Stéttabaráttan - 25.09.1975, Blaðsíða 2

Stéttabaráttan - 25.09.1975, Blaðsíða 2
2 Leiðarinn er á ábyrgð miðstjórna. STÉTTABABATTAN, 9. tbl. 4árg. 25,sept. 1975 ÍJtg. Kommúnistasamtökin m-1 Pósthólf 1357 Reykjavík Sími: 27810 Ri tstj. og ábm. : Hjálmtýr Heiðdal. Fram til baráttu fyrir endur reisn verkalýðsfálaganna Það er nú hverjum manni ljóst að þessi ríkisstjórn serii nú situr er jafn ófær um að ráða við verðbólguna eins og þær sem á undan hafa setið. A undanförnum vikum hefur hver hækkunin eftir aðra dunið yfir á vöru- tegundum, sem framleiddar eru inn- anlands. Núna síðast var það stór- hækkun á búvöru, bæði mjolk, kjöti og kartöflum - en þetta eru einmitt þær vörutegimdir sem ríkisstjórnin gaf sérstakt loforð um að myndu ekki hækka, þegar síðustu kjara- samningar voru gerðir við verkalýðs- félögin. Þá var niðurgreiðslan á landbúnaðarvörum metin til allt að 20% kjarabóta, en nú hafa fjöldamarg- ar landbúnaðarvörur verið hækkaðar langt fram yfir þetta. Þannig hefur ríkisstjórnin svikið öll þau loforð sem gefin voru og "voru forsenda þess að samningar tókust" í júní síð- astliðnum, eftir því sem ASÍ-foryst- an fullyrti þá. KSML bentu reyndar á það strax og þegar kunnugt varð um efni samning- anna, að þetta væru ófærir samning- ar og í flugriti, sem dreift var fyrir fundi í öllum stærstu verkalýðsfé- lögunum, gagnrýndu þau einmitt það atriði samninganna, að treysta lof- orðum ríkisstjórnarinnar. Það kom líka í ljós að rikisstjórninni var ekki að treysta, stuttu eftir samningana var mjólkin hækkuð í verði og nú all- ar landbúnaðarvörur. Astæðan fyrir því að ríkisstjórnin þorir að demba þessum hækkun á landbúnaðarvörum ofan í um 70% verðbólgu er það dáðleysi sem ríkir í aðgerðum verkalýðsfélaganna. Oft hefur verið þörf á sterkum og starf- andi varnarbaráttutækjum verkalýðs- ins, en nú er nauðsyn. Eina leiðin til að hefta þær gífurlegu kjaraskerð- ingar sem nú dynja yfir er að verka- lýðsstéttin snúist til baráttu og sam- einist um að snúa kjaraskerðingunum gegn kapitalistunum sjálfum, því það eru einmitt framleiðsluhættir þeirra, sem eru orsök kjaraskerðingarinnar og verðbólgunnar, enekki laun verka- lýðsins. Vegna þess mikla samdráttar sem Til íslenskra marxista- lenínista! Miðstjðrn Kommúnistasamtakanna marxistanna-lenínistanna ákvað á fundi sínum þann fundi sínum í september, að II þing samtakanna yrði haldið að sjö mán- uðum liðnum, ápáskuml976. Þing- staður er enn óákveðinn. Verkefni þingsins verða þessi: a) Samþykkt pólitfskrar stefnu- skrar. b) Samþykkt laga og reglugerðar. c) Yfirlýsingar og samþykktir um brýnustu mál íslensks verka- lýðs og vinnandi alþýðu. d) Kjör nýrrar miðstjórnar. Nánari fyrirmæli um undirbúning þingsins - bæði skipulagslega og pólitískt - munu berast félögum inn- an skamms. Þingið er fulltrúaþing, en sérhver deild samtakanna eða starfshðpur kýs sér fulltrúa í sam- ræmi við fjölda félaga þegar full- trúakjör fer fram. Tillögur að ályktunum þingsins, stefnuskrá fyrir samtökin og reglu- gerð, verða birtar með reglulegu millibili í Stéttabaráttunni og jafn- vel Rauða Fánanum, frá og með októberblaði Stéttabaráttunnar. Nauðsynlegt er að allar tillögur séu ræddar ofan f kjölinn af öllum fé- lögum og stuðningsmönnum samtak- anna, skrifleg gagnrýni verði send ritnefnd Stéttabaráttunnar eða mið- stjórn að loknum umræðum. Sérhverjum félaga eða stuðnings- manni samtakanna er frjálst að gagnrýna allar tillögur fyrir þingið og leggja fram sérálit eða sérstak- ar tillögur í þeim málum sem þing- ið tekur til meðferðar eða öðrum málum, sem þeir álíta að þingið ætti að taka fyrir. Skilafrestur tillagna að ályktunum, breytingartillögur að ályktunum eða sérálit rennur út 1. apríl 1976. Til- lögur sem berast eftlr þann tíma, verða teknar til mats af miðstjórn KSML. Miðstjórn KSML hvetur verkafðlk til að leggja orð í belg og taka þátt í að móta starf þingsins. Við álítum að alþýðubandalagsfélagar, sem vilja starfa að stofnun kommúnistaflokks á Islandi, ættu að mynda umræðu- hópa til þess að ræða stefnuskrár- tillögur, tillögur að ályktunum og starfsemi þingsins og koma gagn- rýni sinni á framfæri við KSML. Þeir alþýðubandalagsfélagar, sem vilja starfa heíðarlega að stofnun kommúnistaflokks á Islandi og fylgja marxismanum-lenmismanum, ættu að hafa samband við miðstjórn KSML og taka þátt I undirbúningi þingsins. Umræðuhópar og starfs- hópar verkamanna og marxista- lenínista sem standa utan KSML, eiga rétt á því að kjósa fulltrúa á þingið og taka fullan þátt I störfum þess. Setjið ykkur í samband við mið- stjðrnKSML, pósthólf 1357 R. sem fyrst og takið' þátt I baráttunni fyr- ir stofnun Kommúnistaflokks Is- lands. jYHí5stj(5rn Kommúnistasam- takanna m-1. Hafió samband vió KSML Hafnarfjörður: Fulltrúi KSML er Fjóla Rögnvaldsdóttir, Vitastíg 3. Hellissandur: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Sigfús Almars- son, Skólabraut 10. Isafiörður: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Agnar Hauksson, Tangagötu 20, sími: 3651. Neskaupsstaður: Stuðningsdeild KSML, Pétur Ridgewell, Miðhús- Sauðárkrókur: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Einar Helga- son, Víðigrund 6 (þriðjahæð). Siglufiörður: Söluturninn, Aðal- götu er með umboðssölu fyrir Stéttabaráttuna og Rauða fánann. Suðurnes: Stuðningsdeild KSML, Jónas H. Jónsson, Holtsgötu 26, Njarðvík. Sími: 2641. Akureyri: Stuðningsdeild KSML, Guðvarður M. Gunnlaugsson, Helga- magrastræti 23, sími: 23673/ pósthólf 650, Akureyri. Húsavík: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Þórarinn Ólafs- son, Sólbrekku 5. Reykjavík: KSML, Lindargötu 15, eða postholf 1357, sími: 27810. NÝIR UMBOÐ6MENN: Egilsstaðir: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Stefán Jóhanns- son, Bjarkarhlíð 6. Vestmannaeyjar: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Guðrún Garðarsdóttir, Þorlaugargerði, Vestmannaeyjum. orðið hefur í hinum vestrænu auð- valdsríkjum og minnkandi magns af seldum vörum hafa auðmennirnir reynt að halda uppi sínum eigin gróða með því að hækka vöruverðið. Það er þvf í efnahagskerfi kapitalismans sem orsaka kjaraskerðingaima er að leita. Gegn þessu kerfi verða verka- menn því að snúast til að vernda lífs- hagsmuni sína. Til að þessi barátta beri einhverja á- vexti verðum við því að hafa trausta, framsækna og verkalýðssinnaða for- ystu í verkalýðsfélögunum. En svo er því miður ekki í dag. Verkalýðs- forystan í stærstu og mikilvægustu verkalýðsfélögunum er algjörlega ófær um að veíta nokkra framsýna leiðsögn. Þessa verkalýðsforingja hefur auðvaldið fyrir löngu keypt upp. Þeir eru orðnir hálaunamenn, komn- ir I fínar stöður, á Alþingi, I vel- launaðar nefndir og ráð ríkisins. Þeir Þeir eru orðnir tryggir þjónar þess kerfis sem frami þeirra og auður byggist á. Með öðriun orðum, auð- valdið hefur stungið upp í þá dúsu svo þeir verði þægir þjónar ríkjandi kerfis kapitalismans. Þeim líður of vel f feitu embættunum sfnu til að hætta þeim í baráttu fyrir verkalýðs- stéttina. Ef einhver möguleiki á að vera á þvf, að verkamenn sigri í baráttunni sem framundan er, verður það vissulega frumskilyrði að losa sig við það mútþæga lið, sem nú situr í verka- lýðsforystunni. Lærdómarnir sem við getum dregið af síðustu samningum og hvernig var staðið að þeim eru meðal annars þeir, að kasta ekki samningunum í hendurnar á topp-klíkunni í ASl held- ur verðum við að skapa sem breið- astan, starfandi fjölda svo ASÍ-for- ystunni muni þá síður takast að svíkja og brjota barattuna á bak aftur. Nú verðum við því að krefjast þess að verkamenn í félögunum fái tækifæri til að undirbúa kröfurnar og fylgja þeim fram til baráttu. Aðeins á þann hátt mun takast að endurreisa verkalýðsféiögin og hreinsa þau af hinum uppkeypta lyð, sem kemur í veg fyrir árangursríka baráttu fyrir að auðmennirnir verði sjálfir látnir borga sína eigin kreppu. Akveðið hefur verið að Nýi Verka- maðurinn verði gefinn út offsetprent- aður f stóru broti eftir áramót og framvegis. Til að það geti orðið verður að byggja upp vfðtækt styrkt- armannakerfi, þar sem blaðið nýtur ekki ríkisstyrks eins og hin akur- eyrarblöðin. Sendu styrktarframlagið á gíróreikn- ing nr. 23673 og við skráum þig sem styrktarmann. Öllum nýjum styrkt- armönnum verður send veggmynd (plaggat). wkomodwlnn. pósthólf 650, Akureyrl. sími 23022 D Styrktarmenn Stettabaráttmar Enn eru styrktarmenn Stéttabarátt- unnar of fáir til að koma að verulegu gagni við baráttuna fyrir eflingu hennar og málstaðs sósíalismans. Ritstj. blaðsins hvetur stuðnings- menn til að gerast styrktarmennþess - greiða 500 kr. eða meira á mánuði. RAUÐA STJARNAN byltingarsinnuð bókabúð i þjónustu alþýðunnar Fyrir skömmu var bókabúðin Rauða Stjarnan opnuð á ný eftir flutninga. Hún hefur aðsetur sitt að Lindar- götu 15 og opnunartfmi hennar er: frá 15 til 18,30 frá mánudegi til föstudags. Meðal þess efnis sem þar er á boðstólum kennir ýmissa grasa. Þar er að finna ýmsar pólitískar bækur á íslensku, ensku, dönsku og sænsku, skáldsögur og Ijóð, blöð og tímarit frá hinum og þessum heimshlutum, plötur og myndir og margt fteira. Að sjálf- sögðu er hægt að fá þarna allt útgáfuefni KSML. Fljótlega verður opnað þarna kaffihorn. Þar munu liggja frammi blöð og tímarit. Komið og lítið inn. Ályktun mióstjórnar Fasistastjðrn Francos á Spáni herð- ir nú tökin á alþýðunni. Hundruðir frelsisunnandi spánverja - lýðræðis- sinnar, kommúnistar, baskar og aðrir - sitja í dýflissum falangist- anna og bíða dðms eða afþlána hann. Nú standa yfir réttarhöld yfir með- limum spænsku andfasistasamtak- anna F. R. A. P. og meðlimum bask- ísku þjóðfrelsissamtakanna E. T. A. 11 manneskjur hafa þegar verið dæmdar til dauða og enn Heiri bíða dauðadóms. Meðal þeirra sem dæmdir hafa verið til dauða eru tvær kornungar konur, báðar barns- hafandi. Andfasísku frelsissamtökin, F. R. A.P. hafa beint þeirri beiðni til lýð- ræðissinna og andfasista um allan heim, að þeir hunsi túristaferðir til Spánar, því að tekjur franco- fasistanna koma að stðrum hluta frá ferðamannastraumnum. Við styðj- um þessa beiðni F. R. A. P. og hvetjr um alla fslenska frelsis- og lýð- ræðisunnendur tii þess að hunsa hópferðir til Spánar. Pólitískar fangelsanir, réttarmorð á spænskum lýðræðissinnum og of- sóknirnar gegn baskfsku frelsis- hetjunum eru allt saman brot á mannréttindastefnuskrá Sameinuðu þjóðanna. Við krefjumst þess, að íslenska rfkisstjórnin mótmæli grimmdarverkum spænsku fasist- anna opinberlega. Kröfur okkar eru þessar: Látið lausa alla pðlitíska fanga - afnemið dauðadðmana! Fullur stuðningur við F. R.A.P. og E.T.A.! Miðstjórn KSML Áskorunfrá miðstjóm Kommúnistasamtakanna m-l til allra and-heimsvaldasinnaðra Islendinga: Ferðist ekki til Spánar! FRAP - andfasistafylkingin á Spáni (sem Stéttaþaráttan kynnti f 10. tbl. *J4) hefur beint þeirri ein- dregnu áskorun til allra verka- manna og lýðræðissinna í Evrópu að styðja ekki fasistastjórn Frank- ós með því að ferðast til Spánar. Talsmenn FRAP benda á, að ferðamannatekjurnar hjáipi stjórn Frankós að viðhalda tiltölulegu jafnvægi f efnahag landsins - sem sffellt er f slæmu ástandi sökum kúgunar bandarfsku heimsvalda- stefnunnar. Til að sýna fram á þetta hefur FRAP lagt fram eftirfarandi upp- lýslngar: T. d. var viðskiptajöfnuð- ur Spánar árlð 1968 óhagstæður um 1.730 milljónir doliara, en með tekjunum af þelm 19 milljón ferða- mönnum sem komu til landslns það ár varð greiðslujöfnuðurinn óhag-’ stæður um 61,4 milljónir dollara. Sömu sögu er að segja um árið 1969, þá komu 21 milljón ferða- menn sem eyddu 1.300 milljónum dollara f landinu og þessar tekjur hjálpuðu fasistastjórninni til þess að greiða megnið af þeim 2000 milljónum dollara, sem greiðslu- hallinn var. Hlnn stöðugl óhagstæði viðskipta- jöfnuður er aflelðlng þess að land- ið er okað af hcimsvaldastefnunni. Það má því segja, að ferðamanna- gjaldeyririnn sem kemur til Spán- ar, og jafnar mesta tekjubil fyrir fasistastjórnina, sé jafnframt for- senda þess að bandarfska heims- valdastefnan getur haldlð landinu f greip sinnl. Að öllu jöfnu er það ljóst, að ef ekki væru tekjurnar af ferðamönn- unum, þá myndi harðstjórnin riða f sessi og innbyrðls móthverfur valdastéttarinnar myndu aukast. Innbyrðis deilur meðal fasistanna myndu auðvitað veikja þá og þannig koma baráttu alþýðunnar til góða. Að lokum segja talsmenn FRAP - Ferðamannastraumurinn hefur tvenns konar áhrlf; hann auðgar auðherra Spánnr og er nauðsynleg forsenda fyrlr undirlægjuhætti Frankó-fasistanna gagnvart banda- rfsku heimsyaldaötefnunnl - fyrir verkalýðinn og fátæklingana á Spánl hefur ferðamannastraumur- lnn engar jákvæðar hllðar, heldur eingöngu hajkkað vöruverð og sterk- ari kúgunarstjórn. Miðstjórn KSML hefur ákveðið að styðja áskorun FRAP um að skora ' á verkalýðlnn og alla and-heims- valdasinna og lyðræðlssinna að ferðast ekld til Spánar. Og það seglr sig sjálft, að alllr þeir sem telja sig framfarasinnaða fylgja þessari áskorun. Gerist áskrifendur að Grundvelli Leninismans Greidið kr 500 inn á giróreikning nr 51000 Grundvöllur lenínismans eftir J. V. Stalín er eitt merkasta rit í heims- hreyfingu kommúnista. 1 því eru öll grundvallaratriði marxismans- lenínismans á tíma heimsvalda- stefnunnar, sett fram á snilldar- legan hátt. Ritið hefur aðeins einu sinni verið gefið út á ís- lensku, árið 1939 I þýðingu Sverr- is Kristjánssonar og Hjalta Arna- sonar, en er nú löngu ófáanlegt. Verkalýðsforlagið hefur nú hafist handa um endurútgáfu verksins í endurskoðaðri þýðingu. Aætlað er að það komi út í lok septemb- er eða byrjun október. Til þess að létta undir útgáfuna hefur Verkalýðsforlagið ákveðið að efna til áskrifendasöfhunar að . Grundvelli lehínismans. Askrif- endur fá bókina á forlagsverði, kr. 500. ÍJt úr búð mun hún hins vegar kosta 720 kr. Menn geta gerst áskrifendur með þvf að borga kr. 500 inná gfró- reikning Verkalýðsforlagsins nr. 51000, pósthólf 1357. Þannig má búast við því að eitt merkasta verk marxismans-lenínismans verði afhent og sent til áskrifenda um miðjan október. (Fréttatilk. frá Verkal. forl.)

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.