Stéttabaráttan - 29.11.1975, Blaðsíða 7

Stéttabaráttan - 29.11.1975, Blaðsíða 7
m Sundrungarstarfsemi trotskyista _______ t>ann 10. nóvember síðastliðlnn stofnuðum við nokkur ungmenni œskulýðssamtök ungra kommúnista, Rauða æsku. Stofnfundurinn var haldinn í Menntaskðlanum við Hamrahlíð, þar sem þegar hefur risið upp deild í samtökunum. A stofnfundinum voru samþykkt bráða- birgðalög og starfsgrundvöllur sam- takanna, sem gilda mun þar til stofnþingið hefur verið haldið. Grundvöllur og baráttumarkmið Rauðrar æsku: 1. Rauð æska eru samtök ungra kommúnista. 2. Rauð æska gefur út samnefnt málgagn. 3. Rauð æska eru samtök þess æskufðlks sem af einlægni vill a) berjast gegn heimsvaldastefnu og fasisma, b) berjast gegn styrjöldum c) styðja verkalýðsstéttina í baráttu hennar fyrir rétti sínum, d) berjast fyrir jafnrétti kynja, e) berjast fyr- ir jöfnum rétti allra til náms, f) styðja kommúnismann, g) styðja Trotskistar ráðast gegn Rauðri æsku. Fljðtlega eftir stofnun Rauðrar æsku kom upp vandamál í sambandi við trotskista, sem skrifuðu sig á lista yfir þá sem sýndu áhuga á að taka þátt í stofnun samtakanna. Það er athyglisvert að fyrst þegar ljðst var að til stðð að stofna Rauða æsku, þá höfðu þeir engan áhuga og sýndu þessu máli megna lítilsvirðingu, en nokkrum dögum seinna komu þeir og tjáðu sig reiðubúna að skrifa undir grundvöll Rauðrar æsku, Það skyldi þá ekki vera að lærifeður þeirra inn- an Fylkingarinnar hafi fundist þetta vitlaus taktik til þess að kljúfa sam- tökin, eins og allt þeirra starf bygg- ist á. Einstaklingar þessi halda uppi uppi árððri gegn Rauðri æsku, jafnt í sínu daglega lífi og í málgagni sfnu Neista, sem strfðir gegn grundvelli Rauðrar æsku, og voru þeir þess vegna ekki boðaðir á stofnfundinn. Síðan þetta gerðist hafa trotskistar- nir stöðugt rægt Rauða æsku. Aug- ljóst er að þeir vinna að þvf leynt og ljðst að sundra samtökunum. Mig langar að kynna lesendum Stéttabar- áttunnar málflutning þessara manna, f dreifiriti, sem þeir gáfu út í Menntaskðlanum við Hamrahlíð. Þar stendur ma. : "Þessvegna telja þeir sósíalfsku ríkin Kfna, Albaníu, Norður-Víetnam. og Norður-Koreu, Alþýðuríkin Suður-Víetnam og Kam- bðdíu og öll önnur frelsisöfl hvar sem er í heiminum. 4. Rauð æska mun leitast við að rjúfa þá félagslegu einangrun sem flest æskufðlk er í og þá sér í lagi gagnfræðaskólanema. 5. Rauð æska mun beita sér fyrir vfðtækari félagsstarfsemi æskufólks bæði í hverjum einstökum skðla og á breiðari vettvangi f andstöðu við þann félagslega doða sem æskan er í og þá drykkju og svallmenningu sem vfða tíðkast f skólum og er þröngvað upp á æskufólk. 6. Rauð æska mun reyna að efla pðlitískar umræður og skoðanaskipti meðal æskufólks og berjast gegn þeirii borgaralegu innrætingu sem stöðugt fer fram í fjölmiðlum og skðlum. 7. Félagar Rauðrar æsku munu berjast gegn eiturlyfjaneyslu meðal æskufðlks. (þ. e. Rauð æska) hættulegt ef trotskistar fá að vera með í sam- fylkingunni því þeir munu aldrei ganga inn í stalínísk samtök og vara ykkur við þeim" (undirstrikun og ath. s. er mín). Hér erum við með fyrstu þvæluna, þeir tala um sam- fylkingu, en þetta er engin samfylk- ing. Rauð æska eru samtök með á- kveðinn grundvöll, sem byggð eru á einstaklingsaðild en ekki fulltrúum einhverra hópa. Þeir halda áfram og segja: ",. Vit- ið þið að kenningin um sðsíalisma í einu landi var fyrst sett fram af Jó- seppi Stalín 1926. Hinn klassíski marxismi og lenínismi gerði aldrei ráð fyxir að slíkt væri mögulegt." Þessir menn ættu nú að kynna sér lenínismann betur áður en þeir koma með svona lygi á prent. Lenín var búinn að svara þessari spurningu löngu áður. Ef þessir herramenn hafa lagt sig niður við að lesa bðkina Ríki og bylting þá fá þeir svar við þessu bulli f ser, og í öðru lagi skrifaði Stalín frábæra bók árið 1924 sem svarar þessu. Sú bðk heitir Lenínisminn og er sam- ansafn fyrirlestra' aem Stalfn hélt við háskðla í Moskvu 1924. En falsi og blekkingartilraunum trotskistanna eru engin takmörk sett; þeir segja: "En þð byltingarsinnað- ir marxistar viðurkenni ekki verka- lýðsríkin sem sósíalfsk, þá hafa þeir alla tfð lýst þvf yfir að þeir muni verja Kína, Sovétríkin, Alban- íu og Júgóslavíu, Víetnam og Koreu og Kúbu og Ungverjaland og önnur verkalýðsriki gegn árásum heims- valdastefnunnar." Þeir segjast verja Sovétríkin og Júgóslavíu gegn árásum heimsvaldastefnunnar, en það er skoðun okkar að Sovétrikin séi séu heimsvaldasinnuð og þess vegna berjumst við gegn þeim, og Júgó- slavíu sem er leppríki bandarfsku heimsvaldastefnunnar. Þeir segjast verja Kína og Albaníu og önnur sósf- alísk ríki, en þeir hafa rægt eins mikið og þeir geta Jjessi ríki, og er þetta að öllu leyti osamrýmanlegt grundvelli Rauðrar æsku. í lok þessa furðulega dreifirits þeirra æg- ir öllu saman, í einni línunni tala þeir um samfylkingu og í annarri um samtök, þeir gera engan greinar- mun á því hvort sé um að ræða, Dæmi um vinnubrögðjDeirra, bæði í Víetnamnefndinni og a Staparáðstefn- unni sýna okkur sljðslega að ekki er hægt að vinna með þeim. A báðum stöðunum komu þeir fram sem sundrungarafl. Og nú kemur rúsínan f pylsuendanum, Við skulum aðeins athuga, hvernig^ trotskistar hafa starfað í gegnum ar- in: Andlegur faðir trotskismans, Leon Trotskf var lengst af f and- stöðu við rússnesku bolsévíkana (kommúnistana) sem börðust undir forystu Leníns gegn keisaraveldinu rússneska. Frækornið sem fram- tíðarstefna Trotskís spratt af var sáð einmitt á þessum tíma og undir- stöðukenningar um hina svokölluðu "stöðugu byltingu, " Lengst af var hann í harðri andstöðu við kenningar Leníns um bandalag við bændur og um að sðsíalísk bylting gæti ekki átt sér stað nema að undangenginni borgaralegri lýðræðisbyltingu, þar sem verkalýðurinn tæki forystuna. Trotskf áleit þorra bænda vera afturl haldssam og olíklega bandamenn byltingarinnar. Sagan hefur sýnt að hann fór villur vegar. Skömmu eft- ir rússnesku oktðberbyltinguna snarsnerist Trotskí og gekk í lið með bolsévíkum, en þeir töldu sig geta haft not af honum sem góðum áróðurs- og ræðumanni. Eftir bylt- inguna fékk haim stöðu utanríkisþjóð- fulltrúa, og átti eftir að leiða friðar- samningana við þjððverja í Brest- Litovsk. Hann hlýddi ekki þeim skipunum sem hann fékk fram mið- stjðrn í þeim efnum og það varð til þess að þjóðverjar gátu hertekið enn stærri svæði. Lenfn sagði á 7. flokksþinginu 1918: "Baráttu- aðferð Trotskfs var rétt meðan hún tafði fyrir (þjóðverjum), en hún var röng þegar lýst hafði verið yfir að hernaði væri lokið og friðarsaming- ar ekki undirritaðir. Ég lagði það til að ákveðnir friðarsamningar væru undirritaðir... Verði Þýskalandi nú sagt stríð á hendur er það sam- merkt þvf að láta undan ögrunum rússneskrar borgarastéttar" i Hér fara á eftir nokkur ummæli Len- íns frá ýmsum tfmum varðandi Trotskí og starfsemi hans innan rússnesku byltingarhreyfingarinnar: "Arið 1903 var Trotskí mensévíki, hann yfirgaf mensévíka 1904, gekk aftur f lið með mensévíkum 1905, slð jafnframt um sig með gerbylt- ingarsinnuðum orðatækjum og sneri svo aftur baki við mensévíkum 1906" .... "Trotskí þynnir í dag út hug- myndir eins flokksbrots og annars á morgun og álítur sig því hátt hafinn yfir bæði flokksbrotin"... "Ég verð að lýsa þvf yfir að Trotskí er að- eins fulltrúi fyrir sitt eigið flokks- brot" (1911:) "Fólk eins og Trotskí með hin fordildarfullu orðatiltæki sín ... er nú sjúkdómur aldarinnar. .." Sérhver sá sem styður klíku Trotskís styður stefnu lyga og blekkinga gagnvart verkalýðnum"... "Það er sérhlutverk Trotskfs... að slá ryki á augu verkamanna"... "það er ekki hægt að ræða grundvallar- atriði við Trotskí því hann hefur engar skoðanir... við afhjúpum hann aðeins sem beggja handa járn af verstu tegund" . (1912:) "Þessi sam- steypa samanstendur af stefnuleysi og hræsni og innantómu orðagjálfri" ... "Trotskf hylur það með bylting- arsinnuðu orðagjálfri sem kostar hann ekkert og skuldbindur hann til einskis". (1914:) "Hinir gömlu þátt- takendur í hreyfingu marxista í Rússlandi þekkja hann mætavel og það er ekki ómaksins vert að vera að ræða við þá um hann. En yngri kynslóð verkamanna þekkir hann ekki og við verðum því að ræða um hann"... "Slík manngerð er einkenn- andi fyrir brot af hinum sögulegu samtökum liðins tíma, þegar fjölda- hreyfing verkalýðsins í Rússlandi var enn í svefnrofunum"... "Félagi Trotskí hefur ennþá aldrei haft á- kveðna skoðun á nokkru einasta marxísku viðfangsefni, hann hefur alltaf skriðið inn f glufuna sem þessi eða hinn skoðanamunur orsakaði og sveiflast milli beggja sjónarmiða". (1915:) "Trotskf hefur alltaf verið þjóðrembingssósíalisti í grundvallar- atriðum, en er ósammála sammála þjððrembingssósíalistunum f grundvailaratriðum, en er sam- mála þeim í framkvæmd." Frá 1912-1923 átti Trotskf þátt í að skipuleggja klíkur innan flokksins, eins og t.d. Agústhópinn og vinstri andstöðuarminn. Eftir 1920 minnk- uðu pólitísk áhrif hans vegna hinna mörgu pólitísku mistaka hans. Arið 1923 tók hann höndum saman við and- stæðinga októberbyltingarinnar, eins og Sínóéff, Kamenéff og Radek og fleiri svikara. Atti það eftir að koma í ljós seinna, að þeir menn sem söfnuðust utan um Trotskí voru föðurlandssvikarar, Eftir að Trotskf var rekinn í útlegð þá stjórnaði hann þessum hópum og let þá vinna skemmdarverk á framleiðslutækjum Sovétríkjanna, í þágu fasistfskra afla sem þá voru farin að hugsa sér til hreyfings f Evrópu og Japan. Við réttarhöldin í Moskvu 1936-38 viður- kenndu þessir menn að hafa reynt að eyðileggja efnahag Sovétríkjanna, undir stjórn Trotskís sem þá makk- aði við fasistana um að gera árás á Sovétríkin. Trotsky segir í sjálfsævisó'gu sinni, að hann geti ekki sagt að hann hafi gert nein mistök þegar litið sé á söguna. Það voru ekki mistók hjá honum þegar hann studdi fasista.það voru ekki mistók þegar hann studdi fsista á Spáni gegn spænskri alþýðu- fylkingu,með gervibyltingar slagorð- um eins og'bósíalfskur Spánn" Trotskyistahreifinginn á Spáni POUM átti drjúgan þátt í því að fasistarnir komust til valda. Málgagn þeirra "Batalla"réðist harkalega á Alþýðu- fylkinguna.með allskonar sundrungs frösum eins og að skora á verkalýð- inn að rífa fötinn utan af borgurunum, þegar mest reið á að samfylkja gegn fasismanum. Sfðar kom f ljós að leið- togi POUM Andres Nain, náinn vinur Trotskys var f beinu sambandi við hinar leynilegu upplýsingaþjónustur fasista og afhenti þeim dýrmætar upplýsingar um hersveitir lýðveldis- sinna,þegar hin "stalfniska"alþýðu- fylkong sigraði trotskyista. Það eru til dæmi frá Frakklandi, Kína, Víetnam, Albaníu, Suður-Amer- iku um það hvernig trotskyistar hafa sundrað baráttu alþýðunnar gegn fas- ismanum. Enda er það ekkert skrýtið þó þeir hafi gert það sökum þess að andlegur leiðtogi þeirra Trotsky makkaði ákaft við fasistana. Hver er stefna trotsyista í dag ?í einu orði sagt sundrungsstarfsemi,eins og hún hefur alltaf verið. Islenskir kommúnistar verða skilyrðislaust að taka upp ákveðna baráttu gegn þvf að þessi sundrungsöfl nái að festa rætur því henni er stefnt gegn íslenskum verkalýð og alþýðu allri. G.H. Baráttan fyrir stof nun Kommúnistaf lokks íslands Kommúnistasamtökin munu halda þing á páskum á næsta ári. Mið- stjórn hefur ákveðið að þing þetta verði jafnframt stofnþing Kommún- istaflokks íslands. Framundan eru harðari stéttaátök og verkalýðurinn verður að eiga sér forystuafl f þeirri baráttu. Sagan hefur sýnt, að hug- myndir endurskoðunarstefnunnar um að flokkur af lenínískri gerð sé úr- eltur, eru alrangar og fjandsamlegar verkalýðsstéttinni. Það gildir einu hvort lenmísku flokkshugmyndinni er hafnað á grundvelli trotskismans, fleirflokkakerfi endurskoðunarsinna f AB eða af öðrum forsendum - allar þessar hugmyndir eru rangar. Verkalýðsstéttin verður að eignast framvarðarsveit, sem safnar bestu mönnum stéttarinnar undir sín merki og verður þannig hvort tveggja kjarni stéttarinnar og forystuafl hennar. Þetta eru orsakirnar fyrir þvf, að miðstjórn KSML hefur ákveð- ið að stofna KFÍ. Unnið að einingu marxista-lemnista Einingarsamtök kommúnista m-1 hafa sýnt f verki, að þau ætla sér ekki að i starfa að einingu fslenskra kommún- ista, a.m.k. meðan þau aðhyllast núverandi stefnu sína. Þrátt fyrir tilboð KSML um að samtökin ynnu saman að flokksstofnun, hefur mið- stjórn EK(m-l) ákveðið að taka ekki jjátt í starfinu fyrir stofnþing Komm- únistaflokksins, en f staðinn hafið á- rás á starf og stefnu KSML. Allt tal miðstjórnar EIK(m-l) um sameiningu íslenskra marxista-lenfnista í einn flokk, verður innantóm markleysa, þegar kemur til framkvæmda. f stað þess að snúa bökum saman við KSML f baráttunni gegn hvers kyns henti- stefnu - haigri eða "vinstri" - og vinna markvisst að stofnun kommún- istaflokks, tekur miðstjórn EK(m-l) þá afstöðu, að flokkurinn spretti fram úr baráttu fjöldans og ræðst með KSML með lygum og óhrððri. Albanska útvarpsstöðin "Radfo Tír- ana" sagði þann 6. janúar 1973 í til- efni af að 4 ár voru liðin frá stofnun Kommúnistaflokks Þýskalands m-1: "A sviði hugmyndafræðinnar var fyrst og fremst nauðsynlegt að marka stöðugt línuna gegn nútfma endur- skoðunarstefnu-og ýmis konar "vinstri" og hægri hentistefnu, sem reyndi að smjúga inn í flokkinn. Fé- lagi Enver Hoxha sló þvf föstu á 6. þingi Albandka Flokks vinnunnar, að "Gagnbyltingarhugmyndir endurskoð- unarsinnanna og starfsemi þeirra, kyndir undir allra handa fjandsamleg- um hugmyndastraumum, allt frá hinu versta borgaralega afturhaldi til trotskískra og smáborgaralegra hug- mynda." í V-Þýskalandi voru áhrif þessar andmarxísku hugmynda einnig mikil meðal æskufólks og sérstaklega stúdenta. Það sannast af baráttunni sem hinn ungi flokkur varð að heyja frá upphafi, Það komu líka fram öfl, sem vissulega héldu Jjví fram, að raunverulegur marxískur-lenínfskur flokkur væri algerlega nauðsynlegur, en þau heimtuðu að flokkurinn sprytti fram úr baráttu fjöldans. Þessari kenningu, sem raunverulega afneitar fo'rjstuhlutverki flokksins, var hafnað af KPDm-1 (Kommúnista- flokkur Þýskalands m-1). Hann hélt þvf skorinort fram, að verkalýðurinn þarfnaðist flokksins eins og áttavita, til þess að ná takmarki sínu, sósfal- ismanum, Það var einmitt þetta, sem smáborgaralegir uppákomumenn af öllu tagi vildu hindra, með hinum ýmsu tiltækjum sfnum. " (Weg der Partei nr. 2/74, bls. 109). KSML halda því einnig fram, að verkalýðurinn þarfnist flokksins í stéttabaráttunni og fyrir sósfalism- anum, en EK(m-l) afneitar leiðandi hlutverki flokksins, í starfi sínu. Klofningsstarfsemi EK(m-l) Þegar við stofnun EK(m-l) héldu þessi samtök út á háskalega braut. Þau juku við þann klofning, sem þeg- ar ríkti meðal íslenskra marxista- lenínista í stað þess að berjast ein- dregið fyrir einingu og stofnun kommúnistaflokks. Undir þvf yfir- skyni, að KSML hefðu þegar gert svo slæmar villur, að stofnendur EK(m-l) gætu ekki starfað innan KSML, ákváðu þeir að stofna ný sam- tök. Vissulega var lýst yfir, að EK(m-l) ætlaði að sameina íslenska marxista-lenínista og stofna einn kommúnistaflokk, en verkin tala allt öðru máli. í reyndinni var stofnun EK(m-l) klofningsaðgerð og tafði fyrir stofnun flokksins. Þýsku kommúnistarnir hafa þessa afstöðu til málsins: "Sérhver kommúnisti verður að gera sér ljóst, að við hlið kommún- istaflokksins er ekki hægt að byggja upp annan flokk. Sá sem lítilsvirð- ir eða hliðrar sér hjá þessar af- gerandi spurningu fyrir sósíalfsku byltingua, rfgheldur sér við hðpa- skipulagið eða ætlar sér að byggja upp "betri" kommúnískan flokk, er ekki kommúnisti. Þvf f reyndinni byggir hann ekki upp "betri" kommúnistaflokk, heldur berst gegn flokknum sem fyrir er, blæs að glóðum klofnings f hinni bylt- ingarsinnuðu verkalýðshreyfingu og starfar í raun í þágu heimsvalda- stefnunnar. Villur, jafnvel villur í starfi flokksins sem fyrir hendi er, geta aldrei nokkru sinni verið grundvöllur þess að byggja skuli upp "andstöðuflokk." Eini grund- völlur fyrir kommúnista til að öyggja upp nýjan flokk, er að kommúnistaflokkurinn sem fyrir er hafi endanlega úrkynjast f for- svara borgarastéttarinnar. " (Weg der Partei nr. 2/74, bls. 107). Alþýðubandalagið hefur gerst for- svari borgarastéttarinnar og það gerir uppbyggingu nýs kommúnísks floldís nauðsynlega. En EIK (m-1) gera- alrangt, þegar þau snúast gegn uppbyggingu slíks flokks og ætl- ar sér að byggja upp "betri" flokk. Slík starfsemi er aðeins í þágu stétt- aróvinarins. En stofnun EK(m-l) er aðeins upphafið á klofningsstarf- inu. ÞÓ svo, að EK(m-l) hafi gert mistök með því að stofna ný samtök, vegna grófrar "v'instri"-hentistefnu KSML fyrir 1974 og fram á það ár í ýmsum málum, var full ástæða til að leiðrétta þau mistök, þegar KSML hófu barattuna gegn "vins.tri" villunum og einangrunarstefnunni. Og þessi barátta hófst vel að merltja fyrir stofnun EK(m-l). En jafn- vel f dag, þegar KSML hafa háð á- rangursríka baráttu gegn "vinstri"-* hentistefnunni og stefna að fullu upp- gjöri við hana á þinginu á næstu pásk um, heldur EK(m-l) klofningsbar- áttu sinni áfram. Öheiðarlegar starfsaðferðir EK(m-l Miðstjórn EK(m-l) notfærir sér ranga afstöðu KSML á árunum '72- “V4, til þess að ráðast gegn KSML f dag. Hungengur m.a.s. svo langt, að fullyrða, að afstaða sem KSML hafa algerlega gert upp við og hafn- að fyrir meira en ári síðan, sé nú- verandi afstaða okkar. Hún lýsir þvTyTIr í nýútkomnum bæklingi að aðalsmerki stefnu KSML séu: "1. Afstaða gegn samfylkingum og dægurbaráttu vinnandi alþýðu. 2. Andstaða gegn stuðningsstarfi við erlenda alþýðu vegna þess að þær starfi ekki á "grundvelli sósf- alismans eða alþjóðahyggju öreig- anna" - sem yfirlýst markmið. 3. Tilraunir til að ganga fram hjá stéttarfélögunum, starfa gegn þeim stöðugt, en leggja þess í stað a- herslu á slagorðaglamur og "komrn únfskan áróður" í dægur- og kjara- baráttunni. 4. Rangt mat á þjóðfélagsaðstæðum og bandamönnum verkalýðsins und- ir vígorðinu "stétt gegn stétt." 5. Tilraunir til að breiða yfir mis tök, gagnrýna einstaka þætti stefn- unnar og láta lfta svo út að þeir hafi engin afgerandi áhrif á heildar- stefnuna. 6. Afstaða gegn fj öldabaráttu og rangt mat á afli fjöldans - heyja á baráttuna "fyrir fjöldann."" Miðstjórn EK(m-l) er fullkunnugt um, að þetta eru hreinar lygar. KS ML starfa innan Baráttusamtaka launafólks og Baráttusamtaka verka- fólks, Víetnamnefndarinnar, Palest- ínunefndarinnar, vinafélaga við sósí- alísku ríkin og hernámsandstæðinga. KSML hafa starfað innan verkalýðs- félaganna og álíta bændur vera bandamenn verkalýðsins. KSML hafa barist hart gegn hvers kyns hentistefnu inna eigin vébanda og ekki dulið þá baráttu á neinn hátt, auk þess sem afstaða KSML til fjöldabaráttunnar er dregin saman f vfgorðinu "Með fjöldanum - fyrir fjöldann," og þar átt við starf meðal fjöldans og fyrir hagsmunum hans. Þessar lygar verða ekki skild ar öðruvísi en sem beint og meðvit- að klofningsstarf af hálfu miðstjórn- ar EK(m-l). Við teljum óþarfa að svara þeim sora sem birtist í nýút- komnum bæklingi EK(m-l) frekar, en munum einbeita okkur að því að afhjúpa starfsaðferðir og klofnings- taktík EK(m-l) í staðinn. EK(m-l) munu ekki takast að hindra stofnun kommúnísks flokks á íslandi með þessum klofningsaðgerðum sín- um, né heldur að leggja stein f götu marxismans-lenínismans að öðru leyti. Við hvetjum félaga í EK(m-l) til að ræða þessi vandamál kommún- fsku hreyfingarinnar á fslandi af alvöru og taka núverandi afstöðu sína til gagngers endurmats. KSML munu berjast fyrif stofnun KFf og hvorki borgarálegt afturhald, nútíma endur- skoðunarstefna, trotskismi né smá- borgaraleg hentistefna mun hindra okkur f að ná þessu marki. LIFI BARATTAN FYRIR STOFNUN KOMMÉNISTAFLOKKS fSLANDS. -/KG

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.