. rit I,HI) 3. Grundvöllur pólitísku hagfrasð- innar (Fjölr. bEdcUngur KSML) 4. Um rfkið og byltinguna (Lenín, Ríki og bylting) 5. Um flokkinn (Lenín/Stalfn, badd- ingur KSML) 6. Pólitík KSML (Rauði Fáninn nr. 1 fy2 frá stofnþingi KSML og Alykt- anir 1. ráðstefnu KSML). um sínum á kommúnista og lygum, þar sem er Ifylking trotskýista. Þess má geta, að fjórum dögum seinna hélt lýlkingin kynnlngar- fund í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Fýrir fundinn var gefið út dreifirit og því dreift til allra nem- enda skólans þar sem menn voru hvattir til að mæta og hlusta á "byltingarsinnaða" pólitfk Fýlking- arinnar. Svo gjörsamlega höfðu trotskýistarnir afhjúpað sig á kynningarfundi KSML, að einungis mættu um 10 manns á fundinn að frummælenda og Fyikingarfélögum meðtöldum. -/isj/shk

x

Stéttabaráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.