Stéttabaráttan - 25.09.1975, Blaðsíða 8

Stéttabaráttan - 25.09.1975, Blaðsíða 8
1 J i. Alyktun frá VNÍ Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi Víetnam-nefndarinnar a Is- landi, fimmtudaginn 18. september 1975: "Eftir áratuga frelsisbaráttu hefur víetnamska þjóðin öðlast sjálfstæði og fullveldi og stefnir að endursam- einingu landshlutanna í norðri og suðri á grundvelli Genfarsáttmál- ans frá 1954 og Parísarsáttmálans frá 1973. 1. grein Parísarsáttmálans hljóðar þannig: "Bandaríkin og öll önnur ríki virða sjálfstæði, fullveldi og einingu Vfetnam sem óskipts lands, eins og viðurkennt var í Genfarsáttmálanum 1954." í 21. grein Parísarsáttmálans skuld- binda Bandaríkin sig til þess að leggja sitt af mörkum "til að lækna sár stríðsins og til endur- uppbyggingarinnar að stríðinu loknu í Alþýðulýðveldinu Víetnam og gjör- völlu Indókína." Nú er ljóst orðið að-Bandaríkin ætla sér á engan hátt að standa við gefin orð. Bandaríkjastjórn hefur ekki látið einn einasta bandaríkjadal af hendi rakna til norður- eða suður- nluta Víetnam til að lækna sár stríðsins né til enduruppbyggingar- innar og lausnar þeirra hrikalegu vandamála sem víetnamska þjóðin á nú við að stríða eftir þriggja ára- tuga varnarstríð gegn frönskum og bandarískum heimsvaldasinnum. Þvert á móti ógna Bandaríkin ör- yggi þjóða Indókína með herstöðv- um í Thailandi, á Filippseyjum og víðar, þaðan sem U-2 njósnavélar og B-52 árásarvélar hefja sig á loft. Sjöundi floti Bandaríkjanna er enn ógnandi við strendur Indókfna. Og nú hafa þær fréttir borist frá vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að Bandaríkin þrjóskist við að viður- kenna sjálfstæði og fullveldi vfet- nömsku þjóðarinnar og beiti neitun- arvaldi gegn aðild vfetnömsku ríkis- stjórnanna að Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkin freista þess að ein- angra víetnama á alþjóðavettvangi, en það er ljóst að su svívirðilega framkoma mun fyrst og fremst ein- angra Bandaríkin sjálf. Nær öll Ráðstefna Víetnam-nefndarinnar Dagana 3. - 5. október mun Víetnam. nefndin á íslandi halda ráðstefnu um framtíð.víetnam-starfsins. Aðildarsamtök VNf eru nú 14 tals- ins. Ráðstefnan mun ræða 4 málaflokka, stefnuna í víetnam-starfinu hér- lendis, skipulagsmál VNÍ, almennt um baráttuna gegn heimsvaldastefn- unni og um NATO og herinn. A sama túna og ráðstefnan: stendur, koma hingað gestir frá Víetnam og munu þeir ávarpa ráðstefnuna. VNl mun birta nánari fréttatilkynningu í fjölmiðlum. ríki heims hafa fullt stjórnmálasam- band við Alþýðulýðveldið Vfetnam og nú þegar hafa meira en 90 ríki viðurkennt Bráðabirgðabyltingar- stjórn Lýðveldisins Suður-Víetnam (BBS), þar á meðal öll Norðurlönd- in. Það er fagnaðarefni að íslenska rík- isstjórmálasamband við báðar víet- nömsku ríkisstjórnirnar, Hanoi- stjórnina í norðri og BBS í suðri. En það er krafa Víetnam-nefndar- innar á Islandi og þeirra fjöldasam- taka sem að henni standa, að ríkis- stjórnin tjái enn frekar stuðning fs- lensku þjóðarinnar við Víetnam, með því að veita norður- og þó ekki síður suðurhluta Víetnam efnahags- legan stuðning sem það þarfnast svo mjög, að fordæma þá árásarstefnu sem bandaríkjastjórn sýnir enn af sér gagnvart Víetnam, að taka skýlausa afstöðu með að- ild víetnömsku ríkisstjórnanna að Sameinuðu þjóðunum og berj. ast fyrir framgangi þess máls á alþjóðavettyangi." Vegna mistaka við uppsetningu er grein Wilfred Burehetts á þremur stöðum í blaðinu og gleymst hefur að merkja framhald á bls. 4. Af íslenskum túristum á i i uðmundur Guð'miuirisBOii óatúni 26 Viðtalið við Ingimar Carlos LDDNSUDU BUL SVEITTIR Á SKYRTUNUM" Spáni Reitur til áskriftarmerkingar. Nú stendur yfir rukkunarherferð í Reykjavík. Askrifendur verða heimsóttir næstu daga af félögum samtakanna. Við skorum á alla áskrifendur úti á landi sem enn hafa ekki greitt að gera það sem fyrst - því fyrr, því betra. Nú hefur STETTABARATTAN fengið pós tgíróreikning, nr. 27 810. Það auðveldar ykkur að greiða áskriftirnar- nú getið þið gengið bæði í banka og pósthús og greitt Daglega heyrum við nú fréttir af af- tökum og líflátsdómum frá Spáni. En við fréttum fleira frá því landi - við fréttum að íslenskar hljómsveitir leiki þar iistir sínar. Nýlega kom viðtal við Ingimar Eydal hljómsveit- arstjóra í Dagblaðinu. Hann varð svo frægur að spila fyrir Carlos fas- istaprins (og rikisarfa eftir glæpa- hundinn Frankó) - Ingimar virðist stórhrifinn af þessu "einstæða til- viki." Það er full ástæða til að spyrja; Hver er afstaða Ingimars til fasistastjórnarinnar á Spáni, stjórnar sem beitir miðaldapynting- um gegn þúsundum manna og kvenna sem eru í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir sinar ? Við skorum á Ingimar að gera grein fyrir afstöðu sinni/ I framhaldi af þessu er rétt að minna á áskorun FRAP (Samfylking and-fasista á Spáni), en margir fé- laga FRAP bíða nú aftökunar í fang- elsum Frankós. FRAP hefur skor- að á alla vini spænskrar alþýðu að ferðast ekki til Spánar. Það er full ástæða fyiir íslendinga, sem ferðast þúsundum saman til Spánar á hverju ári, að lfta vel f eigin barm f þessu íháli. Það er rotin afstaða að láta sem okkur komi ekkert við barátta alþýðunnar á Spáni fyrir lýðræði. Það er ekki hægt að skilja að túrisma og pólitík. (Sjá nánar um ástandið á Spáni í Stéttabaráttunni 10. tbl. "74 og 1. tbl. '75.) STÉTTABARÁTTAN í HEIMINUM FLUGMENN THEU RÁÐNIR TL ÍSRAEL! Sá áróður sem rekinn var á síðustu dögum Thieu-klíkunnar, um að fólkið í S-Vfetnam hafi "greitt atkvæði með fðtunum" er það flýði strfðsátökin, hef- ur nú heldur betur afhjúpast. Aætlanir USA-heimsvaldasinnanna um að flytja u. þ. b. milljón af þessum "kjósendum" burt frá Víetnam urðu að engu, aðeins tæplega 100.000 "kusu frelsið" eins og það heitir svo smekklega á vestrænu fjölmiðlamáli. Það voru ekki mikið fleiri sem höfðu áhuga þótt bandarfski herinn væri reiðubúinn að sjá þeim fyrir farl. Og af þessum tsepl. 100.000 voru margir sem voru fluttir nauðugir, margar ófagrar sögur hafa komið í ljós að undanförnu um aðferðir heimsvaldasinna við "björgvm- ina." M. a hefur það komið fram að flölda flugvirkja og annarra tækni- menntaðra s-víetnama voru gefin deyfandi lyf og þeir síðan fluttir um borð í bandarísk herskip. Astæðan fyrir þessu var sú að þannig hugðust Ford forseti og ræningjaflokkur hans koma f veg fyrir að S-Vfetnam gæti nýtt sér þekkingu þessara manna. Nú hefur fjöldinn allur af þessu fólki kosið að snúa aftur heim til S-Víetnam. þar. Askriftargjöld eru sem hér segir: Venjuleg áskrift : 600 kr. Stuðningsáskrift : 800 - Baráttuáskrift : 1000 - Júgóslavía - leppríki heims- valdastefnunnar Undanfarið hefur Þjóðviljinn birt greinaflokk um "sósíalismann" í Jugoslaviu. Þar hefur verið talað um baráttu júgoslavneska flokksins gegn verðbólgu og atvinnuleysi, og Þjóðviljinn hefur verið hrifinn af árangrinum. Um hitt var ekkert flallað, að verðbólga og atvinnu- leysi eru fylgifiskar kapitalísks hag- kerfis en ekki sósíalisks. Blaða- menn Stéttabaráttunnar voru í sumar á ferð lun Balkanskaga og skrifuðu þá þessa grein um Júgoslaviu og það sem þar bar fyrir augu þeirra. afturhalds. Þegár ferðast er í Júgóslavíu verður ekki hjá því komist að sjá hvarskon- ar þjóðskipulag er ríkjandi þar. Menning Júgóslavíu einkennist mjög af amerískri kúlutyggjómenningu. Meðfram öllum vegum eru auglýsinga- spjöld sem auglýsa hina og þessa vöru, hótel, grill.bari.brennivín osfrv. Þetta er ekkert einkennilegt þegar haft er í huga að í Júgóslavíu eru flest fyrirtæki í einkaeign og hagkerfið er markaðshagkerfi. Af þeim lö.ndum sem lögðu inn á braut sósíalismans eftir stríð, var Júgóslavía fyrsta landið sem yfirgaf þá leið og lagði á braut endurskoðun- arstefnu og endurreisnar kapitalisma- ns. Það var strax um 1940 sem Tító og klíka. hans, sem verið höfðu leið- andi í þjóðfrelsisbaráttunni, gegn þýsku fasistunum, sviku markmið þjóðfrelsisbaráttunnar - að sigrast á öllum erlendum og innlendum arð- ránsöflum, og byggja þjóðfélag á grunni sósíalismans.laust við launa- þrældóm og arðrán manns á manni. Þetta fráhvarf átti eftir að hafa víð- tæk áhrif, bæði innanlands og erlend- is. Heima fyrir leiddi þetta af ser kúgun og^þrælkun fyrir verkalýðinn, en á alþjoðavettvangi hafði þetta íför með sér að Albanía var umkringd af óvinum og að júgóslávneskir "kommú- istar" gerðust talsmenn fyrir árásir gegn fræðikenningu kommúnismans og alræði öreiganna. Eftir að Kommúnistaflokkur Ráðstjórnarríkja- anna undir forystu Stalfns hafði af- hjúpað Tító sem svikara, 1945-47, þá sleit Títo öllum samskiptum við sósíaliska heimshlutann. Þá stöðvaði hann allar vopnasendingar í gegnum Júgóslavíu til ELAS skæruliðanna í Grikklandi og átti þáft í því að kæfa grísku byltinguna og ofurseljagrískan verkalýð kúgun innlends og erlends Fréttamenn Stéttabaráttunnar á feró Þannig auglýsa framleiðendur sína vöru hver í kapp við annan, og um leið hylla þeir hina guðdómlegu fram- leiðslu Bandaríkjanna, Coca Cola, snyrtivörur, o. þ. h. I bókabúðum og á blaðasölustöðum er mikið framboð áklámritum, borgaralegum "fjöl- skyldutímaritum" ýmisskonar sem borgarastétt Júgóslavíu telur ekki eftir sér að láta snúa á innlenda tungu, auk úmisskonar "rómana", grátkerlingasagna og sögum úr vilta vestrinu. M. a. sem við sáum voru blöð eins og þýska blaðið "Stern" sem gefið er út af fasistanum Spring- er I V-þýskalandi, "Playboy" og "Rapport", auk annarra borgara- legra tímarita af því tagi. Þar má einnig finna mikið magn af bókum eftir höfunda á sömu línu og Alister Mclean, verkalýðsbókmenntir eru fáséðar. Mikið er um skopblöð sem gera grín að Kína og Albaníu og al- ræði öreiganna. 1 kvikmyndahúsum eru vestrænar grátveliur og ítalskar spaghettíkúrekamyndir allsráðandi. Óll framleiðsla Júgóslavíu er byggð á auðvaldsháttum, og hlutskipti al- þýðunnar í Júgóslavíu er ömurlegt. Atvinnuleysi er landlægt og hundruð þúsunda júgóslavneskra verkarnanna hafa þurft að flýja land og reyna að framfleyta sér annarsstaðar. Þannig er stór hluti erlendra verkamanna í Þýskalandi, Frakklandi og raunar allri N-Evrópu komnir frá Júgó- slavíu. Alþýðumenntun er á lágu stigi, og út til sveita er að finna ótrúlega framstætt fólk, fólk sem hvorki kann að lesa né skrifa og er bundið í ýmisskonar hindurvitni trúar og siða. Lítil eða engin barátta hefur verið háð gegn forheimskum trúarbragða í Júgóslaviu. Þannig er víða að finna meðfram vegum myndir af Jesú hangandi á krossirium. Það er mjög áberandi I Júgóslavíu .iversu konan býr við mikla kúgun. Staður konunnar er að mati ríkj andi þjóðskipulags I eldhúsinu eða í lægst launuðu störfunum, eins ogýmiss- konar afgreiðslustörfum, framleiðslu- störfum, o.þ. h. Aberandi er að á götunum og við almenna vinnu sér maður svo að segja eingöngu karl- menn. Og á kvöldin er margt um karlmanninn á krám og börum, en konur sjást ekki. Æskulýður Júgóslavfu er mjög vest- rænn I háttum. Ýmiskonar borgara- legir hættir í klæðaburði og hegðun virðast ríkjandi, og iðjuleysi og hippaháttur er talvert útbreiddur I borgum. Það sem stingur hvað mest í augu þegar ferðast er um Júgóslavíu er hinn gífurlegi munur á ríkum og fátækum sem þar má sjá. Tökum sem dæmi borgina Rijeka við Adria- hafið. Meðfram ströndinni má sjá gífurleg lúxushús, einbýlishús með 3-4 bflum fyrir utan, snekkju á floti við ströndina. Mörg þessara ein- býlishúsa hafa mikla garða hjá, og sólbaðsskýli og allan lúxus sem FRAMHALD SÍÐU7. bandarfsku lögreglunni, enn aðrir hafa komið sér upp arðvænlegum fyrir- tækjum fyrir það fé sem þeim tókst að raka saman í S-Víetnam. Qg nú hef- ur það komið í ljós að ísraelski flugherinn hefur ráðið til sfn töluverðan hóp flugmanna úr flugher saigon-klíkunnar - og verður hún að teljast verðug, vist fasistanna hjá sfonistunum. -/Guardian o. fl. rit Leiðtogar Thailands og Filipseyja hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir leggja til að SEATO (Suð-austur asíubandalagið), verði lagt niður. Löndin tvö eru einu suð-austur asfuríkin f bandalaginu, sem sett var á lagg- irnar 1954 til að vernda hagsmuni bandarísku heimsvaldastefnunnar í þeim heimshluta. Aðrir aðilar SEATO eru Bandaríkin, Bretland, Nýja-Sjáland og Astralfa. Forsætisráðherra Thailands, Kukrit Pramoj og forseti Filips- eyja, Ferdinand Marcos, ályktuðu á fundi sfnu í Manila, að herstöðvar 'Bandaríkjanna í suð-austur Asíu væru "bundnar vissu tímabili." (Thailand hefur gefið Bandaríkjunum frest fram til mars 1976 til að fjarlægja allar herstöðvar sínar úr landinu.) Leiðtogarnir tveir tóku einnig fram " að þeir teldu nauðsynlegt að halda áfram góðu sambandi við "stórveldi" heims- ins." Það kemur einnig fram, að SEATO "eigi að leggja niður stig af stigi í sam- ræmi við nýtt ástand f þessum heimshluta." Þetta viðhorf endurspeglar frekari viðbrögð við þeim pólitfskum breytingum sem átt hafa sér stað í Asíu í kjölfar frelsunar Indókfna. Pramoj og Marcos, sem báðir heim- sóttu Kína nýlega, hvöttu einnig til styrkingar ASEAN (Samtaka suð-austur asfuþjóða), svæðisbundinna samtaka sem Bandaríkin eiga enga aðild að; -/Guardian ÞRÍR MÁNUÐIR EFTIR - Nú hefur áskrifendasöfnunin tekið kipp uppávið. A tíma- bilinu 28. ágúst til 22. sept. hefur áskrifendum fjölgað um 8,5% - og heildartalan því HomMMÍ 0tJj%. Þar með íiY/Wið árið 1974 þá fóMt fjöldi áskrif- enda um 60% (brotna línan). En markmiðið er 100% (heila svarta línan) og nú verður að nýta vel þá þrjá mánuði sem eftir eru. Nú verða allir vel- unnarar blaðsins að fara á stúfana og hjálpast að við að lyfta rauðu línunni upp fyrir | i | ■ | » | ■"-r-r-i r-i-i-'i . i ■ .þá svörtu! Lokasóknin er UK.' FU. MM. AM- MAÍ. JW. M.'MU.1 11». 1 OKI. 1 KÍV.1 NS. 1 GERIST ‘ASKRIFENDUR!

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.