Stéttabaráttan - 04.11.1975, Síða 5

Stéttabaráttan - 04.11.1975, Síða 5
5TÉTTABARÁTTAIM l.tbl. 15.1.1975 1. )Markmið BSV. er að bæta og standa. vörð um hagsmuni verka- lýðsins og berjast aí öllum mætti gegn tilraunum sem stefna að því gagnstæða. 2. )BSV.skulu stuðla að einingu verkalýðsins á stéttarlegum grund- velli. 3. )Starfsvetfangur BSV. er allstað- ar sem hagsmunnamál verkalýðs- ins birtast, jafnt á vinnustöðum sem og innan verkalýðsfélaganna f dæg- urbaráttunni. 4. )Baráttusamtókin munu stefna að myndun virkra andstó'ðuhópa innan verkalýðsfélaganna, sem setja sér það mark að berjast gqgn stéttasamvinnustefnunni,auka lýðræðið innan verkalýðsfélaganna, og berjast fyrir endurreisn þeirra sem tæki verkafólks í hagsmunna- bajáttunni. 5. )Meðlimir Baráttusamtakanna geta orðið allir þeir sem eru innan vébanda verkalýðsfélaganna og stunda heildagsvinnu, svo og þeir nemendur verkmenntunarskóla sem eru meðlimir viðurkenndra verkalýðsfélaga. Þeir makar við- komandi aðila sem stunda heimil- isstó'rf geta einnig gerst meðlimir BSV". 6. )Allir meðlimir Barátusamtaka Verkafólks skulu virða og fram- fylgja þeim liðum sem að ofan eru taldir. Framkvæmdanefnd "BSV". REYKJAVIK Barátfusamtök verkafólks stofnuð Um miðjan október voru stofnuð Baráttusamtök verkafólks í Reykja- vík. Að stofnun þeirra stóðu nokkr- ir óflokksbundnir verkamenn úr verkalýðsfélögunum á reykjavíkur- svæðinu. Tilgangurinn með stofnun samtakanna er fyrst og fremst sá, að ná saman í skipulagða hreyfingu sem flestu stéttvísu verkafólki hvar í flokki sem það stendur til að mynda virka arH«töðuhópa innan fagfélag- anna. A stofnfundinn mætti um 30 manns. Þar var rætt mikið um bráðabirgða- stefnugrundvöllinn, sem birtur er hér til hliðar, og áttust þar einkum við tvær skoðanir. Annars vegar voru þeir sem samþykktu þennan grundvöll í meginatriðum og hins vegar þeir sem vildu hafa grundvöll- inn breiðari: Að innan baráttusam- takanna skyldu einnig vera hópar eins og Bandalag háskólamanna og nemendur. Þessu hafnaði meirihluti fundarmanna og bent var á, að þar sem starfssvið samtakanna væri innan fagfélaganna en ekki væri verið að stofna nein samtök ut- an þeirra hlyti aðild að samtökunum að takmarkast við þá sem væru inn- an fagfélaganna. Þá var líka bent á þann mikla mun á kaupi og kjörum sem væri milli verkafólks og há- menntaðra manna. Hvað snertir menntaskólanema hlýtur að vera eðlilegra að þeir starfi innan Rauðr- ar æsku, en Baráttusamtaka verka- fólks, þar sem annars vegar er bar- ist fyrir kjörum skólanema og hags- munum, og hins vegar yfirlýstur stuðningur við baráttu verkalýðsstétt- arinnar. Að loknum umræðum var gengið til atkvæða um bráðabirgða- stefnugrundvöll BSV og var hann samþykktur með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Kosin var 7 manna framkvæmdar- nefnd. I henni situr fólk úr 5 fagfé- lögum. Nærtækustu verkefni BSV er að skipu- leggja þá andstöðu sem finnst innan fagfélaganna, einkum Dagsbrúnar. Lflca vinna BSV að því að halda kjara- málaráðstefnu í endaðan nóvember. Til þessarar kjaramálaráðstefnu á að bjóða starfandi verkafólki. í undirbúningi er að taka fyrir eftirfar- andi málaflokka: 1. Mótun á kjarakröfum í komandi samningum. 2. Húsnæðis- og skattamál verka- fólks. 3. Spurningin um hverjir fara með samningsvaldið. 4. Væntanleg vinnulöggjöf. Fundarmenn skiptu sér í starfshópa sem taka eiga fyrir þessa mála- flokka og undirbúa ályktanir og ráð- stefnuskjöl. Á stofnfimdunum voru haldin erindi um þessa málaflokka og verkamaður úr Straumsvík svar- aði fyrirspurnum um starf haráttu- hóps verkamanna í Straumsvík. Baráttusamtök verkafólks dreifðu flugriti á stærstu vinnustaði í Reykjavík til að boða verkamenn á dagsbrúnarfundinn sem haldinn var 20. okt. Lika hefur verið dreift á vinnustaði kynningarbréfi um Baráttusamtökin og menn hvattir til að taka upp samband við þau. Mikilvægasta verkefnið í dag er að skipuleggja andstöðuna sem fyrir- íinnst innan tagtélaganna og mynda þannig raunverulega baráttuhópa. Þetta verkefni er sérlega brýnt sökum ástandsins í dag, þar sem dýpkandi kreppa skerðir stöðugt lifi- brauð verkalýðsins, og verkalýðs- forystan er ófær um að veita barátt- unni gegn þessu forystu, heldur dregur taum atvinnurekenda með tali um að ómögulegt sé að fá kjaraskerð- inguna að fullu bætta. Við viljum hvetja allt verkafólk til að taka þegar í stað upp samband við Baráttusamtök verkafólks og skipu- leggja sig til baráttu gegn kúgun- inni og kjaraskerðingunum. Liðs- menn baráttusamtakanna munu innan skamms fara á alla vinnustaði í Reykjavík með dreifirit, og þá gefst öllu verkafólki kostur á að hafa samband við samtökin. GEGN VERÐBÖLGU OG ATVINNU- LEVSI - LATUM AUÐVALDIÐ BORGAÍ LIFI SKIPULAGNING VERKALÝÐS- INSA GRUNDVELLISTÉTTABAR- Attunnar! -/01 LEIÐ stéttasamvinnunnar/leið stéttabarAttunnar CIA stjórnar Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga Undanfarið hefur Þjóðviljinn birt greinar úr hinni athyglisverðu bók Inside the Company, CIA Diary, sem útleggst á íslensku: Innan stofnunar- innar: CIA dagbók. Höfundur bókar- innar er fyrrverandi CIA njósnari, Philip Agee. í þessari bók flettir hann ofan af glæpaverkum CIA um víða veröld og gerir grein fyrir þeim stofnunum sem CIA notar til að hylja glæpaverk sfn. Það að Þjóðviljinn skuli birta efni úr bókinni er lofsvert, en þó er athyglisvert að eitt atriði hefur honum ekki þótt vert að birta: Það eru skrif höfund- ar um Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga, AFV. AFV’var stofnað árið 1949 af CIA. Beitti bandaríska leyniþjónustan þar fyrir sig bandarísku alþýðusamtök- unum AFL (American Federation of Labor) og CIO (Congress of Indust- rial Organisation). Markmið AFV hafa aldrei verið að berjast gegn arðráni og kúgun auðvaldsins: Nei, markmið þess er og hefur verið að berjast gegn því að róttæk öfl nái fótfestu innan verkalýðsfélaga, berj- ast fyrir stéttasamvinnu og viðhaldi auðvaldsþjóðfélagsins. Þetta sjáum við best ef við lítum á ummæli tveggja af forystumönnum AFV: "Við trúum á efnahagsskipan auðvaldsþjóð- félagsins og við tilheyrum auðvalds- þjóðfélaginu. Við eigum því að vernda þetta kerfi" (George Meaney, AFL). "1 seinni heimsstyrjöldinni sameinuðumst við kommúnistum gegn fasistum, en í nýrri sfyrjöld munum við sameinast fasistum gegn kommúnistum" (James B. Carey, CIO). AFV hefur verið gífurlega iðið við að nfða niður framsækin öfl vfða um heim, og á þingi sambandsins í Brússel 1970 var samþykkt ályktun um hvernig tryggja mæfti og bæta stöðu alþjóðlegra auðhringa í þróun- arlöndunum og tryggja vinnufrið. Um skeið var svokallað Verkamannasam- band S-Víetnam aðili að AFV. Þetta samband var hvergi til í raunveru- leikanum nema sem eitt af áróðurs- og árásartækjum CLA gegn Þjóð- frelsisfylkingu S-Vfetnam. A vegum AFV árið 1963 var dreift stuðnings- yfirlýsingu við árásarstrfð Banda- ríkjanna í Vfetnam, þar sem m. a. sagði: "Stríðið sem Víet Cong hóf miðar að eyðileggingu landsins. .. Við, lögmætir fulltrúar verkamanna í S-Víetnam lýsum því yfir að komm- únisminn er kredda sem við verðum að berjast gegn... við hlið banda- ríkjamanna berjumst við fyrir frelsi." Þannig hefur Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga alltaf staðið gegn baráttu framseekinna aðilja um allan heim, en þjónað sem málpfpa ramm- asta afturhalds og fasisma. Síðast ber að nefna að AFV hefur tekið að sér að dreifa fasistaáróðri og stríðs- æsingum eftir Soltsénitsin, en Mea- ney sem áður er minnst á hefur skot- ið skjólshúsi yfir hann í Bandaríkj- unum. ASI hefur verið aðili að AFV síðan á árunum eftir 1950, og það er ástæða þess að 1. maf ár hvert verðum við að hlusta á stéttasamvinnumessu AFV í útvarpinu. En skyldi aðild ASl að AFV ekki líka vera þess vald- andi að fulltrúi ASl á þingi Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar 1974 greiddi atkvæði gegn rétti palestínu- manna til að stofna verkalýðsfélög ? Skyldi það vera þess vegna sem ekki hefur tekist að fá samþykkta á- lyktun á þingum ASl sem fordæmi árásarstríð Bandaríkjanna f Indó- Kína? Það hefur verið borið við tímaskorti en leggja má rök að því að AFV hafi átt sinn þátt í þeim tfmaskorti. Við krefjumst þess að ASl geri hreint fyrir sínum dyrum, og segi sig úr Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga tafarlaust. Islensk alþýða vill ekkert hafa með glæpa- verk heimsvaldastefnunnar að gera og hefur megnustu fyrirlitningu á stofnunum eins og AFV. Við skorum á ASl-toppklíl:una að koma fram með afstöðu sína til þessa máls á opinberum vettvangi. -/dagsbrúnarsella KSML Berjumst jgegn stéttasam- vinnu ASI-forystunnar! Nú dregur senn að þvf að fundir hefj- ist f verkalýðsfélögunum um uppsögn samninga og komandi viðrasður við atvinnurekendur. Kjaraskerðingin á undanförnu ári hefur verið rúml. 30% og forsendur síðustu samninga eru löngu brostnar. Kjaraskerðing- in er tvíþætt: Annars vegar minnk- andi kaupmáttur launa og hins vegar minnkandi yfirvinna, og hjá sumum algert afnám yfirvinnu. Þetta á- stand kallar á samstöðu verkafólks gegn kjaraskerðingarsókn auðvalds- ins, við verðum að berjast saman fyrir lifibrauði okkar. En f vegi fyrir samstöðunni er ein hindrun sem verður að yfirstíga. Það er verkalýðsforystan. Með dæmalausu makki sínu við atvinnu- rekendur, eilífum undanslætti, úr- tölum og smánarsamningum hefur henni tekist að kæfa baráttuvilja og frumkvæði hins almenna liðsmanns verkalýðshreyfingarinnar. Dæmi um þessi vinnubrögð forystunnar eru sfðustu samningar: Þar fékk ASI- forystan umboð til að semja gegn því að ekki yrði samið um minna en 38% launahækkun. En að loknum margra mánaða viðræðum við fulltrúa VSl á lokuðum fundum var samið um 11% launahækkun og "skattalaskkun" sem enginn varð var við. Þessir samn- ingar voru bornir upp innan verka- lýðsfélaganna og leiðtogarnir spöruðu ekki stóryrðin til að lýsa þeim hörm- ungum sem ske myndu ef samningar- nir yrðu ekki samþykktir. Það var gífurleg andstaða gegn þeim um land allt en í gegn fóru þeir. 1 dag á að leika sama leikinn: Enn á ný hyggst ASI semja, enn á ný heyrum við stóryrðin um nauðsyn þess að standa saman, og enn á ný heyrum við vaðal- inn um nauðsyn þess að verkamenn lfti á ASI sem fulltrúa sinn í komandi samningum. Við erum sammála ASI um nauðsyn þess að verkamenn standi saman, en við erum ekki sam- mála því að standa saman á grund- velli ASl, því sá grundvöllur hefur sýnt sig vera grundvöllur atvinnurek- enda. Hverjum þjónar það öðrum en auð- borgurunum að taka "ábyrga” afstöðu til stjórnleysis auðvaldsframleiðsl- unnar með því að tala um að "for- senda launahækkana sé aukin þjóðar- framleiðsla og auknar þjóðartekjur" ? Hverjir græða á því að talið er úr mönnum að fara f verkfall, en f stað- inn talað um að "taka það sem að okk- ur er rétt" ? Hverjum þjónar það að horfa upp á undirbúning nýrrar vinnulöggjafar sem afnemur verk- fallsrétt, án þess að rísa upp til bar- áttu ? Þannig væri hægt að telja á- fram endalaust og alltaf er sama svarið: Það þjónar auðvaldinu. ASl hefur gert sig segt um allt þetta og meira til. Það sýnir að ASI og grund- völlur ASl þjónar sundrungu verka- lýðsstéttarinnar og er í hag auðvalds- ins. Sú eining verkalýðsstéttarinnar sem við sækjumst eftir er eining stétt- arinnar gegn kjaraskerðingum og kreppu auðvaldsins. Það er eining sem krefst baráttu en ekki undan- sláttar og falskra loforða. Það er eining sem krefst þess að árásum auðvaldsins er svarað með virkni hins almenna verkamanns þar sem tiltækum ráðum er beitt til að knýja fram launabætur og bætti vinnuskil- yrði. Þegar kjaraskerðingar eru framkvEedar erum við ekki spurðir hvort við viljum þær eða hvort við getum fallist á hvernig þær eru framkvæmdar. A sama hátt eigum við ekki að leita til auðmannanna um baráttuaðferðir eða berjast samkæmt þeim leiðum sem þeim er samrým- anleg. Sú baráttueining verkalýðsstéttarinn- ar sem við viljum er eining sem krefst þess að sundrungaraflið innan verkalyðsstéttarinnar, ASl-foryst- an sé útilokað. Fýrsta skrefið í bar- | áttunni gegn atvinnurekendum og ASI er að neita ASÍ um umboð okkar til að semja við atvinnurekendur. Við erum sjálfir fullfærir um að semja svo framarlega sem við víkjum ASI til hliðar og semjum fyrir opnum tjöldum. Þetta krefst aukins lýðræð- is innan fagfélaganna og aukinnar tíðni funda. Eitt af því sem verka- lýðsforystan hefur notað til að svæfa barátf una er einmitt að þrengja lýð- ræðið innan fagfélaganna og halda fundi sjaldan, boða til þeirra með litlum fyrirvara og þrengja mál- frelsi. Þess vegna þjónar aukið lýð- ræði og aukin tíðni funda okkar mál- stað en ekki málstað ASl-toppklík- unnar. Það er óbrúandi bil milli verkfalls sem við verkamenn stöndum sjálfir að og undirbúum og verkfalli sem undirbúið er af verkalýðsforystunni. Þar ganga allir á undanþágum og allt er gert til að þreyta verkamenn til uppgjafar. En vel undirbúið verkfall þár sem engin linkind er sýnd þreyt- ir auðmennina fyrr til uppgjafar en okkur. Auðvaldið er hrætt við verkföll vegna þess að þau skerða gróða þeirra. Þessi hræðsla þeirra birtist I þvf að þeir undirbúa nú nýja vinnulöggjöf sem afnemur verkfallsréttinn í raun. Við verðum að berjast með kjafti og klóm gegn því að þessi vinnulöggjöf nái fram að ganga, við verðum að vernda rétt okkar til að berjast gegn misrétti og kúgun þessa þjóðfélags. Aukin þátttaka verkamanna í barátt- unni fyrir eigin hag eflir stéttarvit- und og samtakamátt verkalýðsstétt- arinnar og gerir hana hæfari til að standa vörð um hagsmuni sína. Það er þannig sem við best berjumst fyr- ir hagsmunum okkar, og það er þann- ig sem við stöndum saman og náum einingu. Verkameim - hefjum strax undirbún- ing fyrir komandi baráttu! Byggjum upp öfluga andstöðu innan fagfélag- anna sem er þess megnug að taka forystuna I baráttunni gegn kjara- skerðingum auðvaldsins.1 Veljum leið baráttu en ekki leið uppgjafar og undansláttar/ Stöndum saman gegn stéttasamvinnu/ -/dagsbrúnarsella KSML

x

Stéttabaráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.