Stéttabaráttan - 04.11.1975, Page 6

Stéttabaráttan - 04.11.1975, Page 6
STÉTTABARATTAN 4/11 75 Alþýðuleikhúsió Viðtal við Böðvar Guðmundsson Eftir töluverða leit fannst loksins einn stofnandi Alþýðuleikhússins, sem hafði tíma til að tala við blaða- mann Stéttabaráttunnar. Var það Böðvar Guðmundsson, sem er kunn- úr fyrir vísnasöng og fleira. Fór- um við undirritaðir blaðamenn Stb. því í heimsókn til Böðvars sunnudag- •inn 12. október. Stb: Hvernig stóð á stofnun Alþýðu- leikhússins, Böðvar? BG: Það er nú nokkur langur að- dragandi að því. Þetta er gömul hug- mynd sem kom fram fyrir a. m.k. 10-15 árum, þá hjá fólki sem bjó suður í Reykjavík. En hérna byrj- aði þetta nú þannig, að við vorum nokkur saman í hóp í fyrra, 14 tals- ins, sem hittumst að gamni okkar einu sinni í viku um nokkurt skeið til þess að setja saman einþáttunga. Hugmyndin var sú að útbúa einþátt- ungasafn sem við myndum síðar færa upp til sýningar á okkar eigin vegum einhvern tfmann í haust eða vetur. Svo höguðu atvikin þvf þann- ig að 3 leikendur hjá Leikfelagi Ak- ureyrar, sem reyndar voru þátttak- endur í okkar hópi, sögðu upp starfi sínu þar og fannst okkur þá að það væri skemmtilegt að gera þessa til- raun; að stofna sjálfstætt leikhús. Þetta eru þannig kannski margar ástæður sem ollu stofnun Alþýðuleik- hússins. Stb: Hvar ætlið þið að sýna? BG: Meiningin er að þetta verði um- ferðarleikhús. Stb: Er þetta hugsað á sama hátt og Leiksmiðjan áður? BG: Nei, það er dálítill munur þar á . Það eru tveir aðilar í Alþýðu- leikhúsinu sem voru í Leiksmiðju- nni áður svo að við getum notið einhverrar reynslu úr starfi henn- ar. Að þvf er ég best veit setti Leiksmiðjan sér aldrei neitt mark- mið annað en eitthvert þokukennt listrænt markmið. En við höfum það aftur á móti beinlínis á okkar stefnuskrá að vekja fólk til um- ræðu um þjóðfélagsmál. Stb. : Var ekki grundvöllur fyrir þetta í leikhúsinu hér á Alcureyri ? BG. : Leikhús eða leikfélög, sem rekin eru af ríki eða bæ, eru þannig að þau reyna að taka tillit til allra þeirra sjónarmiða sem til eru. Stefna þeirra verður því ákaflega reikandi. Þessir ein- þáttungar, sem við byrjuðum á, höfðu reyndar ákveðið inntak. Þeir áttu að fjalla um stéttaskipt- ingu í þjóðfélaginu. Þetta er safn einþáttunga sem sýna hvernig stéttaskiptingin þrengir sér alls staðar í gegn, jafnvel þar sem sumir neita því að hún sé til. Stb. : Alþýðuleikhúsið hefur sem sé orðið til áður en sundrungin varð innan Leikfélags Akureyrar ? BG. : Svona hálft f hvoru. Við vorum að a. m.k. hópur sem orðinn var vanur að vinna saman og innan hópsins voru ekki svo alvar- leg ágreiningsmál, að þau væri ekki hægt að leysa. En þegar þau Arnar, Þórhildur og Þráinn sögðu starfi sínu lausu hjá LA kom fram sú hugmynd að mögulegt væri að fjármagna leikhúsið með áskriftum, auk miðasölu auðvitað. Við munum þó leita eftir stuðningi ríkis og sveitarfélaga svona forms- ins vegna en reiknum alls ekki með því að fá hann. Við erum líka svolftið smeyk við að byggja starf- semina upp á þann veg. Það eru til allmörg dæmi um vinstri sinnaða starfsemi sem hefur leitað eftir opinberum stuðningi, fengið þvert nei og lagst svo bara niður og nöldrað. Og við ætlum okkur að treysta á það að vinstri sinnað fólk í landinu, hversu langt til vinstri sem það er, vilji veita þessu lið. Stb. : Hvað á leikhúsið að ná yfir stórt svæði? BG.: Allt landið. Það þýðir að starfsemi leikhússins verður að vera að langmestu leyti yfir sumar- mánuðina til þess að það sé hægt að ferðarst út um land á afskekkta BG: Helst sem allra flestar. Það vill nú svoleiðis til, að þessi hóp- ur er að miklu leyti sjálfum sér nægur. Innan hans vébanda eru bæði þýðendur, tónlistarfólk, "kóreógraffar" , leikritagerðarmenn og smiðir þannig að við ættum ekki að þurfa að leita svo mikið út fyrir hópinn til að láta vinna fyrir okkur. Stb. : Hefur leikhúsið einhverjar höfuðstöðvar eða æfingamiðstöð ? BG: Nei, ekki er það nú enn þá. Við erum að leita okkur að einhverj- um stað sem við gætum keypt eða leigt í þeim tilgangi, og ef þið vitið af einhverjum slíkum stað, látið okkur þá endilega vita. —En við erum þó byrjuð að æfa. Stb: Klofningurinn í LA. Hvernig stóð á honum ? BG: Það var nú eiginlega allt dreg- ig inn í þær deilur sem áttu sér stað innan LA í vor, bæði þa sem hægt var að draga inn f þær og líka hitt. Ég er nú ekki frá því að það sem réði afstöðu ýmissa aðila innan félagsins hafi nú einmitt verið "kommúnistahræðsla." Stb: Nú hefur klofningurinn oft "Meiningin er að þetta verði umferðaleikhúsn "Alþýðan á smástöðunum út um landið á líka rétt á að njóta menningar”. "Því er ekki ætlað að vera flokksapparat fyrir Alþýðubandalagið" "Fólk er farið að efast um réttmæti einkaeignar- þjóðfélagsins". staði eins og t. d. Vestfirði og N. - Þingeyjarsýslu. Meiningin er að hafa 4-5 "prógröm" þar af 1-2 heil verk, f gangi í einu. Þannig yrði fjögurra mánaða æfingatími þegar ekki yrði sýnt, svörtu mánuðirnir, nóvember-febrúar en síðan ferðalög vonandi. Stb. : Þið hugsið ykkur sem sé að ferðast út um sveitir og sjávar- pláss, einskonar "list um landið" ? BG: Sem allra mest. Stóru leik- húsin geta varla farið með sínar viðamiklu sýningar út um land, þar sem víða er alls engin aðstaða til að taka á móti þeim þar eð leik- svið vantar svo víða. Og auð- vitað á fólk á þeim stöðum jafnan rétt á að njóta leiklistar. Meining- in er nefnilega að hafa sviðsútbúnað- inn sem allra minnstan og einfald- astan, einmitt með það fyrir augum að geta sýnt þar sem sviðsaðstaða er fyrir hendi. Stb. : Hvers konar túlkunaraðferðir ætlið þið að nota? verið túlkaður þannig að þetta hafi verið Alþýðubandalagsmennirnir að fara. Kemur Alþýðúleikhúsið til með að túlka afstöðu AB í einhverjum málum ? BG: Þvf er nú ekki ætlað að vera flokksapparat fyrir AB. Stb: Maður þarf þá ekki að búast við því að sjá ykkur fyrir kosningar vera að troða upp á vegum AB ? BG: Það þykir mér nú ótrúlegt. Ég geri ekki ráð fyrir því að stjórn Alþýðubandalagsfélagsins hér eigi eftir að reyna að hafa áhrif á starf- semi leikhússins. Ég hygg jafnvel , að þessi hópur sé vinstra megin við AB. Stb.: Nú hafa lýðræðismál verið mjög .ofarlega á baugi í norrænum leikhúsmálum undanfarin ár. Hvernig er með valdauppbyggingu innan leikhússins ? BG: Okkar hugmyndir um það eru kannski svolítið þokukenndar ennþá. Við höfum þó samið okkar starfs- reglur sem eru þannig að allir þeir sem koma til með að vera félagsmenn félagsmenn eða starfsmenn hjá leikhúsinu hafi sámvirka stjórn. Það verða engir sem skipa hin hefðbundnu embætti formanns, ritara eða gjaldkera. Allir hafi jafnan tillögurétt, tvo þriðju hluta þarf til samþykktar ákveðnum málum. Stb: Eru uppi einhverjar hugmynd- ir um að lýðræðið nái líka til áhorf- endanna eða áskrifendanna ? BG.: Það er nú veikleikinn í þessu samkomulagi sem þið komið þarna að. Auðvitað hafa áskrifendurnir líka rétt á því að koma með tillögur, aðfinnslur og uppástungur. Við vitum eiginlega ekkert um hvernig þetta þróast, reynslan verður bara að skera úr um það. Það getur verið hættulegt að ætla að byggja upp fyrirfram eitthvert kerfi um þetta. Það væri ef til vill hugsanlegt að fara að eins og kfnverski rithöfund- urinn Hao-Jan sem skrifaði út- breiddustu skáldsögu í Kína, 1973, þannig að hann lét fjölrita hana í til- tölulega smáu upplagi og dreifði henni sfðan á vinnustaði og f skóla víðs vegar um landið og lét fólkið þar gera athugasemdir við bókina. Síðan vann hann lokaútgáfuna úr þessu og var hún gefin út í geysi- stóru upplagi. Stb. : Hafið þið einhverja fyrirmynd að svona stjórnskipunarkerfi ? BG: Ekki kannski við okkar aðstæður. En það er þó einmitt svona leikhópum sem lýðræði er frekast fyrir hendi og samvirkar ákvarðanir eru teknar. Það passar nokkuð við tímann að þetta fari að koma hingað núna því að þetta byrjaði á hinum Norð- urlöndunum fyrir 10-15 árum. Við erum oft 10-15 árum á eftir þeim með ýmsar nýjungar, það gerir fámennið. En vonandi verður þetta ekki eini leikhópur- inn af þessari gerð sem kemur fram. Reyndar er ýmislegt annað að ger- ast f sambandi við vinstri sinnaða menningu. Nefna má útgáfufyrir- tækin Verkalýðsforlagið og Öktó- ber og jafnvel fleiri slík eru á leiðinni. Fleira mætti ef til vill nefna. Fólk er farið að efast um réttmæti einkaeignarþjóðfélagsins og það það er engin tilviljun að svona lagað kemur fram í dagsljós- is (illt á svipuðum tíma og í sam- hengi hvað við annað. Kvikmynda- gerð, þ. e.a. s. þjóðfélagsgagnr ýna kvikmyndagerð, vantar okkur þó. Stb: Lokaorð, Böðvar. BG: Eigum við ekki að segja eitthvað eins og "Guð blessi forset- ann", nei, við skulum hafa það "Drottinn blessi heimilið". Að svo mæltu risu blaðamenn og ljósmyndari Stb. á fætur, þökkuðu fyrir sig og gengu á braut. GRH, ING, GM/- Stéttarbaráttan óskar þess að Alþýðuleikhúsinu takist það sem það ætlar sér og skorar á allt heiðarlegt fólk að styðja við bakið að þvf. Aðeins með því móti er hægt að halda svona starfsemi áfram. Böðvar:"Ég hygg jafnvel að þessi hópur sé vinstra megin við Alþýðu- bandalagið". Gerist áskrifendur að RAUÐA FÁNANUM' Um verkafólk i eigin húsnœói f för með sér afleiðingar, sem eru ekki vitund broslegar, sem sé, að húsnæðisliður vísitölunnar hækkar ekki til samræmis við verðbólguna, og þar með verður húsnæðiskostnað- urinn sífellt minni hluti af heildar- framfærslukostnaði, samkvæmt þess- um fölsku útreikningum. Arið 1968 var þannig kostnaður við húsnæði réiknaður um 167» af heildarfram- færslukostnaði (svo raunhæft sem það nú er!), en hefur það sem af er ár- inu 1975 numið tæpum 107o. Sam- kvæmt því ætti vísitölufjölskyldan að verja um 1/10 hluta árslauna sinna til húsnæðisþarfa, það er rétt rúm- um eins mánaðar launum! Þeir sem staðið hafa í byggingum eða íbúðar- kaupum sjá vitanlega hve raunhæft þettaer, eða hitt þó heldur. Þessi reikningslist" hefur það í för með sér, að vísitalan er nú um 20 stigum lægri en hún hefði verið ef húsnæðis- kostnaðurinn væri hlutfallslega sá sami og hann var reiknaður 1968. Þetta þýðir að vístölufölsunin nemur um 4-57o, og að þegar vísitalan nær "rauða strikinu" fræga og fer "í samband" skammtar hún verkafólki 4-5% lægri kauphækkun en annars hefði orðið. Efnahagslögmál kapit- alismans láta ekki að sér hæða! Meiri eftirvinna - meiri gróði auð- valdsins Loks er vert að nefna það, að sú staðreynd að íslenskt verkafólk er til- neytt til að eignast eigið húsnæði (því "allt er betra en að leigja") leið- ir tilj^ess að fólk verður að leggja á sig gifurlega yfirvinnu. Þetta á einkum við um ungt verkafólk. Al- gengt er að karlmennirnir vinni 80- 100 tíma á viku og konurnar vinni a. m.k. fullan vinnudag utan heimil- is. Skorturinn á barnadagheimilum leiðir svo til þess að börnin lenda á hálfgerðum hrakhólum meðan báðir foreldrarnir þræla baki brotnu. Aukning yfirvinnunnar eykur hins- vegar gróða atvinnurekendanna, ef t. d. gróðahlutfallið er 25%, þýðri það að verkamaður sem vinnur 40 st. vinnuviku vinnur þar af 10 st. kauplaust fyrir kapitalistann, ef vinnutíminn svo lengist í 60 st. á viku, þýðir það að ránsfengur kapit- alistans eykst upp í sem svarar verð- mæti 15 st. vinnu. A þennan hátt eykst gróði auðvaldsins í hlutfalli við aukna yfirvinnu. Meginniðurstöður Hér að framan hefur verið sýnt fram FRAMHALD AF SÍÐU 3. á, að eigin eign verkafólks á hús- næði er því ekki til hagsbóta, heldur þvert á móti þjónar í raun auðvald- inu á margvíslegan hátt. Sýnt hefur verið fram á, 1. að verkamaður f eigin húsnæði stendur efnahagslega og félags- lega í svipuðum sporum og leigj- andi, 2. aðhúsnæðiseign verkafólks gerir þvf verkfallsbaráttu erfiðari, 3. a) að almenn eign verkalýðsstétt- arinnar á eigin húsnæði leiðir til lækkunar launa sem svarar því að launin þurfa ekki lengur að standa undir greiddri leigu, og b) að einmitt þetta hefur gerst á íslandi, sem sést á því að vísi- tala framfærslukostnaðar tekur ekki tillit til leigugreiðslna (sem hún hlyti að gera ef t. d. 60-70% þjóðarinnar væru leigjendur) og ekki heldur til greiðslu afborgana af lánum, og loks 4. að verkafólk sem er að koma sér upp eigin húsnæði verður að leggja á sig gífurlega yfirvinnu, sem eykur arðránsgróða borgaranna. -/JRS ELDFLAUGAÆFINGAR A BARENTSHAFI Framh. af forsíðu Eftir "öryggisráðstefnuna" í Helsing- fors hafa sovét-leiðtogarnir talað hátt og fjálglega um "andann frá Helsingfors." I krafti þessa "anda" Sovéskur tundurspillir af gerðinni "Kara". Þessi tegund er búin lang- drægum skip-til-skips eldflaugum. Krafa Sovétríkjanna til frjálsra siglinga og umsvifa á Barentshafi byggir á því að það er þeim nauðsyn- legt til að koma heimsvaldaflota sfnum á sem skémmstum tíma um öll heimsins höf. ráðast þeir gegn öðrum heimsvalda- ríkjum ef þau ætla að setja f gang heræfingar, en á sama tíma hefja þeir sjálfir umfangsmiklar heræfing- ar á Barentshafi. Við getum ekki skoðað þessar æfingar sem annað en beint framhald af OKEAN 75 flotaæf- ingum Sovét, þar sem m. a. var æfð innrás í Noreg og ísland. Þessar heræfingar eru bein ógnun við þjóðir norðurlanda og íbúa Evrópu. Þær sýna að Sovétríkin leggja nótt viðxlag í undirbúningi nýs stríðs, og þær sýna að stríðsundirbúningurinn er langt kominn. Þessar heræfingar eru bein ógnun gegn Noregi og meðvituð mótmæli gegn 200 mílna landhelgi. Þetta er fallbyssu-pólitík af sama tagi og pólitík Bismarks og Hitlers. Þær sýna að kröfur Sovétríkjanna um "frelsi til siglinga" eru ekki annað en kröfur um frelsi til að vera með herskipaflota "ofam hálsi" á strandríkjum. Þær eru bein ógnun við sjálfsákvörðunnarrétt strand- ríkja. - Gegn risaveldunum, Sovétrfkjunum og Bandaríkjunum, og stríðsfyrir- ætlunum þeirra.

x

Stéttabaráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.