Stéttabaráttan - 11.08.1976, Síða 3

Stéttabaráttan - 11.08.1976, Síða 3
Stéttabaráttaii ll.ágúst. 1976. Hlíf í Hafnarfiröi: Besti þjónnlSAL Fyrir nokkrum mánuðum komu forráðamfenn Alversins að máli við verkamenn f Skautsmiðju og vildu fá þá til að samþykkja breytta vaktatilhögun. Aður höfðu verið tvfskiptar vaktir f Skautsmiðju en nú vildu for- ráðamenrl koma á þrískiptum vöktum þannig að unnið yrði allan’sólarhringinn og um helgar. Það var mikil andstaða gegn þessu og menn töldu sig hafa rétt til að neita þessu, því samkvæmt ákvæði í samningum ségir að ekki sé hæg.t að breyta vaktafyrirkomulagi nema verka- mennirnir samþykki það. Trúnaðarmenn fóru með málið til Hlífar til að athuga hvernig Hlff liti á málið. Þeir komu með þau orð til baka, að fyrir- tækið hefði allan rétt til að breyta vöktum, og Hlíf gæti ekki treyst sér til að styðja okkur ef við neituðum að breyta vakta- fyrirkomulaginu. Við myndum þá taka áhættu á að verða reknir, og aðrir ráðnir sem væru fúsir til að vinna á þrí- skiptum vöktum, Við það að Hlíf vildi ekki styðja okkur sundraðist samstaðan gegn vaktabreytingunni og við kusum heldur að hopa en að hætta á að menn yrðu reknir. Síðan er algerlega gengið frá vaktabreytingunni, og menn undirrita ný ráðningarbréf á fundi með yfirmönnum og lög- fræðingi fyrirtækisins. Undir lok fundarins er lögfræðingurinn spurður að því hvernig hann líti á það ákvæði samninganna að verkamenn geti neitað að breyta vaktafyrirkomulagi. Hann segir að hann geti ekki túlkað það öðruvísi en það standi: Að ef verKamenn vilji ekki sa’mþykkja breytt vaktafyrir- komulag getur Hlíf fyrir hönd verkamanna neitað því, og þá taki breytingin ekki gildi. Við þessí orð lögfræðingsins rann upþ fyrir mönnum ljós að Hlíf hafði túlkað samningana þannig að fyrirtækið hefði allan rétt til að ieka okkur, og þannig sundrað samstöðu okkar. . Lög fræðingur fyrirtaskisins sagði okkur líka að Hlíf hefði ein- hvérntíma lofað að standa aldrei í vegi fyrir vaktabreyt- ingum ef þær væru gerðar af rekstararnauðsyn, og það er ljóst að f þessu máli hefur Hlíf fórnað réttindum okkar til þess að standa við eitthvað munnlegt loforð gefið ISAL. En við skrifum þetta til að sýna mönnum að Hlíf stendur betri vörð um hagsmuni ÍSAL en lög- fræðingur fyrirtækisins getur gert, Það hefðu einhverntfma þótt tíðindi að verkalýðsfélag hótaði fyrir hönd fyrirtækisins að ef starfsmenn væru ekki góðir yrðu þeir reknir, en for- ráðamenn fyrirtækisins yrðu til að benda á rétt verkamanna. En þetta hefur geröt, og við biðum ósigur. Við hvetjum verkamenn hjá fSAL til að draga lærdóm af þessu. Verkalýðs- félögin verða ekki að baráttu- tæki fyrr en bittlingalýðurinn sem þeim ræður í dag hefur verið hreinsaður út og heiðar- legir verkamenn teknir við þar. -/nokkrir verkamenn í Skautsmiðju ISAL. Sjómenn! FeiSum svikasamningana Allar sjómannadeildir og félög landsins utan sex félldu samningana nú í vor. Fagrar lýsingar og blekkingar forystunnar gátu ekki lalið þá kjararýrnun sem þeim fylgdi. Lækkun skiptaprósentunnar var eitt þeirra atriða sem sjómenn höfnuðu algerlega, því hún þýðir aðeins aukið arðrán. Síðan þetta gerðist hafa þeir sjómenn sem felldu samningana verið í algerri óvissu um rétt sinn. Utgerðarmenn auk a. m. k. hluta forystuliðs verkalýðs- félaganna hafa reynt að halda því að sjómönnum aðgömlu samningarnir séu nú ógildir eftir að búið er að segja þeim upp og hafa útgerðarmenn stundað það að bjóða sjómönnum þau "kostakjör" að láta þá róa upp á nýju samningana, þá sem sjómenn felldu. Iþessu máli afhjúpar forysta sjómanna- samtakanna sig algerlega sem bandamann auðherranna. Hér er um að ræða túlkunaratriði sem forystan túlkar sjómönnum I óhag. En sú regla hefur yfir- leitt gilt I slíkum tilfellum að laun eru greidd eftir gamla samningnum þar til nýr hefur verið undirritaður og kveðið á um gildistímabil hans. Ut- gerðarmenn vilja umfram allt borga eftir nýju samningunum þar sem Alþingi þeirra við Austurvöll hefur þegar "skorið miður sjóðakerfið" og nýtt og hærra fiskverð hefur verið ákveðið. Skiptaverðmæti aflans hefur þvf haskkað töluvert. Þeir sjómenn sem felldu samningana eiga rétt á þessu hærra skiptaverðmæti en gömlu skiptaprósentunni. En I þessu máli hefúr forystan algerlsga svikið. Meðan þessi ovissa^ hefur ríkt um kjörin hefur hún staðið I samningamakki við útgerðarmenn og farið sér __ heldur hægt. Nú næstum hálfu ári seinna kemur hún loks með undirritaðann kjarasamning sem á að gilda fyrir öll aðildarfélög Sjómannasamband sins. Atkvæðageiðslan verður sameiginleg og er áætlað að Henni ljúki 21. ágúst. Sjómenn hafa að sjálfsögðu ekld ennþá séð þessa afurð samningamakksins en það sem fram hefur komið I fjölmiðlum lofar ekki góðu. Ljóst er að samningurinn felur ekki í sér miklar breytingar á samning- num frá I vor. Þó mun hluti sjómanna fá um 1/2 % hækkun á skiptaprósentu auk ein- hverrar hækkunar á kaup- tryggingu. Einnig hefur verið skýrt frá því að útgerðarmenn skuli ekki fá leyfi til að stela gróðanum af tollalaskkun skv. bókun 6 framhjá skiptum. Af ummælum sjómanna- forystunnar t. d. Jón Sigurðs- sonar má ráða að þessir samningar muni ekki verða nein kjarabót fyrir stærstan hltua sjómanna á bátaflotanum. Forystan treystir auðsjáan- lega á að samstaða og baráttu- hugur sjómanna sé nú alger- lega brostinn og þeir muni ekki þora að fella samningana vegna reynslunnar frá I vor. En þar skjátlast henni hrapa- lega. Það þarf meira til að brjóta niður stéttarvitund en svikula forystu. Skora ég hér með á alla sjómenn að hnekkja þessum svikaáformum forystunnar, fella samningana en krefjast þess I stað raunverulegra kjarabóta. Rvk. 3. 8. '76. sjómaður MM i' M li' mœt 1 i'% ||LpNL •; w (. 'W- \ '•< f fágmmSgj V ■ SJÖír ”Kaupmenn gætu bundist samtökum um að hafa áhrif á mjólkurverð” Guðrún Helgadóttlr, vinnur I mjólkurbúðinni við Frakkastíg: Ég tel að það verði mjög erf- itt fyrir flestar okkar að fá aðra atvinnu - sérstaklega þar sem mikið er um eldri kon- ur sem hafa unnið hjá MS I ára- tugi. ASB er búið að fá loforð frá kaupmönnum um að við göngum fyrir um atvinnu hjá þeim, en það er engin trygging fyrir því að þeir standi við það. Við erum flestar ánægðar með vinnuna og má þá sérstaklega nefna vinnutímann sem er þægi- legur og kaupgreiðslur eru reglulegar. Það síðasta sem við höfum heyrt um þetta mál er að búðirnar verði lagðar nið- ur eftir áramót, I kringum 1. febrúar. Ég hef ekki heyrt að ASB hyggist grípa til einhverra aðgerða, annars er þetta allt saman heldur óljóst ennþá. hvorki hjá mér sem húsmóðir, né fyrir konurnar sem munu missa atvinnu sfna. Ég veit ekki til að nokkur búð hér I ná- grenninu geti tekið við mjólk- Inga Dóra Jóhannesdóttir, vinn- ur í búðinni við Grenimel: Ég hætti hérna e. t. v. I haust svo þetta kemur ekki beint við mig. Eg hef enn ekki hitt hús- mæður sem eru hlynntar þess- um breytingum, þó held ég að fólk geri sér ekki fulla grein fyrir þvf nú, hvað þetta hefur I för með sér. Ég bý t. d. uppi í Breiðholti: Það er engin mjólkurbúð nálægt mér, að- eins stór verslun sem sér um mjólkursölu. Ég fæ líka yfir- leitt gamlan rjóma þar, þannig að ég býst fastlega við því að þjónustan við almenning versni. Þetta er nefnilega mjög viðkvæm vara, það er erfitt að meðhöndla hana, og ég er viss um að ekki er nógu vel fylgst með öllu I kringum hana I stóru verslununum, sbr. dæmið um rjómann. Lilja Magnúsdóttir er húsmóð- ir, sem vinnur í afleysingum í sumar I búðinni við Grenimel: Eg sé ekkert hagræði í þessu, ursölunni. T. d. er búð hér við hliðina, en hún er of lítil til að kælir komist þar fyrir. Flestir sem koma hingað að versla hafa látið þá skoðun í ljós að þeir séu á móti því að mjólkurbúðunum verði lokað. Svanhildur Agparsdóttir er af- leysingastúlka I búðinni við Háaleitisbraut: Ég er á því að lokun búðanna sé mjög óæskileg, þvx þá geta kaupmennirnir hugsanlega haft áhrif á verð mjólkurinnar - jafnvel bundist samtökum um það. Það kemur fleira til að þetta er óæskilegt. Þar má nefna m. a. að mikið er um fullorðnar konur f búðunum sem eiga' erfitt með að fá aðra vinnu, einnig er erfiðara með að uppfylla strangar þrifnaðar- reglur f nýlenduvöruverslunum. en mjólkin er mjög viðkvæm fyrir slíku. Þórunn Böðvarsdóttir og Jó- hanna Viggósdóttir vinna í búð- inni við Hagamel. Þórunn hafði eftirfarandi að segja um málið: Mér finnst vera mikil óvissa I sambandi við þetta mál. Það er alltaf verið að breyta lokun- artfmanum, nú er sagt að það verði 1. febrúar. Við bíðum eftir uppsagnarbréfunum, svo við getum farið að leita að nýrri vinnu. Það verður mjög erfitt fyrir eldri konur. Ég er ekki farin að leita sjálf, a. m.k. ekki alvarlega. Það síðasta sem við heyrðum frá ASB um þetta, var á fundi um áramótin sfðustu, en síðan hefur ekki verið haldinn fundur Þar komu fram miklar áhyggj ur hvað varðar lífeyrissjóðinn. Konur á aldrinum 60-70 ára, sem búnar eru að boi’ga f sjóð- inn í 30 ár og hættar að vinna, gætu jafnvel misst réttindi elli- lffeyrisþega, ef sjóðurinn verð ur ekki færður f annað félag. Ég veit ekki hvað félagið gerir í þessu, og hvort það gerir yf- irleitt nokkuð. . -/IoJ,1H SAMTOK GEGN LOKUNINNI Eftir að þessi grein var skrifuð hafa verið stofnuð sam tök sem hafa það markmið að berjast gegn lokun mjólkur- búðanna. Þessi samtök voru stofnuð á fundi sem nokkrir einstaklingar úr hópi neytenda og starfsstúlkna úr mjólkur- búðum boðuðu til. Samtökin hafa boðað framhaldsaðgerðir og hvetjum við fólk eindregið til að styðja þær.

x

Stéttabaráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.