Stéttabaráttan - 04.11.1975, Qupperneq 3
STÉTTABARATTAN 4/11 '75
0
SAMANBURÐUR
Eins og lesendur Stéttabaráttunnar
kannast e.t. v. við, birti Guðmundur
J. Guðmundsson. varaformaður
Dagsbrúnar, pistil í einu dagblað-
anna fyrir skömmu, þar sem hann
var að furða sig á þvi hversu kaup-
máttur launa í Færeyjum væri hærri
en á Islandi. Nú er það þannig á
Norðurlöndum öðrum en Islandi, að
lengri vinnudagur en 8 stundir á dag
þekkist vart, en á íslandi lifir eng-
inn af 8 stundum. Stéttabaráttan
hafði samband við fréttaritara sína í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð og bað
um Uþplýsingar um kaupmátt launa
og verð á nauðsynjum. Þeir brugð-
ust vel við, og hér sjáum við saman-
burð á löndunum 4, hvað þetta snert-
ir. fNeysluvenjur eru dálítið breyti-
legar í löndunum, en sambærilegar
vörutegundir eru þó notaðar alls
staðar í samanburðinum. Varðandi
samantekt þessa er ekki farið eftir
opinberum tölum, heldur er af á-
settu ráði höfð sú aðferð gð fara út
f búð og athuga með verð. Þessi
aðferð er höfð vegna þess að það op-
inbera hefur lag á þvi að láta hlutina
líta ódýrari út á pappírnum en þeir
raunverulega eru.):
AMmiw
Matarlisti: Verð;
ísland Danmörk Noregur Svíþjóð
lkr. Dkr. Nkr. Skr.
V2 kg kjötfarshakk 133 11,00 11,95 7,20
1 kg kjöt 602 22,00 10,70 19,25
1 stk. fiskflak 120 8,00 7,50 7,80
2^2 kg kartöflur 158 5,00 6,95 4,60
V2 kg smjör 306 11,30 6,75 6,50
4 lítr. mjólk 164 7,88 7,50 5,20
1 stk. fransbrauð 68 4,78 3,00 2,50
1 stk. heilhveitibrauð 63 4,50 3,20 4,00
1 pk. kaffi 118 3,70 5,30 4,00
1 stk. ostur (V2 kg) 750 11,00 8,00 6,75
grænmeti (V2 kg kál) 305 2,00 5,00 3,88
6 stk. epli 224 1,95 3,50 3,50
6 stk. egg 160 3,00 4,95 3,05
1 pk. súpa 102 3,00 3,50 3,90
1 lítr. súrmjólk 40 2,95 1,95 1,51
Samtals: 3345 89,75 89,50 83,64
En lítum á samanburð á lamium í
löndunum 4, og athugum hvað það
tekur verkamann í hverju landanna
langan tíma að vinna fyrir þessum
nauðsynjum, sem hægt er að kalla
venjuleg helgarinnkaup:
Island: Algengasti verkamannataxti
Dagsbrúnar gerir 2346 krónur á dag,
það tekur verkamann u.þ. b. 10-11
tfma að vinna fyrir helgarinnkaup-
unum.
Danmörk: Algengasti verkamanna-
taxti í Danmörku gerir u. þ. b. 25
dkr. á tímann, eða 200 krónur á
dag, það tekur því danskan verka-
mann milli 3 og 4 tíma að vinm fyr-
ir helgarinnkaupunum.
Svíþjóð: Miðað við lasgstu verka-
mannalaun í Svíþjóð (17 skr. á tím-
ann) tekur það sænskan verkamann
um 5 tíma að vinna fyrir helgarinn-
kaupunum, en meðallaun eru nokkuð
hærri, svo raunhæft er að tala um
4 tíma.
Noregur: Algengur verkamanna-
taxti f Noregi er um 20 nkr. á tím-
ann, svo það tekur verkamanna í
Noregi milli 4 og 5 tfma að vinna
fyrir helgarinnkaupunum.
Þessi samanburður á verkamanna-
launum er Islandi vægast sagt ó-
hagstæður, og hann útskýrir vel or-
sök þess að eftir- og næturvinna er
nauðsynleg á Islandi. Það er greini-
legt að varðandi kaupmátt launa eru
verkamannalaun meira en
helmingi lægri á Islandi en á öðrum
norðurlöndum. Við íslenskir verka-
menn verðum að setja okkur það tak-
mark að ná svipuðum launum og
bræður okkar á hinum norðurlöndun-
um. Krafa okkar er: Lífvænleg
laun fyrir 8 stunda vinnudagí
Um verkafólk íeigin húsnœði
Nýlega tók Stéttabaráttan til meðferð-
ar kjör leigjenda (Stb. 8. tbl. '75),
og sömuleiðis var lítillega rætt um
stöðu þeirra sem búa í eigin húsnæði.
I eftirfarandi grein eru kjörum hinna
síðarnefndu gerð nokkru nánari skil.
Meginlhuti íslensks verkafólks er
talinn búa I eigin húsnæði, og borgar-
arnir státa oft að þvf að "meira að
segja verkamennirnir" búi í eigin
húsnæði. Vert er að athuga nokkru
nánar hvað í þessu felst f raun og
veru.
Leigjandi eða húseigandi?
Verkamaður sem er að kaupa íbúð
með afborgunum, telst lagalega vera
eigandi íbúðar sinnar. Efnahagslega
séð er hann samt í sem næst sömu
stöðu og leigjandi, hann þarf að
standa í skilum með afborganir af
lánum, og verður því að leggja fyrir
ákveðna upphæð af viku eða mánaðar-
launum sínum, vísitölutrygging Hús-
næðismálastjórnarlánanna tryggir að
þessar "leigugreiðslur" hækki í sam-
ræmi við verðbólguna.
Að einu leyti hefur þó verkamaður í
eigin íbúð sérstöðu. Þegar ástandið
er eins og á Islandi, að segja má að
verkalýðsstéttin almennt (75% eða
meira) telst búa í því sem lögfræðin
kallar eigin húsnæði, verður mikil-
vægi þessa atriðis enn meira. Hér
er einfaldlega átt við það, að lang-
varandi verkföll, sem eru og verða
óhjákvæmilegur liður íbaráttu stétt-
arinnar, fela í sér hættu á miklu
stórfelldara fjárhagstjóni fyrir íbúð-
areigandi verkamann. I yfirstand-
andi kjaraskerðingarsókn auðvalds ins
kreppir vitanlega einna mest á þeim
sem bera þungar skuldabyrðar
vegna íbúðarkaupa. Þegar til þess
kemur, að ákveða skal hvort hafið
skuli verkfall eða ekki, þá .á þessi
hluti verkamannanna erfitt með að
fara út í verkfall, jafnvel þótt þeir
vilji láta hart mæta hörðu. Með til-
liti til tómra verkfallssjóða og vita-
gagnslausrar forystu er vel skiljan-
legt að þeir kæri sig ekki um að eiga
neitt á hættu. Einmitt þetta atriði
átti sinn þátt f því að svikasamning-
arnir frá 11. juní í vor.voru ekki
felldir hjá Dagsbrún, og svo hefur
eflaust verið í fleiri félögum.
Að borga tvisvar fyrir það sama
En fleira kemur til. Eitf er það, að
eign íslenskra verkamanna á eigin í-
búðum Jeiðir það af sér, að þeir
borga í raun og veru tvisvar fyrir
sama húsnæðið!
Þetta gerist á eftirfarandi hátt:
I auðvaldsþjóðfélagi miðast vinnulaun
ætfð við lágmarksþarfir verkalýðs-
stéttarinnar til þess aðgeta lifað og
unnið og getið af sér nýja kynslóð
verkafólks handa auðvaldinu að
ræna. Ef verkafólkið býr almennt f
leiguhúsnæði (eins og meginreglan
er í flestum auðvaldsþjóðfélögum),
hlýtur ákveðinn hluti launanna að á-
kvarðast af húsaleigugreiðslum. Ef
aftur á móti verkamenn búa almennt
í eigin íbúðum, getur auðvaldiðgreitt
f heild lægri laun sem því
nemur að launin þurfa ekki lengur að
standa undir greiðslu á húsaleigu.
Þessi launalækkun er ekkert annað
en tilfærsla á verðmætum frá verka-
lýðsstéttinni til auðvaldsins, sem sé,
húsnæðið er borgað tvívegis, fyrst
þegar fbúðin er kejrpt, og einnig f
lækkuðum launum, sem er refsing
auðvaldskerfisins fyrir dugnað
verkamannanna við að "koma upp
þaki yfir höfuðið" !
Ymsir kynnu að koma með þá mót-
báru, að þó laun íslenskra verka-
manna miðist ekki við að þeir greiði
húsaleigu, þá hljóti afborganir af
lánum og kostnaðurinn við að eign-
ast íbúð að koma í staðinn. Þannig
er málum þó í raun ekki háttað.
Húsnæðisliður vfsitölunnar
Svo sem kunnugt er, þá er svonefnd
vísitala framfærslukostnaðar höfuð-
viðmiðunin þegar íslensku verka-
fólki eru skömmtuð laun (a. m. k.
þegar vísitalan er í sambandi!).
Einn liður vísitölureikningsins er
húsnæðiskostnaður. Húsnæðisliður
vfsitölutölunnar tekur ekkert tillit
til leigugreiðslna né kostnaðar við
að eignast húsnæði, heldur er ein-
göngu miðað við þann kostnað sem
felst f því að eiga íbúð. Aðeins er
tekið tillit til viðhaldskostnaðar,
kostnaðar vegna fasteignaskatta og
svonefnds fjármagnskostnaðar, en
það er sá "kostnaður" sem hlýstaf
því að eiga fé fast f fbúð, en ekki á
vöxtum í banka, en eins og allir vita
þá dettur engum heilvita manni f ís-
lenska verðbólguþjóðfélaginu í hug
að geyma háar upphæðir í banka, en
aft-ir á móti þykir sumum ágætt að
"geyma" fé sitt í steinsteypu!
Þessi hlægilegi útreikningur á hús-
næðiskostnaðinum hefur aftur á móti
FRAMHALD A SlÐU 6.
Skattar- eitt form arðráns
Undanfarið hafa almennir borgarar
í Hveragerði, Bolungarvík og Borg-
arnesi efnt til funda og undirskrifta-
safnana til að mótmæla skattafargan-
inu og benda á að auðmennirnir eru
skattlausir. Þeir hafa bent á að það
hljóti að vera galli ákerfinu þegar
stórtekjumenn eru skattlausir a
sama tíma og verkamenn bera gífur-
lega skatta. En það segir bara hálfa
söguna. Skattafyrirkomulagið er
meira en galli á kerfinu, það er eitt
af augljósum táknum arðránsþjóð-
félagsins, og felur sem slíkt lýsingú
á því sem þjóðfélagi sem byggir á
arðráni og kúgun.
Það er ekki tilviljun að menn skuli í
dag kveinka sér undan auknum skatta-
álögum. Auðvaldsþjóðfélagið á Is-
landi er í kreppu, og aðferð borgara-
stéttarinnar til að koma afleiðingum
kreppunnar yfir á herðar verkalýðs-
ins er með hertu arðráni á öllum
sviðum. Laun eru skert með öllu
mögulegu móti, vinnuálagið er aukið
og skattarnir hækka. En hagur auð-
mannanna skerðist ekki - þvert á
móti batnar hann með þv' að vinnandi
fólk ber allar byrðarnar. Þá opin-
berast ljóslega að auðmennirnir eru
skattlausir því kerfið sér þeim fyrir
óteljandi aðferðum til að sleppa við
skatta s.s. með afskriftum, með því
að skulda í framvkæmdum o. s.frv.
Sjómaður nokkur kom að máli við
blaðið og benti á, að á meðan hann
væri með 400 þús. I skatta væri eig-
andi bátsins sem hann er á aðeins
með 20 þúsund.
Við þurfum að krefjast
þess að skattar verði afnumdir af
þurftarlaunum og söluskattur af nauð-
synjavörum. Við þurfum að berjast
samkvæmt vígorðinu: Gegn verð-
bólgu og atvinnuleysi - látum auð-
mennina sjálfa borga kreppuna. Við
lýsum yfir fullum stuðningi við rétt-
mætar kröfur fbúanna I Bolungarvík,
Borgarnesi og Hveragerði og um land
allt um að rannsókn fari fram á
hvernig standi á því að auðmennirnir
eru skattlausir og að skáttbyrðarnar
verði léttar á vinnandi fólki.
UREINU IANNAÐ
Nú hefur mogginn tekið til við að
birta greinarstúfa úr Stéttabaráttunni
og lýsir því svo yfir að hann taki
undir hvert orð sem þar stendur!
Og hér er auðvitað um að ræða af-
stöðu Stéttabaráttunnar gagnvart
sósíalheimsvaldastefnunni. Mikið
hefur mogginn breyst, fyrir þremur
árum var Stéttabaráttan nefnd "and-
legt hass" vinstrimanna - og þá gat
að líta sömu afstöðu og nú gagnvart
sósíalheimsvaldastefnunni á síðum
blaðsins. En við fáum vfst að bíða
til eilífðarnóns eftir því að mogginn
taki undir afstöðu Stettabaráttunnar
gagnvart bandarísku heimsvalda-
stefnunni. Líklega verður þess
ekki langt að bíða að Neisti, mál-
gagn trottanna f Fylkingunni, birti
skrif um undirtektir mogga við
skrifum Stéttabaráttunnar um sósíal-
heimsvaldastefnuna. Afstaða mogg-
ans verður þá talin til glæpa "maó-
ismans."
Fýlkingin, eða réttara sagt pólitísk
framkvæmdanefnd hennar, hefur
svarað greininni sem sjömenningar-
nir birtu í Þjóðviljanum fyrir
skömmu. Sjömenningarnlr, þe.
þeir sem sögðu sig eða voru reknir
úr Fylkingunni í sumar voru ein-
dregið á móti stefnu samtakanna í
Víetnammálinu. Nú bætir pólitísk
framkvæmdanefnd Fylkingarinnar
gráu ofan á svart og lýgur því fullum
vetum að hún hafi ætíð veitt fullan
og skilyrðislausan stuðning við þjóð-
frelsishreyfinguna og forystu hennar.
Það þarf töluverða forherðingu að
ljúga svo hiklaust - eða heldur pólit-
ísk framkvæmdanefnd Fylkingarinnar
að allir fulltrúarnir sem sátu ráð-
stefnu Víetnamnefndarinnar (3.-5.
okt.) séu heyrnarlausir og sjónlaus-
ir ? A ráðstefnunni gátu menn bæði
heyrt fulltrúa Fylkingarinnar ráðast
gegn stefnu FNL/BBS og séð þá
greiða atkvæði gegn tillögunni um
fullan og skilyrðislausan stuðning
VNI við baráttuna.
I þeim "fræðilegu" deilum sem átt
hafa sér stað innan KSML(b) um
"rétta línu" og birtar hafa verið I
"Bolsévfkanum" er að finna margar
nýstárlegar og vægast sagt kostuleg-
ar niðurstöður. Þar keppist hver
um annan þveran við að skilgreina
ástandið á sem "vísindalegastan"
hátt. Við gripum af handahófi niður
I blaðið og komum upp með eftirfar-
andi sem er niðurlag greinar eftir
SJ um hlutverk KSMLb:
k"Að lokum ber að minnast þess að
laldrei má færa verkalýðnum I einu
leða neinu máli milligrammi meira
len hann þolir, því annars skilur hann
ekki þá sem til hans tala, þeir fara
of langt á undan honum, sambandið
milli þeirra rofnar og traust verka-
lýðsins verður ekki eign þeirra, sem
hann þannig missir sjónar af. Ekki
má heldur færa verkalýðnum milli-
grammi minna en hann þolir, því þá
er maður kominn aftur fyrir hann og
dragnast á eftir honum I stað þess
að vísa veginn, og er algerlega háð-
ur því hvert förinni er heitið. "
Það sannast hér hið fornkveðna að
vandratað er meðalhófið. En sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum var
meðalhófið svo vandratað að mati SJ
að hann sá sig knúinn til að hætta
pólitísku starfi, saddur pólitískra lff-
daga.
Ifyrir þá sem ímynda sér að J>að sé
eitthvað sældarbrauð að lifa a atvinnu-
leysisbótum er rétt að upplýsa að
I Reykjavík eru atvinnuleysisbætur
80% af 2. taxta Dagsbrúnar, eða að-
eins um 30 þúsund á mánuði.
Það sér hver maður I hendi sér að
ekki er hægt að lifa af því.
Mennirnir sem ákveðaþessa smánar-
upphæð eru sjálfir með laun sem eru
mörgum sinnum hærri, eða um 100-
130 þúsund.
"Spánverjar hafa ekki þurft að hugsal
um pólitík hingað til."
7. október s.l. birtist þessi fyrir-
sögn í Morgunblaðinu - orðin eru
tekin úr viðtali blaðisins við Marínu
Guðrúnu Gfsladóttur sem er ræðis-
maður Islands I Malaga á Spáni.
Manni verður strax ljóst við lestur
fyrirsagnarinnar að hér er á ferðinni
ómengaður áróður fyrir hið fasíska
fyrirmyndarríki Frankós. En þessi
kellingarugla hlýtur að vera allveru-
lega heimsk - því hún er að tala um
þjóð sem háði mannskæða borgara-
styrjöld. Og eru ekki borgarastyrj-
aldir pólitískar - eða eru þær gerð-
ar I hugsunarleysi ? Einfeldni kell-
ingarinnar birtist okkur einnig þegar
hún segir að það sé erfitt að fá spán-
verja til að tala um pólitik - þeir
vilji fremur ræða fótbolta. Nú er
það einu sinni þannig á Spáni að
menn lenda ekki I fangelsi fyrir að
tala um fótbolta - en því er öðruvísi
farið með pólitíkina. Viðtalið er
heil hft af falsi og lygum, dæmi "En
svona smám saman er verið að slaka
á stjórnarfarinu á Spáni, smám sam-
an er frelsið aukið." Þessi maka-
lausu orð eru sögð I sömu viku og
fimm spánverjar voru lxflátnir án
dóms eftir hroðalegar pyntingar sök-
um stjórnmálaskoðana siima. Morg-
unblaðið birtir viðtalið at hugasemda
laust. Talsmenn frankófasismans fá
greiðlega inni á sfðum blaðsins sem
dýrkaði Hitler á sfnum tíma.
-/Gorgeir________>
Atvinnuástand
stórversnar í
Reykjavik
Morgunblaðið hefur undanfarið
hreykst yfir því að efnahagsráðstaf-
anir ríkisstjornarinnar hafi orðið
þess valdandi að atvinnuástand sé
mjög gott í Reykjavík. En er þetta
satt? Að vísu er atvinnuleysi lítið,
en það segir ekki alla söguna. Senni-
lega hefur aldrei verið jafn mikið um
það að verkamenn og iðnaðarmenn
fari út um land til vinnu eins og í
sumar og haust. Gífurlegur fjöldi
hefur neyðst til þess að fara í virkj-
anir og aðrar stórframkvæmdir ut-
an Reykjavxkur. Þannig vinna reyk-
vískir verkamenn t. d. á Sigöldu við
Kröflu, Grundartanga, við lagningu
háspennulfna o. s. frv. Það sem varð
til þess að ekki var stórfellt atvinnu-
leysi í Reykjavík í sumar var að mik-
ill fjöldi skólaunglinga fór um allt
land til virmu við fiskiðnað og í bygg-
ingarvinnu.
Undanfarið hefur verið mikið um að
fyrirtæki segi upp fólki. Þarmig hafa
nú borist fréttir af því að öllu fast-
ráðnu verkafólki í frystihúsum á
svæðinu Vestmannaeyjar til Akranes
hafi verið sagt upp með viku fyrir-
vara frá 24 okt. að telja. Líka hefur
nokkuð borið á uppsögnum hjá verk-
smiðjufólki, t. d. var 10 verkamönnum
sagt upp hjá Kassagerðinni nýlega.
Þetta ástand kallar á samstöðu allra
verkamanna gegn uppsögnum.
Nei, það er engin
skriffinska hjá
því opinbera
Nýlega birtust opinberlega tölur um
fjölda nefnda og kostnað við þær hjá
hinu opinbera, þ. e. hjá ráðuneytun-
um eingöngu. Alls voru starfandi
466 nefndir og nefndarmenn voru
alls 2.292. Heildarkostnaður við
nefndirnar nam 162 milljónum 567
þúsimdum og 23 krónum. Já, það
eru margir frændurnir og klíkubræð-
urnir sem hengdir hafa verið á sí-
mjólkandi nefndarspena ríkisins síð-
asta ár. Það hefur heyrst á skot-
spónum að I bígerð sé að stofna
nefnd til að endurvekja nefndina sem
skipuð var til að faskka nefndum.
En það sem að alþýðu Islands snýr:
Hver skyldi borga kostnaðinn við
nefndafarganið ? Þarf nokkur að
vera hissa á því að skattarnir aukast?
-/01
Gerist áskrifendur
að
STÉTTABARÁTTUNNI