Stéttabaráttan - 29.11.1975, Blaðsíða 6

Stéttabaráttan - 29.11.1975, Blaðsíða 6
Orðsending til Neista: SEINNI HLUTI Pappírarnir eru á Eins og bent var á í fyrri hluta þessarar greinar (sem birtist í 9. tbl. Stb.), eru trotskistar andstæðingar Alþýðulýðveldisins Kína. Þeir eru manna iðnastir við að rangtúlka utanríkispólitík þeirra og nýta hvert tækifæri sem þeir telja sig hafa, til að ráðast gegn henni. Þannig þjóna þeir af fremsta megni hættulegustu andstæðingum alþýðunnar - heimsvaldasinnunum. "Bylt- ingar"slagorð trotskista eiga ekkert skylt við raunverulegt byltingarstarf, - svo er einnig farið með "byltingarsinnaðar" skilgreiningar þeirra á heims- ástandinu. Þær eru andbyltingarsinnaðar. Því er öðruvfsi farið með utanríkisstefnu Kína, hún er byltingarsinnuð og í þjónustu framsækinna afla um allan heim. Framhald af bls. 5 Kommúnista flokkurinn skipulagði... þóttumst sjá hvert stefndi, til að koma í veg fyrir þessa þróun. Vill- ur okkar og mistök t. d. í skiptum okkar við hannibalista voru ekki ann- að en sýnilegt tákn þess, að flokkur okkar var ekki samur og áður. Það yrði allt of langt mál að rekja hér þá sögu og skýra hana eins og hún kemur mér fyrir sjónir, en ég hef reynt að gera það * að nokkru í rit- inu "Með storminn 1 fangið", bæði í innganginum, sem er stutt yfirlit yfir sögu Kommúnistaflokksins, Sós- íalistaflokksins og Alþýðubandalags- ins, og í ræðum, sem ég hélt á síð- ustu flokksþingum Sósíalistaflokks- ins og birtust í síðara hluta ritsins. Ég verð að vfsa til þess. Spurning: Finnst þér f dag grundvöllur fyrir stofhun nýs kommúnistaflokks ? Svar: Ég hef ekki trú á því, að nú sé.-rétti tfminn til að stofna nýjan kommún- istaflokk. Hinsvegar tel ég mikla nauðsyn á að stefna markvisst að því að beina • þróuninni í þá átt, að upp rfsi öflugur, marxfskur fjöldaflokk- ur á íslandi, sem er fær um að undir búa hina sósíalísku umbyltingu og leiða hana til sigurs. En ég held að þetta geti því aðeins tekist, að allir íslenskir marxistar sameinist um þetta verkefni hvar í flokki sem þeir standa í hinum tvístruðu sam- tökum lfðandi stundar, og geri sér far um að komast að sameiginlegri niðurstöðu um stjórnlist og baráttu- aðferðir með því að brjóta vandamál okkar tíma til mergjar samtímis mál efnalegum og hófsamlegum umræðum og skoðanaskiptum um það, sem á milli ber. -/SJO Framhaid af bls. 5 Við Vorum tveggja félaga f FUK til að hægt væri að samþykkja inntökubeiðni í félagið. Síðan heltust þeir úr lestinni, sem ekki felldu sig við vinnuskylduna, þvf það var náttúrlega ætlast til þess að félagar tækju virkan þátt í hinni daglegu starfsemi. Þegar við sam- einuðumst hluta af Sambandi ungra jafnaðarmanna og stofnuðum Æsku- lýðsfylkinguna slaknaði mjög á þess- ari starfsskyldu. CSdcur var á það bent af forystumönnum flokksins, að við gætum ekki gert sömu kröfur til SUJ-ara og okkar sjálfra um starfsskyldu. Aftur á móti voru SUJ-arar ekki sniðgengnir með að sitja f stjðrnum, nefndum og þvf líku. Þetta orsakaði þegar í upphafi tvf- skinnung f starfinu og við þetta mynd aðist eins konar forréttindahópur. Væri óskandi, að róttæk hreyfing í dag varaðist þau vfti, sem við rétum ekki við þá. Sp.: ÞÚ minntist áðan á ungherja- hreyfingu eða vísi að henni. Geturðu sagt okkur eitthvað nánar um það ? - Fljótlega eftir fyrri heimsstyrj- öldina var víðs vegar um heim stofn aður félagsskapur, er hér á landi nefndist Alþjóðasamhjálp verkalýðs- ins (ASV). Hlutverk þessa félags- skapar var að aðstoða verkfallsmenn í baráttu þeirra með söfnun fjár þeim til handa og til þess að draga úr verstu eymdinni í fátækrahverfum stórborganna á atvinnuleysistímum. íslandsdeild ASV var stofnuð sumar- ið 1930 og styrkti hún verkfallsmenn í jjeirra baráttu. Einn merkasti þattur í starfsemi hennar var þó að koma upp dagheimili fyrir börn. AS V hófst handa um fjársöfnun til þess og árangurinn varð sfðan dagheimil- ið Grænaborg, sem starfrækt er enn í dag, þó af öðrum aðilum. ASV átti hlut að stofnun ungherja- hreyfingar hér á landi. Hugmyndin að slíkri hreyfingu kom frá Sovétríkj. unum, en hún fólst í því að skipu- leggja þroskandi tómstundaiðju fyrir börn, s.s. tónmenntun, fönduro.s. frv. Þessi börn komu oft fram á skemmtunum flokksins. Það var heldur ekki hlíft við að gera þessum börnum grein fyrir þvf, að þau væru börn verkalýðsstéttarinnar, ættu samstöðu með verkalýðsstéttinni og tækju þátt f baráttu hennar fyrir betra lífi. Þannig komu þau í raun og veru fram sem hluti af byltingar- sinnaðrl hreyfingu. -/SJÖ I samræmi við gagnbyltingareðli sitt þá hafa trotskistar reynt að útmála afstöðu Kína til ástandsins í Evrópu sem afturhaldssama. En þegar Neisti kynnir afstöðu Kína til ástands- ins í Evrópu, {já klippa þeir kjarn- ann úr greininni (í Peking Review). Það getur því verið fróðlegt að sjá hvar þar stendur: "Sökum geysimikilvægrar stöðu sinnar f alþjóðlegum stjórn- og efnahagsmálum, verður Evrópa fyrst fyrir barðinu á samkeppni hinna tveggja risavelda, Sovétríkj- anna og Bandaríkj anna, um heims- yfirráð. Efnahagsbandalag V-Evr- ópu samanstendur af löndum sem hafa samanlagt 256 milljón íbúa og framleiðslugetu sem liggur nærri getu Bandarfkjanna - og er meiri en Sovétríkjanna. 1973 stækkaði EBE, úr hinum upprunaiegu sex ríkjum, í núverandi fjölda, níu. Með viðamiklum umræðum hafa EBE-löndin framkvæmt fjöldamarg- ar aðgerðir til að styrkja pólitíska samvinnu innan sinna vébanda og staðið gegn efnahagslegri drottnun og afskiptum risaveldanna tveggja. Bandalagið hefur sett sér það tak- mark að breyta núverandi samruna efnahagslífsins í "evrópubandalag" í lok þessa áratugs til þess að auka enn frekar pólitíska einingu, . . Þessl viðleitni vestur-evrópurikj- anna er greinilega ósamrýmanleg drottnunarstefnu risaveldanna. Sovéski sósíalimperfalisminn, ný- tilkominn en mjög gírugur, er opin- skárri í fjandskap sínum gagnvart bandalaginu." (Peking Review no. 26 '75, bls.12- 13) Eins og segir í fyrri hluta þessarar greinar þá er eitt af taktískum mark- miðum kfnverskrar utanríkispólit- íkur að nýta sér þá togstreitu sem á sér stað á milli risaveldanna tveggja USA og Sovét. Afstaðan til ástands- ins í Evrópu er eitt dæmi um það hvernig þessi stefna kemur fram. Með þvf að ýta undir þá viðleitni hjá EBE-löndunum að efla eigið sjálf- stæði, þá vinnur Kínverska Alþýðu- lýðveldið að því að minnka svigrúm risaveldanna, en bæði risaveldin sækjast mjög til áhrifa einmitt í Evrópu. Það er skiljanlegt að trotsk- istar leggist gegn Jjessari stefnu - því þeir lfta á Sovetrikin sem verka- lýðsríki og telja jafnvel Varsjár- bandalagið framfarasinnað (Neisti hefur sett fram vígorðið: "Verjum Sovétrfkin gegn árásum heimsvalda- sinna)") Trotskistar eru ennfremur algjörlega ófærir um að koma auga á og nýta sér þær andstæður sem eru til staðar í auðvaldsheiminum. Öfgakennd stefna þeirra steypir allri baráttu - jafnt byltingarbaráttu sem réttinda- og kjarabaráttu - í glötun. Sósfalfsk utanríkisstefna Kína lítur svo á að barátta risaveld- anna sé uppspretta næstu heimsstyrj- aldar. Meginmarkmið utanríkis- stefnu kínverja er því að reyna að draga úr valdi risaveldanna og að auka afl annarra ríkja heimsins. Að- ferðin sem þeir beita er að hvetja lftil og meðalstór ríki til að taka sjálfstæða afstöðu í aljjjóðlegum og þjóðlegum málum, óhaða Washing- ton og Moskvu. Kínverjar líta svo á, á sama hátt og allir marxistar- lenínistar, að svo lengi sem heims- valdastefnan sé við lýði sé hættan á heimsstyrjöld til staðar. Utanrík- isstefna þeirra miðar að því að vinna fyrir friðinn. Bandamenn trotskista - endurskoðun- arsinnarnir í Kreml eru á annarri skoðun. Þeir hafa lagt fram kenn- ingar um "friðsamlega sambúð, og friðsamlega samkeppni" og "heim án vopna" - og hyggjast koma þessu í kring á tímabili þegar heimsvalda- stefnan er í fullu fjöri. Utanríkis- stefna sósíal-heimsvaldasinnanna f Kreml miðar að því að blekkja al- þýðu heimsins og fela eðli heims- valdastefnunnar. Hún stuðlar ekki að friði. En sovésk utanríkisstefna hefur ekki verið gagnbyltingarsinn- uð alla tfð. A tfmabilinu fyrir valda- töku borgarastéttarinnar á ný - þ. e. á þeim tíma er Sovétríkin voru sós- íalísk - þá var utanríkisstefnan í þégu friðar. Og á sama hátt og Kfna gerir f dag þá notuðu Sovétríkin mótsetningarnar sem fyrirfinnast milli heimsvaldarikjanna til að vinna fyrir friðinn. Stalfn sagði í ræðu árið 1925 (f deilum við Trotskí) að verkalýður Sovétríkj anna ætti sér fjóra megin bandamenn, þ. e. verkalýðurinn í þróuðu iðnríkjunum, kúguð alþýða í vanþróuðu rfkjunum, togstreitan og mótsetningar milli auðvaldsrfkjanna og bændaalþýðan. Hér eru mótsetningar sem ætíð fyr- irfinnast f óvinaherbúðum sósíal- ismans taldar til bandamanna verka- lýðsins í sósíalísku ríkjunum. Eitt skýrt dæmi um nýtingu þessa "bandamanns" er griðasáttmálinn sem Sovétríkin gerðu við Hitlers- Þýskaland stuttu fyrir seinni heims- styrjöldina. Stjórn Sovétríkjanna háfði fulla vissu um það að fyrr eða sfðar yrðu þau að berjast við þýsku fasistana. En einmitt þetta - fyrr eða sfðar - gerði allan gæfumuninn. Þar sem borgaralegu lýðræðisríkin fengust ekki til þess að mynda banda- lag gegn fasismanum og þýsku fasist-' arnir voru f ððaönn að ákveða á hvern þeir skyldu ráðast fyrst, þá á- kvað sovétstjórnin að láta til skarar skríða og beina spjótsoddi fasism- ans frá Sovétríkjunum f bili. Þannig kom þessi griðasáttmáli til. Undir- ritun hans tryllti trotskista hvar- vetna - en í rauninni var hér um að ræða eitt mesta snilidarbragð milU- ríkjaviðskipta á þessu tímabili. Samningurinn hafði í för með sér að auðvaldsríkin urðu fyrst fyrir barð- inu á þýsku herjunum, en ekki Sov- étríkin eins og margir auðvaldssinn- ar höfðu vonað. Og þessi skipan mála leiddi til þess að þýsku inasist- arnir urðu að berjast á tvennum víg- stöðvum samtfmis, ennfremur varð hann til þess að Sovétríkin þurftu ekki að berjast ein sér og ríkjabanda- lagið gegn fasismanum varð að veru- leika. Þessi samningur leiddi því til mikils ósígurs fasistanna. En í augum trotskista voru hér á ferðinni enn ein "svik stalínismans" við verkalýðsstéttina. Annað skýrt dæmi um það hvernig sósíalísk utanríkisstefna nýtir mót- setningarnar f óvinaherbúðunum í þágu verkalýðsins er heimsókn Nix- ons til Kína. Sú heimsókn er hluti úr heilli atburðarrás, þ. e. Jjeim at- burðum sem hafa staðfest þa miklu sigra á svið milliríkjaviðskipta sem Kínverska Alþýðulýðveldið heufr unn- ið á undanförnum árum. Helstu at- burðirnir eru: 1) Kína hefur öðlast sitt réttmæta sæti hjá Sameinuðu þjóðunum og tek- bordinu! ist að einangra að mestu kúomintang- klíkuna á Taiwan (Formósu), 2) eðli- leg ríkjasamskipti hafa byrjað að þróast á milli Kfna og Bandaríkjanna. Sú þróun staðfestir að stefna Banda- ríkjanna sem miðaðist við að ein- angra og inniloka Kfna, hefur beðið skipbrot. 3) Sambandið á milli Jap- an og Kína hefur tekið miklinn fram- förum. Það hefur aftur losað tengslin sem eru á milli Bandaríkj- anna og Japan og þannig dregið úr áhrifum Bandaríkjanna í Asíu. Ferð Nixons til Kína hefur orsakað margs konar rugling og gagnrýni hjá mörgum vinstrimönnum víða um heim. En meginuppspretta þessa ruglings eru lygar sósíal-heims- valdasinnanna og trotskista. Kreml- herrarnir ærðust yfir heimsókninni sökum þess að hún olli minnl ein- angrun Kína á alþjóðavettvangi, og trotskistar endurómuðu áhyggjur bandamanna sinna f Kreml. En þrátt fyrir "gagnrýni" þeirra þá stendur sú staðreynd ðhögguð að Kína vann mikinn diplómatískan sig- ur þegar Nixon undirritaði sameigin- lega yfirlýsingu Bandaríkj anna og Kína. Með undirrituninni voru Banda- rikin í rauninni að viðurkenna að tveggja áratuga tilraunir þeirra til að steypa peking-stjórninni hefðu mis- tekist. Bandaríkin urðu að yfirgefa kenningar sínar um "tvö Kína" og viðurkenna Taiwan sem óaðskiljan- legan hluta Kína. Það verður að hafa það í huga að það var bandaríkjaforseti sem óskaði eft- ir þessari heimsókn og gekkst undir að viðurkenna þær fimm reglur um samskipti rikja sem kínverjar fram- fylgja. Öfarir bandarfsku heimsvaldasinn- anna í Asíu sýndu fram á að stefna þeirra hafði beðið skipbrot - þess vegna voru þeir til viðræðna við stjórnina í Peking um bætt samskipti. Staða þeirra sem heimsveldis hefur veikst, en samtímis hafa sósíal- heimsvaldasinnarnir otað sínum tota eins og ástandið á Indlandi sýn- ir ljóslega. En markmið Sovétríkj- anna er að einangra Kína - því voru batnandi samskipti Kína og Bandaríkjanna eitur í þeirra beinum. Eitt af grundvallaratriðum kín- verskrar utanríkisstefnu er frið- samleg sambúð þjóða með ólík jjjóð- félagskerfi. Friðsamleg sambuð þýðir ekki að Kína viðurkenni stjórn- ir f auðvaldsríkjum sem sanna full- trúa þjóða sinna, en þeir blanda sér ekki í innanríkismál annarra yðða. Þannig hefur Kína nú stjórnmala- samskipti við fjöldann allan af auð- valdsríkjum, þ. á.m. Island. En þar með hafa þeir ekki tekið afstöðu með hugmyndaheimi Geirs Hall- grímssonar. Ég bendi á þetta sök- um þess að margir hafa orðið til þess að deila á Kína fyrir að slíta ekki stjórnmálatengslunum við fas- istastjórnina í Chile. Ef Kína fylgdi þeirri stefnu að slfta sambandi við allar stjórnir sem beita skefjalausri kúgun innanlands - þá myndi það m. a. þýða slit á stjðrnmálasam- skiptum Kína og Sovétríkjanna. I þessu sambandi má benda á að Kfna hefur ekki stjórnmálasamskipti við Israel, því þar er um að ræða ríki sem er árásaraðili gegn nágranna- ríkjum sínum, og er jafnframt við- haldið af USA-heimsvaldasinnunum til að tryggja stöðu þeirra á þessu svæði. Svar við spurningu Neista Þegar við höfum farið lauslega yfir megindrættina í utanríkisstefnu Kína og sósfalískra ríkja yfirleitt, þá er komið að þvf að svara beint þeirri spurningu sem Neisti beinir til okkar: "Er það rétt að uppbygg- ing sterks, sameinaðs Efnahags- bandalags sé eitt mikilvægasta verk- efni byltingarsinna í dag ?" Svarið er nei. Það eru sennilega bara trotskistar ’rr' velta þessari spurningu fyrir sér. Astæðan fyrir því að Neisti varpar fram þessari spurningu er tvfþætt. Annars vegar eru þeir að reyna að gera utanríkisstefnu kínverja tor- tryggilega - hins vegar eru þeir svo ruglaðir af eigin lygum að svona fá- ránlegar hugmyndir eiga góðan að- gang inn í huga þeirra. Þegar svo klofningsstarfsemi og rugl þeirra rennur saman í einn farveg verður útkoman endaleysa - sem þeir taka svo alvarlega. Áfstaða Kína til EBE er í sjálfu sér einföld, og þeir "víðlesnu" trotskist- ar sem manna duglegastir eru við að fara í saumana á utanríkisstefnu þeirra ættu að kannast við hana. En tilgangur þeirra er ekki að skýra málin - það yrði gagnstætt hagsmun- um þeirra, fyrst og fremst reyna þeir að rangtúlka og fela það sem rétt er. Kfnverski kommúnistaflokkurinn hef- ur skilgreint EBE sem heimsvalda- sinnað bandalag - það hefur aldrei farið á milli mála. 26. júní 1972 sendi fréttastofan Nýja Kína út svo- hljóðandi skeyti: "Ein afleiðing ó- jafnrar þróunar heimsvaldaríkj anna er sú að styrkur vestur-evrópuland- anna hefur vaxið (í hlutfalli við styrk USA/aths. hh). Sem stendur hefur sexríkjablokkin farið fram úr USA í vaxtarhraða á sviði iðnaðar, utanríkisverslunar og gjaldeyris- og gullforði þeirra vex einnig hrað- ar. Þar af leiðandi hefur þessi blokk stöðugt orðið meir og meir mótfallin því að samþykkja eftirlit og drottnun USA-heimsvaldastefn- unnar. " Hér stendur það svart á hvítu að aukinn styrkur EBE gagn- vart USA er afleiðing af lögmálinu um ójafna þróun heimsvaldalandanna þ.e.a.s. hér er rætt um þróun heimsvaldastefnunnar - þannig er EBE skilgreint sem heimsvalda- sinnað. Enver Hoxha, flokksleiðtogi Flokks vinnunnar í Albaníu hefur skilgreint EBE þannig: "Sameinuð Evrópa, sem nú er í bígerð lj|á v-evrópsku auðvaldi, er ætlað að vera nýtt heimsvaldasinnað risaveldi sem heimtar yfirráð, sams konar drottn- un og Bandaríkin og Sovétríkin. " (Ræða 1971) Spurning Neista er röng og málatil- búnaðurinn er stuðningur við út- þenslu sósíalheimsvaldastefnunnar - þvf eitt af höfuðmálum gjörvallrar, byltingarhreyfingar heimsins er að afhjúpa eðli Sovétríkjanna í dag og jafnframt að vinna gegn útþenslu þeirra. Hjálmtýr Heiðdal Trotflkí fljálfur var flvarinn fjandmaður sósfalismans í Sovétrfkjunum - og var að lokum rekinn úr landi fyrir and- byltingarstarf sitt. f útlegðinni var hann mjög virkur f að dreifa óhróðri um verkalýðsrfkið, og fékk hann dyggan stuðning ýmissa afturhaldsafla f auðvaldsríkjunum. A sama hátt eru fylgjendur hans f Fylkingunni svarnir fjand- menn sósíalísku ríkjanna í dag, og þá sérstaklega Kfna. Afturganga trotskismans afneitar ekki uppruna sfnum, það er varla sú lygi til um Sovétríkin á tímum sósíalfsku uppbyggingarinnar sem trotskistar Fýlkingarinnar hafa ekki endurtekið. (Blaðaúrklippan fjallar um s.k. afhjúpanir Trotskís á moskvuréttarhöldunum 1936. Þýð. : Trotskf afhjúpar falsanir Moskvu.)

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.